Morgunblaðið - 14.08.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986
51
A-landsliðið:
Stefnt að
æfingaleik
erlendis
í ágúst
„VIÐ stefnum að því að ná A-
landsliðinu saman í leik erlendis
þann 26. ágúst, en það er þó
ekki endanlega ákveðið. Ég er í
sambandi við íslensku leikmenn-
ina erlendis og félög þeirra og
er að vinna að því að fá þá lausa
þennan dag. Ef það tekst núna í
vikunni að ganga frá því þá verð-
ur fundinn verðugur mótherji í
æfingaleik," sagði Sigi Held f
samtali við Morgunblaðið í gær.
ÍRvann
ÍR VANN Stjörnuna í Garðabæn-
um 2:1 í A-riðli 3. deildar í
knattspyrnu f gærkvöldi og á nú
mikla möguleika á að vinna riðil-
inn.
í gærkvöldi fóru einnig fram
tveir leikir í úrslitakeppni 4. deild-
ar. Afturelding vann Leikni 4:1 á
Leiknisvelli og Haukar unnu Bol-
ungarvík 2:1 fyrir vestan.
Pétur leikur
PÉTUR Ormslev fékk ekki áminn-
ingu eftir leik Fram og Vals,
aganefnd KSÍ vísaði því málinu
frá á fundi í gær og Pétur fer þar
með ekki í bann.
• Guðbjörn Tryggvason
\ 'Íí #*'**'/*?**&
....... : ■■■ '<H ■ : ‘ ' j* * . , ’ x, V , * K JS&Þ < * ' >
. 'S » ■ < ' ■ '4 ' ■'■■Æ J/g’ V\V-
■ .,-■. . e.y-
■ ■ -i v ■ * >».'«■ ■■■ ■• ' lv!v
■ ' ■ ,- ■■ jt ■% , • t , ^
■ ■ -ár„ ■ *«»* v ■ ■,, , ........
.«■* $' • * S “■ '■ 7 • -■ >•.
• Guðmundur Steinsson skoraði bæði mörk Fram í gærkvöldi. Hér er hann öryggið uppmálað og skorar fyrra markið.
Fram í úrslit þriðja árið í röð:
Gudmundur Steinsson
skoraði tvívegis
„FRAMARAR voru miklu betri og
áttu skilið að vinna, en dómgæsl-
an var fyrir neðan allar hellur. Ég
hef séð marga furðulega dóma á
knattspyrnuvellinum í gegnum
tíðina, en þegar Þorvarður
Björnsson dæmdi hendi á Sigur-
jón eftir að Ormar hafði brugðið
honum innan vítateigs og Sigur-
jón dottið á knöttinn, þá varð ég
orðlaus og trúði ekki mínum eigin
augum. Það er ekki prenthæft,
sem Sigurjón sagði við dómar-
ann, en gunguskapur dómarans
var algjör," sagði Hólmbert Frið-
jónsson, þjálfari ÍBK, eftir að
Fram hafði unnið mjog sann-
gjarnan 2:0-sigur gegn ÍBK f
undanúrslitum Mjólkurbikar-
keppni KSÍ á Laugardalsvellinum
í gærkvöldi í blíðskaparveðri að
viðstöddum 1.929 áhorfendum.
Sigur Fram var verðskuldaður
og síst of stór. Fjórum sinnum
bjargaði ramminn ÍBK og varnar-
menn sunnanmanna höfðu nóg að
gera. Framarar sóttu nær látlaust
allan leikinn, en Keflvíkingar lögðu
aðaláherslu á vörnina og reyndu
að beita skyndisóknum, sem voru
hættulitlar. Flestar sóknir Fram
komu upp vinstri kantinn, en bæði
mörkin voru skoruð eftir sendingar
frá hægri.
Framarar hófu leikinn af miklum
krafti og á fyrstu 10 mínútunum
fengu þeir mjög góð marktæki-
færi, en heppnin var ekki með
Besti leikur
ÍA í sumar
SKAGAMENN unnu mjög sann-
gjarnan 3:1-sigur á Val í undanúr-
slitum Mjólkurbikarsins hér á
Akranesi gærkvöldi, f fjörugasta
og skemmtilegasta leik sumars-
ins. Hann var spennandi allan
tímann og fjölmargir áhorfendur
fengu heilmikið fyrir aurana.
Valsmenn byrjuð leikinn mun
betur. Strax á fjórðu mínútu fengu
þeir fyrsta færiö þegar Hilmar Sig-
hvatsson skaut rétt framhjá úr
ágætu færi eftir fyrirgjöf Ingvars
Guðmundssonar. Magni var síðan
með hörkuskot rétt framhjá eftir
þunga sókn Valsmanna á 10.
mínútu. Á tólftu mínútu var Hilmar
enn að, í dauðafæri, en Birkir varði
skot hans vel. Markið lá í loftinu
og - kom tveimur mínútum seinna.
Þá fékk Ámundi Sigmundsson
fallega stungusendingu frá Guðna
Bergssyni innfyrir staða Skaga-
vörnina og skoraði örugglega með
fallegu skoti í hornið fjær. Vals-
menn héldu síðan undirtökunum í
leiknum áfram án þess að skapa
sér fleiri afgerandi færi.
Fyrasta færi Skagamenna kom
ekki fyrr en á 22. mín. Þá varði
Guðmundur Hreiðarsson mjög vel
fast skot frá Sveinbirni.
Á 29. mínútu jöfnuðu Skaga-
menn nokkuð óvænt. Þá átti Ólafur
Þórðarson fallega sendingu yfir á
hægri kantinn á Sveinbjörn og
hann gaf síðan boltann inn á víta-
teig Valsmanna. Eftir mikinn
darraðadans í vítateignum tókst
Júlíusi Pétri Ingólfssyni að pota
boltanum innfyrir marklínuna.
Þetta jöfnunarmark virkaöi sem
vitamínsprauta á Skagamenn og
þeir tóku skyndilega öll völd á leik-
vellinum.
Annað mark þeirra kom fjórum
mínútum síðar. Enn voru það Ólaf-
ur og Sveinbjörn sem voru að -
Ólafur sendi á hægri kantinn á
Sveinbjörn og hann gaf sendingu
á Valgeir sem var óvaldaður utar-
lega í teig Valsmanna. Valgeir
gerði sér lítið fyrir og þrumaði
boltanum viðstöðulaust í netið.
Skagamenn byrjuðu seinni hálf-
leikinn eins og þeir enduðu þann
fyrri. Þeir sóttu og sóttu og fengu
nokkur góð færi. Þeir gerðu svo
þriðja markið á 57. mínútu. Þá átti
Valgeir fallega stungusendingu
innfyrir flata vörn Vals, Pétur
komst alveg á auðan sjó og honum
tókst að fara framhjá Guðmundi
og renna knettinum í autt markiö.
Á 60. mín fengu Valsmenn al-
gjört dauðafæri. Þá átti Hilmar
Sighvatsson hörkuskot á innan-
verða stöng, boltinn rúllaði eftir
marklínunni en Guðjón Þórðarson
náði að hreinsa á síðustu stundu.
Eftir þetta sóttu Valsmenn heldur
meira, fengu þokkalega færi við
og við, t.d. Ámundi. Alveg undir
lokin komu Skagamenn aftur inn í
leikinn og sigurinn varð þeirra.
Akurnesingar léku sinn besta
leik í sumar. Guðbjörn Tryggvason
átti sérlega góðan leik, sívinnandi
á miðjunni. Sama má segja um
Ólaf Þórðarson. Heimir Guð-
mundsson og Valgeir Barðason
léku einnig vel. Valsmenn byrjuðu
af miklum krafti, yfirspiluðu and-
stæðingana á fyrsta hálftímanum,
en svo fjaraði leikur þeirra út og
þeir geta ekki kvartað yfir tapinu
við neinn nema sjálfa sig. Ársæll
Kristjánsson var mjög góöur í vörn-
inni og í sókninni var Ámundi
frískur. Sigurjón Kristjónsson sást
varla í öllum leiknum og munar um
minna.
Áhorfendur voru um 1.100, mun
fleiri en á fyrri leikjum sumarsins.
—SE
þeim. Fyrst átti Pétur Ormslev
gott skot, sem Þorsteinn varði og
skömmu síðar var mikill darraðar-
dans inni í markteig ÍBK eftir
hornspyrnu Péturs og fór knöttur-
inn m.a. í stöng, en ekki vildi hann
inn.
Leikurinn róaðist næstu 20 mín-
úturnar en Framarar höfðu ávallt
undirtökin. Á 28 mínútu átti Sigur-
jón Sveinsson skot rétt fram hjá
marki Fram og á 32. mínútu skall-
aði Pétur í slá Keflavíkurmarksins.
Sókn Fram hélt áfram í seinni
hálfleik. Guðmundur Steinsson
skaut lúmsku skoti á mark ÍBK sem
fór í fjærstöngina utanverða og
nafni hans Torfason átti þrumu-
skot í hliðarnetið. Á 66. mínútu tók
Guðmundur Torfason aukaspyrnu
fyrir utan teig, þrumuskot hans fór
í þverslá, þaðan í bakið á Þorsteini
Bjarnasyni markverði og út. Ótrú-
legt.
Það var ekki fyrr en rúmur
stundarfjórðungur var eftir, að
Guðmundur Steinsson skoraði
fyrra mark sitt og Fram. Kristinn
R. Jónsson gaf góða sendingu á
Guðmund, sem skoraði fallegt
mark með vinstri.
Á 80. mínútu gerðist umdeild-
asta atvik ieiksins. Sigurjóni
Sveinssyni var brugöið innan víta-
teigs Fram, en öllum á óvart
dæmdi Þorvarður Björnsson hendi
á Sigurjón. Keflvíkingar höfðu tap-
að leiknum og Guðmundur Steins-
son innsiglaði sigurinn á 89r*
mínútu með svipuðu marki og því
fyrra.
„Ég er ánægður með leik minna
manna og það var allt annað að
sjá liðið núna en á móti Val. Ég
var jafnhissa og aðrir, þegar Kefl-
víkingar fengu ekki dæmda víta-
spyrnu, en við vorum einfaldlega
betri i leiknum," sagði Ásgeir Elías-
son, þjálfari Fram, að leik loknum.
Það eru orð að sönnu. Liðið lék
allt vel, en lítið reyndi á varnar-
mennina. Viðar Þorkelsson og
Guðmundur Steinsson voru bestir
í jafnsterku liði.
Keflvíkingar mættu ofjörlum
sínum, en miðverðirnir Valþór Sig-
þórsson og Einar Ásbjörn Ólafs-—
son höfðu mest að gera og komust
einna best frá leiknum.
S.G.
Knattspyrnulandslið:
Ólympíuhópur
að myndast
SIGI Held, landsliðsþjálfari í
knattspyrnu, hefur valið 18
manna hóp sem uppistöðu i
landslið íslands sem tekur þátt í
forkeppni Ólympíuleikanna. Þetta
landslið er skipað leikmönnum
sem ekki hafa leikið fyrir íslands
hönd í heimsmeistarakeppninni.
Að sögn Sigi Held er þetta ekki
endanlegur hópur, og á honum
eiga eflaust eftir að verða breyting-
ar. Bæði geta komið til meiðsli og
sömuleiðis verður tekið tillit til
þess í hvernig formi menn eru
þegar nær dregur. En þeir 18 leik-
menn sem eru í myndinni núna
eru:
Friðrik Friðriksson, Fram
Stefán Jóhannsson, KR
Ágúst Már Jónsson, KR
Loftur Ólafsson, KR
Guðni Bergsson, Val
Ársæll Kristjánsson, Val
Þorsteinn Þorsteinsson, Fram
Viðar Þorkelsson, Fram
Ólafur Þórðarson, ÍA
Siguróli Kristjánsson, Þór
Kristinn Jónsson, Fram
Kristján Jónsson, Þrótti *
Hlynur Birgisson, Þór
Sveinbjörn Hákonarson, ÍA
Halldór Áskelsson, Þór
Guðmundur Torfason, Fram
Óli Þór Magnússon, ÍBK
Tryggvi Gunnarsson, KA
„Ég vil ítreka að þetta er ekki
lokaður hópur og á honum eiga
eflaust eftir að verða breytingar.
Ég hef ítrekað óskað eftir því að
geta fengið þennan ólympíuhóp
saman á reglulegar æfingar. Það
hefur enn ekki tekist, en ég á von
á því að KSÍ gangi frá því við félög-
in nú á næstu dögum," sagði Sigi'1
Held í samtali við Morgunblaðið,
en áður hefur komið fram að hann
og Guðni Kjartansson, aðstoðar-
þjálfari, hafa lagt á það áherslu að
láta þetta landslið æfa einu sinni
í viku í haust.