Morgunblaðið - 16.08.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.08.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAÚGARDAGUR 16. AGÚST 1986 47 • Sigurður Einarsson virðist vera að ná góðum tökum á nýja spjót- inu og er kominn í fremstu röð í íþrótt sinni. Örugguren of stór sigur - þegar KA vann ÍBÍ 3:0 KA vann ÍBÍ nokkuð örugglega, 3:0, í leik liðanna í 2. deild í knatt- spyrnu á Akureyri í gær. KA- menn styrktu með því stöðu sína í baráttunni fyrir sæti í fyrstu deild, en staða ísfirðinga er orðin nokkuð slæm. Þrátt fyrir að KA væri sterkari aðilinn áttu ísfirð- ingar nokkuð hættuleg tækifæri og var með ólíkindum að þeim tókst ekki að skora. Marktækifæri í fyrri hálfleik voru mörg á báða bóga, en aðeins eitt mark var skoraö í hálfleiknum. Bjarna Jónssyni var brugðið inni í teig ísfirðinga á 22. mínútu og Tryggvi skoraði örugglega úr vítinu, 18. mark sitt i deildinni í sumar. Annað mark KA kom á 53. mínútu eftir innvarp Árna Frey- steinssonar. Steingrímur Birgis- son skallaði laglega til Bjarna Jónssonar, sem skoraði fallegt mark, sendi boltann af öryggi yfir markmanninn og í netið. Nokkru síðar björguðu KA-menn á ótrúleg- an hátt eftir þunga sókn ísfirðinga og rétt á eftir skaut Árni framhjá marki ísfirðinga úr góðu færi. Upp úr miðjum síðari hálfleik skoraði Steingrímur þriðja mark KA. Tryggvi komst einn inn fyrir, en skot hans var varið en Steingrímur fylgdi vel á eftir og skoraði. Hjá KA bar mest á Bjarna, Stef- áni og Steingrími og Tryggvi er alltaf hættulegur. ísfirðingar voru jafnari, en Guðmundur Jóhannes- son og Örnólfur Oddsson unnu vel, en uppskáru ekki í samræmi við það. - HG Kaupmannahafnarleikarnir: Völsungur skaust í efsta sætið VÖLSUNGUR skaust í efsta sæti i 2. deild í gærkvöldi með því að vinna Þrótt 1:0 á Húsavík. Leikur- inn einkenndist af mikilli tauga- spennu. Þróttarar voru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni, en heimamenn fyrir sæti í 1. deild. Sigur Völsungs var i hæpnasta lagi og fögnuðu heimamenn ákaft í leikslok. Fyrstu 15 mínúturnar voru leik- menn Völsungs mun betri, og á 18. mínútu skoraöi Kristján Ol- geirsson eina mark ieiksins. Knötturinn barst til Kristjáns upp úr hornspyrnu og hann skaut í gegnum þvögu og skoraði. Eftir markið komust Þróttarar meira inn í leikinn sem að sama skapi jafnaöist. Bæði liðin fengu Sigurður annar í spjótkasti marktækifæri í fyrri mörkin létu á sér SIGURÐUR Einarsson hafnaði í 2. sæti í spjótkasti á Kaupmanna- hafnarleikunum í frjálsum íþrótt- um í fyrrakvöld. Einar Vilhjálms- son varð þriðji, en Wolfram Gambke, Vestur-Þýskalandi, sigr- aði. „Keppnin í spjótkastinu á Kaup- mannahafnarleikunum í frjálsum íþróttum var mjög skemmtileg. ís- lendingarnir vöktu mikla athygli og áttu hug og hjörtu áhorfenda og var keppnin sérstaklega góð aug- lýsing fyrir þá og keppni í spjót- kasti almennt," sagði Henrich Duholm, framkvæmdastjóri leik- anna, í samtali við blaöamann Morgunblaðsins í gær. Sigurður Einarsson kastaði lengst 78,90 metra, en Einar 74,60 metra. Gambke kastaði aðeins 32 sentimetrum lengra en Sigurður. „Ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef Sigurður og Einar komast ekki í úrslitakeppnina í spjótkasti á Evr- ópumeistaramótinu í Stuttgart í lok mánaðarins," sagði Duholm. „Margir telja að 83 metra kast nægi þar til gullverðlauna og er Gambke þar á meðal. Sigurður virðist hafa góð tök á nýja spjótinu og er í 80 metrunum. Ef honum tekst vel upp í Stuttgart verður hann í einu af efstu sætunum. Ein- ar hefur kraftinn, sem er nauðsyn- legur í spjótkasti, en köstin eru ekki eins örugg. Hann getur gert mikið betur og vonandi tekst hon- um betur upp á Evrópumeistara- mótinu." Sigurður náði sínum þriðja besta árangri með nýja spjótinu, hann hefur kastað lengst 79,74 m. Er í áttina Einar Vilhjálmsson hefur kastað 80,18 m með nýja spjótinu, en var nú töluvert frá sínu besta. „Miðað við aðstæður er ég bara ánægður með kastseríuna," sagði Einar. „Ég ákvað að taka þátt í mótinu með stuttum fyrirvara, flaug frá íslandi samdægurs, en engu að síður voru öll köstin á milli 72 og 75 metra. Sigurður stóð sig hins vegar mun betur og sýndi mikið öryggi. Hann átti þrjú köst yfir 75 metrum og virðist vera á góðri leið. Annars er munurinn á þeim, sem hafa kastað lengst, ekki mik- ill og þó 15 menn í Evrópu hafi kastað lengra en við, þá erum við með í baráttunni og vonandi smell- ur þetta allt saman í Stuttgart," sagði Einar. Sigurður og Einar keppa á mánudaginn á móti í Vernemo í Svíþjóð og Oddur Sigurðsson ætl- ar að reyna við 200 metra hlaup á sama móti, en sem kunnugt er hefur hann verið frá vegna meiðsla. 2. deild: Ovæntur skellur topp- liðsins á Siglufirði Meistaravonir nýliða Selfoss 2. deild hlutu slæman skell í gærkvöldi er liðið varð að lúta í lægra haldi fyrir KS er liðin mætt- ust á Siglufirði. Lokatölur urðu 2:1 eftir að heimamenn höfðu haft tveggja marka forskot í leik- hléi. Siglfirðingar voru mun ákveðn- ari aðilinn í fyrri hálfleik og á 28. mínútu náðu þeir forystunni. Óli Agnarsson skallaöi þá fyrirgjöf Jóns Kr. Gislasonar í netið. KS hélt uppteknum hætti og á 33. mínútu uppskar liðið annað mark. Hafþór Kolbeinsson fékk þá bolt- ann á vítateigslínu og skoraði með föstu skoti í stöngina og inn. Siglfirðingar voru skæðari aðil- inn á fyrstu mínútum síðari hálf- leiksins og skoruðu reyndar mark sem var dæmt af vegna rang- stöðu. Á 64. mínútu minnkaði Tómas Pálsson muninn fyrir Sel- foss. Hann fékk sendingu frá Jóni Gunnari Bergs og skoraði af ör- yggi af stuttu færi. Það sem eftir var leiksins sótti Selfoss stíft en án þess að skapa sér gott mark- tækifæri. Jón Gunnar komst næst því að skora er hann skaut fram- hjá á 74. mínútu úr þokkalegu færi. Hafþór Kolbeinsson, Óli Agn- arsson og Gústaf Björnsson börðust vel fyrir KS, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Hjá gestunum bar mest á þeim Jóni Gunnari og Tómasi. — RÞ Staðan í 2. deildinni er nú þessi: Völsungur ...... 14 9 3 3 33-12 29 KA ............. 14 8 4 2 34-13 28 Selfoss ........ 14 8 4 2 28-10 28 Víkingur ....... 13 7 3 3 36-14 24 Einherji ....... 12 6 2 4 14-17 20 KS ............. 14 5 3 6 23-21 18 ÍBÍ ............ 14 3 6 5 23-26 15 Njarðvík ....... 13 4 2 7 23-31 14 Þróttur ........ 13 3 2 8 21-24 11 Skallagrímur ... 13 0 0 13 4-71 0 nokkur góð hálfleik, en standa. Baráttan varö enn meiri í seinni hálfleik, leikmenn beggja liða kom- ust í dauðafæri, en dæmið gekk ekki upp. Finnur Pálmason kom inn á sem varamaður hjá Þrótti og hleypti miklu lífi í sókn gestanna síðustu 20 mínútur leiksins, en þrátt fyrir þunga sókn tókst þeim ekki að skora. Kristján Olgeirsson var besti maður Völsungs í leiknum, en Björn, bróðir hans, og Sigurgeir Stefánsson voru einnig góðir. Hjá Þrótti voru Sverrir Brynj- ólfsson, Atli Helgason og Finnur Pálmason bestir. íslandsmótid 1. deild KOPAVOGSVOLLUR Breiðablik — KR laugardag kl. 14.00. SPORTBÚÐ KÓPAVOGS Hamraborg 22 Sími641000 Búðin sem Blikar versla í Kópavogsbúar fjölmennið á völlinn og styðjið liðið ykkar. Breiðablik í umbro BYKO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.