Morgunblaðið - 14.08.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986
17
áherslu á eina gerð leikritunar.
Raunar er eina skilyrðið það, að
handritið sé skrifað af einum höf-
undi en ekki heilum hóp. Að öðru
leyti getur höfundur fylgt expres-
sjónisma, impressjónisma, natúral-
isma, realisma . . .“
- Hvers vegna erlendir höfund-
ar?
„Tja, tilteknir erlendir höfundar
vöktu athygli okkar og okkur fannst
mikilvægt að áhrif frá öðrum lönd-
um bærust inn á höfundaþingið.
Að við gætum séð og skilið erlend
verk sem eru sýnd hér. Erlend verk
hafa orðið mikilvægur hluti af höf-
undaþinginu.
Hópurinn frá íslandi hafði ekki
unnið á þennan hátt áður, svo þau
sýndu ekki einungis leikverk hér,
þau uppgötvuðu líka aðferð sem
gæti skotið rótum á Isiandi. Við
höfum átt þess kost að sjá verk
Guðmundar Steinssonar og aðrir
höfundar blandað geði við þennan
kollega sinn. Það er aldrei að vita
hvað þessi samskipti, formleg sem
óformleg, eiga eftir að leiða af sér.
Hingað kemur fólk úr öllum lands-
homum og frá mörgum heimshlut-
um. Þetta þing hefur mjög
margháttuð áhrif og hér er ekki
settur endapunkturinn við leikrita-
texta - þetta er aðeins byrjunin!"
- Hingað kemur leiklistarfólk
frá ýmsum löndum?
„Já, við viljum gjaman deila
kunnáttu okkar með öllum þeim
sem áhuga hafa. Hér eru núna
gestir frá Kína og Rússlandi, frá
Englandi, Skotlandi, Frakklandi,
Ítalíu og öðmm löndum. Við ein-
beitum okkur að bandarískum
leikritum en gefum einnig um-
heiminum gaum.
Það var mjög ánægjulegt að fá
Guðmund Steinsson og hópinn frá
íslandi í heimsókn. Okkur finnst
það mikill fengur að geta séð leik-
ara frá öðmm löndum og þeir hafa
tekið fullan þátt í leikskáldaþinginu
jafnframt því að vinna að sínu
verki.“
- Er samband milli Yale og
Waterford?
„Nei, þetta em tveir aðskildir
hlutir, þótt sumir haldi að svo sé
ekki. í New Haven stjórna ég með-
al annars leikhúsi og er þar á
höttunum eftir leikurum og höfund-
um, en í Waterford er verið að
hjálpa til við þróun höfundarins.
A höfundaþinginu er unnið fýrir
allt leikhús í landinu, svo þar ræði
ég ekki við höfund um það að taka
leikrit eftir hann til sýninga við
mitt leikhús. Raunar er það vinnu-
regla að á meðan þingið stendur
ræða menn ekki um kaup á sýning-
arrétti. Öllum er velkomið að hitta
höfundinn, sjá verkið flutt og lesa
handritið. En það er ekkert meira
niðurdrepandi en samkeppni milli
höfundanna, að þeir séu að storka
hver öðmm með því að segja frá
tilboðum sem þeir hafi fengið.
Verk sem hér em sýnd eiga að
vera óseld, það má ekki vera búið
að semja um sýningarréttinn. A
hinn bóginn hafa flest verk sem hér
em sýnd, síðan verið tekin til sýn-
inga í leikhúsum víðsvegar um
Bandaríkin. Uppboðið hefst þegar
þinginu lýkur."
- Þarftu að stjórna öllu með
harðri hendi?
„Já, svo sannarlega. Við sýnum
núna 17 leikrit á 28 dögum, hér
er unnið gífurlega mikið og ég
stjóma með harðri hendi. Hér er
reynt að betmmbæta leikritun al-
mennt og það hefur tekist með því
að fylgja þeim reglum sem hér
gilda. Mér finnst það uppörvandi
að höfundarnir sem hafa verið hér
núna em ánægðir með þau áhrif
sem þeir sjálfir og verk þeirra hafa
orðið fyrir.
Ég vona að það samband treyst-
ist, sem þátttaka Guðmundar
Steinssonar og íslenska leikhópsins
hefur myndað, og að gagnkvæm
samskipti þessara tveggja þjóða
aukist á leiklistarsviðinu, sérstak-
lega að því er varðar ný leikverk."
TIL HAMINGJU REYKJAVIK
í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur
bjóðum við upp á 5 daga
Reykjavík
m\ r Reykjavík
^UUara
1786-1986
AFMÆLIS TILBOÐ
Hamborgari, franskar og Coke
Aðeins 169,00 kr. allan daginn.
Fimmtudag, Föstudag, laugardag, sunnudag
og mánudag.
NÝTT SIMANÚMER
69-11-00
Pétur Sigurðsson, stjórnarformaður bankans, afhendir verðlaunahafanum, Einar Ingvasyni, Kjörbók
ásamt innistæðu. Á hægri hönd Péturs stendur Einar B. Ingvarsson, fyrir aftan verðlaunahafann er
Jónas Haralz, bankastjóri.
Getraun Landsbankans
Upphæðin
Á 100 ára afmælissýningu
Landsbankans hafði verið komið
fyrir plastsúlu fullri af smápen-
ingum og var fólki gefinn kostur
á að spreyta sig við að finna
hver upphæðin i súlunni væri.
var 22.509
Innlagðir getraunaseðlar reynd-
ust vera 5.447 og næst réttri
upphæð var Einar Magnússon, Ána
landi 3, Reykjavík. Taldi hann upp-
hæðina vera 22.510 kr. en í plasts-
úlunni vom 22.509,70 kr. þannig
70 krónur
að einungis munaði 30 aumm.
Verðlaunin vom Kjörbók með
22.509,70 kr. innistæðu og var hún
afhent viðkomandi af formanni
bankaráðs, Pétri Sigurðssyni, hinn
6. þ.m.
Stjórnunarfélag Islands
—
Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands tók til starfa haustiö 1985. í upphafi var Ijóst aö
áhugi fyrir aukinni menntun er tengdist tölvum og tölvuvæöingu var mikill.
Á haustmisseri 1986 tekur skólinn til starfa 1. sept. og verður kennt í 4 klst. á dag í 14
vikur (samt. 280 klst.).
Námsefni:
□ Kynning á tölvum_____________________________
□ Stýrikerfi og skráarkerfi____________________
□ Kerfisgreining_______________________________
□ Kerfishönnun_________________________________
□ Forritun_____________________________________
□ Gagnasafnsfræði______________________________
□ íslenski tölvumarkaðurinn____________________
I Til að uppjylla kröfur atvinnulífsins
Miklar kröfur eru geröar til nemenda með prófum og heimaverkefnum. Einnig hefur
reynst nauösynlegt aö gera kröfur um lágmarksmenntun nemenda, sem nú eru stú-
dentspróf, sambærileg menntun eöa starfsreynsla. Auk þess þurfa nemendur aö taka
inntökupróf í skólann.
Nemendur sem útskrifast úr Tölvuskóla Stjórnunarfélagsins geta aö námi loknu unniö
með tölvunar-, viðskipta- og kerfisfræðingum við hugbúnaðarframleiðslu og rekstur
tölvukerfa. Með því að gera miklar kröfur til nemenda uppfyllir Tölvuskólinn kröfur
atvinnulífsins. Tölvuskólinn hefst 1. septemberog stendur í 14 vikur.
Allar nánari upplýsingar í síma 62 10 66
OCTAVO / SlA 28.20