Morgunblaðið - 14.08.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 14.08.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986 1 Mikill fengnr að íslenskum höf- undi og leikurum - rætt við bandaríska leikhúsmanninn Lloyd Riehards LLOYD Richards hefur frá 1968 stjórnað bandaríska Leikskáldaþing- inu, sem haldið er árlega í O’Neill leiklistarmiðstöðinni í Waterford í Connecticut. Lloyd er frá Toronto í Kanada en fjölskyldan flutti til Detroit í Bandaríkjunum þegar hann var fjögurra ára gamall. Þar hlaut hann sína leiklistarmenntun, en hélt að loknu námi til New York að freista gæfunnar. Lloyd lék og leikstýrði í stórborginni og hann lítur á sig sem New York-búa, þótt hann sé skólastjóri Yale-leiklistarskólans í New Hav- en og leikhússtjóri Yale Rep-leikhússins þar. Konan hans er leikskáld, eldri sonurinn tónskáld og sá yngri leikari sem vinnur með þeim fræga Pólveija Grotowski. Fréttaritari ræddi við Lloyd Rich- ards í Waterford um miðjan júlí og spurði hann nokkurra spurninga um þingið. - Leikskáldaþing var fyrst haldið hér í O’Neill-leiklistarmið- stöðinni árið 1965. Er það mikil- vægur þáttur í bandarísku leiklistarlífi? „Leikskáldaþingið hefur frá upp- hafí verið aðferð til að stuðla að þróun höfundarins. Aðferðin hefur verið notuð víða, við höfum raunar hvatt til að eftir henni væri hermt og hún stæld sem víðast. í Banda- ríkjunum einum hafa á undanförn- um árum verið haldnar fjölmargar ráðstefnur af þessu tagi á ári hverju. Það skortir góð handrit í leikhúsinu hér og við viljum stuðla að gerð þeirra. En þessi þróun eða upp- bygging tekur langan tíma. Það verður enginn góður höfundur á einni nóttu. Það er bæði erfitt og kreíjandi að semja handrit að leik- riti og maður þarf tækifæri til að þroskast sem leikritahöfundur. Þá skiptir miklu máli að stuðningur sé fyrir hendi og að hann sé viðvar- andi og öruggur. Það hefur alltaf verið alþjóðlegur blær á höfundaþinginu, fólk frá öðrum löndum hefur komið og fylgst með starfínu eða tekið þátt í því. Ýmis lönd, sérlega þau sem hafa ekki átt marga innlenda höf- unda, hafa tekið upp höfundaþing af þessu tagi. Ég nefni Ástralíu sem byijaði fyrir fjóitán ámm, Nýja- Sjáland, Skotland og Kanada. Margir af bestu höfundum Banda- ríkjanna unnu frá byijun síns ferils fyrir leikhús, þeir þroskuðust og fengu upi>eldi sitt í leikhúsinu og skrifuðu síðan fyrir það. David Mamed hefur lengi verið tengdur leikhúsinu í Chieago og August Wilson hefur gert bæði Yale Rep- leikhúsið og Waterford að heima- velli sínum. Við þurfum að gera meira af þessu - að fá hæfileika- fólk til liðs við leikhúsin, þannig að þau hjálpi höfundinum við að þroskast. Við eigum líka í erfíðri samkcppni við aðra fjölmiðla hér í landi. Maður getur unnið við handrit að leikriti í tvö ár, og tekist eður ei. Gott leik- skáld þarf fyrst og fremst nægan tíma. Hinir miðlarnir þurfa mun skemmri tíma, þeir eru ríkir og borga strax, og leikskáld þurfa að komast af alveg eins og annað fólk.“ - Reynið þið að framfylgja ákveðinni leiklistarstefnu? „Nei, nei. Við ætlum okkur ekki að skapa neina stefnu. Hér velur nefnd skipuð fólki með mismunandi listræn viðhorf um það bil 15 verk úr 1.500 handritum. Nefndin er blönduð til að koma í veg fyrir Fyrir framan „hlöðuna" í O’Neill-miðstöðinni: Guðmundur Steinsson, Kristbjörg Kjeld, Lloyd Richards, Þórunn Sigurðardóttir og Stefán Baldursson. Hlaut doktors- nafnbót í heimspeki HÁSKÓLINN í Texas veitti þann 24. maí Unni Kristjáns- dóttur (Kris Kissmann) dokt- orsgráðu í heimspeki með félagsráðgjöf sem sérgrein. Unnur, sem tók sér nafnið Kris í Bandaríkjunum, starfar sem prófessor í félagsfræði við há- skóla Arkansas-fylkis í Little Rock. Hún hefur lagt áherslu á tölfræðilegar athuganir og rannsóknir á málefnum kvenna. Unnur fæddist á Siglufirði 19. október 1942. Foreldrar hennar eru Ólína S. Kristjánsdóttir og Unnur Kristjánsdóttir (Kris Kissmann). Kristján Kjartansson útgerðar- maður. Lauk hún gagnfræðaprófi frá héraðsskólanum í Reykholti 1957, en hélt síðan til Banda- ríkjanna og stundaði nám við ýmsa skóla vestra. Hún á þrjú böm, tvo syni og dóttur. ... ekki missa af ÖRKIN/SlA j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.