Morgunblaðið - 16.08.1986, Side 11

Morgunblaðið - 16.08.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 11 Ihygli og kollhnísur eftir Eyjólf Konráð Jónsson Styrmir Gunnarsson hefur í sum- ar skrifað hvert Reykjavíkurbréfið öðru athyglisverðara. Verst er hve erfitt er að fá menn til rökræðna um athyglisverð sjónarmið. Auðvit- að fer því Ijarri að ég sé sammála öllum skrifum Morgunblaðsmanna, sér í lagi kollhnísuleiknum í utan- ríkismálum, hvort heldur er rætt um hvali, hernaðarmálefni eða rétt- indakröfur á sviði hafréttarins, en þeim mun meiri er gleðin yfir þeirri víðsýni og því fijálslyndi í efna- hags-, skatta- og peningamálum sem Styrmir er smám saman að skilja. Þannig segir hann sl. sunnu- dag: „I fjölmörgum fyrirtækjum er nú þegar byijaður mikill þrýstingur á stjórnendur um launahækkanir langt umfram þær launabreytingar, sem um var samið í kjarasamning- um fyrr á þessu ári. Að einhveiju leyti má kannski rekja þennan þrýsting til þess, að augljóslega hefur verið launaskrið á ferðinni í ár hjá opinberum aðilum, en aðalá- stæðan er sú, að fjölmargir laun- þegar greiða svo mikinn hluta launa sinna í skatt síðari hluta ársins að þeir eiga ekki fyrir nauðsynjum. Það er heldur ótrúlegt, að atvinnu- rekendur geti staðið gegn þessum þrýstingi mjög lengi, þess vegna er hættan sú, að launastefnan og um leið efnahagsstefnan, sem mörkuð var með kjarasamningun- um fyrr á þessu ári, brotni niður með haustinu vegna þess, hvað skattar koma þungt niður á sumum þjóðfélagshópum. Slíkar launa- hækkanir leita svo óhjákvæmilega út í verðlagið þar sem afkoma fyrir- tækja hefur verið mjög misjöfn. Þau hafa nú þegar haldið að sér höndum lengi með verðhækkanir, þrátt fyrir meiri kostnaðarhækkanir en ætlað var fyrr á þessu ári m.a. vegna breytinga milli erlendra gjaldmiðla innbyrðis, sem koma fram hér með margvíslegum hætti. Verði niður- staðan hins vegar sú, að launa- hækkanir af þessu tagi leiði út í verðlagið er augljós hætta á því, að verðbólguskriðan fari af stað á ný.“ tilraun til að marka stefnu í at- vinnumálum og hún varð samhljóm- ur þeirra stefnu, sem Framsóknar- flokkurinn hafði mótað, enda kannski ekki annað hægt, þar sem atvinnumálastefna ríkisstjórnarinn- ar er stefna Framsóknarflokksins. Alþýðubandalagið mótaði síðan sína atvinnumálastefnu ári á eftir Fram- sóknarflokknum. Hún bar yfir- skriftina „Ný sókn“. Framsóknar- menn eru ekkeit að agnúast út í Alþýðubandalagið fyrir að nota þetta kjöi*orð. „Nýja sókn“ Alþýðu- bandalagsins gekk líka í allt aðra átt en atvinnumálastefna Fram- sóknarflokksins. Ólík öfl nýrra tíma Það mun líka koma á daginn að Framsóknarflokkurinn mun verða allt annað „afl nýrra tíma“ en Sjálf- stæðisflokkurinn. Sjálfstæðisflokk- urinn er og verða mun: — Afl Hafskipstímans. — Afl skattpíninga. Formaður Sjálf- stæðisflokksins, núverandi fjármálaráðheiTa, er orðinn skattakóngur lýðveldisins. — Afl sem skerða mun félagslega þjónustu. — Afl sem ræðst gegn námsmönn- um. Menntamálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins hefur reynt að bijóta niður það félagslega rétt- læti sem felst í hlutverki Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. — Afl sem setur auðgildið ofar manngildinu. — Afl óheftrar frjálshyggju. — Afl þar sem hagsmunir Sjálf- stæðisflokksins og sjálfstæðis- Þetta er allt laukrétt. En hvernig væri að jafnágætt blað og Morgun- blaðið er reyndi að benda á leiðir — stefnu — í stað þess að horfa sífellt til fortíðar. Er það ekki skylda blaðsins okkar að hafa skoðun og stinga á kýlinu og kýlið er ofstjórn- in og ofbeldið í peningamálum þar sem hópur manna telur sig færan um að ráðska með þjóðarauðinn — peningana — því að peningar eiga ekki að vera neitt annað en ávís- anir á verðmæti. Þeir eiga að vera fijálsir og vextirnir, gjaldið fyrir notkun þeirra, eiga að ganga jafnt yfir alla, þar á markaðurinn að ráða en ekki misvitrir embættismenn og stjórnmálamenn. Kerfiskarlarnir hafa brugðist þeirri frumskyldu sinni að sjá til þess að eðlilegt inn- lent lánsfjármagn sé á markaðnum. í annan stað hafa kreppustjór- arnir í hálfan annan áratug beitt stjómmálamenn í öilum flokkum töfraformála svohljóðandi: „Hækk- ið skatta, hækkið skatta, beina og óbeina. Látið lýðinn blæða. Ríkis- sjóðurinn á að ganga fyrir, hallalaus skulu íjárlögin vera, þá hverfa öll vandamál eins og dögg fyrir sólu.“ En sólin hefur bara svikist um að koma upp nema kannski yfir ein- staka manni eða félagsskap manna, sem svo þarfnast myrkviðisins. Það er rétt að beinir skattar leggjast með miklum þunga á marga þá sem eru með sæmilegar tekjur. Þar er þó oft um að ræða fólk sem hefur komið undir sig fót- unum ijárhagslega og gæti kannski unað þessum álögum meðan verið er að lækna verðbólgusjúklinginn ef það þyrfti ekki að fara bónbjarg- arferðir til bankastjóra sem eiga þjóðarauðinn. Þetta ofstjómarkerfi verður að bijóta niður og verður brotið niður í síðasta lagi þegar þing kemur saman í haust. Um hina hlið málanna, afkomu ríkissjóðs, gildir það sem nú segir: „Um það er nú víða um lönd rætt að taka upp alveg nýjar að- ferðir í baráttunni gegn verðbólg- unni og kasta fyrir róða mörgum gömlum kennisetningum. Menn gera sér í vaxandi mæli grein fyrir því að ríkið hefur gengið of langt á hlut atvinnurekstrar og einstakl- inga og það verði að slaka á klónni manna eru teknir fram yfir hagsmuni fjöldans. Framsóknarflokkurinn mun hins vegar verða afl þess tíma þar sem lögð verður áhersla á: — Félagslegt réttlæti, lýðræði og valddreifingu. — Traust og blómlegt atvinnulíf. — Umhverfismál sem þátt í alhliða velferð þjóðarinnar. — Efnahagslegan stöðugleika. — Lífskjarajiifnun. — Róttæka byggðastefnu. Traustir máttarstólpar Morgunblaðið virðist líka hafa áhyggjur af því, hvar þing Sam- bands ungra framsóknarmanna er haldið. Þegar ákvörðun var tekin um þingstað, réðist það ekki af því hvetjir þingmenn Framsóknar- flokksins eru í viðkomandi kjör- dæmi, heldur er reynt að skipta þingstöðum á landshlutana. Það, hvort Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson munu vcrða máttarstólpar „afls hins nýja tíma“ mun koma í Ijós. Það er hins vegar ljóst, að frekar vildi ég hafa Ingvar Gíslason, fyri'v. menntamálaráð- herra, sem máttarstólpa við mótun menntastefnu í landinu, en núver- andi menntamálaráðherra, Sverri Hermannsson, og traustari máttar- stólpi hygg ég að Stefán Valgeirs- son sé í bankaráði Búnaðarbankans en Albert var í bankaráði Útvegs- bankans. Höfundur er formaður Sambands ungra framsóknarmanna Eyjólfur Konráð Jónsson „Úr því að Seðlabank- inn (sem auðvitað er eðlileg- deild í fjármála- ráðuneytinu) svíkst um að sinna þeirri frum- skyldu sinni að gefa út íslenska peninga ber ráðuneytinu að gera það, því að varla þorir þessi ríkisstjórn fremur en aðrar að gefa Seðla- banka fyrirmæli.“ og eftirláta einstaklingum og at- vinnufyrirtækjum meira vald og meiri fjárráð. Þessa hlið málsins hafa raunar margir skilið um langt skeið og allir hafa þótzt vilja skera niður fjárlög eins og það er kallað, en árangurinn hefur víðast hvar orðið heldur lítill og þá hafa menn sagt að við svo búið mætti ekki standa því að halli væri á fjárlögum og það kynti undir verðbólgunni. Þess vegna hefur verið gripið til þeirra úrræða að þyngja skatta í stað þess að létta þeim af, hagur fólks og fyrirtækja hefur versnað og flest þjóðfélagsöfl hafa lagzt á eitt um að hrinda af sér kjararýrn- uninni og eina leiðin sem í sjónmáli hefur verið var notuð og er notuð, þ.e.a.s. að knýja fram kauphækkan- ir og hækkanir á verði og þjónustu til að varnarstríð gæti borið árang- ur. Þetta er vítahringurinn, sem menn hafa séð, en erfiðlega hefur gengið að koma auga á leiðir til að bijótast út úr honum. En nú vilja menn sem sagt í vaxandi mæli grípa til nýrra úrræða, þveröf- ugra þeim sem nefnd voru hér á undan og ekki ómerkari hagfræð- ingar en Friedrich A. Hayek og Milton Friedman, að Arthur Laffer ógleymdum, hafa á síðustu misser- um bent á að svo langt hafi ríkið gengið á hlut borgara og fyrir- tækja, að það verði að skila nokkru af „ránsfengnum" til baka ef nokk- ur lifandi leið eigi að vera að vinna bug á verðbólgunni. Og nú er bent á leiðir til að þetta geti gerzt með þeim hætti að fjárstjórn fjöldans eða auðstjórn almennings geti eflzt en áhrif ríkisvalds minnkað. Leiðin sem fara ber er sú, að ijár- magna hluta ríkisútgjalda t.d. fjárfestingarútgjalda með fijálsum lántökum hjá fólkinu í landinu, einkum með útgáfu skuldabréfa sem seld eru á markaðsverði. Við getum hugsað okkur að styrk og íhaldssöm stjórn hafi komizt að þeirri niðurstöðu að engin lífsins leið sé að koma útgjaldahlið fjárlaga niður fyrir 100. Þessi stjórn vildi lækka heildarskattlagningar um sem nemur 5% heildarupphæða fjárlaga, en kemst nú að raun um að til að ná endum saman þarf hún að hækka skattana um 5%. Hvað er nú til ráða? Hvernig er unnt að samræma þessi markmið? Kenningin sem er að ryðja sér til rúms og nú er að vissu marki framkvæmd í Bandaríkjunum er í rauninni ofur einföld og skiljanleg, ef menn á annað borð vilja bijótast úr föstum viðjum. Skattarnir eru læakkaðir um 5% í stað þess að hækka þá um 5 hundraðshluta fjár- laganna. Tíundi hluti fjárlagaupp- hæðarinnar er síðan íjármagnaður með skuldabréfaútgáfu og bréfin seld á almennum markaði. Ríkið fær þá peninga sem það þarf og notar þá að hluta til í glímunni við verðbólguna, það lækkar skatta, ýmist neyzluskatta sem bein áhrif hafa á vöruverð eða aðra skatta, sem til þessa hafa knúið menn til að tryggja hag sinn með þátttöku í verðbólgukapphlaupinu. Verð- bólgan rénar og hjól atvinnulífsins fara að snúast. En einhvern tíma verður ríkið að borga, segja menn, er ekki verið að velta vandanum yfir á komandi kynslóðir? Svarið við þessu er líka einfalt. Auðvitað er þjóðin hvorki ríkari né fátækari fyrir það eitt að borgararnir fái ávísanir á ákveðna heildareign þjóðfélagsins, ríkisauð- inn sjálfan. En þjóðarauðurinn eykst hinsvegar meir þegar atvinnulíf getur þróazt í heilbrigðu og siðuðu umhverfi, þar sem stjórn- völd setja einungis almennar reglur sem allir verða að hlíta en eru ekki ofan í hvers manns koppi, fyrirskip- andi, bannandi og mismunandi mönnum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt skuldina þyrfti síðar að borga yrði það auðvelt, þegar afraksturinn hefði aukizt gífurlega vegna framangreindra ráðstafana, en hana þarf aldrei að borga og á aldrei að borga heldur á að halda slíkum lántökum, slíkum skulda- bréfaútgáfum áfram og auka þær eftir því sem umsvif og þjóðarauður eykst. Komandi kynslóðir verða ríkari en ekki fátækari. Og hitt er ekki síður mikilsvert að sjálfstæði og öryggi borgaranna vex gífur- lega. Nú eiga menn ekki einungis íbúðina sína eða jörðina, bílinn og innbúið, heldur keppir hver og einn að því að eiga kannski álíka and- virði í ríkisskúldabréfum annars- vegar og hlutabréfum í almennings- hlutafélögum hinsvegar, og tryggir með þeim hætti öryggi sitt í stað þess að taka þátt í verðbólgudansin- um.“ (Út úr vítahringnum", erindi flutt á Viðskiptaþingi Verzlunarráðs ís- lands 15. október 1981). Því er haldið fram að „peninga- magn í umferð" minnki ef ríkissjóð- ur fer á lánsfjármarkað í stað þess að heimta allt sitt fé með sköttum. Einstaklingar og atvinnuvegir fái þannig minna lánsfé. Þetta er ein kenningin sem sósíalistar nota til að véla menn til stuðnings við of- sköttun og ofstjóm. Og jafnvel ágætustu atvinnurekendur hérlend- is og erlendis hafa lagst marflatir undir þessa villukenningu. Á fundi þingflokks Sjálfstæðis- manna á Sauðárkróki var m.a. fjallað um fjárlagagerð og þá bryddaði á þessu sjónarmiði, von- andi í síðasta sinn. Ég spurði þá. „Getið þið selt skattakvittanir Þor- steins þótt hann skrifi fallega?" En undirskrift hans vegna láns sem honum er veitt eða sjóðnum hans er peningur, ávísun á verðmæti — sjálfan þjóðarauðinn. Skuldabréfin hans þyrftu að hluta til a.m.k. að vera í smáum upphæðum og helst í viðráðanlegu formi líkt og seðlar sem gengju manna á milli. Þá ykist ráðstöfunarfé alþýðu og atvinnu- vega en minnkaði ekki eins og við skattgreiðslurnar þegar peningarn- ir hverfa endanlega í ríkishítina. Úr því að Seðlabankinn (sem auð- vitað er eðlileg deild í fjármálaráðu- neytinu) svíkst um að sinna þeirri frumskyldu sinni að gefa út íslenska [Kminga ber ráðuneytinu að gera það, því að varla þorir þessi ríkis- stjórn fremur en aðrar að gefa Seðlabanka fyrirmæli. Dæmið getur í stórum dráttum litið svona út: Við sitjum hér og getum engar leiðir fundið til að skera fjárlög niður þannig að gjöld verði undir 40 milljörðum. Tekjur getum við með góðri samvisku ekki áætlað meiri en 38 milljarða. Á þá að grípa til gamla ráðsins og hækka skatta, knýja fram kauphækkanir, gengis- fellingu og óðaverðbólgu? Eða eigum við að taka tveggja milljarða lán hjá sjálfum okkur og velta þess- um peningum okkar til að efla atvinnuvegi, hraða framförum og bæta hag komandi kynslóða. Er ekki mál að menn skilji einföldustu hluti? Höfundur er alþingismaður Sjálf■ stæðisflokks fyrir Norðurlands- kjördæmi vestra. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALOIMARS^ LOGM J0H Þ0RÐARS0N HOL Sýnishorn úr söluskrá: Húseign Garðabæ Með 1 eða 2 íb. Nénar tiltekiö glæsileg endurbyggð hæð um 132 fm og jarðhæð um 74 fm, ekki fullgerö. Stór og góður bílsk. um 45 fm. Eigninni fylgir 4700 fm eignarlóð. Margskonar eignaskipti. Húseign með 2 íb. á sunnanverðu Seltjarnarnesi með 5 herb. ib. á 2 hæðum um 77 x 2 fm. Samþykkt séríb. 2ja herb. í kj. Góður bilsk. um 30 fm. Ræktuð lóð. Þurfum að útvega m.a.: 4ja-5 herb. íb í borginni. Skipti möguleg á steinhúsi 75 x 2 fm auk ris- hæðar skammt frá Hlemmtorgi. 4ra-6 herb. sérhæð sem næst Sjómannaskólanum. Sk. möguleg á glæsilegu einbýlishúsi á úrvalsstað. 2ja-3ja herb. íb helst á 2. hæð i Vesturborginni. Sk. möguleg á 3ja herb. mjög góðri ib. á Melunum á 4. hæð. Einbýlishús 110-140 fm i borginni eða nágrenni. Sk. möguleg á 4ra-5 herb. íb. v/Háaleitisbraut meö bílsk. Einbýlishús t.d. i smáibúöahverfi. Sk. möguleg á 4ra-5 herb. sérhæö í Heimunum með bílsk. Raðhús eða einbýlishús ekki stórt t.d. í Hraunbæ, Selási, Ártúnsholti eða Kópavogi. Sk. möguleg á 5 herb. úrvalsíb. i Hraunbæ. Einbýlishús helst í Vesturborginni eða á Nesinu meö 4-6 svefnherb. Sk. möguleg á 5 herb. úrvalsíb. á besta stað i Vesturborginni. Ennfremur höfum við fjölda fjársterkra kaupenda, sérstaklega að 2ja-5 herb. nýjum og nýlegum íb. Macgir vilja greiða allt kaupverðið f peningum. Lokað frá hádegi næstkomandi mánudag á 2ja aida afmæli borgarinnar. Opið í dag laugardag kl. 11-15. ALMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.