Morgunblaðið - 14.08.1986, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986
Grj ótkast úr glerhúsi
eftir Guðmund Árna
Stefánsson
Úrslit bæjarstjómarkosninganna
31. maí sl. kölluðu eðlilega fram
ólíkar tilfinningar í brjósti manna.
Sumir glöddust, aðrir urðu fyrir
vonbrigðum. Sumir unnu, aðrir töp-
uðu. Það er gangur þessara mála.
Hitt er svo annað mál, að sumir
taka erfíðum úrslitum með karl-
mennsku, en aðrir eiga erfiðar með
að sætta sig við dóm kjósenda.
Svo virðist sem einstaka sjálf-
stæðismenn í Hafnarfirði teljist til
síðasttalda hópsins. Að minnsta
kosti verður ekki annað lesið úr
grein Áma Grétars Finnssonar,
bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, í Morg-
unblaðinu þann 6. ágúst sl. Biturðin
vegna kosningaúrslitanna í Hafnar-
firði er mikil hjá þessum foringja
Sjálfstæðisflokksins í Firðinum,
enda fór flokkur hans halloka á
sama tíma og aðalandstæðingurinn,
Alþýðuflokkurinn, vann glæstan
sigur og bætti við sig þremur bæjar-
fulltrúum. Og þessi úrslit leiddu
síðan til þess að Alþýðuflokkurinn
myndaði nýjan bæjarstjómarmeiri-
hluta ásamt Alþýðubandalaginu.
Blekking
í tilvitnaðri Morgunblaðsgrein
Árna Grétars er fjárhagsstaða bæj-
arsjóðs gerð að umtalsefni og á
ósvífinn hátt reynt að koma því inn
hjá lesendum, að fjárhagsstaða
bæjarsjóðs hafi snarversnað fyrir
tilverknað nýja meirihlutans á að-
eins nokkmm vikum. Leiðarahöf-
undur Morgunblaðsins endurtók
síðan þennan þvætting, þessar
blekkingar, í blaðinu þann 8. ágúst
sl.
Vegna þessarar umræðu um fjár-
mál Hafnarfjarðarbæjar er rétt að
hið sanna komi í ljós. Þegar núver-
andi bæjarstjómarmeirihluti tók við
búinu þann 15. júní sl. var auðvitað
farið ofan í fjármál bæjarins. Þá
strax kom í ljós að greiðsluflæðis-
áætlanir fyrri meirihluta vom á
þunnum ís. Hafði fyrri meirihluti
vanáætlað fjárþörf bæjarsjóðs yfir
sumarmánuðina, framkvæmda-
mánuðina, um tvo tugi milljóna
króna. Framtíðarsýnin í fjármálun-
um var ekki meiri en svo hjá
fyrrverandi meirihluta. „Tómi bæj-
arkassinn", sem Ami Grétar
Finnsson ræðir um í grein sinni er
því arfur frá fyrri meirihluta. Nú-
verandi bæjarstjórnarmeirihluti í
Hafnarfirði hefur ekki á þessum
vikum sem liðnar em frá því hann
tók við taumunum sett í gang nýjar
fjárfrekar framkvæmdir. Erfíð
lausafjárstaða bæjarsjóðs er því al-
farið á ábyrgð fyrri meirihluta og
talar skýrt um fyrirhyggjuleysi
Sjálfstæðisflokksins. Árni Grétar
kastar því steinum úr glerhúsi. En
unnið er að lausn vandans og það
mun takast.
Hitt er ástæða til að undirstrika
að núverandi meirihluti A-flokk-
anna mun standa við þau fyrirheit,
að álögum á bæjarbúa verður stillt
í hóf og þó ekki dregið úr fram-
kvæmdum og þjónustu. Þvert á
móti. Og bæjarsjóður verður rekinn
hallalaus á ársgmndvelli.
Að laga til
Aftur á móti er ástæða til að
vekja athygli á því, að það mun
taka hina nýju stjórnendur í Hafn-
arfírði einhvem tíma að hreinsa til
og lagfæra ófremdarástand á fjöl-
mörgum sviðum eftir fýrri meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins. Það
gerist ekki á einni nóttu.
Guðmundur Árni Stefánsson
„Tómi bæjarkassinn“,
sem Arni Grétar Finns-
son ræðir um í grein
sinni er því arfur frá
fyrri meirihluta. Nú-
verandi bæjarstjórnar-
meirihluti í Hafnarfirði
hefur ekki á þessum
vikum sem liðnar eru
frá því hann tók við
taumnum sett í gang
nýjar fjárfrekar fram-
kvæmdir.“
Til marks um það, þá hefur nú-
verandi bæjarstjórnarmeirihluti
gengið fram fyrir skjöldu og lag-
fært laun starfsfólks bæjarins í
Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar
og er þessa dagana í viðræðum við
fulltrúa verkalýðsfélaganna um
kjarabætur til handa verkafólki sem
hjá bænum starfar. Bæjaryfírvöld
munu finna svigrúm til þess, þótt
þröngt sé. Þær kjarabætur hafa
ekki og munu ekki breyta grund-
velli að fjárhagsstöðu Hafnarfjarð-
arbæjar. Þær orsaka ekki hina
erfíðu lausafjárstöðu.
Það er ástæðulaust að elta ólar
við ýmsar furðulegar staðhæfíngar
aðrar í grein ÁGF, s.s. eins og varð-
andi sölu Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar. Sú sala var gagnrýnd af
A-flokkunum, sem þótti illa að því
máli staðið. Þungi bæjarsjóðs af
þeirri sölu er mikill og ekki öll kurl
komin til grafar í þeim efnum.
Sorg og leiði
Úrslitum kosninganna getur eng-
inn breytt og við þær niðurstöður
verða menn að sætta sig hvort sem
þeim er það ljúft eða leitt. Sá dag-
ur rennur upp, að sjálfstæðismenn
í Hafr.arfírði verða að viðurkenna
orðinn hlut; þeir stjórna ekki í Hafn-
arfírði næstu fjögur árin. Sem
minnihlutaflokkur eiga þeir að veita
núverandi meirihluta gagnrýnið
aðhald. Það er þeirra lýðræðislega
skylda. En er ekki rétt að þeir sinni
því hlutverki sínu í stað þess að
ausa úr skálum sorgar og leiða
vegna úrslita kosninganna, eins og
grein Árna Grétars ber með sér?
Hafnarfjarðarbær mun vaxa og
eflast á nýbyijuðu kjörtímabili, þótt
einhvern tíma taki að lagfæra það
sem miður fór hjá fyrri meirihluta;
svo sem eins og að skilja lausafjár-
stöðu eftir jafn erfiða og raun ber
vitni. En úr þeim vandamálum og
öðrum mun meirihluti A-flokkanna
leysa fljótt og vel og koma skikk á
fjármál bæjarins og önnur þau mál
sem bíða lagfæringar.
Höfundur er bæjarstjóri íHafnar-
firði.
Salix kojumar frá Viðju eru sterkar, stílhreinar
og rúma jafnt unga sem aldna.
Henta jafnt heima sem í sumarbústaðnum.
Fáanlegar í hvítu og beyki.
HUSGAGNAVERSLUNIN
Þar sem
góðu kaupin
gerast
Smiðjuvegi 2 Kópavogi
sfmi 44444
Þau hlutu viðurkenningu fyrir skrúðgarða í Ámessýslu: f.v. Guð-
mundur Eyjólfsson og Sólveig Jóna Magnúsdóttir, Húsatóftum, Elín
Gunnlaugsdóttir, Brekkku, sem tók við viðurkenningu fyrir foreldra
sína, Eyjólfur Guðnason og Helga Magnúsdóttir, Bryðjuholti, Þómnn
Kristjánsdóttir og Ingimundur Bjarnason, Vatnsenda, og Magnea
Sigurbergsdóttir, Selparti.
Skrúðgarðar til
sveita í Arnes-
sýslu verðlaunaðir
Selfossi.
Undanfarin ár hefur Samband
sunnlenskra kvenna veitt viður-
kenningar fvrir garðrækt á
sambandssvæði sínu. Nýlega
vom afhentar viðurkenningar
fyrir skrúðgarðaræktun í Árnes-
sýslu og fyrir valinu varð garður
Helgu Magnúsdóttur og Eyjólfs
Guðnasonar að Bryðjuholti í
Hrunamannahreppi.
í ár voru garðar í Árnessýslu
verðlaunaðir en f fyrra voi-u það
garðar í Rangárvallasýslu. í dóm-
nefndinni f ár voru konur úr
Rangárvallasýslu en í fyrra var
dómnefndin skipuð konum úr Ár-
nessýslu þegar garðar í Rangár-
vallasýslu voru skoðaðir.
Auk aðalverðlaunanna fengu
fjórir garðar viðurkenningu, garður
Renötu Vilhjálmsdóttur og Gunn-
laugs Skúlasonar að Brekkugerði,
Biskupstungum, garðurinn að Sel-
parti í Gaulveijabæjarhreppi í eigu
Magneu Sigurbergsdóttur og As-
geirs Sæmundssonar, garður
Þórunnar Kristjánsdóttur og Ingi-
mars Bergmann að Vatnsenda í
Villingaholtshreppi og loks garður-
inn að Húsatóftum á Skeiðum í eigu
Sólveigar Magnúsdóttur og Guð-
mundar Eyjólfssonar.
Það er svonefndur Rögnusjóður
sem stendur undir viðurkenningun-
um en hann var stofnaður til
minningar um Rögnu Sigurðardótt-
ur frá Kjarri í Ölfusi sem var mikill
brautryðjandi í garðrækt. Markmið-
ið með viðurkenningunum er að
vekja athygli á því sem vel er gert
Helga Magnúsdóttir Bryðjuholti
með aðalverðlaunin.
í garðrækt og að benda á þá mögu-
leika sem fyrir hendi eru í þessu
efni á Suðurlandi.
Sig. Jóns.
T-Jöfðar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!