Morgunblaðið - 14.08.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAtíUR 14. ÁGÚST 1986
27
sama og framleiðendum líka, því
þeir eru vanir því að ekkert sé
hægt að gera í málinu. Fáir þeir
að vera í friði með framleiðslu sína
er sama varan, í sömu umbúðunum,
framleidd þangað til hún er úr sér
gengin og markaðurinn er mettað-
ur. Það er ekkert sem hvetur þá
til vöruþróunarstarfs og þar með
tæknilegra framfara. Það sem við
ekki framleiðum sjálf, flytja heild-
salarnir hvort eð er inn. Umbjóð-
endur þeirra, framleiðendurnir í
viðskiptalöndum okkar, taka ómak-
ið af íslenskum iðnaði og stunda
vöruþróunarstarfið við allt önnur
skilyrði, þar sem virkt einkaréttar-
kerfi er til staðar. Þeim finnst á
hinn bóginn sjálfsagt að afla sér
þeirrar verndar sem mögulegt er
hér á landi, enda er hún auðfengin,
með því að sækja hér um einka-
leyfi 'og afla sér einkaréttar til
notkunar á auðkennum sínum.
Einskisnýt einka-
leyfislöggjöf
Á árinu 1923 voru sett lög hér
á landi um einkaleyfi. Þau hafa í
aðalatriðum staðið óbreytt síðan.
Það eru líklega ekki margir iðn-
rekendur sem telja að þessi lög
komi sér við á nokkurn skapaðan
hátt. Síðan þau voru sett hafa ver-
ið veitt um 1.200 einkaleyfi hér á
landi. Þar af hafa íslendingar feng-
ið innan við 60 slík leyfi, afgangur-
inn hefur verið veittur útlendingum.
Mér er ekki kunnugt um nema eitt
dómsmál sem borið hefur verið
undir Hæstarétt íslands, þar sem
reynt hefur á lög þessi. Það mál
er frá árinu 1945. Af því má draga
þá ályktun að lög þessi séu ekki
virk í sama skilningi og höfundalög-
in. Islensk framleiðslufyrirtæki
sækja ekki um einkaleyfi og nýta
sér ekki þá möguleika sem þau
veita. Þeirra sjónarmið er væntan-
lega það að það þjéni cngum
tilgangi. Það er ekki stunduð mark-
viss vöruþróun innan fyrirtækjanna
og því er ekkert að vernda. Þeir sem
reynt hafa segja þá sögu að út úr
því sé ekkert að hafa nema kostnað-
inn Þeir útlendingar sem hér sækja
um einkaleyfi gera það þó ekki að
tilefnislausu eða án tilgangs. Þeir
eiga í flestum tilvikum viðskipta-
tengsl við landið, flytja inn vörur
eða hafa veitt innlendum aðilum
heimild til framleiðslu á vörunni.
Af þessu má draga þá ályktun að
núgildandi lög um einkaleyfi þjóni
ekki tilgangi fyrir íslenskan fram-
leiðsluiðnað. Á hinn bóginn eru
vörumerkjalögin, sem eru frá árinu
1968, virk í þeim skilningi að þeim
er beitt fyrir íslenskum dómstólum
og íslenskir atvinnurekendur afla
sér réttinda samkvæmt þeim í þó
nokkrum mæli. Þó er yfirgnæfandi
meirihluti hinna 12—14.000 merkja
sem hér eru skráð í oigu útlendinga.
Uppfinningahugs-
unarháttur
Störf uppfinningamanna og
hönnuða, hvort heldur þeir starfa
sjálfstætt eða í þjónustu annara,
eru forsenda tæknilegra framfara.
Tæknilegar framfarir eru grund-
völlur iðnaðarsamfélagsins. Leiðin
til þess að kalla fram uppfinninga-
hugsunarhátt og frumleika hjá þeim
sem starfa að lausn tæknilegra
vandamála, vöruþróun og hönnun
framleiðsluvara, er að endurgjalda
þeim bæði fyrir hinn skapandi þátt
starfsins og hinn fjárhagslega. Það
er gert með veitingu einkaréttarins.
íslenskir uppfinningamenn sem
starfa sjálfstætt hafa mætt skiln-
ingsleysi af hálfu iðnaðarins og af
hálfu hins opinbera. Þeir fá ekki
fjárhagslegan stuðning eða aðstöðu
til þess að þróa hugmyndir sínar,
auk þess sem íslensk einkaleyfislög-
gjöf og framkvæmd hennar er ekki
sniðin að þörfum þeirra. Að þessu
leyti er þessum einstaklingum ekki
sköpuð þau skilyrði sem til þarf til
þess að hvetja þá til dáða. Framleið-
endur hafa að sama skapi ekki
tileinkað sér að laða fram uppfínn-
ingahugsunarhátt innan fyrirtækj-
anna með því að afla þeim
hugmyndum sem fram koma fyllstu
verndar, enda þótt öll löggjöf á
þessu sviði sé fyrst og fremst sett
í þágu þeirra sjálfra og uppfinn-
ingamannana. Þeir hafa ekki tekið
þátt í eða óskað eftir breytingum
eða viðbótum við núgildandi lög.
Útflutningsiðnaður
Að hefðbundnum iðnaði frátöld-
um er íslenskt atvinnulíf mjög
sérhæft. Við búum yfir mikilli þekk-
ingu í fiskiðnaði og eigum mögu-
leika á að gera þessa þekkingu og
aðra séríslenska þekkingu að út-
flutningsiðngrein. Margar uppfinn-
ingar hafa verið gerðar hér á landi
á síðustu áratugum án þess að tek-
ist hafi að markaðsfæra þær
erlendis. Ef íslenskur iðnaður á að
eiga möguleika á erlendum mörkuð-
um er nauðsynlegt að framleiðend-
ur tileinki sér að afla framleiðslu-
vörum sínum fyllstu verndar á
heimavelli. Þannig verða þeir sam-
keppnisfærari við innflytjendur
iðnaðarvara, sem í mörgum tilvik-
um em sömu aðilar og keppa þarf
við á erlendum mörkuðum. Þeir
þurfa að gefa löggjöfinni gaum og
velta því fyrir sér hvort hún er snið-
in með þeirra þarfir í huga og hvort
ekki sé hægt að gera framkvæmd
hennar virkari og víðtækari en nú
er. Koma þarf upp vettvangi þar
sem framleiðendur og hugvitsmenn
geta notið hags hvorir af öðrum.
Hugmyndastefnan 1986, sem iðn-
aðarráðherra hefur beitt sér fyrir
að haldin verði og hefst í lok ágúst-
mánaðar, er þýðingamikið skref í
þessa átt.
Höfundur er héraðsdómslög-
maður íReykjavík og formaður
samtaka um vernd eignarréttinda
á sviði iðnaðar.
Eureka fer vel af stað
ísland varð 19. þátttökuríkið í lok júní
í APRÍL í fyrra var stofnað til samvinnu nokkurra Evrópuríkja
á sviði tækni og vísinda, og var þessari samvinnu gefið nafnið
Eureka. Nafnið er dregið af gríska orðinu heuréka, sem þýðir
„ég hef fundið“, en sagt er að Arkímedes hafi hrópað þetta orð
er hann fann leið til að ákvarða hreinleika gulls. Nú eiga 19
Evrópuríki aðild að þessum samtökum, og varð ísland 19. aðild-
arríki á fundi Eureka í London um mánaðamótin júní-júlí.
Tilgangur Eureka er að
styrkja samvinnu Evrópu-
ríkja, tveggja eða fleiri, við verk-
efni er varða hátækniþróun o.fl.
og auðvelda þannig evrópsk-
um fyrirtækjum samkeppnina við
fjársterka aðila í Bandaríkjunum
og Japan. Eftir fundinn í London
í júnílok höfðu ráðherrar frá aðild-
arríkjunum 19 samþykkt framlög
upp á rúmlega tvo milijarða doll-
ara til styrktar 72 sameiginlegum
verkefnum í Evrópu. Þykir það
vel af stað farið á ekki lengri tíma
en þeim 15 mánuðum scm liðnir
voru frá því hugmyndinni um
Eureka var hrint í framkvæmd.
Það þykir einnig góðs viti að
yfirvöld og stjórnmálamenn í að-
ildarríkjunum hafa lítil áhrif reynt
að hafa á ákvarðanir um hvaða
vcrkefni skuli styrkt. Það em fyr-
irtæki víða um Evrópu sem leggja
fram tillögur um sameiginleg
verkefni sem óskað er eftir að
njóti aðstoðar Eureka. Þessar til-
lögur eru svo teknar til afgi'eiðslu
hjá Eureka og lagðar fyrir ráð-
herranefnd samtakanna til
endanlegrar ákvörðunar.
Með stofnun Eureka er ekki
verið að koma á fót enn einu skrif-
stofubákninu, því þar starfa
aðeins 13 manns, þar af sjö sér-
fræðingar á ýmsum sviðum. Og
þótt skrifstofur samtakanna séu
í Brússel eru engin skipulags-
tengsl milli Eureka og Evrópu-
bandalagsins.
Það var Franeois Mitterrand,
forseti Frakklands, sem átti frum-
kvæðið að stofnun Eurcka til að
efla hátækniiðnað í Evrópu og
gera hann samkeppnishæfari við
samskonar iðnað í Bandaríkjun-
um, sem nýtur milljarða dollara
stuðnings hins opinbera vegna
rannsókna í sambandi við geim-
varnaáætlunina svonefndu og
annarra opinberra verkefna.
Þegar fyrirtæki í að minnsta
kosti tveimur Evrópulöndum hafa
komið sér saman um samvinnu
um ákveðin verkefni, lagt áætlan-
ir sínar fyrir Eureka og fengið
þær samþykktar fer það nokkuð
eftir viðkomandi ríkisstjórnum
hverja fyrirgreiðslu fyriitækin
hljóta. Brezk yfirvöld hafa til
dæmis ákveðið hámai'ksframlag
til rannsókna 50% af heildarkostn-
aði og til þróunar 25% af heildar-
kostnaði.
Ymsai' gagnrýnisraddir hafa
heyrzt fi'á keppinautum utan Evr-
ópu um að verið sé að nota
fjármuni skattgreiðenda til að
kosta rannsóknir hjá fyrirtækjum,
sem ættu að standa á eigin fótum
í samkeppninni. En því er til að
svara að í Japan og Bandaríkjun-
um, þar sem geimvarna-milljarð-
arnir streyma sem óbeinn
stuðningur til fyrirtækjanna, fer
opinber fjárstuðningur við rann-
sóknar- og þróunarverkefni
vaxandi. Einnig hefur samvinna
fyrirtækja þar á þessum sviðum
aukizt verulega. En þessi opinberi
stuðningur og samvinna koma
ekki í veg fyrir að fyrirtækin
stundi eðlilega samkeppni í fram-
leiðslu og markaðsmálum.
Eðlilegi'i gagnrýni á Eureka
væri að stuðningurinn væri of
h'till. Þau 72 verkefni, sem hlotið
hafa samþykki ráðherranefndar-
innar, eiga tvennt sameiginlegt.
Þau eiga að stuðla að skjótri þró-
un hátæknibúnaðar fyrir markað-
inn í Evrópu, og að hveiju verkefni
standa í það minnsta fyrirtæki í
tveimur Evrópulöndum. En ef
evrópsk fyrirtæki eiga að vera
samkeppnishæf á alþjóðamarkaði
þarf að veija meira en tveimur
milljörðum dollara í samstarf
þeirra á sviði rannsókna og þróun-
ar.
Meðal stærri vcrkefna sem
Eureka hefur þegar lýst stuðningi
við má nefna eftirfarandi:
• Þijú evrópsk fjarskiptafyrir-
tæki - Alcatel í Frakklandi, Italtel
á Italiu og Plessey í Bretlandi -
hafa tekið upp samvinnu á vegum
Eureka um þróun tölvukubba og
leysigeislatækni sem á að gera
upplýsingamiðlun um núverandi
símakerfi 2.000 sinnum hraðvirk-
ari en hún er í dag. Með Ijós-
þráðatækni á einnig að vera unnt
að senda myndir um símakerfin
jafnhliða tali, en þá er stutt í það
að talsímar verði búnir sjónvarps-
skermum þannig að viðmælendur
sjái hvor annan. Áætlað er að
þetta sameiginlega verkefni kosti
sem svarar 160 milljónum dollara
og að fyrsta símkerfið verði kom-
ið upp í bytjun næsta áratugar,
• 13 biíasmiðjur í Evrópu hafa
tekið upp samvinnu um verkefni !
er hlotið hefur nafnið Prome-
theus. Þar er verið að þróa
tölvubúnað sem á að vera bílstjór-
um til aðstoðar. Ætlunin er að
búa bifreiðar skynjurum og ört-
ölvum sem skynja aðsteðjandi
hættu í tæka tíð og geta komið
í veg fyrir árekstra, til dæmis í
þoku, með því að gefa bílstjóran-
um viðvörunarmerki eða taka við
stjórn bifreiðarinnar. Áætlað er
að þetta verkefni kosti um 15
milljónir dollara fyrsta árið og
síðan um 55 milljónir dollara á
ári næstu sjö árin.
• Á vegum Eureka hafa sjö
frönsk, dönsk, svissnesk og ítölsk
fyrirtæki tekið upp sameiginlegar
rannsóknir á úrbótum á tölvu-
hugbúnaði. Áætlað er að rann-
sóknirnar standi yfir í 6 ár og
kosti rúmlega 140 milljónir doll-
ara. Annað skylt verkefni á
vegum FJureka er samvinna fyrir-
tækja í Frakklandi, Noregi, Spáni,
Svíþjóð og Vestur-Þýzkalandi sem
á að leiða til þess að komið verði
upp nýrri evrópskri verksmiðju til
framleiðslu á hugbúnaði. Áætlað
er að undirbúningur taki átta ár
og að kostnaður verði um 327
milljónir dollara.
Auk þessara stærri verkefna
er fjöldinn allur af smærri eða
umfangsminni verkefnum á veg-
um Eureka, og má þar til dæmis
nefna samvinnu Frakka og Spán-
veija um ræktun nýrra afbrigða
sólfífla, en úr þeim er m.a. unnin
matarolía auk þess sem jurtin er
notuð til gripafóðurs. Þetta verk-
efni á að taka tíu ár og kostnaður
er áætlaður 4 milljónir dollara.
Þessi stuðningur Eureka við
samvinnu evrópskra framleiðenda
á sviði hátæknibúnaðar lofar
góðu, en þetta er aðeins upphafið.
Verulegur árangur næst ekki fyrr
en Evrópuríkin bijóta niður við-
skiptamúra sína sem nú koma í
veg fyrir streymi tæknibúnaðar
milli landanna.
(Heimild: The Economist.)