Morgunblaðið - 07.08.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.08.1986, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 SólveigD. Erlends- dóttir — Minning Sólveig Dagmar Erlendsdóttir Aézt í Reykjavík 29. júlí sl. eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Hún var nýlega orðin 77 ára, en hún fæddist í Reykjavík 22. júní 1909, dóttir hjónanna Erlends Sveinssonar klæðskerameistara frá Stöðvarfirði og Sigurbjargar Ólafs- dóttur frá Mjóanesi á Völlum í Suður-Múlasýslu. Sólveig var yngst þriggja systk- ina, en hin voru Þorbergur, sem lézt á bezta aldri, og Unnur, sem lézt fyrir nokkrum árum. Sólveig missti föður sinn 10 ára gömul og -ólst eftir það upp hjá móður sinni og síðar Unni systur sinni og manni hennar, Guðmundi Markússyni, þekktum togaraskipstjóra í Reykjavík í þá daga og síðar. Sólveig kynntist manni sínum, Magnúsi Einarssyni bakarameist- ara, er hún var við störf hjá brauðgerð G. Ólafsson og Sandholt. Þau gengu í hjónaband í október 1932 og fluttust skömmu síðar búferlum til Hafnarfjarðar, þar sem Magnús tók við rekstri Alþýðu- brauðgerðarinnar. Þau bjuggu í Hafnarfirði í 12 ár og varð fímm barna auðið. Þau eru: Þórir Einar flugumferðarstjóri, maki Anna Ein- x^vrsdóttir, Alma bankafulltrúi, maki Jón V. Ottason verkstjóri, Erla Björg skrifstofumaður, maki Haf- þór Sigurbjömsson skrifstofumað- ur, Magnús fyrrv. rannsóknarlög- reglumaður, búsettur í Noregi, maki Margrét Ellertsdóttir dýra- læknir, og Erlendur framkvæmda- stjóri, sambýliskona hans er Fanney Júlíusdóttir flugfreyja. Til Reykjavíkur fluttust þau Magnús og Sólveig aftur árið 1945, en þá tók Magnús við rekstri brauð- gerðar Mjólkursamsölunnar, sem hann stjómaði, unz hann komst á eftirlaunaaldur. Magnús lézt árið 1978. Sá, sem þessar línur skrifar, á margar ánægjulegar endurminn- ingar frá heimili þeirra Magnúsar og Sólveigar í húsi Mjólkursamsöl- unnar við Laugaveg 162. Heimili þeirra virtist ávallt standa opið, þegar vini og kunningja bama þeirra bar að garði. Blönduðu þau geði við gestina, þó að aldursmunur væri nokkur, Magnús tefldi gjarnan skák við okkur strákana, en annars höfðu þau hjón mikla ánægju af spilamennsku og fengu oft til sín gesti á kvöldin og var þá spilað lengi fram eftir, ef svo bar undir. Sinn sérstaka unaðsreit áttu þau Sólveig og Magnús við Þingvalla- vatn. I landi Skálabrekku reistu þau sumarbústað, þar sem þau dvöldust löngum á sumrin. Sólveig var þar gjaman með bömin meðan þau vom yngri, en Magnús kom um helgar eftir langa og stranga vinnu- viku í brauðgerðinni. Líf sitt helgaði Sólveig fyrst og fremst fjölskyldu sinni, og bar hag bama sinna og barnabama mjög fyrir brjósti. Hún gekkst undir al- varlega aðgerð í lok síðasta árs og virtist ná sér nokkuð vel. En fyrr á þessu ári syrti í álinn og hún átti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsi eftir að hún lagðist inn í júnímánuði sl. Ég votta fjölskyldu Sólveigar samúð mína, en útför Sólveigar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag- Alfreð Þorsteinsson Minningarorð: Þórarinn Guðmundsson Vinur minn og vinnufélagi Þórar- inn Guðmundsson, vélsmíðameist- ari, hefur verið til moldar borinn. Hann lést 7. mars 1985, og var jarðsettur í grafreitunum í Gufu- nesi við Reykjavík. Þessi síðbúnu minningarorð, em jafnframt til að minnast þess að í dag eru liðin 90 ár frá fæðingar- degi hans. Þórarinn var fæddur að Ketilstöðum í Mýrdal 7. ágúst 1896. Foreldrar hans vom Rannveig Guð- mundsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Það gerðist með Þórarinn sem og aðra Islendinga á þessum ámm að brauðstritið byij- aði snemma. Um fermingaraldur *!5!ör hann til Vestmannaeyja, og réðst í vinnu og sjómennsku hjá þeim ágæta útgerðarmanni Valdi- mar Bjarnasyni og konu hans, Ingibjörgu, sem reyndust honum sem foreldrar. Hæfileikar Þórarins, lagni og atorka komu snemma í ljós, ekki leið á löngu þar til hann fór að stjóma vélum til sjós, á þessum ámm var vélbátaöldin að heíja inn- reið sína. \ Um tvítugs aldur fer hann í sigl- ingar á flutningaskip, við þau störf öðlast hann mikla víðsýni og reynslu. Réttindi sín í rennismíði öðlaðist hann á Neskaupstað þar sem hann starfaði um margra ára skeið. Áður hafði hann unnið í vél- smiðjum í Reykjavík og Danmörku. Eins og áður segir var Þórarinn mikill atorkumaður, hann helgaði starf sitt vélstjórn og vélsmíði. Þórarinn var maður árrisull, ég vil meina að sannast hafi á honum hinn gamli og sígildi málsháttur sem segir, að morgunstund gefi gull í mund. Það var ekki ótítt að hann hafði skilað dijúgum hluta úr dagsverki er við vinnufélagar hans mættum til vinnu á venjulegum tíma að morgni. Þórarinn var traustur og trúr starfsmaður. I vinahópi var hann glaður, reifur og hrókur alls fagnaðar, hafði gaman af kveðskap og var sjálfur hagmæltur. Þórarinn var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Herborg Hallgríms- dóttir, þau eignuðust tvö börn, Lilju Grétu og Hallgrím. Þau slitu sam- vistum eftir skamma sambúð. Seinni kona hans var Guðrún Sig- mundsdóttir, með henni átti hann tvær dætur, tvíbura Öldu og Báru. Guðrún lifir mann sinn og býr að Droplaugarstöðum, húsi aldraðra í Reykjavík. I tilefni fæðingarafmælis Þórar- ins vil ég leyfa mér fyrir mína hönd og fyrrverandi vinnufélaga í Vél- smiðju Njarðvíkur og félaga í JPK að senda Guðrúnu kveðju okkar félaganna. Með kærri þökk fyrir samfylgdina og ánægjuleg kynni. Blessuð sé mipning vinar okkar. Ásgeir Skúlason Juvena snyrtivörukynningar ídagkl. 13.00-18.00 Sandra — Hafnarfirði Greifynjan — Laugavegi 82 Juvena snyrtivörur - Svissnesk gæðavara unnin úrjurtum fyrirþá sem láta sér annt um velferð húðarinnar £. 0) JUVENA j Of SWITZE.IAND Munið Juvena getraunina ViKu ferð til Sviss ogjuvena vöruúttektir í verðlaun Sundaborg 36 Sigríður Þóra Harð- ardóttir — Kveðja Fædd 10. apríl 1971 Dáin 27. júlí 1986 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Haukur Hauksson + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTJÁNS SAMÚELSSONAR, Grænumörk 1, Selfossi. Kristfn Samúelsdóttir, Tryggvi Samúelsson. t Einlægar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ÁSBJÖRNS JÓNSSONAR frá Deildará, Nýlendugötu 29, og viröingu sýnda minningu hans. Kristrún Jónsdóttjr, Jón Ásbjörnsson, Fríða Ásbjörnsdóttir, Halla Daníelsdóttir, Steingrimur Baldursson og barnabörn. Lokað Lokað frá hádegi fimmtudaginn 7. ágúst vegna útfarar ÁGÚSTAR PÉTURSSONAR verkstjóra. Gamla kompaníið. Lokað Vegna jarðarfarar INGIBJARGAR J. KALDAL verður lok- að frá hádegi föstudaginn 8. ágúst. Pfaffhf., Borgartúni 20. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðtð tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð o g með góðu línubili. J w mm i cn co vn co Metsölublaó cí hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.