Morgunblaðið - 16.08.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 16.08.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Chile: Yfirmenn í hernum á bak við lás og slá Santiago, AP. GEFIN hefur verið út skipun um handtöku 40 yfirmanna í hernum, sem taldir eru bera ábyrgð á hvarfi kommúnistaleið- toga í Chile. A meðal þeirra sem liandteknir verða eru fyrrum meðlimur herstjórnarinnar og tveir óbreyttir borgarar. Menn- irnir eru sakaðir um að hafa stofnað með sér ólögleg samtök sem létu myrða nokkra leiðtoga kommúnista fyrir tíu árum. Að sögn talsmanna mannrétt- hvarfi 10 leiðtoga kommúnista árið indahreyfinga í Chile er þetta í fyrsta skipti í þau 13 ár sem her- inn hefur verið við völd sem ráðamcnn hans eru gerðir ábyrgir fyrir skipulegum morðum á and- ófsmönnum og hvarfí óbreyttra borgara. Að sögn Carlos Cerda Fern- andez, dómara, hefur rannsókn á 1976 staðið í þijú ár. Komið hefur í ljós að yfirmennirnir stofnuðu með sér samtök til að berjast gegn kommúnistum og handtóku þeir án heimildar tvo leiðtoga þeirra sem síðar hurfu sporlaust. Carlos Fernandez vísaði málum 27 manna, sem horfið hafa spor- laust, tii annarra dómstóla. Að sögn hans neitaði hæstiréttur Chile að aðstoða hann við rannsókn þeirra mála. A meðal hinna ákærðu er Gustavo Leigh, sem var einn valda- mesti meðlimur herforingjastjórn- arinnar á árunum 1973 til 1978. Að sögn Carlos Fernandez stofnuðu hinir ákærðu með sér samtökin „Samhent forusta". Samtökin létu handtaka og of- sækja kommúnista sem margir hverjir höfðu farið í felur eftir hið blóði drifna valdarán hersins árið 1973 þegar stjórn Salvador All- ende var steypt af stóli. Stjórnunarfélag íslands hefur ákveöiö aö efna til alhliða endurmenntunarnám- skeiös. Námskeiöiö er einkum hugsaö fyrir þ'á sem hyggjast breyta um starf eöa eru að hefja störf að nýju eftir lengra eöa skemmra hlé. Fjölbreytt námsefni og mjög hæfir leiðbeinendur sem eru sérfræðingar hver á sínu sviöi. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja afla sér hagnýtrar þekkingar á sviði verslunar og viðskipta. Æskilegt er að þátttakendur hafi góöa grunnmenntun og/eða starfsreynslu. Kennsla skiptist í 4 svið: 1. Sölu- og markaðssvið 2. Stjórnunarsvið a. Sölutækni a. Stjórnun og samskipti við starfsmenn b. Markaössókn b. Stjórnun fyrir nýja stjórnendur c. Skjalagerö c. Viðtalstækni d. íslensk haglýsing d. Veröútreikningar og tilboösgerð e. Bókfærsla 3. Tölvusvið f. Skjalavistun a. Grunnnámskeiö á tölvur b. Ritvinnsla 4. Málasvið c. Gagnagrunnur a. Ensk verslunarbréf d. Áætlanagerö b. Enska í viðskiptum og verslun MEGINÁHERSLA VERÐUR LÖGÐ Á TVÖ FYRSTU SVIÐIN Kennsla hefst 8. september nk. og stendur til 24. október, alls 7 vikur. Kennt verður alla virka daga frá kl. 8.00 til 15.00 í húsakynnum SFÍ aö Ánanaustum 15. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS ÍSÍMA 91-621066 Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15 Simi: 621066 Svíþjóð: Sovéskum liðhlaupa snýst óvænt hugur Stokkhólmi, AP. SOVÉSKUR liðhlaupi, sem kom frá Finnlandi til Stokkhólms á miðvikudag, hélt í gær til Sov- étríkjanna. Við komuna til Látin móðir elur barn AugTista, Georgíu, AP. LÆKNAR í Georgíu tóku á fimmtudag á móti veikburða sveinbarni, 12 vikum fyrir tímann. Móðir þess lést „heila- dauða" fyrir tæpum tveimur mánuðum, en þrátt fyrir mót- mæli eiginmanns hennar kvað dómari upp þann úrskurð að líf hennar skyldi framlengt með aðstoð véla svo að fóstrið mætti lifa. Barnið vó aðeins 490 grömm við fæðingu og töldu læknar lífs- líkur þess afar litlar. Þeir tóku það með keisaraskurði þar sem líf þess virtist vera í hættu. Eft- ir fæðingu átti það við mikla öndunarerfíðleika að stríða, þar sem lungu þess eru enn ófull- komin. I gær var bamið enn í hættu, en ástand þess var stöð- ugt. Málið vakti athygii þar sem að eiginmaður móðurinnar, Rob- ert Piazzi, óskaði eftir því að líkami hennar yrði tekinn úr sambandi við vélar þær er héldu henni á lífí. Þá sté hins vegar fram maður að nafni David Hadden og sagðist vera barns- faðir hennar og krafðist þess að barnið fengi að fæðast. Á það féllst dómari, en eftir fæð- ingu bamsins var frú Piazzi tekin úr sambandi og var lýst látin fáum mínútum síðar. Stokkhólms hélt maðurinn þegar á fund sovéskra embættismanna og að honum loknum skýrði hann lögregluyfirvöldum frá því að hann vildi fara aftur til Sov- étríkjanna. Fyrir brottförina sagði hann sænskum fréttamönn- um að hann hefði ekki orðið fyrir þrýstingi frá Sovétmönnunum til að snúa aftur heim. Þann 19. júní var maðurinn handtekinn á finnsku landsvæði. Hann hafði reynt að nema landa- mæraskilti á brott og hlaupið yfir landamærin þegar hann hélt að hann hefði verið staðinn að verki við þessa iðju sína. Lögreglan hand- tók hann 1. júlí og ók maðurinn þá um á stolnu mótorhjóli. Liðhlaupinn, sem heitir Igor Az- hevsky og er 22 ára gamall, sótti um pólitískt hæli í Finnlandi en hann sat þá í fangelsi vegna þeirra afbrota sem hann hafði framið. Yfirvöld þar höfnuðu bón hans og ákváðu að senda hann „til einhvers þriðja lands" eins og sagði í orð- sendingu þeirra. Við yfirheyrslu hjá sænsku lög- reglunni sagði liðhlaupinn að hann vildi snúa aftur .til Sovétríkjanna, að sögn Gunnars Andersson lög- regluforingja. Pólitískir flóttamenn, sem koma til Svíþjóðar, eru jafnan teknir til yfirheyrslu þar sem þeir eru spurðir um ástæður flóttans. Að sögn Gunnars Andersson vildi maðurinn ekki láta upp hvers vegna honum hefði snúist hugur. í fyrradag settust fimm meðlimir Alþjóðlegu mannréttindasamtak- anna í Frankfurt að í sendiráði Svíþjóðar í Bonn og kröfðust þess að fá að eiga fund með liðhlaupan- um. I fréttatilkynningu frá samtök- unum voru yfirvöld í Svíþjóð harðlega gagnrýnd fyrir að afhenda sovéska sendiráðinu manninn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.