Morgunblaðið - 16.08.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.08.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAJÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 7 Þrotabú Hafskips fær ávísun Guðmundar J. GUÐMUNDUR J. Guðmundsson hefur sent þrotabúi Hafskips ávísun að upphæð 152.250 krónur og er það sama upphæð og Guðmundur sendi Albert Guðmundssyni, en hann endursendi. Eins og fram kom í fréttum sendi Guðmundur ávísun til Alberts Guð- mundssonar hinn 10. júlí sl. og sagði upphæð hennar vera höfúð- stól láns er hann hefði þegið af Albert Guðmundssyni, ásamt vöxt- um frá 1983. Bað hann Albert að koma peningunum til skila, þar sem þeir hafí komið með ólögmætum hætti frá þriðja aðila. Albert end- ursendi Guðmundi ávísunina og sagði að Guðmundur hefði vitað það frá upphafi að peningarnir voru ekki frá honum sjálfum komnir. Hann kvaðst ekki geta komið pen- ingunum til skila af ótta við að sá greiði gæti einnig reynst bjarnar- greiði. Tæpri viku síðar, eða 16. júlí sl., sendi Guðmundur J. Guðmundsson bréf til skiptaráðanda í Reykjavík, Markúsar Sigurbjömssonar. í bréf- inu biður hann skiptaráðanda að veita 152.250 krónum viðtöku fyrir hönd þrotabús Hafskips. Þessa pen- inga hafi hann fengið hjá Albert Guðmundssyni, en síðar skilist að þeir væru í raun frá Hafskip. „Þess- ir peningar renna beint í þrotabú Hafskips," sagði Markús Sigur- björnsson. „Guðmundur hefur viðurkennt skuld sína og vill greiða hana ókrafinn og þá sé ég ekki að hægt sé að neita viðtöku pening- anna. Þessu máli er þar með lokið af okkar hálfu. Það er hins vegar hlutverk bústjóra þrotabúsins að velta því fyrir sér hvort upphæðin sé rétt. Heldur finnst mér ósenni- legt að farið verði út í slíkar vangaveltur," sagði Markús Sigur- björnsson að lokum. Síld og f iskur: Efnir til matreiðslukeppni um Ali-meistarabikarinn ÞORVALDUR Guðmundsson, forstjóri Síldar og fisks, hefur sent boð til faglærðra mat- reiðslumanna um allt land um þátttöku i matreiðslukeppni um Ali-meistarabikarinn 1986. Sex matreiðslumenn verða valdir til þátttöku í undanúrslitum fyrir 5. október nk., en lokakeppnin fer fram í Þingholti þann 5. nóv- ember. Matreiðslukeppnir eru virtir og viðurkenndir árlegir viðburðir um alla Evrópu og nú ætlar Sfld og Ali-meistarabikarinn er úr silfri og smiðaður f Bandaríkjunum. Verðlaunapeningurinn f Ali- meistarakcðjunni var sérhannað- ur í Frakklandi. fiskur að efna til slíkrar keppni á íslandi um Ali-bikarinn, sem verður farandbikar meðal íslenskra mat- reiðslumanna. Keppt verður um heita eða kalda forrétti og aðalrétti fyrir jQóra úr svínakjöti. Fyrir utan veglegan silf- urfarandbikar, sem smíðaður var í Bandaríkjunum, verða veitt þijú stig Ali-keðjunnar og byggist keppnin á alþjóðlegum reglum um slíkar matreiðslukeppnir. Ali-meist- arakeðjan er sams konar og erlend- ar verðlaunakeðjur, sem veittar eru í sambærilegum keppnum. í REGLUGERÐ um stjórnun mjólkurframleiðslunnar segir að mjólkurframleiðendum sé óheimilt að framselja fullvirðis- rétt til annars aðila eða leggja mjólk inn í afurðastöð á fullvirð- isrétt annars mjólkurframleið- anda. Bændur eru mjög misvel á vegi staddir með fullvirðisréttinn og eru menn því að velta fyrir sér hvort heimilt sé að miðla mjólk frá bónda sem búinn er með fullvirðisrétt og fær því lítið sem ekkert fyrir mjólk- ina til nágranna hans, sem ekki nýtir rétt sinn að fullu. En það má ekki samkvæmt reglugerðinni. Þeim fullvirðisrétti sem ekki verður Keppnisgögn eru send út í vönd- uðum litprentuðum bæklingi og ber að senda uppskriftir til Síldar og fisks í Hafnarfírði fyrir 5. septem- ber næstkomandi. Sérstök dóm- nefnd vinnur úr innsendum gögnum í september og verða sex mat- reiðslumenn valdir til þátttöku í undanúrslitum, eins og áður segir. Þorvaldur Guðmundsson og Hilmar Jónsson, formaður Klúbbs mat- reiðslumeistara, velja í dómnefnd- ina, en í henni verða bæði fagmenn og kunnir áhugamenn um matar- gerðarlist. fullnýttur í lok verðlagsársins verð- ur úthlutað innan svæðanna eftir sérstökum reglum og það sem þá er afgangs fer til annarra búmarks- svæða. Komið hefur fram að menn eru að velta því fyrir sér að nýta full- virðisréttinn með því að hella mjólkinni á milli tanka og leggja inn á nafni þess sem ekki hefur nýtt fullvirðisréttinn, eða jafnvel reka kýmar í ijós hans og mjólka þær þar. Guðmundur Stefánsson búnað- arhagfræðingur hjá Stéttarsam- bandi bænda, sagði að ákvæði laganna segði að tilfærslur af þessu tagi væru óheimilar, en það gæti svo sem verið að menn gætu farið í kring um þær, það væri annað mál. Óheimilt að fram- selja mjólkurkvóta Við bjóðum Vestmannaeyinga velkomna á Valsvöllinn að Hlíðarenda í dag kl. 14.00. Valur - Vestmannaeyjar er leikur sem allir eyjaskeggjar verða að sjá. ÉGSTYÐ ,,, Valur Juventus 17. september í Torino og 1. október í Reykjavík. Opnum í dag smurbrauðstofu að Búðargerði 7. Höfum á boð- stólum allartegundir af smurðu brauði. Gömlum og nýjum við- skiptavinum bjóðum við allt á kynningarverði fram til mánaða- móta. BRAUÐSTOFA SLAUGA Búðargerði 7, sími 84244

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.