Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Á útimarkaði á Neskaupstað: Karlarnir f eimnir við að láta lesa í lófa — segir Andri Lindberg málari með meiru Utimarkaðir hafa verið haldnir víða um land nú í sumar og hefur fólk verið duglegt við að sækja þá enda oft hægt að gera þargóð kaup. Blaðamaður Morgun- blaðsins átti á dögunum leið um Neskaupstað og þar var útimarkað- ur í fullum gangi. Þar mátti meðal annars sjá hvítklædda menn gefa fólki að smakka á jógúrt, bækur voru til sölu svo og föt og margt, margt fleira. Andri Lindberg nefnist ungur maður á Neskaupstað, sem var á útimarkaðinum, og bauðst hann til þess að lesa í lófa fólks og skyggn- ast þannig inn í framtíðina. Ándri málar líka talsvert og sagði hann að sér gengi vel að selja málverkin sín enda mörg hver mjög falleg. „Þetta er annar útimarkaðurinn sem er haldinn hér í sumar og hef- ur þetta bara verið þrælgaman. Morgunblaðið/SUS Markaðstorgið á Neskaupstað. Þar má fá flest milli himins og jarð- ar og nýttu heimamenn, sem og aðrir af nágrannafjörðunum, sér það vel. — Hann fer bráðum að verða jafnþungur og Linda. Mikið af fólki og gott veður og ég held það sé verið að spá í að hafa einn til viðbótar í sumar en í fyrra var aðeins einu sinni markaður hér,“ sagði Andri aðspurður. „Já, já, það hefur verið nóg að gera við að lesa í lófa,“ svaraði hann spurningunni hvort nóg væri að gera hjá honum. „Það eru um 30 manns sem hafa komið í dag, en aðeins einn þeirra var karlmað- ur, hitt allt konur. Karlmenn virðast vera eitthvað feimnir í þessu sam- bandi. Mér hefur einnig gengið vel að selja málverkin mín hér og er því hæstánægður með þetta allt saman.“ Andri kvaðst hafa verið við námí '/2 ár í myndlistarskólanum á Akur- eyri og annað eins í Reykjavlk. „Lófalestur hef ég að mestu leyti lært af sjálfum mér. Ég hef dundað við þetta frá því ég var 14 ára og Margrét Ásgeirsdóttir úr Reykjavík, galdrakerling með meiru, kenndi mér dálítið," sagði hann og var rokinn til að taka sam- an pjönkur sínar enda dagurinn á enda. Grape-aldin (Citrus paradisi) Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Við eium svo lánsöm hér á landi að geta keypt gra|>e-aldin og aðra suðræna ávexti allt árið. Mörgum þykir grape-aldin afbragðs góð, telja jafnvel til lystisemda lífsins. Það tekur dálítinn tíma að venjast bragðinu, það þykir rammt við fyrstu kynni, en bæta má úr því með að setja örlítinn sykur á til að byrja með. Grape-aldin er hollur matur, bætiefnaríkur og hitaeininga- snauður, í hálfu gi'ape-aldini eru aðeins 45 hitaeiningar og meira en helmingur þess C-vítamíns- magns sem við þörfnumst dag- lega. Þau afbrigði af grape-aldin sem eru bleik og rauðleit hafa auk þess talsvert A-vítamín. Sérfræð- ingar ráðleggja fólki að velja grape-aldin sem þungt er eftir stærð því þá sé það safamikið. Grape-aldin geymist ágætlega í kæliskáp í 2-3 vikur. Hálft grape-aldin, sem búið er að losa um rifin á, er ágætis for- eða eftirréttur. Gi'ape-aldin rif eru ljómandi góð með kotasælu, í grænmetissalat, og hægt að brytja þau og setja saman við túnfisk- eða kalt kjúklingasalat. Rifin er hægt að leggja í olíu- edikslög í dálítinn tíma og bera síðan fram með físk, eða kjötrétti. Ef nota á börkinn til að bera fram í þarf að fjarlægja himnuna innan úr og best að gera það með eldhússkærunum. Citrus-salat 2 grape-aldin 2 appelsínur 2 mandarínur 1-2 matsk. sykur Börkurinn tekinn af ávöxtun- um, himnan fjarlægð, grape-aldin skorið og aldinkjötið tekið í sund- ur í bita. Appelsínur og mandarín- ur skornar í sneiðar. Ávextimir lagðir í lög í skál, sykrinum stráð á hvert lag. Salatið kælt fyrir notkun og borið fram sem eftir- réttur. Grape-aldinsalat með eplum og hnetum Grapc-aldin sellerístilkar epli majones ijómi hnetur Grapealdin skorið í tvennt og aldinkjötið losað varlega úr og himnan fjarlægð og skorið í bita. Safinn látinn dijúpa vel af og ald- inkjöti blandað saman við jafnt magn af brytjuðum eplum og sel- leríi. Majones hrært með ijóma og allt sett út í, salatið sett í hálf- an börkinn og skreytt með söxuðum hnetum. Grape-aldin með rækjum 2 grape-aldin rækjur grænar baunir salatblöð ca 75 gr. soðin hrísgijón salt 1 tsk. sítrónusafi '/2 tsk. franskt sinnep ca 1 dl. þeyttur ijómi ca 250 gr. majones Majonesið hrært með ijóma, braðbætt með sinnepi, salti, sítrónusafa og örlitlum sykri ef vill. Aldinið skorið í tvennt, kjötið tekið úr, himnan íjarlægð og látið síga vel af áður en þetta er skorið í bita. Rækjur, baunir og aldinkjöt (í bitum) sett út í majonesið. Sal- atið'er borið fram í berkinum eða í skál, skreytt með rækjum, karsa eða öðru grænu, salatblað haft undir ef vill. Grape-aldin eins og það kemur fyrir, í salat eða pressað í safa. Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.