Morgunblaðið - 16.08.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.08.1986, Qupperneq 1
48 SIÐUR OG LESBÖK STOFNAÐ 1913 181. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 16. AGUST 1986 Hallalaus dönsk fjár- lög í fyrsta sinn í 12 ár Kaupmannahöfn, AP. SAMKVÆMT frumvarpi til fjár- laga, sem kynnt vai’ í gær, verður danski ríkisbúskapurinn halla- laus í fyrsta skipti á 12 árum í ár og á næsta ári. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjuafgang- urinn i ár verði 300 milljónir danskra króna og 800 milljónir á næsta ári. Árið 1983 var hallinn á dönsku fjárlögunum 54 millj- arðar danskra króna, sem jafngildir 270 milljörðum íslenskra króna. Palle Simonsen, fjármálaráð- herra Dana, þakkaði þennan árangur staðfastri stefnu ríkis- stjórnarinnar um að halda vexti ríkiskeifisins í skefjum, auknum skatt- og tolltekjum og framleiðslu- aukningu. Þegar minnihlutastjórn Pauls Sehliiter tók við völdum árið 1983 var ekki búist vid hallalausum ríkisbúskap fyrr en á árinu 1990. Hitt meginmarkmið ríkisstjórnar Pauls Sehluter er að minnka greiðsluhallann við útlönd. Stefnt var að því að hann yrði úr sögunni árið 1988, en Simonsen viðurkenndi að ekki væri raunhæft að gera ráð fyrir að það markmið næðist. Reiknað er með því að hallinn í ár og næsta ár verði sá sami, um 28 milljarðar danskra króna eða sem samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Simonsen lagði áhei-slu á að það væri forgangsverkefni ríkisstjóm- arinnar að minnka greiðsluhallann og að stefnan í efnahagsmálum yrði miðuð við það. Spornað yrði við almennum launahækkunum, áframhaldandi aðhaldi beitt í fjár- málum ríkisins og gengi dönsku krónunnar haldið föstu. Fjárlagafrumvarpið hljóðar upp á 193,4 milljarða danskra króna. Tekjuafgangurinn verður fyrst og fremst notaður til þess að greiða niður skuldir ríkisins, en þær nema nú 425 milljörðum. Talsmaður danska Jafnaðar- mannaflokksins, Mogens Camre, lét sér fátt um finnast um árangur ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að tekjuafgangur fjárlaganna væri fyrst og fremst tilkominn með því að skera niður félagslega þjónustu svo sem heilsugæslu. Sagði hann að þetta fjárlagafrumvarp myndi ekki leysa vanda þjóðarinnar og að jafnaðarmenn myndu leggja fram breytingartillögur við það. Frum- vaipið verður formlega lagt fram í október er þing kemur saman. Prentsmiðja Morgnnblaðsins Honduras: 54 deyja í flugslysi Tegucig-alpa, Honduras, AP. FIMMTÍU og fjórir létu lífið er farþegaflugvél frá flughernum í Honduras hrapaði í skógivöxnum fjöllum í austurhluta landsins. Enginn komst lífs af. 49 hinna látnu voru hermenn, en auk þess voru fimm óbreyttir borgarar um borð, þar af tvö börn liðs- foringja. Vélin hélt upp frá herflugvellin- um í Mocoron nálægt landamærum Niearagua á fimmtudag. Skömmu eftir flugtak tapaðist samband við hana. Leit hófst þegar og fannst flakið í gær. Vélin var af gerðinni Hercules C-130 og gáfu Bandaríkjamenn Hondurasbúum hana árið 1982. Hún var á leið til Tegucigalpa, en hermennirnir voru á leið þangað í frí. Frekari upplýsingar um slysið voru ekki fáanlegar í gær. Karpov tapaði á tíma Frá Margeiri Péturssyni, London. GARY Kasparov vann átt- undu skákina í einvíginu við Anatoiy Karpov um heims- meistaratitilinn í skák og hefur nú vinningsforskot á heimsmeistarann fyrrver- andi, 4'/2 vinning gegn 3'/2 vinning. Karpov féll á tíma og var þá kominn með gjör- tapaða stöðu, en hann hafði aðeins eina mínútu til þess að leika síðustu 11 leikina. Skákin þótti dauf framan af, en í miðtaflinu náði Kasparov yfirburðastöðu. Hann gat tekið skiptamun, en lét það ógert af einhveijum ástæðum og fékk fyrir vikið verri stöðu. Karpov var hins vegar orðinn mjögtíma- naumur og lék skákinni niður í tímahrakinu áður en hann féll. Sjá ennfremur skýringar við skákina á bls. 21. Matthías Á. Mathiesen á fundi með danska utanrikisráðherranum um Rockall: Samstarf Islendinga, Dana og Færeyinga mikilvægt MATTHÍAS Á. Mathiesen, utan- ríkisráðherra, átti í gær viðræð- ur við Uffe Elleman Jensen, utanríkisráðlierra Danmerkur, en Matthías er þar staddur í opin- berri heimsókn. Viðræður þeirra stóðu í hálfa klukkstund. Að þeim viðræðum loknum hófst fundur danskra og islenskra embættismanna. í viðtali við Morgunblaðið sagði utanríkis- ráðherra að Rockall-deilan og væntanleg framvinda hennar hefði verið rædd ítarlega á þeim fundi. Rockall-deilan snýst einkum um rannsóknir á hafsbotninum í ná- grenni Rockall og nýtingu þeirra auðlinda sem þar kunna að finnast. „Ég lagði áherslu á samstarf Is- lendinga, Dana og Færeyinga í þeim efnum. Einnig taldi ég mikil- vægt að þeim vísindalegu rannsókn- um, sem við höfum orðið sammála um, yrði hrint í framkvæmd hið fyrsta,“ sagði Matthías Á. Mathie- sen. „Ég lagði sérstaka áherslu á þýðingu Rockall-málsins fyrir okk- ur Islendinga og nauðsyn þess að ná samkomulagi við Breta og íra varðandi Rockall-svæðið," sagði utanríkisráðherra ennfremur. Oryggis- og varnarmál voru einn- ig rædd á fundi embættismannanna og skiptust menn á skoðunum varð- andi samstarf Islendinga, Dana og Norðmanna innan Atlantshafs- baTidalagsins. Hvalveiðimálið og skipting loðnuveiða við Grænland bar einnig á góma. Matthías kvaðst hafa sagt danska utann'kisráðherranum að Islendingar álitu samstarf við Evr- ópubandalagið mikilvægt og að þýðingarmikið væri að Danir gættu hagsmuna Norðurlanda gagnvart bandalaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.