Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Hvalveiðar og það að vera sjálfum sér samkvæmur eftir Margréti Þorvaldsdóttur Það hlýtur að vera mörgum undr- unarefni hvernig lítil eyþjóð sem berst í bökkum fjárhagslega ætlar að leggja alla lífsafkomu þjóðarinn- ar að veði fyrir nánast ekki neitt. Það er nú gert með þessari ein- stæðu meðferð á hvalveiðimálum sem við nú höfum verið vitni að. I dag verður ekki séð hve alvaj-- legar afleiðingarnar verða, en eitt er víst að skuggi þessa máls mun fylgja okkur lengi. Hin neikvæða landkynning sem við nú stöndum að hefur orðið til vegna eindæma þverúðar sumra og aðskiptaleysis okkar hinna. Við erum þjóð sem lengi hefur haft tilhneigingu til að framkvæma fyrst og hugsa síðar. Þar sem sú leið hefur reynst mörgum örlagarik er rétt að rifja upp nokkur veiga- mikil atriði áður en við töpum áttum alveg. Hvalveiðimálið varð ekki vanda- mál fyrr en sjávarútvegsráðherra ákvað að hafa að engu samþykkt þingmanna okkar, á sjálfu löggjaf- arþingi Islendinga, Alþingi, um stöðvun hvalveiða Islendinga í nokkur ár. Hann boðaði áframhaldandi veið- ar — í nafni vísindanna, — eða eins og skýrt var frá í erlendum blöðum; Þjóðir sem leitað hafa að leiðum til að fara í kring um bannið hafa nú fundið smugu, og var þar átt við ísland og Suður-Kóreu. Haft var eftir ráðherra land- búnaðar- og sjávarútvegsmála í Japan á þessum tíma, að japanska stjómin myndi gera allt til að fínna leiðir til að viðhalda hvalveiðum þjóðarinnar, hvort sem það yrði í nafni vísinda eða einhvers annars. Þar létum við illa blekkjast. Japan- ir skiptu um skoðun þegar þeim var ljóst hver áhættan yrði fyrir þeirra eigin efnahag. Ein aðal ástæðan fyrir því að hvalveiðum okkar hefur verið mót- mælt svo kröftulega er sú, að komist íslendingar upp með að virða ekki bann hvalveiðiráðsins við að veiða hvali í ábataskyni, munu aðrar þjóðir ekki telja sig bundnar af samþykktum ráðsins um veiði- bann. Það myndi, innan fán-a ára, þýða útrýmingu hvalategunda á öðmm hafsvæðum. En hvað koma hvalir á öðrum hafsvæðum okkur við? Hvalir eru okkar eign um leið og þeir synda inn í íslenska físk- veiðilögsögu, — rétt eins og fiskur- inn! Það tók áratugi að fá rétt okkar til útfærslu fiskveiðilögsögu og fisksins á miðum við landið viður- kennda. Þann árangur eigum við ötulli framgöngu Hans G. Andersen sendiherra að þakka svo og fram- sýnum stjómmálamönnum. En minni okkar er skammvinnt. Nú virðast þau rök löngu gleymd sem sterkust reyndust og áhrifa- mest í baráttunni gegn „ábatasjón- armiðum ágengra veiðiþjóða". „Verndun“ kölluðum við þau þá. Baráttan undir stefnunni „Fiski- stofnarnir við ísland eru í hættu“ sannfærði umheiminn og réttlætti aðgerðir okkar. Við erum þjóð, sem áþreifanlega fann fyrir því að náttúruauðlindir eru ekki óþijótandi og gerðum við því strangar kröfur til þess að höml- ur yrðu settar á veiðar erlendra þjóða á fiskimiðum við landið. — Þannig urðum við eftir- breytniverð fyrirmynd þeim er nú beijast fyrir varðveislu náttúruauð- linda. Hvernig má það þá vera, að þjóð okkar sem á lífsafkomu sína undir því að aðrar þjóðir virði alþjóða- samninga um fískveiðitakmarkanir við landið, telur sig nú ekki bundna af öðrum veiðisamningum á al- þjóðavettvangi? Þessar hvalveiðideilur eru nú orðnar mun alvarlegri og óheilla- vænlegri fyrir okkur en áður og ná langt út fyrir veiðar á hvölum. Þær snerta heiðarleika okkar og áreið- anleika í samningum á alþjóðavett- vangi. Sjávarútvegsráðherra stóð að samningi í Malmö um að hvalafurð- imar færu til neyslu innanlands — en lýsti því svo yfir við heimkomu, að hann gæfi sér þann skilning á samkomulaginu, að við gætum selt erlendis þær hvalafurðir sem lands- menn neyttu ekki. Það sá hvert mannsbarn að þar var staðreyndum snúið við, enda var það einmitt þetta túlkunaratriði sem valdið hefur vandræðum í sam- skiptum okkar við aðrar þjóðir, svo ekki sé meira sagt. Gagnkvæmt traust er byggt á heiðarleika í viðskiptum manna og þjóða. Glatað traust í samskiptum við aðrar þjóðir getur tekið kynslóð- ir að endurheimta. Að fara fijáls- lega með staðreyndir er hættulegur leikur sem við tökum ekki alltaf alvarlega. En það gera aðrir. Eg brást illa við fyrir nokkrum árum þegar erlendur maður, sem hér bjó, dró athygli rnína að þessum þjóðareinkennum Islendinga. Hann sagði: „íslendingar em ekki heiðarlegir." „Hvað áttu eiginlega við,“ spurði ég og firrtist við. „Eg á ekki við að þeir taki hluti óftjálsri hendi," sagði hann. „Þeir eiga oft til að fullyrða sannleiks- gildi atvika, jafnvel þó báðir aðilar viti betur." Og hann bætti við: „Þeir gefa jafnvel loforð sem þeir ætla sér ekki að standa við.“ Þessir mannlegu veikleikar, sem ef til vill má flokka undir skort á kjarki til að takast á við vandamál á hveijum tíma, hafa sennilega fylgt og þjóð okkar frá upphafí. Fornbókmenntir okkar taka þessa þætti fyrir á mjög áhrifamik- inn hátt, en enginn þó jafn snilldar- lega og hinn magnaði höfundur Njálu. Á Njáluslóðum fyrir skömmu var rætt um siðfræði Njálu. Bent var á, að þegar Gunnar á Hlíðarenda hafí ákveðið að fara ekki utan, hafí hann verið að ganga á bak orða sinna. Hann hafi þar svikið þann samning sem hann hafði áður gert. Upphaf hans ógæfu var er hann hafði tveim sinnum vegið í sama knérunn. Það er, hann hafði vegið tvo menn sömu ættar. En svo alvar- legt var lögbrot Gunnars að hann er lýstur sekur skógarmaður; óal- Margrét Þorvaldsdóttir „Hvalveiðimálið varð ekki vandamál fyrr en sjávarútvegsráðherra ákvað að hafa að engn samþykkt þingmanna okkar á sjálfu löggjaf- arþingi Islendinga, Alþingi, um stöðvun hvalveiða Islendinga í nokkur ár.“ andi, ófeijandi og óráðandi öllum bjargráðum. Njáll vinur hans á Bergþórshvoli fékk dómnum breytt í sátt eða samning og áttu þeir Kolskeggur og Gunnar að dvelja utan í 3 vetur. Njáll segir að hann muni virðing- ar hafa af utanförinni, „en ef þú ferð eigi utan og rýfur sætt þína þá munt þú veginn verða hér á landi og er það illt að vita þeim er vinir þínír eru.“ Gunnar kvaðst ekki ætla að ijúfa sættina. Mjög hafa verið á lofti höfð orð Gunnars af Markarfljótseyrum. „Fögur er hlíðin .. .“ Þau hafa ver- ið túlkuð sem fómfús ættjarðarást. Færri orð hafa fallið um svör Kolskeggs þegar Gunnar reynir að fá hann til að hætta við förina. Hann svaraði: „Hvorki skal ég á þessu níðast eða öðru því sem mér hefur verið til trúað . . .“ Sagan segir að Kolskeggi hafí famast vel. Aftur á móti leiddu svik Gunnars við samninginn ekki aðeins ógæfu yfir hann sjálfan, heldur einnig þá sem honum höfðu treyst, vini hans og íjölda annarra manna. Sagan lýsir því á áhrifamikinn hátt hvem- ig þessi atvik urðu til þess að leiða eina ógæfu af annarri yfir söguper- sónurnar og marka grimm örlög þeirra. Njála höfðar ekki síður til lesenda nú í dag en til lesenda fyrri alda, svo sígild er hún. Þrátt fyrir að sögusvið sé annað og vopn önnur eru skapgerðareiginleikar söguper- sónanna, rás viðburða og samhengi örlagaþráða merkilega lík því sem ber fyrir í nútíma þjóðfélagi. Vera má að tilgangur hins glögga mannþekkjara, höfundar Njálu, hafi verið að draga fram svo sterka lýs- ingu af brotum á siðareglum þjóðfélags, að lesendur sögunnar gætu dregið af henni lærdóm. Við gætum dregið þann lærdóm af sögunni, að hugsa fyrst hvaða áhrif örlagamiklar ákvarðanir í mikilvægum málum gætu haft á líf annarra, áður en fullnægt er per- sónulegum metnaði. I ákvarðanatöku um framtíð hvalveiða má gjarnan hafa það at- riði hugfast, því ljóst er að veiðarnar munu hvorki verða okkur til auðs né virðingar. Það sem tekist hefur með með- ferð þeirra mála er að rýra traust okkar út á við. Á sama tíma hefur verið ýtt til hliðar öðmm knýjandi vandamálum, sem snerta fiskiðnað- inn í landinu. Á síðustu áratugum hefur verið gengið gengdarlaust á margar nátt- úruauðlindir. Af þeirri þróun hafa menn verulegar áhyggjur. Það sem ýtir undir áhyggjumar er að spár séi-fræðinga hafa oft reynst rangar. Eftir kjarnorkuslysið í Rússlandi hefur mönnum orðið enn betur ljóst en áður að við jarðarbúar búum allir við sömu lífkeðjuna og fyrir henni erum við samábyrg — því ber okkur að umgangast lífríki náttúr- unnar með varúð. Hvarf síldarinnar við ísland er okkar áminning. Við eigum því að láta af hvalveið- uni í bili og verða sjálfum okkur samkvæm í ákvarðanatöku. Höf undtir ritar fastan dálk í blaðið. Staksteinar í g’lerhúsi eftir Finn Ingólfsson í Staksteinum Morgunblaðsins, miðvikudaginn 13. ágúst sl., er eins og svo oft áður kastað staksteinum úr glerhúsi og sem fyrr er gijótkast- arinn ekki nefndur. Svo sem marka má af lestri greinarinnar hefur það farið fyrir bijóstið á Morgunblað- inu, að ungir framsóknarmenn skuli ætla að móta stefnu Framsóknar- flokksins í umhverfísmálum. Framsóknarflokkurinn verður þannig fyrstur íslenskra stjóm- málaflokka til að móta heilsteypta stefnu í þeim málaflokki. Málaf lokkur sem huga þarf að Við íslendingar erum að mestu lausir við dæmigerð mengunar- vandamál þéttbýlla iðnríkja. Það er ekki sjálfgefið að svo muni verða um alla framtíð. Aðeins með ár- vekni og ákveðinni stefnu í stjóm umhverfísmála getum við bægt þeim hættum frá, sem mengun getur haft á lífíð í þessu landi. Umhverfísmálin fléttast mjög sam- an við efnahagslegar undirstöður þjóðarbúsins, sérstaklega í land- búnaði, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Af hverju Petra Kelly? Framsóknarflokkurinn er fijáls- lyndur flokkur og innan flokksins er víðsýnt fólk, tilbúið til að hlusta á og kynnast sjónarmiðum annarra, þó svo að fyrirfram sé vitað að þau muni ekki í öllum tilfellum falla að skoðunum allra flokksmanna. Ástæðan fyrir því að Petm Kelly er boðið til íslands á þing SUF er ekki sú, að skoðanir framsóknar- manna og hennar falli saman, heldur hitt að það er öllum til góðs að kynnst öðrum sjónarmiðum en sínum eigin. Ungir framsóknar- menn hafa fengið fyrirlesara úr öðrum flokkum, t.d. Sjálfstæðis- flokknum, á ráðstefnur sína og hafa sumir talað þar af nokkurri skynsemi. Petru Kelly er boðið á þing SUF til að ræða um umhverfis- mál, en ekki varnar- og öryggismál. Stefna Sambands ungra framsókn- armanna í vamar- og öryggismál- um var mörkuð á síðasta þingi SUF í Vestmannaeyjum, en ungir fram- sóknarmenn munu hins vegar hlusta á Petru Kelly, ef hún hefur áhuga á að kynna sínar skoðanir á varnar- og öryggismálum. Það er alveg ástæðulaus ótti hjá Morgun- blaðinu að halda að Petra Kelly breyti varnar- og öryggismála- stefnu Framsóknarflokksins. Framsóknarmenn móta sína stefnu sjálfir Hægt er að taka undir þau sjón- armið sem hvað eftir annað hefur verið hamrað á í Morgunblaðinu, að ekki beri að rugla saman vam- ar- og öi-yggismálum þjóðarinnar og viðskiptahagsmunum. Sama gildir um það, að ekki ber að rugla saman varnar- og öryggismálum og umhverfísmálum. Petru Kelly er ekki boðið á þing- ið til að móta stefnu Sambands ungra framsóknarmanna í um- hverfismálum, heldur til að kynna ný sjónarmið, sjónarmið sem fróð- legt er að kynnast, þó vitað sé að þau sjónarmið séu mjög mótuð af þeim heimi sem forystumenn og þingmenn Græningja í Vestur- Þýskalandi lifa í. Ungir framsókn- armenn munu síðan sjálfír ákveða, hvort þeir vilji gera þau sjónarmið að sínum. Framsóknarmenn hafa ekki og munu ekki kaupa sín stefnumál erlendis frá líkt og Sjálf- stæðisflokkurinn gerir. Verndað hugmynda- fræðilegt umhverfi Þau sjónaiTnið sem fram komu í þessari Staksteinagrein Morgun- blaðsins, að halda beri flokksmönn- um í vernduðu, hugmyndfræðilegu umhverfí, hljóta að vera lesendum Morgunblaðsins og kjósendum Sjálfstæðisflokksins umhugsunar- efni. Slík sjónarmið hélt ég að fyrirfyndust aðeins á einum stað í veröldinni, austur í Sovétríkjunum. Fróðlegt er að heyra að slík sjónar- mið skulu nú vera orðin allsráðandi í Sjálfstæðisflokknum. Einokun íslenskrar tungu í þessari sömu Staksteinagrein í Morgunblaðinu eru kjörorð þings Sambands ungra framsóknar- manna líka gert að umtalsefni. Kjörorð þingsins verður „Fram- sóknarflokkurinn — afl nýrra tírna". í Morgunblaðinu er það fullyrt að 27. þing Sambands ungra sjálf- stæðismanna, sem haldið var í Reykjavík í september 1983, hafí borið yfirskriftina „Afl nýrra tíma“. Það kann vel að vera rétt og ekk- ert er við því að segja, en lítið hefur farið fyrir því afli. En er það nú ekki fulllangt gengið, þegar „boð- beri frelsisins" vill einoka íslenska tungu? Þing Sambands ungra framsókn- armanna, sem haldið var í Vest- mannaeyjum haustið 1984, bar yfírskriftina „Ný sókn með Fram- sókn“. Meginumfjöllunarefni þess þings voru atvinnumálin. í fram- haldi af því mótaði Framsóknar- flokkurinn í nóvember 1984 einhveija djörfustu og róttækustu stefnu í atvinnumálum sem mörkuð hefur verið hér á landi. Hún bar yfírskriftina „Nýsköpun atvinnulífs Finnur Ingólfsson „Ástæðan fyrir því að Petru Kelly er boðið til íslands á þing SUF er ekki sú, að skoðanir framsóknarmanha og hennar falli saman, heldur hitt að það er öllum til góðs að kynn- ast öðrum sjónarmiðum en sínum eigin.“ — sókn til bættra lífskjara". Það hefur aldrei hvarflað að Framsókn- armönnum, að þeir gætu einokað þessi kjörorð að hluta til eða í heild sinni. Á landsfundi í april 1985 gerði Sjálfstæðisflokkurinn síðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.