Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 23 Kóreska vélin; Flugsljórinn vissi að hann var í sov- éskri lofthelgi - segir lögfræðingur fórnarlambanna Tókýó, AP. LÖGFRÆÐINGUR fjölskyldna þeirra sem létust þegar sovéskar herflugvélar skutu niður kóreska farþegavél fyrir þremur árum sagði á föstudag að hann hefði sannanir undir höndum fyrir því að flugmaður kóresku vélarinnar hefði vitað að hann flaug í sovéskri lofthelgi. Lögfræðingurinn, Melvin Belli, skýrði frá þessu á fréttamanna- fundi í Tókíó, sem haldinn var í tilefni þess að tekið hefur verið upp sérstakt fjarskiptasamband milli flugumferðarstjóra í Japan, Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum, svo koma megi í veg fyrir atburði, sem þann þegar Sovétmenn skutu niður farþegavél með 269 manns innan- borðs. Belli gaf í skyn að vélin hefði flogið í sovéskri lofthelgi til þess að fylgjast með „einhveiju sem Sovétmenn ætluðu að senda í loftið þann dag“. Belli sagði að eiginkon- ur flugstjóra og aðstoðarflugmanns vélarinnar hefðu sagt sér að eigin- menn þeirra hefðu komið heim með (járfúlgur, sem þeir sögðu vera aukagreiðslur fyrir sérverkefni. Ennfremur tjáði Belli fréttamönn- um að flugstjórinn hefði sagt konu sinni að þetta yrði síðasta flugið hans, þar sem það væri orðið of hættulegt. Belli bíður þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki málið fyrir. Peking: Kirkjuklukkum hringt á ný Fekinp, AP. í PEKING í gær var í fyrsta skipti í 28 ár hringt kirkjuklukk- Bandaríkin: 10 ára gam- all morðingi Los Angeles, AP. TIU ára göniul stúlka hefur verið ákærð um að hafa myrt eins árs gamalt barn, sem henni hafði verið falið að gæta. Að sögn saksóknara Los Angeles-fylkis hefur aldrei áður verið gefin út morðákæra á hendur svo ungri manneskju í sögu fylkisins. Þegar foreldrar barnsins komu heim fundu þau það látið í íbúðinni. Saksóknarinn sagði að allt benti til þess að bamið hefði verið myrt að yfírlögðu ráði. Hann vildi hins vegar ekkert segja um hvaða hvatir hefðu legið að baki. Kalifornía: um, en þá héldu um 6.000 kaþólskir Kínverjar Maríumessu hina fyrri hátíðlega. í Peking eru þrjár kaþólskar kirkjur. Kommúnistar bönnuðu kirkju- hringingar árið 1958, en samkvæmt nýrri tilskipun má nú hringja klukk- um §órum sinnum á ári. Það er á páskadag, hvítasunnudag, Maríu- messu hinni fyrri og á jóladag. Kaþólska kirkjan í Kína sleit sam- bandi við páfastól 1957, þegar jesúítaprestar neituðu að lýsa yfir stuðningi við stjórn kommúnista. Trúarbrögð voru bönnuð í Kína á tíma menningarbyltingarinnar, frá 1966 til 1976. Nú eru sum trúar- brögð leyfileg á ný og erlendum trúarleiðtogum hefur verið leyft að heimsækja Kína. Stjórnvöld leyfa þó ekkeit trúboð og samband við erlend trúfélög er bannað. ERLENT V ændishr ingur tók tæknina í þjónustu sína San Jose, Kaliforntu, AP. UPP KOMST um vændishring nokkurn i Norður-Kaliforníu fyrir skömmu og sögðust lögregluþjónar þeir er að rannsókninni stóðu aldrei hafa séð annan eins fyrirmyndarrekstur á fyrirtæki af þessu tagi. Hringurinn hélt nákvæmt tölvubókhald og var að öllu leyti rekinn eins og hefðbundið þjónustufyrirtæki. Hringurinn, sem hafði höfuð- stöðvar í byggingu örskammt frá aðallögreglustöð San Rafael, hafði 117 vændiskonur á sínum snærum, en fyrirtækið var rekið undir því yfirskini að um „fylgdarkonuþjón- ustu“ væri að ræða. Talið er að á átta ára ferli fyrirtækisins hafi hagnaður þess numið um 25 millj- ónum Bandaríkjadala (u.þ.b. 1 milljarði ísl. króna). Vændiskonurnar höfðu á sér tæki til þess að geta tekið við greiðslukortum, þegar þær voru í viðskiptaerindum, en þjónusta þeirra kostaði 160 dali á tímann, en það jafngildir tæpum sjö þúsund íslenskum krónum. Hægt var að panta „fylgdarkonu“ símleiðis, en stúlkurnar sinntu útköllum með því að bera á sér kalltæki, svipuð þeim sem læknar bera. Sem fyrr segir hélt hringurinn tölvubókhald og þótti það til fyrir- myndar. í því voru m.a. nöfn 12.000 viðskiptavina, en við nöfn þeirra voru ýmsar upplýsingar um síma- númer, greiðslukortanúmer, sér- stakar óskir ef einhveijar voru og stuttar athugasemdir vændis- kvenna um þá. Tvær ungar konur voru hand- teknar á miðvikudag og eru þær grunaðar um að hafa verið fram- kvæmdastjórar hringsins. Þá er búið að gefa út handtökuheimild á 41 árs gamlan mann, sem lögreglan segir vera höfuðpaurinn. AF ERLENDUM VETTVANGI Kosningaskjálfti í Vestur-Þýskalandi: CDU setur efna- hagsmál á oddinn ÞÓTT þingkosningar verði ekki í Vestur-Þýskalandi fyrr en 25. janúar á næsta ári eru stjórnmálamcnn allra flokka þegar farnir að huga að kosningabaráttunni. í siðustu viku lagði t.d Heiner Geiler framkvæmdastjóri kristilegra demókrata (CDU) fram drög að stefnumálum flokksins í næstu kosningum, þar sem höfuðáherslan er lögð á efnahagsmál; stöðugt verðlag, meiri atvinnu, og öryggi eftirlaunaþega. Samkvæmt skoðanakönnun- um bendir flest til þess að stjómarflokkamir sitji áfram við völd eftir kosningar. Fylgi kristi- legra demókrata hefur að vísu minnkað frá því í kosningunum árið 1983 úr rúmlega 48% í 45%. Hins vegar hefur staða sósíal- demókrata, sem spáð var mikilli fylgisaukningu í fyrra, versnað til muna undanfarnar vikur. Þeir hafa nú um 41% fylgi, og virðast orðnir úrkula vonar um að ná hreinum meirihluta á þingj. Og það, sem ekki er minna um vert, vinsældir Helmuts Kohls kanslara hafa vaxið að undanförnu, en stuðningur við Johannes Rau kanslaraefni sósíaldemókrata að sama skapi dvínað. Ein ástæða þess er vafalaust sá að efnahags- stefna stjórnarinnar hefur borið árangur í ákveðnum efnum. Efnahagsmál í brennidepli Því þarf ekki að koma á óvart að á þeim kosningaspjöldum, sem sett verða upp víðs vegar um Sambandslýðveldið á vegum kristilegra demókrata eftir nokkr- ar vikur, verður þessari stefnu komið á framfæri. Með öðrum orðum ætla kristilegir demó- kratar, sem mynduðu stjórn með smáflokki ftjálsra demókrata, FDP, árið 1982 og unnu mikinn sigur í kosningunum ári síðar, að halda völdum með því að setja aukinn hagvöxt á oddinn í kosn- ingabaráttunni. Það þótti þó skyggja nokkuð á yfírlýsingu Geisslers um stefnu flokksins í kosningabaráttunni að dcgi síðar gi-cindi talsmaður vinnumála- stofnunar landsins frá því að atvinnuleysi hefði aukist lítillega í júlímánuði. Samt er því spáð að á næsta ári muni atvinnuleysingj- um fækka talsvert. Reyndar telja margir efnahagssérfræðingar að hagvöxtur muni aukast og fjöldi atvinnulausra verði þá undir tveimur milljónum, en það hefur ekki gerst sl. fimm ár. „Kúvending“ var helsta slagorð kristilegra demókrata í síðustu kosningabaráttu, en nú kveður við annan tón: það á að halda í horf- inu. Að vísu sagði Geissler að kosningabarátta kristilegra demó- krata yrði ekki eingöngu reist á þeim árangri, sem stjórnin hefði náð í efnahagsmálum: „Við höfum lagt grundvöll að efnhagsþróun framtíðarinnar," er haft eftir hon- um. En ljóst er að kristilegir demókratar hyggjast koma þeirri hugmynd að kjósendum að sósíal- demókratar séu ekki þess umkomnir að taka við stjómar- taumunum eftir fjögurra ára stjómarsamstarf CDU og FDP. Kosningaáróðursins gengur út á að mestu máli skipti að flokkunum tveimur verði veitt brautargengi í kosningunum til að ljúka ætlun- arverki sínu. Raunar má stjómin vel við una á ákveðnum sviðum efnahags- mála. Síðasta árið hefur verið verðhjöðnun, sem nemur V2 pró- senti og á þessu ári er búist við því að hagvöxtur verði á bilinu 3—3 V2 af hundraði. Bjartar horf- ur em líka framundan, enda benda efnahagsspár til þess að hagvöxtur verði svipaður á næsta ári. Á hinn bóginn er ekki að leyna að lækkun olíverðs hefur átt mik- inn þátt i þeim efnahagsbata, sem orðið hefur í Vestur-Þýskalandi sl. tvö ár. Og spádómar um betri tíð í atvinnumálum breyta engu um þá staðreynd að stjórnin hefur ekki staðið við það kosningaloforð að draga verulega úr atvinnuleysi. Utanríkismál í skugganum í þeim fjölmiðlum, sem andsnú- in ern stjórninni, kom fram gagnrýni á kosningaáætlun kristi- legi'a demókrata og því var haldið fram að ræða Geisslers hefði ver- ið veik. Þar er t.d. bent á að „heimsmálanna“ sé hvergi getið. Ekkert sé minnst á tvö mál, sem séu Þjóðvcijum sérlega hugleikin: afvopnun og friðarumleitanir. Þótt kristilegir demókratar hafi ekki látið utanríkismál lönd og Heiner Geissler Líkurnar á því að sósíaldemókratar nái hreinum meirihluta í næstu þingkosningum fara nú síminnkandi. leið má til sanns vegar færa að þeir vilji ekki gera þau að kosn- ingamáli. Ef til vill er það skyn- samlegt pólitískt ráð, því að fullyrða má að engar kosningar í Sambandslýðveldinu hafi ráðist af afstöðu flokkanna til utanríkis- mála. Gott dæmi þess em síðustu kosningar. Þá var mikið gert úr áformum um að koma fyrir meðal- drægum eldflaugum í Vestur- Þýskalandi. I kosningabaráttunni lýstu kristilegir demókratar yfír stuðningi við áformin, en eftir að Helmut Schmidt sagði af sér kanslaraembættinu vom sósíal- demókratar mjög tvístíga í þessu máli, en hin opinbera stefna flokksins í kosningabaráttunni var að gera uppsetningu eldflaug- anna óþarfa. Kristilegir demó- kratar unnu stórsigur í kosningunum, en samkvæmt skoðanakönnununum vom 60% kjósenda á móti því að eldflaug- amar yrðu settar upp á þýskri gmnd. Af þessu má ráða að kristilegir demókratar hafi ekki hlotið náð kjósenda vegna stefnu þeirra í þessu máli. Helsta ástæða kosn- ingasigurs þeirra var sú að efnahagsástandið var verra en oft áður og atvinnuleysi hafði aukist vemlega árin á undan. í ljósi þess er skiljanlegt að CDU vilji leggja áhei’slu á efnahagsmálin í kosn- ingabaráttunni Samt má gera ráð fýrir því að kristilegir demókratar muni ekki þegja algerlega um utanríkismál, heldur fyrst og fremst fjalla um þau í þeim tilgangi að koma höggi á sósíaldemókrata. Talsmaður þingflokks kristilegra demókrata í utanríkismálum, Volker Riihe, gaf tóninn í síðustu viku: lýsti hann yfir því að sósíaldemókratar (SPD) væm ófærir um gæta hags- muna Vestur-Þýskalands í Atl- antshafsbandalaginu, og vildu helst hætta aðildinni að því. Hvort þessi rök reynast haldbær í kosn- ingabaráttunni kemur síðar í ljós, en fróðlegt verður að fylgjast meö viðbriigðum SPD við kosninga- áætlun kristilegra demókrata. Það er a.m.k. víst að sósíalomó- kratar þurfa að taka sig verulega á ef ekki á illa að fara. Heimildir: (Spicgvl, Ecommiist og Öbsefyer.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.