Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 37 speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ljón (23. júlí-23. ágúst) og Vog 23. sept.-22. okt.) Ég ætla í dag að fjalla um samband Ljóns og Vogar. Einungis er flallað um hið dæmigerða fyrir merkin og lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömu- merki. GóÖ saman Ljón og Vog eru ekki ólík merki og eiga því í flestum tilvikum vel saman. Bæði eru úthverf, þ.e. hafa að upplagi opinn og glaðlyndan persónuleika, eru jákvæð og hress í lund. Þau eru bæði gerandi og vilja líf og at- hafnasemi. Hugur og hjarta Það sem helst skylur þau að er að Ljónið er eldsmerki og lætur stjómast af hjart- anu en Vogin er loftsmerki og lætur hugsun og skyn- semi ráða, eða reynir að gera það. Sveigjanleiki ogfesta Annar þáttur er ólíkur í fari þeirra. Hann er sá að Ljónið er stöðugt merki en Vogin frumkvætt. Hið fyrmefnda er því ákaflega fast fyrir. Ef Ljón ákveður eitthvað eða tekur upp ákveðinn stfl, þá er það ósveigjanlegt og á erfitt með að breyta til. Vog- in er aftur á móti sveigjan- leg. Hún reynir að taka tillit til aðstæðna og meta hvert mál útfrá mörgum hliðum. Sólin og fólkiÖ Þau geta notið sín saman í samkvæmislífinu. Ljónið þarf áhorfendur og Vogin þarf að ræða við fjölda manns. Ef við skoðun þau í stórri veislu, þá stendur Ljó- nið í rólegri tign á miðju gólfí og segir sögur af ný- justu afrekum í bland við góða brandara. Vogin þýtur aftur á móti milli manna, gengur að hveijum fyrir sig og fullvissar sig um að öllum líði vel. Listrcm Bæði þessi merki em skap- andi og listræn. Þau eru litrík. Dæmigert Ljón-Vog par er menningarlega sinn- að. Því er líklegt að við hittum þau í leikhúsinu eða á list- og tískusýningum. Þau voru t.d. við opnunina á Picassosýningunni á Kjarvalsstöðum um daginn. SkuggahliÖarnar Þó þessi merki teljist eiga vel saman hafa þau sína skugga. Þegar ákafí og kraftur Ljónsins fer úr bönd- um á það til að vaða yfír umhverfíð. Það gleymir sér stundum og tekur stærri sneið af kökunni en því ber. Þetta getur farið ákaflega fyrir bijóstið á Voginni sem hefur sterka réttlætiskennd. Einstaka sinnum gerir kraft- ur Ljónsins það hávært. Það fer einnig illa í Vogina sem þráir frið, fegurð og jafn- vægi. Mér dettur fátt í hug í fari Vogarinnar sem gæti farið í taugarnar á Ljóninu. Það er þá helst óákveðni og það hversu lengi Vogin er að gera upp hug sinn. Fyrir hendi er sú hætta að Ljónið, sem er frekara merki, stjórni Voginni sem hættir oft til að þóknast öðrum um of. Við megum þó ekki gleyma þvf að Vogin er frumkvæð, að hún á til að snúa öðrum í kringum sig. Bros hér og rétta orðið þar getur verið árangursrík aðferð. Vogin er jú hinn fæddi diplómat. Við skulum því segja að í þessu sambandi virðist á yfírborðinu sem Ljónið stjómi en að Vogin fari sínu fram samt sem áður. X-9 O/rýTc/Flöer&ÆÁU. - ■ ■ \ / OS- &HOT/V //£SZ4/<£7?RA- ' -w ^ 0Tbr/v//r P//U4 . Át j/ ~7bki/M 'oTt/ af '7>Pé/M GRETTIR -TAP / Hei,JON,Ll)KKUpRiKlP l A1ITT VILL AV jíO TAKIP TAP f TIL MORQUNVERO HANDA A1ÉR I TOMMI OG JENNI DlSt 6DITOWS PWtSS SEBVICt. INC LJÓSKA þAP er. .s. tsexm ÚTSALAI ! TlLRAUKl Ti'SKUBÚP^ INNI ----- FERDINAND SMAFOLK IF TOU GET LOST IN THE W00P5, ONE THIN6 YOU CAN QO 15 CLIMB TO THE TOP OF ATREE TO SEE WHERE YOU ARE.. CONRAP UUILL NOUd PEM0N5TRATE FOR U5 HOU) THIS 15 PONE... S-/S © 1ð86 Unlted Feature Syndlcate.lnc. Ef maður villist í Nú mun Konráð sýna okk- skóginum getur maður ur hvernig þetta er klifrað upp í tré til að sjá gert_ hvar maður er staddur__ Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Góði leggðu upp, þú kemst ekki hjá því að gefa þijá slagi á tromp og einn á laufi,“ sagði „fimmti maðurinn" að baki sagnhafa, sem beið óþeyjufullur eftir að rúbertunni lyki svo hann kæmist að. Norður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ - ¥D1094 ♦ DG108 ♦ KG832 Norður ♦ 63 ¥ÁK62 ♦ ÁK32 ♦ Á75 Austur ♦ KDGIO ¥G87 ♦ 975 ♦ 1096 Suður ♦ Á987542 V 53 ♦ 64 ♦ D4 Norður vakti á einu grandi og suður lauk sögnum með fjór- um spöðum. Sem er mjög traustur samningur og aldrei í hættu nema trompið liggi allt til andskotans. Sem reyndar var raunin, áhorfandanum á bekkn- um til mikillar skapraunar. Vestur spilaði út tíguldrottn- ingu, sem sagnhafí drap á ás og fór strax á trompið. Legan kom í ljós og sagnhafí staldraði við stundarkorn. Sem fór í taug- amar á fímmta manni því hann taldi augljóst að spilið færi einn niður. En suður átti eftir að afsanna það. Eftir að hafa tekið á tromp- ásinn spilaði hann tígli á kóng blinds og stakk tígul heim. Fór svo tvívegis aftur inn á blindan til að trompa tígul og hjarta og var þá orðinn jafnlangur austri í trompinu. Þá fór hann inn á laufás og spilaði síðasta rauða spilinu. Austur átti enga vörn, ef hann trompaði fór laufdrottn- ingin í slaginn, ella fengi suður tíunda slaginn á lágan tromp- hund og lauf- og trompslagui félli saman hjá vöminni. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Sviss, sem lauk fyrir helgina, kom þessi staða upp í skák stórmeistar- anna Vlastimil Hort, V-Þýzka- landi, sem hafði hvítt og átti leik, og Ian Rogers, Ástralíu. 34. Hg6! og svartur gafst upp. Að loknum sjö umferðum af tólf á mótinu var Hort efstur með 5 v. en næstir voru þeir Cebalo, JúgóslavíU, og Lobron, V-Þýzka- landi, með 4'A - v. Neðar voru þekktari skákmenn, s.s. þeir Nunn, Polugajevsky, Korchnoi og Húbner.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.