Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Ellert Schram, formaður KSÍ: Mál Alberts og Péturs eru ekki alveg sambærileg í FRAMHALDI af umræðu um kærumál og atburði síðustu daga í knattspyrnunni átti Morgun- blaðið samtal við Ellert Schram, formann KSÍ, en margir hafa ein- mitt beint spjótum sínum að KSÍ í þessari umræðu. „Ég hef að sjálfsögðu orðið var við mikla umræðu um þessi mál, en því miður virðist hún oi't vera á misskilningi byggð," sagði Ellert. „Á tveimur undanförnum árum hafa þrír fyrrverandi atvinnumenn fengið leyfi hjá KSÍ til að leika hér. Pétur Ormslev í Fram, Janus Guð- laugsson í FH og Sævar Jónsson í Val. Þeir fengu allir leyfi frá sínum fyrri félögum með því skilyrði að þeir væru bundnir samningum við erlenda félagið ef þeir héldu aftur í atvinnumennskuna. Enginn þeirra þáði laun á þessum tíma, frekar -^n Pétur Pétursson. Enginn gerði athugasemd við þetta þá, engar kærur bárust, og KSÍ lítur svo á að með því hafi skapast fordæmi og samkvæmt því var gefin út til- kynning af skrifstofu KSÍ um keppnisleyfi til handa Pétri Péturs- syni. Það er ekki hægt að leyfa einum eitt í dag og svo öðrum ekki á morgun — á meðan reglun- um er ekki breytt," sagði Ellert. „Reglugerð KSÍ hefur verið breytt með hliðsjón af kærumálum __ undanfarinna ára gagngert til að eyða ágreiningi og misskilningi í þessum málum. Mál Péturs Pét- urssonar verður að skoðast í því Ijósi, það er að segja, stjórn KSI hefur verið veitt lagalegt og form- legt umboð til að kveða á um hvenær leikmenn eru hlutgengir eftir keppnisþátttöku erlendis. Mál Alberts Guðmundssonar 1982 er ekki hliðstætt máli Péturs af þeim ástæðum að á þeim tíma tók KSÍ ekki ábyrgð á hlutgengi leikmanna, eins og það gerir nú, og þar að auki hafði KSÍ fyrirfram varað Vals- menn við þátttöku Alberts, þar sem hlutgengið lá ekki fyrir sam- kvæmt þeim reglum sem þá giltu,“ sagði Ellert. „Ég vil einnig nota tækifærið og gera nokkrar athugasemdir við grein á íþróttasíðu Morgunblaðs- ins í gær," sagði Ellert. „Þátttaka Þórðar Hallgrímssonar í leiknum með ÍBV eftir að hann var dæmdur í leikbann byggðist á vangá ÍBV- manna sjálfra. Það lá strax Ijóst fyrir. Varðandi Jónsmáiið vil ég taka fram að það voru ekki mistök KSÍ að skeytið komst ekki til skila, það voru mistök Pósts og síma. Slíkt er ekki hægt að skrifa á reikn- ing KSÍ. Svo vann Þróttur ekki málið, eins og sagt var.“ „Að gefnu tilefni vil ég líka taka fram að úrslitaleikur Mjólkurbik- arsins verður háður 31. ágúst næstkomandi, eins og mótabókin segir. Framkvæmdastjórn breytir ekki skipulagi móta, eða frestar leikjum, þótt kærur berist. Það þarf meira til að koma," sagði Ell- ert. „Ef dómur fellur í þessum mál- um í héraði fyrir leikinn, þá kemur að sjálfsögðu upp ný staða, en þangað til verður engu breytt um úrslitaleikinn." Valur lagði fram kæruna ígær VALUR lagði í gær fram kæru í Pétursmálinu svokallaða. Að sögn Eggerts Magnússon for- manns knattspyrnudeildar Vals, hafa lögfróðir menn haft málsat- vik til skoðunar, og niðurstaða þeirra varð sú að full ástæða væri að kæra leik ÍA og Vals í X) SKRÁSETNINGAREYÐUBLAÐ REYKJAVÍKUR - MARAÞON i 24. ÁGÚST 1986 i ' i NAFN | F/tÐINGARAR J l 1 HElMIU PÓSTNÚMER SIMI Ég skrái mig til þátttöku i: Þátttökugjald. kr.: MARAÞONHLAUPI [ 1 SOO SVEITAKEPPNI í |=| ^ SKEMMTISKOKKI (3 . sveill 1 | 1 1 250 1—— 1 1 1 NAFN SVEITAR HÁLFMARAÞONHLAUPI SKEMMTISKOKKI SKRÁNING :R ADEINS TEKIN QILD EF ÞÁTTTÖKUGJALD FYLGIR Skráning stendur yfir undanúrslitum Mjólkurbikarsins, sem fram fór á Akranesi á mið- vikudagskvöldið. „Okkar skoðun er sú að Pétur hljóti að teljast ólöglegur með ÍA. Við vitum hinsvegar að Skaga- menn telja að svo sé ekki. Og þó við myndum að sjálfsögðu ekki kæra, ef við byggjumst við að tapa kærunni, þá er hún einkum lögð fram með það í huga að fá þetta á hreint. Það eru of miklir hags- munir í húfi hjá félögunum til að hægt sé að hafa vafa um þetta," sagði Eggert í samtali við Morgun- blaðið. • Haukur Gunnarsson og Jónas Óskarsson stóðu sig vel á Heims- leikum fatlaðra. Heimsleikar fatlaðra: Haukur þriðji HAUKUR Gunnarsson hljóp 400 m á 1:04,1 mfnútu og hafnaði í þriðja sæti í hlaupinu á Heims- leikum fatlaðra í Gautaborg í Svíþjóð. Heimsleikunum lýkur um þessa helgi, en íslensku þátttak- endurnir hafa lokið keppni. Þeir stóðu sig mjög vel á leikunum, en um 1.000 íþróttamenn frá 38 þjóðum tóku þátt. Haukur keppti einnig í 100 m hlaupi og hafnaði í 5. sæti á 13,5 sekúndum. í 200 m hlaupi hafði hann góða forystu í undanrásum, en datt og komst ekki í úrslit. Jónas Óskarsson varð í 4. sæti af 28 keppendum í 100 m baksundi, í 9. sæti af 23 kepp- endum í 100 m bringusundi, i 14. sæti af 24 keppendum í 100 m skriðsundi og í 18. sæti í 200 m fjórsundi. Benedikt þjáif- ar norskt lið Benedikt Ingþórsson körfu- knattleiksmaður sem undanfarin ár hefur leikið með ÍR hefur þeg- ið boð um að þjálfa norska 3. deildarliðið Nurström á næsta keppnistimabili. Hann mun verða við nám í Noregi samhliða þjálf- uninni. Það er slæmt fyrir ÍR-inga að missa Benedikt úr sínum her- búðum. Þeir ættu þó varla að þurfa að örvænta. Einar Bollason mun þjálfa liðið sem af flestum er talið líklegt til að endurheimta sæti sitt í úrvalsdeildinni. Knattspyrna helgarinnar ÞRIR leikir verða í 1. deild í knattspyrnu í dag og tveir á morgun. I 2. deild verður einn leikur í dag og annar á morg- „Skráningin í Reykjavíkurmara- þonið hefur gengið vel síðustu daga og einkum í maraþonið og hálfmaraþonið," sagði Gunnar Páll Jóakimsson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. „Þegar hafa fleiri skráð sig í lengri hlaupin en luku keppni í fyrra, en rólegra er í skráningunni í skemmtiskokkið. Samt má gera ráð fyrir að flestir taki þátt í því og því hvetjum við alla, sem ætla að hlaupa, að skrá sig sem fyrst til að forðast örtröð síðasta dag- inn, en skráningu lýkur á miðviku- dag.“ Fram FH Aðalleikvangi á morgun kl. 19.00. AMERXGAN STYLE Skipholti 70. Handknattleikur: Essen vann Stavanger Þýskalandsmeistarar Essen i handknattleik eru í Noregi og léku sinn fyrsta leik af þremur gegn Noregsmeisturum Stav- anger í gærkvöldi. Essen vann öruggan sigur, 26:16, eftir að staðan hafði verið 12:8 í hálf- leik. Þetta var fyrsti leikur Essen undir stjórn Jóhanns Inga Gunn- arssonar. Essen byrjaði vel og komst í 5:1. Norðmennirnir náðu að minnka muninn í þrjú mörk. en líkamlegir yfirburðir Essen voru miklir og þeir sigruðu örugg- lega. Jóhann Ingi var ánægður með varnarleik sinna manna, en sagði i samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að ýmislegt þyrfti að laga í sóknarleiknum. Alfreð Gíslason lék vel í vörninni, en náði sér ekki á strik í sókninni frekar en aðrir, en skoraði samt 3 mörk. Jakob Jónsson sleit lið- bönd í síðustu viku og lék þvi ekki með Stavanger. un, fimm leikir verða í 3. deild, úrslitakeppnin í 4. deild held- ur áfram í dag og úrslit í yngri flokkunum ráðast á morgun. Leikirnir í 1. deild halda áfram, hvað sem öllum kæru- málum líður. Á Kópavogsvelli leika UBK og KR í dag, Þór og ÍA á Akureyri og Valur og ÍBV á Valsvelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 14. Þá leika Einherji og Skallagrímur í 2. deild á sama tíma og fer leikurinn fram á Vopnafirði. Á morgun leika í 1. deild Fram og FH á Laugardalsvelli og ÍBK og Víðir í Keflavík. Báð- ir leikirnir hefjast klukkan 19. Víkingur og Njarðvík leika í 2. deild í Laugardalnum á morgun og hefst sá leikur kl. 16.30. Enska knattspyrnan: lan Rush með Liverpool Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgunblaðsins á Englandi. ™ SPARKTÍÐIN á Englandi hefst i dag með leik Everton og Liver- pool á Wembley um góðgerðar- skjöldinn og verður lan Rush með Liverpool. Deildarkeppnin byrjar síðan á laugardaginn kemur. Deildarmeistarar og bikarmeist- arar Englands leika venjulega um góðgerðarskjöldinn, en þar sem Liverpool vann báða titlana á síðasta tímabili, leikur Everton gegn þeim í dag, en Everton tap- aði fyrir Liverpool í úrslitum bikar- keppninnar. I lið Everton í dag vantar sex leikmenn sem verið hafa í byrjunar- liðinu, en þeir eru allir meiddir. Liverpool stillir upp sínu sterk- asta liði og m.a. mun lan Rush leika, en ákveðið hefur verið að hann verði hjá Liverpool í vetur, þar sem lögum um erlenda leik- menn hefur ekki verið breytt á Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.