Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 45 Þessir hringdu . Sjónvarpið ætti að fjalla um efni g^reinarinnar Konur í saumaklúbb hringdu: „Við viljum þakka kærlega fyr- ir greinina „Druliupollar og alkalískemmdir" sem birtist í Vel- vakanda 8. ágúst sl. Þetta var ákaflega vel ritað og langar okkur til að sýna mannin- um sem það skrifaði þakklæti okkar. Okkur fyndist tilvalið að sjónvarpið fjallaði um efni grein- arinnar í umræðuþætti eða einhveiju því um líku. Greinarhöfundurinn ætti að taka oftar til máls því að ekki er vanþörf á slíkum skrifum eins og komið er. Svo viljum við gjaman þakka Morgunblaðinu fyrir greinar Billy Graham, „Svar mitt“, það mætti að ósekju birta meira af þeim í blaðinu.“ Hver fann gráa veiðistöng? Logi Þór Laxdal bankaði upp á hjá Velvakanda. Hann hafði týnt grárri veiði- stöng uppi við Elliðavatn í vor. Maður nokkur hafði fundið veiði- stöngina og hringt í Loga þegar hann var ekki heima og hafði maðurinn þá sagst ætla að hringja síðar. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Vill Logi því endilega hafa upp á manninum og biður hann um að hringja í síma 38107. Hver fékk lánað fjólublátt burðarrúm? Rósa Svavarsdóttir hringdi. Hún hafði lánað konu fjólublátt burð- arrúm en mundi ómögulega hverri. Rósa þarf endilega að fá burðarrúmið til baka og vill hún því benda konunni sem fékk rú- mið lánað á að hafa samband við sig að Hátúni 4 eða að hringja í síma 21054 Erlendur Einars- son reisti húsið Dótturdóttir Erlends Einars- sonar hringdi: „Mig langar til að leiðrétta misskilning sem virðist hafa gert vart við sig varðandi byggingu húss sem afi minn, Erlendur Ein- arsson, reisti að Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Sá misskilningur virðist vera kominn á kreik að Erlendur Bjömsson hafí reist húsið en það er rangt enda var Erlendur Björnsson einungis unglingur þegar húsið reis. Erlendur Einars- son var hins vegar fæddur 1829 og reisti húsið árið 1884. Þetta er fyrsta steinhúsið sem reis hérlendis að Bessastaðastofu undaskilinni og var reist með sama hætti og Alþingishúsið. Þótt húsið sé farið að láta á sjá vegna aldurs er það mjög rammgert að allri byggingu enda var vandað mjögtil smíðarinnar. Til dæmis hefur það staðist alla jarðskjálfta sem orðið hafa á þess- urn tíma án þess að haggast.“ Veski var stolið í Hólagarði Kolbrún hringdi: „Mánudaginn 11. ágúst skrapp ég í banka til að sækja barnameð- lag. Þaðan fór ég upp í verslunina Hólagarð að versla. Ég var þar einungis í smástund og hafði bílinn í {jangi fyrir utan. I veskinu var ég með 15.000 kr. en þurfti ekki að nota þær þar sem ég er í reikningi hjá Hólagarði. Tveimur eða þremur mínútum síðar uppgötvaði ég að ég hafði gleymt veskinu inni í Hólagarði og flýtti ég mér þangað til að ná í það. Þegar ég kom á staðinn var veskið horfíð og enginn kann- aðist við að hafa séð það. Ég lét ná í lögregluna en þeir gátu ekkert gert í málinu. Vil ég því biðja þann sem gerði þetta að hugsa sig um. Fyrir utan það hve það kom sér illa að tapa peningunum, við áttum að greiða af íbúð þennan sama dag, voru í veskinu ýmis skilríki sem mér kemur afar illa að missa. Ef þjófurinn sér að sér getur hann hringt í síma 75172 og iátið mig vita hvernig ég get nálgast veskið." Ytrasta hrein- lætis gætt á Þingvöllum Aðstoðarmaður þjóðgarðsvarð- ar á Þingvöilum hringdi: „Mig langar til að svara konu sem skrifar í Velvakanda þriðju- daginn 13. ágúst og kvartar meðal annars undan því að kamramir á Þingvöllum hafí verið óþrifalegir þegar hún sótti Þingvelli heim um verslunarmannahelgina. Ég sá sjálfur um að hreinsa kamrana fostudaginn fyrir versl- unarmannahelgina og treysti mér til að halda því fram að þeir geti alls ekki hafa verið eins og hún lýsir þeim. Ýtrasta hreinlætis er gætt á þessum stað og langar mig til að lýsa því hvemig þeir eru hreinsaðir. 1. Hreinsað umhverfís salemið. 2. Pappír og annað msl á gólfí hreinsað burt. 3. Heitu vatni sprautað með hand- dælu á setu, veggi og gólf. 4. Ajax hreinsivökva hellt yfír setu, gólf og veggi og síðan skrúb- bað. 5. Seta, gólf og veggir spúluð með heitu vatni undir þrýstingi. 6. Klór hellt yfír setu og gólf og síðan spúlað. Þetta var sem sé gert föstudag- inn fyrir verslunarmannhelgina og auk þess var rusl sem til féll hreinsað eftir því sem hægt var um helgina sjálfa. Þetta er gert að staðaldri á Þingvöllum og meira er held ég varla hægt að kreíjast. Að minnsta kosti eru kamramir á Þingvöllum alls ekki óþrifalegri en gengur og gerist þótt kamrar séu auðvitað aldrei aðlaðandi." Fyrir- spurn til borgar- yfir- valda Hvaða jarðrask á sér stað við stokkana gömlu í Öskjuhlíðinni, rétt fyrir ofan listaverkið Vatnsberann? Það er verið að rífa gömlu stokkana, en von- andi verða þeir byggðir aftur, því margir nota þá sem göngu- leið. En svo er búið að merkja fyrir einhveiju öðru, sem mér leikur forvitni á að vita hvað er. Er þetta holt friðað? Við íbúar Hlíðahverfis vonum svo sannarlega að svo sé. Ég fór um holtið bæði á sunnu- dag og mánudag og í bæði skiptin sat lóa á sama steininum og virt- ist jafn óhamingjusöm og ég að sjá vinnuvélar vera að störfum, já, kannski þar sem hún átti hreiður í vor. Ein sem gengur oft um Öskjuhiíðina Mikið atriði að fylla full- virðisréttinn — segir Guðlaug’ur bóndi í Lækjarbotnum Selfossi. „Það er mjög mikið atriði að ná að fylla fullvirðisréttinn,“ sagði Guðlaugur Kristmundsson bóndi á Lækjarbotnum i Landsveit og kvaðst þess vegna vera tilbúinn að kaupa mjólk af öðrum til að ná þessu, en líkur væru þó á að hann næði að fylla kvótann. Guðlaugur kvaðst hafa skorið niður gripi og minnkað fóðurbætis- gjöf strax og ljóst var hver kvótinn væri. Hann sagði þetta hafa farið illa með kýmar sem vonlegt væri og erfitt að ná þeim upp aftur. Guðlaugur fékk úthlutað 82 þúsund lítrum, þar af eru 8 þúsund lítrar viðbótarúthlutun. Hann kvaðst hafa farið að reyna að ná kúnum upp aftur í nyt þegar viðbótin kom og líklega næðist að framleiða upp í fullvirðisréttinn. Útlitið hefði hins vegar verið þannig að hann hefði alveg eins búist við að um 3000 lítrar gengju af. „Það þarf ekki annað en að kým- ar veikist og þá getur illa farið og Guðlaugur Kristmundsson, bóndi á Lækjarbotnum. maður nær ekki upp í fullvirðisrétt- inn. En til að standa vel að vígi fyrir næsta verðlagsár og kvótaút- hlutun þarf maður að fylla kvótann, annars á maður á hættu að verða skorinn enn meira niður,“ sagði Guðlaugur í Lækjarbotnum. Sig Jóns. HÁSKÓLABÍÓ AUGLYSIR i ■ NY MYNDB0ND MEÐ ÍSLENSKUM TEXTA Byltingin Ný stórmynd frá leikstjóra Chariots of fire og Grey- stoke, Hugh Hudson, með úrvalsúrvalsleikurunum Al Pacino, Donald Suther- land og Nastassia Kinski. Space Nýr myndaflokkur byggð- ur á metsölubók James . Mitchener, með fjölda úr- valsleikara. Einn vinsæl- asti sjónvarpsþáttur heims um þessar mundir. Sjálfboða- liðar Stjörnurnar úr Splash, þeir John Candy og Tom Hanks fara á kostum í þessari bráðskemmtilegu grínmynd. i a. Fást á öllum betri myndbandaleigum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.