Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 35 Hún Reykjavík Morgunblaðið hefur verið beðið að birta meðfylgjandi texta, sem er eftir Bjarna Hafþór Helgason, en textinn og lagið við hann hlaut 1. verðlaun í verðlaunasamkeppni Reykjavíkurborgar um dægurlag í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Hún Reykjavík Skimar lítil hnáta með blaðatiisku á öxl í viðskiptaleit, snemma dags, í miðju Austurstræti; hleypur uppi kúnna sem hinkra varla við, þeir safna sem hún upp í draum, en hún er frá á fæti. Öriagadísir, dulheimum í, örmum vefja skapaský; mörg eru sporin strætunum á sem aldrei kann að greinast frá. Rétt við pylsuvagninn, á bekknum saman tvö, ástfangin horfast þau á í öðrum hugarheimi. Ástmögurinn Tómas, hann kankvís kíkir á; það er sem af Ijóðunum þeim hér ennþá eitthvað eimi. Örlagadísir... Þetta er hún Reykjavík í sól við sundin bláu. í kvos við litla tjörn elur hún sín börn. Þetta er hún Reykjavík í sól við sundin bláu; yndisfagra borg, með stræti sín og torg. Heilsar inn um glugga á Hressó, augnablik, hraðskreiður herra með hatt og fjarri glys og glaumi. Framhjá líður mannfólk í austur-vesturátt; og örlítið bros, við og við, í lífsins ólgustraumi. Örlagadísir. . . Þetta er hún Reykjavík . .. Myndlistarsýning í tilefni af norrænu vinabæjamóti var opn- uð í Listveri, Austurströnd 6, Seltjarnarnesi í gær. Leiðrétting: Friðarár - friðun hvala í grein Rósu B. Blöndals í Morgunblaðinu í gær, sem fjall- ar um friðun hvala, féll niður eitt orð, ekki, í niðurlagi. Orð- rétt átti niðurlagið að hljóða svo: „En ef hin stóra þjóð lætur þessa vora fámenna þjóð ekki ráða því að fá að eyðileggja al- friðun hvalastofna vegua þess að þvingunaraðgerðir við smá- þjóð eru ekki á stefnuskrá Bandaríkjanna. Þá svarar smáþjóðin. Jæja, allt í lagi, fyrst þið ætlið ekki að beita efnahags- þvingunum, þá virðum við ekki ykkar tilmæli. Þetta þýðir blátt áfram að Islendingar styðja of- beldi í heiminum. Þeir hlusta ekki á hvalfriðunarmál þeirrar þjóðar, sem ekki neytir aflsmun- ar. Skyldi ekki fjölmennasta sendiráð á Islandi hlægja?" Selfoss: Nýr vatnstankur tekinn í notkun Selfossi: Nýr 1200 rúmmetra vatnstankur hefur verið tekinn í notkun hjá vatnsveitunni á Selfossi. Tankur- inn er að mestu fullfrágenginn nema hvað eftir er að setja við hann dælur sem nauðsynlegar eru til að auka vatnsþrýsting í bænum sem hefur verið allt of lágur. „Tankurinn safnar vatni sem annars rann út í skurði, hjá vatns- lindum bæjarins undir Ingólfsfjalli," sagði Páll Kristinsson vatnsveitu- stjóri. Knýjandi þörf var orðin á því að tankur sem þessi væri byggður til að miðla vatni, því á álagstoppum höfðu lindimar ekki við auk þess sem þrýstingur fór niður úr öllu. Miðlunin úr tanknum bætir mjög nýtinguna á vatninu. Gert er ráð fyrir því að setja dælur við tankinn til þess að ná upp þeim þiýstingi á vatnskerfið sem nauðsynlegur er. Nú er þrýstingur- inn 2,5 kg en nauðsynlegt er talið að hann verði 4 kg. Þar ráða örygg- issjónarmið s.s. vegna slökkvistarfs en þrýstingur í bmnahönum hefur alls ekki verið nægilegur. Einnig mun aukinn þtýstingur bæta al- menna notkun á vatninu og gera það að verkum að blöndunartæki og vatnsknúin tæki á sjúkrahúsinu munu virka rétt. Aðalverktaki við vatnstankinn er Selós sf, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða annaðist jarðvinnu og Pípur sf. á Kjalarnesi pípukerfi í dælustöð og geymi og lagnir að og frá tanknum. Sig Jóns Morjrunblaðið/Sijr. Jóns. Páll Kristinsson vatnsveitustjóri hleypir vatni úr nýja tankinum á bæjarkerfið á Selfossi. Morgunblaðið/Bjami Unnið að uppsetningu myndlistarsýningarinnar á Austurströnd 6, Seltjarnarnesi. Listver, Seltjarnarnesi: Sýning á verkum tíu Seltirninga Það er myndlistarklúbbur Sel- tjarnamess sem stendur fyrir sýningunni og em á henni verk eftir tíu Seltirninga. Sýningin er opin frá kl. 16.00— 20.00 virka daga og 14.00—22.00 um helgar. VERKSMHMU OPIÐ að norðan DAG ||, p ODÝR FATNA-ÐUR Á ALGJÖRU LÁGMARKSVER-ÐI húsið AUÐBREKKU - KOPAVOGI Opið: 10-19virkadaga/10-lóá laugardögum 1986 HAPPDRÆTTI 1. VINNINGUR: n HJARTAVERNDAR 2. VINNINGUR: 3. Greiðsla upp í íbúð .. .. kr. 350.000,- 4. Greiðsla upp í íbúð ... .. kr. 200.000,- Dregið -• 10. október 1986 ir W . ,'í ' - d 0 vL. AUDI, árgerð 1987 meö vökvastýri, lituö rúöugler. Verö kr. 850 þúsund. 5.-10. 6 ferðavinningar á kr. 100 þús.* hver ..... kr. 600.000,- 11.-15. 5 tölvur að eigin vali á kr. 75 þús. hver ... kr. 375.000,- 16.-20. 5 ferðavinningar á kr. 75 þús. hver ........ kr. 375.000,- Samtals 20 skattfrjálsir vinningar afl verðmæti 3 millj. 750 þús. krónur |^n 4 CLÍ\ Upplysingasími 83947 m Wava I ww j" Vinninga ber að vitja innan árs. |\Ki I wU)1 Úlgefnir miðar 150.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.