Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 55 • Aðdragandi seinna marks Skagamanna f leiknum í gærkvöldi. Pétur er hér í þann mund að leika á varnarmenn Grimsby og skömmu seinna hafði Valgeir Barðason fengið boltann og skorað. Pétur gladdi Skagamenn með góðri frammistöðu — hann skoraði eitt mark og lagði upp ann- að, en Grimsby vann samt öruggan sigur, 5:2 PÉTUR Pétursson sýndi það í leik Skagamanna og Grimsby Town á Akranesi í gærkvöldi að hann hefur engu gleymt af kúnstum knattspyrnunnar frá þvi hann lék síðast í gulu treyjunni fyrir átta árum. Hann skoraði mark í annað skipti sem hann fékk knöttinn í leiknum, lagði upp síðara mark liðs síns og varnarmenn Grimsby réðu ekkert við hann. Hann virtist einnig hafa mjög góð áhrif á sam- herja sína í Akranesliðinu sem f fyrri hálfleik léku betur en áður í sumar. Pað dugði þó ekki til því Grimsby vann leikinn með fimm mörkum gegn tveimur. Greinilegt var að Jim Barron, þjálfari Akranesliðsins, tók þennan æfingaleik ekki mjög alvarlega. Hann skipti mörgum af bestu leik- mönnum liðsins útaf í hálfleik, þegar ÍA hafði 2:1-forystu, og alls kom 21 Skagamaður við sögu í leiknum — sem sjálfsagt er nýtt íslandsmet. ÍA á að leika í 1. deild annað kvöld gegn FH og Barron hefur augljóslega ekki talið rétt að láta leikmennina reyna of mikið á sig. Lið Grimsby vann því verð- skuldaðan sigur, þó svo ekki sé Leikir í kvöld • í kvöld leika Breiðablik og KR á Kópavogsvelli í 1. deild kvenna og hefst leikurinn klukkan 19.30. Hálfri klukkustund fyrr hefst leik- ur Þróttar og KA í 2. deild karla á Laugardalsvelli. gott að segja hvernig farið hefði ef Skagamenn hefðu leikið þennan leik af fullri alvöru. Fyrsta markið kom á 7. mínútu. Sveinbjörn Hákonarson átti þá fal- lega sendingu utan af kanti inn að marki Grimsby og Pétur stakk sér innfyrir vörnina af miklum krafti og renndi síðan knettinum örugg- lega framhjá Felgate í markinu neðst í hornið frá vítapunkti. Á 21. mínútu komust Skaga- menn tveimur mörkum yfir, og aftur var Pétur Pétursson á ferð- inni. Hann fékk boltann þá á miðjum vallarhelmingi Grimsby, lék á tvo til þrjá varnarmenn og náði að leggja knöttinn laglega til hliðar á Valgeir Barðason sem vippaði yfir markvörðinn og í netið. Sjö mínútum síðar minnkaði Grimsby muninn, þegar Cumming skoraði af stuttu færi eftir fallega sendingu frá lan Walsh. Rétt eftir mark Cummings var Pétur enn á ferðinni, náði að komast innfyrir vörn Grimsby en markvörðurinn sá við honum þegar hann hugðist vippa boltanum yfir hann. Sem fyrr segir léku Skagamenn skínandi vel í fyrri hálfleik og verð- skulduðu forystuna gegn atvinnu- mönnunum frá Englandi. En í hálfleik fóru Pétur, Sigurður Lárus- son, Guðbjörn Tryggvason, Júlíus P. Ingólfsson, Heimir Guðmunds- son, Sigurður B. Jónsson af leik- velli, og fleiri skiptingar fóru síðan fram skömmu síðar. Við þetta riðl- aðist leikur liðsins að sjálfsögðu mjög og á 15 mínútna kafla í upp- hafi síðari hálfleiks gerði enska liðið út um leikinn með fjórum mörkum. Á 55. mínútu skoraði Henshaw úr víti, á 58. mín. skoraði mið- herjinn Gordon Hobson með skalla, á 61. mín. skoraði Andy Peake fallegt mark með þrumu- skoti og á 69. mín. skoraði svo fyrirliðinn og þjálfarinn Mick Lyons fimmta mark liðs síns. Bæði lið fengu góð marktæki- færi til að skora undir lok leiksins. Fyrst varði ungur varamarkvörður Skagamanna, Rúnar Sigríksson, glæsilega vítaspyrnu frá Henshaw og þegar átta mínútur voru til leiks- loka skaut Guðjón Þórðarson í slá úr vítaspyrnu hinum megin á vellin- um. Pétur, Sveinbjörn og Guðbjörn voru bestir Skagamanna en Hob- son, miðherji Grimsby, var stór- hættulegur, fljótur og leikinn. Mick Lyons var þungur í leiknum en öryggið uppmálað. 1. deild kvenna: Enn einn sigur Vals EINN leikur var í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu í gær- kvöldi. Valsstelpurnar spiluðu viö Hauka á malarvellinum við Hlíðarenda. Valur var í sókn allan tímann og vann leikinn 8—0. Fyrsta mark leiksins skoraði Kristín Arnþórsdóttir, og hún átti eftir að bæta við fimm mörkum áður en flautað var til leiksloka. Annað mark Vals skoraði Ingibjörg Jónsdóttir og síðan komu þrjú mörk í röð frá Kristínu staðan í hálfleik var því 5:0 fyrir Val. Kristín skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik og bætti einu við þegar um 15 mínútur voru eftir. Bryndís Valsdóttir skoraði síðan áttunda og síðasta mark Vals þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Yfirburðasigur Valsliðsins, sem ekki hefur tap- að leik til þessa, og á aðeins tvo leiki eftir. Valsliðið var sterkt í heild og ekki er hægt að segja að nein hafi borið af öðrum, og þó Kristín hafi skor- að 6 mörk þá var þetta sigur liðsheildarinnar. Haukaliðið var slakt og við þeim blasir ekkert nema fall. Þær eru nú neðstar í 1. deild, hafa ekki fengið stig og ekki skorað mark. - KMJ. STAÐAN í 1. deild kvenna: Valur 10 9 0 0 44:3 30 ÍA 7 5 0 2 16:5 15 UBK 7 5 0 2 17:7 15 KR 7 4 0 3 17:9 12 ÍBK 8 2 0 6 9:22 6 Þór 8 1 0 7 5:23 3 Haukar 7 0 0 7 0:41 0 pEyNsLA þjOl nUStA FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.