Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 19 högun hæfnisprófunar á prestsefn- um. Einnig var rætt um hjónaband prestsins og fjölskyldu. Þá lýsti ég hugmynd um samnorrænan kirkju- dag með guðsþjónustu í kirkjum Norðurlanda í þeim tilgangi að efla og styrkja samband kirknanna og vitund þeirra um sig sem eina heild. Norðurlönd eiga sameiginlegan trú- ararf þar sem þau urðu kristin um svipað leyti og auk þess hafa þau þá sérstöðu að um og yfir 90% þjóð- anna er í þjóðkirkju. Onnur mál sem rætt var um voru biskupsembættið og Kirknasam- band Norðurlanda. Þá var lítillega komið inn á samband kirkju og ríkis og í því tilefni gat ég um 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi sSm Alþingi og kirkja eru að undirbúa. Um tengsl ríkis og kirkju var lítil- lega rætt. Einkum kom það fram í skýrslu biskupsins í Lundi og erki- biskups Svía, Bertils Werkström, að aðskilnaður ríkis og kirkju í Svíþjóð myndi verða fyrir árið 2000 og þó sagði erkibiskupinn að eigi að síður yrði um einhver tengsl þar á milli að ræða. Fulltrúi norsku kirkjunnar lét svo um mælt að þar væru ekki uppi nein áform um að- skilnað ríkis og kirkju og sömu skoðun lét ég í ljós hvað Þjóðkirkju Islands snerti. I finnsku kirkjunni er starfandi fastanefnd til að fjalla um sameiginleg málefni ríkis og kirkju. I ljós kom að þjóðkirkjum er eigi að öðru þörf á auknu sjálf- stæði. - Að öðru leyti tjáði enginn biskup sig um framtíðarskipan á sambandi ríkis og kirkju í sínu landi. Þrátt fyrir óttann af vaxandi veraldarhyggju kom það skýrt í ljós að Norðurlandaþjóðimar vænta leiðsagnar kirkjunnar í ríkari mæli en áður og kom fram eindreginn vilji biskupanna að mæta þeirra köllun." ■ í reglugerð ráðherrans er mjög óverulega tekið tillit til þessara at- hugasemda. Aðeins hefur verið tekin inn ein ný máisgrein, þ.e. 2. tölul. 19. gr., sem túlka má á þann hátt að þar sé að nokkru komið til móts við atriði í d)-lið 2. tölul. at- hugasemda minna. Meginefni þeirra var að engu haft. Ráðherra getur að sjálfsögðu bent á að hann hafi fengið for- skrift frá Stéttarsambandsfundin- um á Hvanneyri, en ályktanir þess fundar vöktu furðu margra. Hér var þó meira í húfi en fljótræðisleg- ar fundarályktanir geta afsakað. Hætt er við að verulega bresti í nauðsynlegri tiltrú bænda á stjórn- unaraðgerðir í landbúnaðai-fram- leiðslunni. Síst dettur mér í hug að halda því fram, að kvóta- og bú- markskerfið hafi verið gallalaust. En það er þó stjórntæki sem stuðst hefur verið við í mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu frá því um 1980 og flestir bændur í sumum lands- hlutum a.m.k. hafa virt eða tekið mið af. Þó að aðrir bændur, jafnvel í allt iiðrum landshlutum, hafi verið „hættir að taka mark á búmark- inu“, eins og sést hefur í blaðavið- tali, er ekkert réttlæti í því að móta reglur um svæðabúmark sem hygla sérstaklega slíkum bændum og þar með jafnvel tilteknum landshlutum en þrengja enn kosti þeirra sem virt hafa stjórnunaraðgerðir síðustu ára og umleið tilmæli forystumanna um samdrátt. Þetta er því miður gert með reglugerðinni frá 22. júlí sl. að því er tekur til fullvirðisréttar einstakra bænda í mjólkurfram- leiðslu og fullvirðismarks einstakra svæða eða héraða í sauðfjárfram- leiðslu. Þrátt fyrir þetta er hugmyndin um svæðabúmark góð og gild. Otví- ræða kosti þess kerfis umfram hið éldra er hægt að nýta ef réttilega er að málum staðið. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Norður- landskjördænti vestra. Hagnaður Utvegsbankans af reglu- legri starfsemi 1985 var 28,7 m.kr. HAGNAÐUR af reglulegri starf- semi Útvegsbanka Islands á síðasta ári var 28,7 milljónir króna. Hins vegar afskrifaði bankinn vegna viðskipta við Haf- skip 422 milljónir króna og vegna annarra útlána 48 milljónir króna. I heild varð tap á rekstrin- um upp á 442,6 milljónir króna. Innlán í Útvegsbankanum jukust um gl65 milljónir króna eða 45, 1%. Á sama tíma hækkaði láns- kjaravísitalan um 25,6%. í árslok námu innlán 3.750 milljónum króna eða tæplega 12% af innlánum í við- skiptabönkum. Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa innlán hækkað um 10,4%. Útlánaaukning á liðnu ári var mun minni eða um 504 milljónir króna, sem er 13% aukning. Heild- arútlán voru 8.014 milljónir króna í árslok og er þá meðtalið endur- lánað erlent lánsfé að fjárhæð 3.540 milljónir króna. Hlutdeild bankans í heildarútlánum viðskiptabanka var 15,6%. Samkvæmt milliuppgjöri 30. apríl síðatliðinn var hagnaður af reglulegri starfsemi 8 milljónir króna fyrstu fjóra mánuði ársins. Hins vegar var vaxta- og gengistap vegna lána til Hafskips erlendis og í Seðlabanka 52 milljónir króna. TOYOTA P. Samúelsson & Co. hf. hefur rekið bílasölu fyrir notaða bíla samhliða sölu nýrra Toyota bifreiða að Nýbýlavegi 8 i Kópavogi. Nú hefur verið gerð breyting þar á og sala notaðra bifreiða flutt í nýtt húsnæði í Skeifunni 15. Þar er öll aðstaða eins og best verður á kosið fyrir þá sem eru að kaupa, vilja selja, eða skipta notuðum bíl. Sýningarsalurinn er nokkuð stór á íslenskan mælikvarða, enda mun þægilegra að skoða bifreiðar innan húss en utan. Bifvélavirki tekur alla okkar bíla í söluskoðun áður en þeir eru settir í sölu. Með því móti getur kaupandi kynnt sér mun betur en áður ástand hverrar bifreiðar. Sölumennirnir eru þaulvanir og leggja sig fram um að veita góða þjónustu. P.S. Við seljum ekki eingöngu góðar, notaðar Toyota bifreiðar, því við höfum flestar tegundir bíla á söluskrá. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK SÍMI (91) 687120 essemm sía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.