Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson % Sólarlönd og vetrarklaki Ég ætla í dag að flalla um samband þeirra sem eru dæmigerðir fyrir Ljón (23. júlí—23. ágúst) og Steingeit (22. des.—20. jan.). Lesendur eru minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki sem öll hafa áhrif. Hér er einungis fjallað um sólar- merkið. Ólík merki Ljón og Steingeir eru ólík en geta þó átt ágætlega saman. Þau geta vegið upp kosti og galla hvor annars á hinn ágætasta hátt. Ljónið Ljónið er sólarmerki og geisl- ar því hlýjum og jákvæðum straumum út í andrúmsloftið. Líkt og Sólin, lífgjafi okkar, er Ljónið skapandi og lífgef- andi, það vill færa líf í umhverfi sitt og breyta til á þann veg að lífvænlegra verði. Ljónið er gjafmildur hugsjónamaður og tryggur vinur vina sinna. Steingeitin Steingeitin er vetrarmerki. v Hún er jarðbundin og varkár, þarf öryggi og vill að áætlan- ir sínar hvfli á traustum grunni. I skapi er hún heldur hlédræg og þung. Hún er traustur vinur vina sinna, hefur sterka ábyrgðarkennd, er orðheldin og formföst í öllum samskiptum. Ágætt lykilorð fyrir Steingeit er framkvæmdastjóri. Það lýsir þeim eiginleikum hennar að vilja framkvæma og koma málum sínum í verk. Stein- geitin talar ekki, hún fram- kvæmir. LífsgleÖi og alvara Það er auðséð að hér eru samankomnir tveir ólíkir per- sónuleikar. Annar er bam sumarsins og lífsgleðinnar, hinn er bam vetrarins, alvar- legur og þyngri á bárunni. Þvi geta auðveldlega orðið árekstrar milli þeirra, enda em bæði merkin skapstór og föst fyrir hvort á sinn hátt. Ég ætla þó ekki að fara nán- ar út í það hér. Brjóstbirta Þessi merki geta kennt hvort öðru margt. Eitt helsta vandamál hinnar dæmigerðu Steingeitar er það að hún á erfítt með að sleppa sér til- finningalega og almennt að njóta þess að vera til. Stein- geitur fóma sér gjaman fyrir vinnu eða fjölskyldu og böm og fá síðan samviskubit ef þær hugsa um sjálfa sig eða slappa af t tvo daga. Ljónið, sem er meistari í þvf að vera það sjálft og sleikja sólskinið, getur kennt Steingeitinni að lifa. Það opnar þykkan vetr- arhjúpinn og hjarta geitar- innar og hvetur hana til að víkka tiifinningalegan sjón- deildarhring sinn. v Konunglegt jarösamband Steingeitin aftur á móti getur dregið konunginn niður á jörðina og hjálpað honum að framkvæma öll stóm áform- in. Ljónið, sem er með af- brigðum hugmyndaríkt og stórtækt hefur oft þann veik- leika að geta ekki fylgt áætlunum sínum nægilega vel eftir. Það er of stórtækt eða of óhagsýnt. Það getur því notið góðs af jarðsam- bandi hinnar hagsýnu Stein- geitar. Vinna Þar sem Ljón og Steingeit em ólík merki þurfa þau að vinna að því að láta samband- ið ganga og læra að sætta sig við ólíka persónugerð hins aðilans. X-9 GRETTIR UÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK Hvað er þetta kallað sem Áttu við lauf? Köngla? fellur ofan úr tfyánum? Nel... nei... Þú átt ekki við fugla, er það? Þarna kom það! Fugl- ar!! Þú ert meira en lítið rugl- uð, herra ... Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar spilið hér að neðan kom upp í stórri tvímenningskeppni vom þijú grönd í suður lang- algengasti samningurinn. Sumir fóm einn niður, margir unnu flögur grönd og einstaka sagn- hafi vann fímm. Hvað hefðir þú fengið út úr spilinu? Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ K6 VÁ6 ♦ ÁKG1073 ♦ Á75 Suður ♦ D92 ♦ KG7 ♦ 96 ♦ D10432 Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður — 1 tígull Pass 1 grand Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil vesturs er rakið, spaða- sjöa. Það er sjálfsagt að fara upp með kónginn, sem heldur. Hvað nú? Útspilið var fjórða hæsta, svo það er líklega frá fimmlit, ásnum fimmta nánar tiltekið. Það er því mjög líklegt að spilið tapist ef austur kemst inn á tígul. Því er sjálfsagt að taka ÁK í tígli til að veija sig fyrir drottningu annarri í austur. Það reyndist leiðin til að vinna fjögur grönd, en til að vinna fimm þarf að endaspila vestur: Norður ♦ K6 ♦ Á6 ♦ ÁKG1073 ♦ Á75 Vestur ♦ Á10873 ♦ D1052 ♦ 854 ♦ 6 Austur ♦ G54 ¥9843 ♦ D2 ♦ KG98 Suður ♦ D92 ¥ KG7 ♦ 96 ♦ D10432 Tígulslagimir em teknir og laufás. Ef vestur hefur haldið eftir drottningunni þriðju í hjarta er hægt að fá ellefta slag- inn með því að taka hjartaás og spila spaða. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Biel í Sviss í júlí kom þessi staða upp í skák ástralska stórmeistarans Ians Rogers, sem hafði hvítt og átti leik, og heimamannsins Wemers Hug, sem er alþjóðlegur meistari. 26. Rg6+! — hxg6 (Eða 26. — Kg7, 27. h6+! - Rxh6, 28. Rxh6 - Kxh6, 29. Rxf8 og hvítur vinn- ur vegna hótunarinnar 30. Dhl+) 27. hxg6 - De7 (Eða 27. - Dg7, 28. Kg2!) 28. Dhl+ - Rh6, 29. Rxh6+ - Bxh6, 30. Dxh6+ — Kg8 og svartur gafst upp eftir 31. Kg2! - Dg7, 32. Hhl - e5, 33. De3 - Hae7, 34. Hh7 - Df8, 35. g7 - Hxg7, 36. Dh6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.