Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 9 Reykjavík r Reykjavík ara 1786-1986 TIL HAMINGJU REYKJAVÍK í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur bjóðum við upp á 5 daga AFMÆLIS TILBOÐ Hamborgari, franskar og Coke Aðeins 169,00 kr. allan daginn. Fimmtudag, fóstudag, laugardag, sunnudag og mánudag. Vegna endurnýjunar eru þessar glæsilegu Mercedes Benz-bifreiðir til sölu 280 SE m. öllu, árg. 1984. 280 SE m. ýmsu t.d. sóllúgu, árg. 1982. 500 SE m. öllu, árg. 1981. 380 SE m. öllu, árg. 1981. 280 SE m. ýmsum aukahlutum, árg. 1981. ''WÉká tiíím?. Kartöflur og kratarós Staksteinar staldra við á tveimur stöðum í dag. Fyrri áfangastað- urinn er höfuðstöðvar Neytendasamtakanna, þar sem Jóhannes Gunnarsson, formaður þeirra, tjáir sig um hátt kartöfluverð. Sá síðari er forystugrein Tímans gær. Þar gerir málgagn Framsókn- arflokksins hosur sínar grænar fyrir Alþýðuflokknum — um leið og það reynir að „berja hann til ásta". „Sízt að kenna smásölum“ „Málgagn sósialisma, þjóðfrelsis og verkalýðs- hreyfingar" (að eigin sögn), Þjóðviljinn, geng- ur á fjörur formanns Neytendasamtakanna í gær og spyr um orsakir hærra verðs á kartöflum en á liðnu ári. Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, svarar orð- rétt á baksiðu Þjóðviljans í gæn „Það er mitt mat að skrifa megi hækkað kartöfluverð til neytenda fyrst og fremst á reikn- ing kartöfluframleið- enda, sem hafa nýtt sér þetta tækifæri. Jafn- framt má rekja ltækkim- ina til aukinnar heild- söluáiagningar, en sízt vil ég kenna smásöluaðil- um um. Það hefur borið á því að kartöflufram- leiðendur hafi kastað ábyrgðinni á þá, en sjálf- ir eiga þeir höfuðorsök- ina á þessari hækkun." Björn Bjömsson, hag- fræðingur ASÍ, hafði áður sagt i blaðaviðtali, efnislega, að kartöflu- skattur landbúnaðarráð- herra hefði ekki aðeins hækkað verð á innflutt- um kartöflum, heldur hefði verð innlendra kartaflna jafnframt ve- rið hækkað í skjóli skattsins. Kartöfluverðið hækkar síðan fram- færsluvísitölu, umfram rauð strik kjarasáttar, og kann þar af leiðandi að auka launaútgjöld at- vinnuveganna sem og stærsta launagreiðan- dans, ríkisins, sem sækir útgjöld sín í vasa skatt- greiðenda. „Samheijar af sömu rót“! Forystugreinar Tímans siðustu vikur hafa borið vitni sérstæð- um hugar- og skoðana- fimleikum. Æfingar blaðsins i gær varða Al- þýðuflokkinn, sem það klappar með annarri hendinni en lemur með hinni. Annarsvegar gerir höfundur forystugrein- arinnar hosur sínar grænar fyrir Alþýðu- flokknum og segir orðrétt: „Sannleikurinn er sá að það sem hefur veikt samstöðu félagshyggju- fólks á íslandi hvað mest er það hversu hinir gömlu samheijar, sem komnir eru af sömu rót, Framsóknarflokkurinn og Alþýuflokkurinn, hafa fjarlægst. Þessir flokkar áttu rætur í öfgalausu alþýðufólki til sjávar og sveita og sam- stjóm þessara flokka reisti grunninn að nýju þjóðfélagi velferðar og meiri jöfnuðar á þeim árum sem erfiðust vom í efnahag landsmanna á þessari öld.“ Framsóknarflokkur- inn hefur haft lag á þvi að sitja í ríkisstjóraum, kjörtímabil eftir kjör- túnabil, jafvel í kjölfar afdráttarlauss kosn- ingaósigurs (1978), og Ijóst er það enn hvað hann vill, þegar hami opnar hér enn einn enda sinn til Alþýðuflokksins, sem rétti eilitið úr kútn- um i siðustu sveitar- stjómarkosningum! En Adam var ekki lengi i Paradís. Alþýðu- flokkurinn fær ekki skjallið eitt saman i leið- aranum. Hann er ekki síður barinn. Orðrétt segir í forystugreininni um þinglóðs Alþýðu- flokksins. „Þinglóðsinn er heldur óþrifinn garðyrkjumað- ur og gengur skitkastið frá honum i ýmsar áttir, þó einkum til forystu bændastéttarinnar og samvinnuhreyfingarinn- ar . . . Það er eiginlega ómögulegt að etta ólar við þennan skitmokstur þinglóðsins, þvi að skrif hans em afleiðing af þeim skelfilegu leiðtoga- skiptum sem orðið hafa í Alþýðuflokknum. Það þætti áreiðanlega merki- legt á Norðurlöndum ef krataflokkar þar hefðu sérstaka menn í þvi að kasta skit í samvinnu- hreyfinguna . . . Formaður Alþýðu- flokksins vinnur nú að þvi með húskörlum sinum og garðyrkju- mönnum að skera á þessar rætur til fulls [við alþýðufólk til sjávar og sveita) og vill koma hinni afskomu rós sem fyrst fyrir í postulínsvasa íhaldsins. Afskomar rós- ir em fallegar fyrst í stað, en þær fölna fljótt.“ Samur við sig Framsóknarflokkur- inn á aðeins einn þing- mann á því svæði, Reykjavikur- og Reykja- neskjördæmum, þar sem rúmur helmingur þjóðar- innar býr. Hann hefur þvi naumast reynzt „afl nýrra tíma“ á þeim vett- vangi, sem er lánskjörorð á SUF-þingi. Viðbrögð hans em hinsvegar með „hefðbundum hætti“. Hann er opinn i alla enda. Gælur hans við Alþýðu- flokkinn vitna aðeins um opinn enda til þeirrar áttar, sem annarra. Köpuryrðin em hins- vegar kækur sem óþarfi er að taka of hátiðlega. Flughátíð á Sandskeiði í dag í dag verður Flughátíð á Sand- skeiði og verður fjölbreytt fjöl- skyldudagskrá frá kL 14-18.30. Það er Svifflugfélag Islands sem gengst fyrir flughátíðinni i til- efni af 50 ára afmæli félagsins um þessar mundir. Að sjálfsögðu er það háð veðri hvort hátíðin verði, en veðurútlit er gott. Flughátíðin átti að vera um síðustu helgi en henni var frestað vegna veðurs og þá var birt ná- kvæm dagskrá hér í Morgunblað- inu. Hún er óbreytt. Á Sandskeiði verða sýndar ýmsar listir á svifflugum og verða allar svifflugur Svifflugfélagsins til sýnis auk nokkurra í eigu félagsmanna. Meðal fluglista sem sýndar verða eru iistflug á sviffiugu, parflug, lágflug, hópflug á 4-5 svifflugum, sem er mjög sjaldgæft og tvítog. Þá munu listflugmenn á vélflugum koma í heimsókn og sýna. Innandyra á Sandskeiði verða sýningar og fyrirlestrar fluttir. Sýndar verða ljósmyndir úr sögu Svifflugfélagsins og eins verða stöðugar myndbandasýningar með myndum um svifflug og þrír reynd- ir svifflugmenn flytja fyrirlestra, bæði sögulega og um svifflugið sem íþrótt. Eftir að formlegri dagskrá lýkur gefst fólki kostur á að bregða sér í flugferð með svifflugu. BREYTIISIG TIL BATNAÐAR SÆKJUM — SENDUM Leyfðu okkur að hjálpa þér að halda bílnum þínum hreinum og fallegum. Við sápuþvoum hann að utan, hreinsum hann og ryksugum að innan og síðan berum við Poly-Lack á bíl- inn. Poly-Lack er acryl efni sem skírir litinn og gefur fallegan gljáa sem endist lengi, lengi. Mercedes Benz í Þýzkalandi notar Poly Lack á sína bíla áður en þeir eru afhentir. Hringdu og pantaðu tíma-. Við sækjum hann ef þú óskar. Opið virka daga frá 9-19. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-19. BÍLAÞVOTTASTÖÐIN Bíldshöfða 8 við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu Sími 681944

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.