Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 25 Málverkið „Ævintýri“ (1986) eftir Einar Hákonarson. Málverkið „Jónsmessunótt“ (Í986) eftir Gunnar Órn Gunn- arsson. Sumarsýning Málverkið „Nótt með páfagaukum“ (1984) eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Málverkið „Ráða sér“ (1986) eftir Kjartan Ólafsson. Myndlist Bragi Ásgeirsson Þegar þetta er ritað stendur hin árlega sumarsýning, sem Norræna húsið stendur fyrir, sem hæst. Að þessu sinni hafa orðið fyrir valinu fjórir listamenn er standa framarlega i mótun nýrra viðhorfa í íslenzkri myndlist, en það eru þeir Einar Hákonarson (f. 1945), Gunnar Örn Gunnarsson (f. 1946), Helgi Þorgils Fnðjónsson (f. 1953) og Kjartan Ólafsson (f. 1955). Að sjálfsögðu teljast þeir allir af yngri kynslóð íslenzkra mynd- listarmanna, en þó Iangt frá þeirri yngstu, og hér má koma fram, að á alþjóðlegum sýningum á list ungra listamanna eru aldurstak- mörkin yfirleitt 35 ár, en viðkom- andi má þó vera nýorðinn 36 ára. Að öðru leyti teljast myndlistar- menn vera af yngri kynslóð fram að fimmtugu, hvað þroskaferil snertir, og eru kynntir þannig í heimsborginni París og víðar. Þetta skilst þannig, að mynd- listarmenn eru yfírleitt í örum þorska fram að fimmtugu, og sumir mun lengur, þótt læknis- fræðilega séð séu menn komnir á fyrra stig miðs aldurs um fertugt. Þegar litið er á stefnumörk sýningarinnar og kynningu henn- ar út á við fínnst mér eðlilegt að taka hefði átt tvo sýnendur til viðbótar á milli tvítugs og þrítugs til að fengist hefði heillegri yfirsýn og trúverðugri þverskurður. En að öðru leyti eru allir fjórmenning- amir vel að sómanum komnir. Það virðist hafa verið mikið fyrir þessari sýningu haft og nokkru meira en fyrri Sumarsýn- ingum í kjallarasölunum, sérstök sýningamefnd var starfandi og stóðu að henni tveir listsagn- fræðingar, þeir Ólafur Kvaran og Halldór Bjöm Runólfsson, ásamt forstjóra Norræna hússins, Knut Ödegárd, en uppsetningu sýning- arinnar önnuðust þeir Ólafur Kvaran og Sigurður Örlygsson listmálari. Sýningarskrá, sem jafnframt er veggspjald, fylgir kynningu á listamönnunum svo sem vera ber ásamt formála Halldórs Bjöms Runólfssonar, er hann nefnir „Form — Frásögn — Tákn“. Mér þykir misráðið að falla frá upprunalegu formi sýningar- skráa, sem kemur í veg fyrir að seinna verði hægt að binda þær saman í bók og hafa til útláns og sýnis í húsinu. Halldór Bjöm tekur sérstaklega til meðferðar í skrifí sínu þá vam- arstöðu, sem íslenzkir myndlistar- menn hafa margir hveijir verið í gagnvart hinum mikla bók- menntaarfí þjóðarinnar. Vamar- stöðu, sem var mjög eðlileg og sprottin frá erlendum viðhorfum, auk þess sem þeir voru að þreifa fyrir sér í hreinu og sjálfstæðu myndmáli, en ekki hinu frásagn- arlega, þótt strangt til tekið sé öll myndlist frásagnarleg á ein- hvem hátt þótt ekki sé hún bókmenntaleg, og orð eru einnig myndræn og setningar geta brugðið upp sjónrænni fegurð í huga lesandans. Andúð margra landskunnra myndlistarmanna á bókmennta- legu inntaki í myndlistarverkum var mjög skiljanleg, einkum vegna þess að þeir vildu forðast það sem heitan eld, að hin bókmenntalega frásögn yfírgnæfði og kaffærði hið myndræna inntak. Þó er mér ekki kunnugt um, að þeir hafí nokkum tíma fordæmt vel upp byggða mynd vegna frásagnar- gildis hennar. Hér vom þeir einnig að berjast gegn því almenna mati, að frásagnargildið gæfí mynd fyrst og fremst gildi burtséð frá myndrænum eigindum. Hið fyrsta, sem mér var kennt í skóla, var einmitt, að það væri snilldarleg uppbygging sígildra listaverka í lit og formi, sem gæfí þeim myndrænt gildi, en ekki hið frásagnarlega inntak, hvort sem hér átti í hlut landslag, hópmynd með trúarlegu ívafi, mynd af fyrirsætu eða jafnvel áróðursmyndir. Þannig er það meira en hæpið, sem fram kemur í formála, að íslenzkir myndlistarmenn hafí keppst við að sveija af sér öll tengsl við íslenzkan bókmennta- arf, heldur voru þeir alfarið á móti þeirri útbreiddu skoðun, að hið bókmenntalega gæfí eitt og sér myndum gildi, hvernig sem útfærslunni væri háttað. Ekki veit ég betur en þeir myndskreyttu gjaman íslenzk fomrit, væri til þeirra leitað, og hér stóðu þeir báðum fótum á jörðinni um útfærslu myndanna í þeim stíl, er þeir höfðu tileinkað sér í samræmi við viðhorf á 20. öld. Rómantík og táknrænt innsæi 19. aldar komu þeim einfaldlega ekkert við, né sá trúarlegi symból- ismi, sem Einar Jónsson mynd- höggvari flutti heim með sér og gengið hafði sér að mestu til húð- ar í Evrópu og var einungis iðkaður af sérvitringum er lokuðu að sér dyrunum að umheiminum og hinu iðandi lífí úti fyrir... Þegar hinir framsæknustu íslenzku myndlistarmenn mynd- lýstu fomsögumar vildu þeir halda sig við hinn hráa veruleika, blóð, tár, svita og norrænan bar- dagahita, en ekki einhveija inn- flutta hetjurómantík. Þeir lifðu á tímum er ýmsir íslenzkir ráða- menn uppljómuðust af hrifningu á mannvirkjum svo sem Foro Mussolini í Róm og hefðu gjaman viljað eitthvað viðlíka á Þingvöll- um og í íslenzkri list. Einmitt vegna þess, að íslenzk- ir myndlistarmenn héldu sig við hinn hráa veruleika, var lítið leitað til þeirra um myndlýsingar bóka, hvað þá að þeir fengju tækifæri til að móta eða mála voldugar myndir í þeim anda fyrir opinbera aðila. Það var af og frá, frekar lögðu þeir á sig hvers konar illa launaða erfíðsvinnu og jafnvel sultu heilu hungri en að gangast undir óþroskaðan, ómótaðan smekk og ranghverft mat ráða- manna um tilgang og gildi myndlistar. í myndlist eru bóka- og blaða- skreytingar fullgild myndlist, ef rétt er staðið að málum, og skal hér vísað til liðinna alda og þess, sem best hefur verið gert á því sviði á öldinni. Hin svonefnda andúð á bókmenntalegri frásögn tengdist þannig undirmálslist, og á henni höfðu íslénzkir myndlist- armenn eðlilega litlar mætur. Þeir hefðu trúlega meir en gjaman tekið að sér að móta og mála voldug myndverk í nýstíl, hefði þess verið óskað sérstaklega og verkefni Iegið fyrir. Fijálsar hugmyndafantasíur af viðburðum úr fomsögunum og íslenzkum vettvangi í aldanna rás. Hér skulum við líta burt frá fámennum hópi listamanna, er gerðust hér eins konar sendifull- trúar erlendra skammtímavið- horfa, en af þeim höfum við nóg enn þann dag í dag. Þótt ég geti verið sammála ýmsu í formálan- um, sem útskýrir stefnumörk sýningarinnar, þá get ég ekki sem starfandi myndlistarmaður í ára- tugi kyngt öllu og skil það hreint ekki. Láta verður einnig á aðstæð- umar í slíkri samantekt, en ekki einungis yfirborðið. Með nýjum tímum koma ný viðhorf, og það er löngu kominn tími til að vinna úr þvi, sem áunnist hefur í hrein- um myndrænum vinnubrögðum, og tengja þau föng frásagnarleg^ um viðhorfúm, að því hlaut að koma fyrr eða sfðar. íslenskum listamönnum er þannig vafalaust hollt að flytja sig yfir á alíslenzkan vettvang í ljósi nýlistar og gera íslenzka list forvitnilega og sérstæða, áhuga- verða fyrir útlenda listamenn sem slíka en ekki sem bergmál þeirra eigin viðhorfa. Engin þörf er á því að fylla söfn okkar af eftir- myndum þess, sem erlend söfn hafa að geyma. Af einstæðum myndefnum eigum við feikinóg. En að sjálfsögðu tekur þetta tíma. Það er ákveðinn ferskleiki yfír sýningu fjórmenninganna og vel til fundið að kynna útlendingum þessa hlið íslenzkrar myndlistar. Hins vegar er ég ekki alveg sáttur við þau stefnumörk að sýna einungis nýleg verk, en öll verkin að tveim undanskildum eru gerð á þessu ári, sem er rétt liðlega hálfnað. Fram kemur að allir listamenn- imir hafa gert markverðari verk en hér eru til sýnis, og þannig ber sýningin meira keim af venju- legri sýningu á almennu galleríi úti í bæ en hnitmiðaðri kynningar- sýningu á þessum listamönnum og því besta sem þeir hafa gert í nýlist. Einar Hákonarson kemst senni- lega best frá þessari framkvæmd með sínum fáguðu myndum enda er stíll hans þegar fastmótaður. í málverkum hans er þó ekki mikil bein frásögn úr hlutveruleikanum, öllu frekar tæpt á einu og öðra í stíliseraðri fígúratívri mynd, þannig að mest ber á hálfsögðum sögum í táknrænum búningi. Hér era og endurtekningar forma fúlláberandi. Gunnar Öm sýnir myndir, sem verða að teljast á ystu brún villta málverksins. Þær virðast umbúða- laust og stefnulaust málaðar. Teikningin í þeim er óvenju laus, einhæf og kraftlítil frá hans hendi auk þess sem fígúramar virka sem deigformaðar eða úr gúmmíi. Liturinn er öflugasti þáttur mynda hans. Sennilega hafa myndir Helga Þorgils mesta frásagnargildið, þær era heimspekilegar og hug- rænar en litimir óvenju fölir, fátæklegir og ósannfærandi. Þó verða þær manni einna minnis- stæðastar er út er gengið. Kjartan Ólafsson sýnir ýmsar kynjamyndir er beina huganum sterklega til þýskrar nýbylgju, fram kemur að hann er ágætur hæfíleikamaður en ennþá ómótað- ur persónuleiki í list sinni. Ekki get ég sagt að þessi sýning hafi orkað sérlega sterkt á mig, til þess er hún of uppstillt og fagleg, allt hreint og klárt og of fátt sem hristir upp í áhorfandanum og kemur honum á óvart. Upphenging og fyrirkomulag sýningarinnar í kjallarasölunum er hið sómasamlegasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.