Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 21 Filippseyjar: Herþota hrapar Angeles City, Filippseyjum, AP. HERÞOTA hrapaði til jarðar í íbúðarhverfi nálægt banda- riskri herstöð á Filippseyjum, um 80 km fyrir norðan höfuð- borgina Manilla, í gær. Flug- maðurinn og a.m.k. tveir aðrir létu lífið. Þotan sem var í æfingarflugi kom frá flugvelli er her Filipps- eyja notar skammt frá Angeles City. Sjónarvottar segja að vélin hafi staðið í ljósum logum er hún hrapaði á íbúðarhús. Tveir íbúar hússins létust og leitað er í rústun- um að fólki sem saknað er. Eldur kviknaði í fleiri húsum, rúður brotnuðu og nokkrir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. AP/Símamynd Hermenn og almennir borgarar leita í rústum hússins er her- þotan hrapaði á. 40 ár liðin frá því Indland öðlaðist sjálfstæði: „Berjumst gegn trúarofstæki“ - sagði RajivGandhiforsætisráðherra Nýja-Delhi, AP. INDVERSKAR öryggissveitir hafa að undanförnu handtekið eða fellt marga öfgasinnaða sikka, er farið hafa huidu höfði og ríkis- stjóm Indlands er bjartsýn á að innan nokkurra mánaða verði hægt að binda enda á hryðjuverk þau er geisað hafa í landinu. Þetta kom fram í ræðu er forsæt- isráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, hélt á þjóðhátíðardegi Indveija í gær. Hann varaði við trúarofstæki og líkti því við snák er þjóðin þyrfti að vinna á. Ekki væri hægt að þola að saklaust fólk væri drepið í nafni einhverrar trúar. Hann hvatti lands- menn til fylgja kenningum Mohand- as Gandhi, frelsishetju Indveija, er boðaði baráttu án ofbeldis. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar við Rauða virkið { Gömlu- Delhí, þar sem Gandhi, klæddur skotheldu vesti á bak við skothelt gler, hélt ræðuna, er sjónvarpað var beint um allt Indland. Leitað var að sprengjum fyrir hátíðahöldin, leitað var á fólkinu er það kom inn á svæðið, þúsundir vopnaðra her- og lögreglumanna, voru á verði og herþyrlur sveimuðu yfir svæðinu. Hryðjuverkamenn sikka særðu í gær einn af leiðtogum hófsamra sikka, Ajit Singh, við hina heilögu borg, Amritsar. Fyrirrennari hans sem leiðtogi Taruna Dal-hópsins, var drepinn í fyrra af öfgasinnuðum sikkum. Lögreglan í borginni Chandigarh handtók rúmlega 100 sikka er þeir reyndu að efna til mótmæla. Höfðu þeir hvatt trúbræður sína til þess að nýta þjóðhátíðardaginn sem alls- heijar mótmæladag geng stefnu stjómvalda varðandi sikka, sem þeir telja þeim mjög í óhag. Rúmlega 100 sikkar voru hand- teknir í Punjab á fimmtudag og tveir leiðtogar þeirra um síðustu helgi í Nýju-Delhí í tilraun stjóm- valda til að koma í veg fyrir átök á þjóðhátíðardaginn. Taugar Karpovs brustu Skák Margeir Pétursson London KASPAROV vann 8. einvígjs- skákina gegn Karpov á tíma í London í gærkvöldi og tók þar með forystuna í einvíginu, 4'/2-3>/2. Karpov féll á tíma eftir aðeins 30 leiki, en staða hans var þá gjörtöpuð. Skákin í gærkvöldi var æsi- spennandi en byijunin olli von- brigðum og strax eftir 10 Ieiki var farið að spá litlausu jafntefli. En eins og í undanförnum skákum virtust báðir staðráðnir í að tefla til vinnings. í miðtaflinu kom í ljós að Karpov væri ekki í sem bestu formi, hann gerði sig sekan um ónákvæma leiki og Kasparov náði öflugri sókn. En þegar hann átti að upp- skera laun erfiðis síns kom hann öllum áhorfendum gífurlega á óvart. I stað þess að taka skipta- mun hélt hann áfram að tefla upp á mát. Þar með rétti Karpov úr kútnum. Sovéski stórmeistarinn Dorfmann átti enga skýringu á þessari ákvörðun Kasparovs. í framhaldinu hafði Kai-jiov [>eð yfir og nokkuð trausta stöðu. En þá tók tímahrakið við, Karpov eyddi allt of miklum tíma og átti aðeins 4 mín. eftir á 12 leiki. Taflmennska hans síðustu leikina einkenndist síðan af al- gjöi-u fáti. Hann eyddi öllum tíma sínum og var jafnframt kominn með tapaða stöðu á borðinu. Eftir að vísirinn var fallinn stöðvaði yfirdómárinn, Lothar Sehmidt, skákina og Karjiov tók í hönd Anatoly Karpov Kasparovs og rauk síðan á dyr. Áhorfendur fögnuðu ákaft, ekki þó vegna glæsilegrar taflmennsku heldur fyrir að hafa séð æsispenn- andi viðureign. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð. 1. d4 - d5, 2. c4 - e6, 3. Rc3 - Be7, 4. cxd5 — exd5, 5. Bf4 — Rf6. í sjöundu skákinni lék Kasp- arov 5. — e6 í þessari stöðu, sem var svarað með 6. Dc2 — g6, 7. e3 — Bf5, 8. Dd2!? og skákin varð mjög tvísýn. 6. e3 - 0-0, 7. Bd3. Jan Timman spáði 7. Dc2 í skákskýringunum, sem hann telur vera nákvæmari leik. Hann vann Karpov sjálfur með því afbrigði í Bugojno 1978. Það gætti nokkurs stolts hjá Timman þegar hann Gary Kasparov upplýsti troðfullan skákskýring- arsalinn um þessa skák og bætti við: „Sennilega hefur Karpov lært eitthvað af þeirri skák.“ 7. - c5, 8. Rf3 - Rc6, 9. 0-0 - Bg4. Nú þegar var farið að spá stuttu jafntefli, því í byijanafræðinni er svartur ekki talinn í neinum vand- ræðum með að ná miklum uppskiptum og jafna taflið. 10. dxc5 — Bxc5,11. h3 — Bxf3. Karpov flýtir sér að létta á stöð- unni, en það kom ekki síður til greina að halda spennunni og leika 11. — Bh5. 12. Dxf3 - d4,13. Re4 - Be7. Það virðist. hafa áhættu í för með sér að leika 13. — Rxe4, en það var þó líklega betra, því eftir 14. Bxe4 — dxe3, 15. Dh5 — exf2+, 16. Khl - f5, 17. Bxf5 - g6, 18. Bxg6 — hxg6, 19. Dxg6+ — Kh8, á hvítur aðeins jafntefli. 14. Hadl - Da5. Líklega önnur ónákvæmni. Eft- ir 14. - Db6, 15. Bd6 - Rd5!, virðist svarta staðan í lagi. 15. Rg3 — dxe3, 16. fxe3. Kasparov lætur alla varúð lönd og leið en leggur allt í sóknina. Dxa2, 17. Rf5 - De6, 18. Bh6! - Re8, 19. Dh5!. Kasparov teflir sóknina af gífurlegum krafti, nú hótar hann 20. Bxg7 — Rxg7, 21. Rxg7 — Kxg7, 22. Dxh7 mát. Karpov verður því að láta af hendi skipta- mun til að draga tennurnar úr hvítu sókninni. g6, 20. Dg4 - Re5, 21. Dg3. Sovéski stórmeistarinn Suetin taldi betra að leika 21. Rxc7h-- Dxe7, 22. Bxf8 - Kxf8, 23. Df4, en það er ekki stíll Kasparovs að skipta upp á mönnum að óþörfu. Bf6, 22. 22. Bb5? Kasparov virðist hafa ætlað að máta Karpov hvað sem það kost- aði. Allir bjuggust við 22. Bxf8 og hvítur hefur skiptamun yfir og miklu betri stöðu. 22. — Rg7!, 23. Bxg7 — Bxg7, 24. Hd6 - Db3, 25. Rxg7 - Dxb5, 26. Rf5 - Had8 Karjiov eyddi fjórum mikilvæg- um mínútum í þennan leik og átti nú aðeins 4 mínútur eftir á 14 leiki. 27. Hf6! - Hd2? Það fóru 2 mín. í þennan glæfralega leik sem býður hætt- unni heim. Svartur hefði átt að leika varlcgum leik á borð við 27. — Hd7! og hvítur hefur tæplega nægar bætur fyrir peðið. 28. Dg5! - Dxb2 Hér var öllum orðið Ijóst að Karpov væri búinn að vera. Hann var’ óöruggur og leit i sífellu á klukkuna. Þó honum myndi tak- ast að veijast gildrum Kasparovs, myndi hann ekki ná tímamörkun- um. 29. Khl - Kh8?, 30. Rd4! - Hxd4, 31. Dxe5! og í þessari stöðu féll Karpov á tíma. Staða hans er einnig töpuð á borðinu. 31. — Hd2 yrði svarað með 32. De7 og svartur er varnarlaus. Td. 32. - Hdd8, 33. Hxf7 - Hxf7, 34. Hxf7 - Kg8, 35. Hxh7 - Hf8, 36. Hh6 - Dg7, 37. De6+ - Df7, 38. Hxg6+ - Kh7, 39. Hh6n— Kg7, 40. Dd6! og vinnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.