Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986
VEIÐIÞÁTTUR Umsjón Guðmundur Guðjónsson
Laxá í Aðaldal:
Fyrsta tölvuspáin
um heildarveiði í
íslenskri laxveiðiá
Veiðimenn auðvitað á öndverðum meiði
LAXÁRFÉLAGIÐ, leigutaki stórs hluta Laxár í Aðaldal, hefur látið
gera tölvuspá um aflabrögð í ánni í sumar. Byggir spáin á heildar-
veiðinni úr ánni 24. júlí síðastliðinn, einnig heildarveiðinni á árunum
1978, 1979 og 1985. Er vitað til þess að einstaklingar hafi keyrt út
af tölvu skýrslur í lok veiðitíma, t.d. fyrir Stóru-Laxá i Hreppum,
en vitanlega er þetta í fyrsta skiptið sem gerð er fyrirframspá. Þó
hún hafi ekki verið gerð opinber enn sem komið er, þ.e.a.s. fyrr en
nú, er þegar allmikil umræða um hana og menn fylgjast spenntir
með hver framvindan verður og hvort tölvan reynist sannspá.
Spáin:
Við skulum ekki hafa þennan inn-
gang öllu umfangsmeiri, heldur
vippa okkur í álit tölvunnar. Hún
spáir heildarveiði upp á 2.896 laxa
með skiptingu milli svæða sem hér
segir: Laxamýri, neðra svæði, 745
laxar, Laxamýri, efra svæði, 705
laxar, Árbót, Jarlsstaðir og Hjarðar-
hagi 166 laxar, Hólmavað neðra og
Hagalönd 293 laxar, Hólmavað efra,
Hraun og Ytra-Fjall 309 laxar, Núp-
ar 128 laxar, Nes, Knútsstaðir og
Tjöm 445 laxar, loks efri svæði 105
laxar. Alls gera þetta 2.896 laxar
eins og áður segir. Þá spáir tölvan
því án þess að blikna að 65 laxar
veiðist 20 punda eða stærri.
Eins og nærri má geta, þá gefa
þessar tölur tilefni til vangaveltna.
Þannig segir Orri Vigfússon formað-
ur Reykjavíkurdeildar Laxárfélags-
ins: „Eg er í mörgu sammála þessari
tölvuspá, en ég er harður á því að
heildarveiðin í Laxá fer yfír 3000
laxa í sumar. Ég er sannfærður um
að við fáum sterkan smálax í bland
langt fram eftir sumri og byggi það
á seiðasleppingum undanfarinna ára
frá klakstöðinni á Laxamýri. Þar
hefur tekist að rækta upp það besta
í stórlaxastofni árinnar enda sú klak-
stöð sem mesta reynslu hefur á
íslandi. Sú staðreynd mun fleyta
ánni vel yfír 3000 laxa í sumar.“
Svo mörg voru þau orð Orra og
það er út af fyrir sig ekkert skrýtið
þó hann haldi í sína ríkulegu bjart-
sýni því hann hefur jú sagst munu
éta flugumar sínar ef spá sín um
rúmlega 3000 laxa veiði standist
ekki. Við rök Orra um stórveiði má
bæta, að ekki er reiknað með miklu
slýreki í ánni þetta sumar og ef það
verður raunin myndi það auðvitað
gera veiðimönnum léttara fyrir að
bjarga flugunum hans Orra frá dap-
urlegum endalokum svo ekki sé
minnst á heilsu veiðimannsins. En
sleppum öllu gríni og bætum við, að
Jóhannes Kristjánsson stórveiðikló á
Akureyri deilir vissulega mikilli
bjartsýni með Orra, bara ekki eins
mikilli og spáir „aðeins" 2500-2600
laxa heildarveiði. Pétur Pétursson,
bróðir Dodda veiðivarðar, er á sömu
skoðun og svo eru enn aðrir trúaðir
á allt þar á milli.
Hvað varðar spána um stórlax-
veiði sumarsins, þá virðist hún alls
ekki vera út í hött, því fýrir tveimur
vikum höfðu 45-50 laxar veiðst sem
vógu frá 20-27 pund hver, 25 fyrir
Nesveiðum, 20 á svæðum Laxárfé-
lagsins og einhver stykki á öðrum
svæðum. Alls staðar hefur sést til
slíkra fiska og þaðan af stærri, meira
að segja virðist vera mikið magn af
þeim í ánni. Orri segist sakna þess
að hafa ekki enn séð 30 punda fisk
í aflanum, en auðvitað getur það
verið fljótt að breytast og spáin telur
að 3-4 slíkir drekar muni koma á
land. „Tölvan var fús að tjá sig, en
þegar við reyndum að fá hana til að
spá um hvaða flugur þeir stóru
myndu taka, fannst henni nóg komið
og það varð ekkert úr svörum,"
bætti Orri við.
Þá er enn við að bæta, að eftir
að þessi spá rann úr vitum tölvunn-
ar, hefur verið þrumugóð veiði í
Laxá, svo góð, að haldi fram sem
horfír er trúlegt að mannsspáin reyn-
ist haldbetri en tölvuspáin og þá er
manni spum, til hvers að biðja tölv-
una að spá? En þannig má varla
hugsa á tölvuöld eða hvað? Hvað sem
öllum hugleiðingum líður, þá verður
spennandi að fylgjast með þessari
fnimraun.
Laxveiði í Grímsá kvikmynduð í kynningar- og auglýsingaskyni...
STUBBAR
Búið að bjarga því
sem bjargað verður
í síðasta veiðiþætti var gerð að
umtalsefni laxatorfan sem sloppið
hafði inn í skurðinn við rafveituhús-
ið hjá Elliðaánum, en þar hefur
mátt sjá tugi ef ekki hundruð laxa
á sveimi, innilokaða. Garðar Þór-
hallsson, sem er formaður Elliðaár-
nefndar Stangaveiðifélags
Reykjavíkur hafði samband i vik-
unni og greindi frá sögu málsins.
„Það sluppu nokkrir fiskar þama
inn snemma í sumar og svo var það
eina nóttina, að velviljaðir menn
ætluðu að freista þess að koma lax-
inum út í ána á ný með því að lyfta
upp slá við annan endann á hliðinu
og smala laxinum niður aftur. Þetta
tókst ekki betur til en svo, að þeir
misstu slána og grindin féll niður,
þannig var skurðurinn opinn heila
nótt og gekk þá mikið af laxi inn,
auk þess sem eitthvað af fiski hefur
troðið sér meðfram girðingunni
bæði fyrir og eftir óhappið."
Því næst sagði Garðar, að búið
væri að bjarga því sem bjarga yrði,
það hefði verið dregið á í skurðinum
og rúmlega 100 laxar náðust og
þeim var auðvitað sleppt í aðalána.
„Það er enn eitthvað af laxi þama
sem ógemingur er að ná, því hann
getur gengið undir allt stöðvarhúsið
og þar eru rásir og pípur, heilt völ-
unarhús, auk þess sem eitthvað af
físki liggur við opið undir húsið.
Aðalatriðið, úr því sem komið er,
er að þetta mun aldrei koma fyrir
aftur, girðingin verður lagfærð og
passað upp á að óhöpp af því tagi
sem þama varð gerist ekki aftur,“
sagði Garðar.
Vandamál með
sandburð...
Við Laxá í Aðaldal hafa bændur
og leigutakar veiðinnar verið með
ýmsar leiðir í gangi til að auka
seiðaframleiðslu árinnar og eitt af
því sem reynt hefur verið í seinni
tíð hefur verið að grafa niður
hrognabox, en í slíkum boxum
klekjast hrogn og seiðin eiga svo
að eiga í þeim ömggt skjól meðan
þau komast í gegn um hið við-
kvæma kviðpokastig. Nú er komið
babb í bátinn, því er hrognaboxin
vom athuguð í sumar, kom í ljós að
í þeim var ekkert líf að finna, þau
vom full af sandi og hrogn og seiði
steindauð. Það er Kráká sem á hér
sökina, hún mokar með sér geysi-
legu magni af sandi sem er skað-
valdur á hrygningarstöðvum. Þetta
er erfítt vandamál, en hjá umrædd-
um aðilum sem hlut eiga að máli
mun vera í bígerð áætlun um um-
fangsmikla landgræðslu meðfram
Kráká ...
Aftur kvóti í Ásana ...
Þessi fregn er ekki seld dýrari
en hún er keypt: Heyrst hefur að
störveiðimenn í Laxá í Ásum hafí
verið sjálfum sér verstir með fram-
Bandarískur veiðimaður kastar flugu í Lækjarfossi í Grímsá i sutn
ar. E.t.v. verða fleiri landar hans hér á veiðum á næstu árum ...
Táktu
■T /K-sV.
Kjarnagrautinn
með í ferðina
Kjarnagrautar eru tilbúnir á diskinn, beint úr fernunni.
Hollir og bragðgóðir grautar unnir úr ferskum ávöxtum.
Henta vel í ferðalög, sumarbústaðinn eða hvar sem er...
Þú getur tekið 8 tegundir með þér!
Ljúffengur Kjamagrautur daglega.
Kjamavörur
Eirtiöfða 14