Morgunblaðið - 14.08.1986, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986
'll'
" ■" ' 'l'íí y',y
* , 4
i... . - ■ * ' ■ .
■
Norðurlandamót í golfi:
Landsliðin valin
NORÐURLANDAMOTIÐ í golfi fer
fram í Fredrikshavn í Danmörku
23. og 24. þessa mánaðar og
verða send tvö lið héðan, eitt
karla- og eitt kvennalið. Búið er
að velja í bæði liðin en þó gæti
karlaiiðið breyst nokkuð.
Kvennaliðið heldur utan í dag
en karlarnir á þriðjudaginn.
Kvennaliðið er skipað þeim Stein-
unni Sæmundsdóttur, Ásgerði
Sverrisdóttir, Jóhönnu Ingólfsdótt-
ir og Ragnhildi Sigurðardóttur en
þær eru allar í GR.
Karlaliðið er skipað Úlfari Jóns-
syni, GK, Sigurði Péturssyni,
Ragnari Ólafssyni og Hannesi Ey-
vindssyni en þeir eru allir úr GR,
og þeim Gylfa Kristinssyni úr GS
og Sveini Sigurbergssyni úr GK.
Úlfar er ekki alveg öruggur með
hvort hann getur leikið í þessu
móti því hann keppir núna eftir
helgina á Doug Saunders-mótinu
í Skotlandi og ef hann vinnur þá
keppni þarf hann að halda áfram
að leika og þá nær hann ekki Norð-
urlandamótinu en fer i staðinn á
Unglingamót sem fram fer í Belgíu
þar sem ísland á sveit.
Morgunblaöiö/Einar Falur
• Þessi bíll mun standa fyrir aftan þriðju flötina um helgina og sá sem fer holu í höggi má eiga allt það
gos sem í honum er. Á myndinni eru Hallgrímur T. Ragnarsson, Ottó Pétursson, Pétur Björnsson og
Sigurður Runólfsson og þeir halda á bikurunum glæsilegu sem keppt er um.
Coca Cola-golfmótið:
Elsta opna mótið
haldið um helgina
NÚ UM helgina verður opna Coca
Cola-mótið haldið hjá Golfklúbbi
Ness. Mótið var fyrst haldið 1961
og er því 25 ára. Er þetta fyrsta
og jafnframt elst opna golfrnót
landsins. Fyrstu árin var það
haldið á golfvellinum í Öskjuhlíð
en er hann var lagður niður, var
það flutt í Grafarholt og síðar á
Nesvöllin þar sem það er nú hald-
ið.
Þetta mót braut blað í golfsögu
landsins því áður höfðu kylfingar
úr hinum ýmsu klúbbum ekkert
tækifæri til að keppa innbyrðis að
landsmóti undanskildu. Skömmu
síðar var einnig efnt til Coca Cola-
keppni hjá hinum tveim klúbbunum
Öldungamót í golfi
FYRIR skömmu fór fram öldunga-
meistaramót Öndverðarness og
gesta í golfi i blíðskaparveðri.
Gísli Sigurðsson GK sigraði í
keppni án forgjafar á 78 höggum.
Sveinn Snorrason GR (85) varð í
2. sæti og Eyjólfur Bjarnason GR
(86) hafnaði í 3. sæti. Hann sigraði
hins vegar í keppni með forgjöf á
70 höggum. Gísli Sigurðsson (71)
varð annar og Guðmundur Ófeigs-
son GK (71) þriðji.
í keppni Öndverðarnessmanna
sigraði Hafsteinn Júlíusson á 88
höggum en 68 með forgjöf. Ást-
ráður Þórðarson varð annar á 88
og 69 höggum og Ólafur A. Ólafs-
son þriðji á 89 höggum en 72 með
forgjöf.
Veitt voru sérstök verðlaun fyrir
að fara næst holu á 3 holum. Svan
Friðgeirsson GR sló næst holu á
6. og 8. braut, en Sigurður Þ.
Guðmundsson GN á 3. braut. Her-
mann Magnússon GH fékk verð-
laun fyrir að fara næst holu í 2.
höggi á 9. braut. Þá voru veitt 30
verðlaun fyrir klaufahögg, göngu-
lag og fleira. Aukaverðlaunin voru
söngvatn í sérhönnuðum umbúð-
um.
Hagnaður af mótinu rennur til
Öldungasambands íslands í golfi
til styrktar utanferðum.
sem þá störfuðu, Golfklúbbi Akur-
eyrar og Golfklúbbi Vestmanna-
eyja.
Keppt verður með og án forgjaf-
ar og er þátttaka öllum heimil,
ungum jafnt sem öldnum, konum
sem körlum, innlendum sem er-
lendum. Sérstök aukaverðlaun
verða í boði fyrir þann sem fyrstur
fer holu í höggi á 6. braut. Er það
200 kassar af hressandi Coca
Cola en hingað til hefur engum
tekist að krækja í þessi verðlaun.
Einnig verða veitt verðlaun fyrir
að slá næst holu á sömu braut og
fyrir að slá lengsta teigshögg á
3. braut og ef vallarmet verður
slegið á 9 eða 18 holum, sér fyrir
karla og konur.
Þorbjörn Kjærbo
öldungameistari
UM SIÐUSTU helgi fór fram Old-
ungameistaramótið i golfi á
Strandarvelli í Rangárvallasýslu.
Þorbjörn Kjærbo sigraði í karla-
fiokki án forgjafar en í kvenna-
flokki vann Guðrún Eiríksdóttir.
Annar í karlaflokki varð Eiríkur
Smith úr GK á 254 höggum, en
Þorbjörn lék á 247 höggum, og
þriðji varð Gísli Sigurðsson sem
einnig er í Keili á 255 höggum. í
keppninni með forgjöf sigraði Eirík-
ur á 144 höggum, annar varð
Sverrir Norland úr GR á 145 högg-
um og Baldvin Haraldsson úr GR
þriðji á 148 höggum.
Hjá konunum vann Guðrún á
199 höggum, Áslaug Bernhöft
varð önnur á 212 höggum og
Hanna Aðalsteinsdóttir lék á 213
höggum. Með forgjöf sigraði Ás-
laug, Guðrún varð önnur en Gyða
Jóhannsdóttir þriðja á 164 högg-
um.
Golf:
Fjögur fara á
Andrés önd
GOLFSAMBAND íslands hefur ákveðið að senda fjóra unglinga á
Andrésar Andar-leikanna í golfi sem fram fara á Ítalíu 2.-6. septem-
ber næstkomandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem unglingar eru sendir á slíkt mót en ítal-
ir eru nú að reyna að rífa golfíþróttina upp hjá sér og í Evrópu og
greiða þeir meðal annars allan kostnað fyrir einn keppenda auk
þess sem uppihald og gisting ytra er þátttakendum að kostnaðar-
lausu.
Það eru þau Magnús Karlsson frá Akureyri, Karen Sævarsdóttir
frá Keflavík, Hjalti Nilsen frá Akranesi og Kjartan Gunnarsson frá
Selfossi sem hafa verið valin til fararinnar. Þátttakendur mega ekki
vera eldri en 14 ára og þeir keppendur sem héðan fara eru öll fædd
árið 1972 eða síðar þannig að þau uppfylla þessi skilyrði.
EM í knattspyrnu:
Möltubúi dæmir leik
Juventus og Vals
- tveir íslenskir dómarar dæma í 1. umferðinni
• Frá golfveilinum í Eyjum þar sem hjón og pör munu berjast um
helgina.
ÞAÐ verður dómari frá Möltu sem
dæmir leik Juventus og Vals í
Evrópukeppni meistaraliða sem
fram fer á Ítalíu 17. september
og það verður danskur dómari
sem dæmir leik félaganna hér á
landi 1. október.
Framarar fá tyrkneskan dómara
á leik sinn við Katowice í Póllandi
þann 2. október en Dani mun
dæma leik liðanna á Laugardals-
velli þriðjudaginn 16. september.
Skagamenn leika sem kunnugt
er við Sporting Lissabon og þar
verður welskur dómari á ferðinni
er liðin mætast á Akranesi mið-
Hjónakeppni íEyjum
HJÓNA- og parakeppni í golfi
verður haldin í Vestmannaeyjum
um helgina. Leiknar verða 18
holur og hefst keppni klukkan
13.00 á laugardag. Keppt er um
glæsileg verðlaun og er skráning
í sima 98-2363. Golfvöllurinn í
Herjólfsdal hefur í sumar verið
einstaklega góður og sérstaklega
flatirnar, sem fróðir menn segja
þær beztu á landinu. Margir að-
komumenn hafa leikið á vellinum
í sumar og vonast er til að sem
flestir þeirra láti sjá sig á mótinu
á laugardag.
vikudaginn 17. október en í
Portúgal verður dómari frá Spáni.
Það verður örugglega á brattan
að sækja hjá Valsmönnum er þeir
leika í Tórínó á Ítalíu því dómarar
frá Möltu eru þekktir fyrir að láta
múta sér og eflaust gera ítalir það
fyrir leikinn gegn Val. Að auki eiga
Möltubúar mikið undir ítalskri
knattspyrnu því þeir fá sendingar
frá henni vikulega og fylgjast
grannt með boltanum þar í landi.
íslenskir dómarar dæma tvo
leiki í fyrstu umferð Evrópukeppn-
anna. I keppni meistaranna mun
einhver íslenskur dómari dæma
leik Rosenborg og Linfield og í
keppni bikarhafa verður íslending-
ur á flautunni í leik Wrexham frá
Wales og Zurrieq frá Möltu. Ekki
er enn búið að ákveða hverjir það
verða sem dæma þessa leiki.
Það verður Ferguson frá Skot-
landi sem dæmir landsleik íslands
og Frakklands á Laugardalsvelli
10. september en dómarinn í leik
íslands og Sovétmanna þann 24.
september verður frá Vestur-
Þýskalandi og heitir Assenmacher.
Landslið okkar skipað leikmönn-
um undir 21. árs leikur í Evrópu-
keppninni einnig og þeir leika
fyrsta leik sinn við Finna 4. sept-
ember í Finnlandi og þar mun
dómari frá Sviss dæma.
ÍK til
Færeyja
FIMMTI flokkur ÍK úr Kópavogi
fer í næstu viku til Færeyja þar
sem strákarnir munu keppa í
knattspyrnu við jafnaldra sína í
Klakksvík.
í kvöld efna þeir til hlutaveltu
og kaffisölu í íþróttahúsi Digraness
til þess að afla einhvers fjár til far-
arinnar og hefst hlutaveltan hjá
þeim klukkan 19.00 í kvöld.
■w