Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. AGUST 1986 AKUREYRI 219 fásteignir seldar á árinu ÞAÐ, sem af er þessu ári, hafa umdæmisskrifstofu Fast- eignamats ríkisins á Akureyri borizt 219 staðfestir kaup- samningar vegna íbúðarhúsnæðis. A síðustu fjórum árum voru flestar íbúðir eða hús seld árið 1984, 424 eignir alls. Hér er að mestu um að ræða eignaskipti innan bæjarins. Björn Magnússon, umdæmis- bæjarins og lítið væri um það að tæknifræðingur fasteignamats- ins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri alltaf þokkaleg hreyfíng á sölunni, en illa gengi að selja stór einbýlis- hús, meðal annars vegna mikils kyndingarkostnaðar. Salan bygg- ist aðallega á eignaskiptum innan aðkomufólk keypti íbúðir hér. Skrifstofa Fasteignamatsins byijaði að skrá fjölda kaupsamn- inga árið 1983. Þá voru seidar 239 eignir, 424 árið 1984, 315 í fyrra og það, sem af er þessu ári 219. Ákvörðun um áfram- haldandi rekstur Hótels Húsavíkur um mánaðamótin “•„REKSTUR Hótels Húsavíkur hefur gengið mjög vel í sum- ar en heldur er róðurinn erfiðari yfir vetrartímann. Ákvörðun um áframhaldandi rekstur hótelsins verður ekki tekin fyrr en um næstu mánaðamót," sagði Hildur Jóns- dóttir, deildarstjóri innanlandsdeildar Samvinnuferða— Landsýnar, en SL hefur rekið Hótel Húsavík frá 1. júní 1985 og rennur leigusamningurinn út 1. október nk. „Við höldum að hægt sé að gera ýmsa góða hluti á stað sem Húsavík með þátttöku og aðstoð heimamanna og sveitunga í kring. Vetrartíminn byggist lítið upp á * crlendum ferðamönnum, en hins vegar er funda- og ráðstefnuað- staða mjög þægileg á hótelinu þó gistirýmið takmarki að nokkru leyti stærð fundanna.“ Hildur sagði að SL hefði fyrst og fremst tekið hótelið á leigu á sínum tíma fyrir eigin ferðamanna- hópa og til að taka þátt í upp- Morftunbladid/HG Með boltann um borð Upphaf loðnuveiðanna hjá Fífli GK hefur gengið nokkuð brösulega. í fyrsta túr rifnaði nótin og ekki var hægt að tjasla henni saman svo mynd væri á. Fífill kom því inn til Akureyrar, þar sem þeir biðu eftir nýrri nót frá Keflavík og von var á henni á föstudagskvöld. Ahöfnin hefur hins vegar ráð undir hverju rifi og veit hvernig bezt er að láta timann líða. Þeir eru með boltann um borð og brugðu sér upp í bæ til að taka létta æfingu. A myndinni eru Eiríkur Sævaldsson, Frið- björn Björnsson, Sigurður Grétarsson, Magnús Stefánsson og Gunnar Sigurðsson. byggingu ferðamannaþjónustu úti á landi. Auk Hótels Húsavíkur hefur SL rekið sumarhótelið að Bifröst sl. fjögur sumur og í vor hóf ferðaskrifstofan rekstur Hótels Selfoss og gerði 15 mánaða leigu- samning við eigendur. „Ég held að ferðaskrifstofurnar geti hjálpað til við hótelrekstur og uppbyggingu ferðamannaþjónustu úti á landi með því að reka þessi hótel á lands- byggðinni ef vilji þar er fyrir hendi og er ég mjög bjartsýn á að svo geti orðið,“ sagði Hildur. Hef alltaf haft gaman af þvi að vinna mikið - segir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík „BÆJARSTJÓRASTARFIÐ leggst bara vel í mig. í því felst mikil vinna en ég hef alltaf haft gaman af því að vinna mikið. Þetta er langt frá því að vera einhæft starf, því maður þarf að grípa á mörgu. Þetta líkist að nokkru leyti því, sem ég hef verið að gera áður, sjómennsku og kennslu. Þetta er mikil vinna og i henni felst ákveðin stjórnun og allt þetta reynir ntikið á mannleg samskipti," sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík í samtali við Morgunblaðið. Kristján Þór var ráðinn bæjarstjóri í vor að afloknum bæjarstjórnarkosn- inum, en við þær breyttist meirihluti innan bæjarstjómarinnar. Aður var bæjarstjórnin skipuð fjórum fulltrúum 88% nýting á Hótel Húsavík í júlí: Besta nýtingin hingað til frá opnun hótelsins A HOTEL Húsavík varð 88% nýting í júlímánuði og er það besta nýting sem fengist hefur á hótelinu síðan það var opnað fyrir 13 árum. Rekstur hótelsins er nú í hönd- um Samvinnuferða-Landsýnar, sem tók hótelið á leigu 1. júní 1985 af eigendum þess, Húsavík- urbæ, félögum og einstaklingum á Húsavík og Flugleiðum. Pétur Snæbjörnsson tók við hóteistjóra- .ftarfi á Húsavík um miðjan maí sl. og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að þessi góða nýting nú í sumar væri fyrst og fremst auknum ferðamannastraumi til landsins að þakka, enda megin- uppistaða gesta erlendir ferða- menn. Einnig hefði tíðarfarið norðanlands að undanförnu hiálp- að til. Pétur sagði að þrátt fyrir ágæta aðsókn yfir hásumarið, yrði vetur- inn alltaf erfiður og alltaf taprekst- ur næðist nýting ekki upp fyrir 50%. „Menn verða einfaldlega að *gera ráð fyrir taprekstri í áætlun- um sínum, en á þessu eina ári síðan SL tók hótelið á leigu held ég að mér sé óhætt að segja, að tekist hefur að bægja tapi frá á heilsárs- grundvelli." Pétur sagði að nú væru 13 ár síðan farið var að markaðssetja fc'íúsavík sem ferðamannastað og því væri sú spurning sér efst í huga hvort í raun hefði verið nægi- lega vel staðið að kynningarstarf- semi. „Þá hefur hótelið verið auglýst á veturna sem ráðstefnu- hótel enda mjög góð aðstaða hér til slíks, en nú hefur hótelum fjölg- að á Suðurlandi sem öll byggja á funda- og ráðstefnuhaldi, og því er spuming hvort Hótel Húsavík er orðið samkeppnisfært á því sviði vegna staðsetningar. Mér finnst undarlegt að hótelið hafí ekki tryggara ráðstefnuhald miðað við svo langan starfstíma. Menn koma nefnilega hiklaust aftur ef þeim hefur líkað vel áður. Við höfum aðeins bókaða eina ráðstefnu, umboðsmannafund Flugleiða í september, en síðan taka við ýmsar uppákomur sem við erum nú með í vinnslu. Boðið verður upp á þessar hefðbundnu pakkaferðir og meiningin er að hafa t.d. ijúpnaveiði inni í þeim.“ Hann bætti því að æskilegt væri að geta boðið ferðamönnum upp á eitthvað í bænum sjálfum t.d. viðvíkjandi sjónum, svo sem skak og seglbretti, í stað þess að senda þá sífellt út úr bænum til að skoða aðra staði. Hótel Húsavík Framsóknar og einum fulltrúa frá Sjálfstæðisflokki, Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Nú á Sjálfstæðisflokkur þijá fulltrúa, Alþýðubandalag tvo og Framsóknarflokkur tvo. Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðubandalag mynda meirihlutann. Kristján Þór er 29 ára gamall og hefur skipstjómarréttindi auk þess, sem hann hefur að mestu lokið prófi í kennslufræðum. Hann hefur undanfarin ár stundað sjó- mennsku og kennslu við grunnskól- ann á Dalvík og kennt á námsbraut fyrir stýrimannsefni. Kristján Þór sagði, að hann hefði ekki orðið var við það, að unnið hefði verið gegn sér í bænum, sér hefði verið vel tekið af flestum, en skoðan- ir um ráðningu hæjarstjóra hlytu alltaf að vera skiptar. Hann yrði svo sjálfsagt síðasti maðurinn til að heyra einhveijar óánægjuraddir. Hann væri svo auk þess fyllilega tilbúinn að ræða við þá óánægðu ef þeir kærðu sig um. Hluti starfsfólks bæjarskrifstof- anna sagði upp þegar eftir kosningar og sagðist Kristján Þór ekki telja það mótmæli við sig, þar sem ekki hefði verið búið að ganga frá ráðningu hans þegar fólkið sagði upp. Þetta fólk hlyti að hafa verið óánægt með úrslit kosninganna. „Við erum nú að láta taka út fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs og verður því lokið innan tíðar. Eg vil því ekkert segja um stöðu hans fyrr en að því loknu," sagði Kristján. „Það er ýmis- legt, sem fyrir liggur af framkvæmd- um á vegum bæjarins. Eitt af brýnustu verkefnunum er viðgerð á trébryggjunni við Suðurgarð. Þessi viðgerð var ekki fyrirhuguð á fjár- hagsáætlun og því gengur brösuglega að bjarga þvi dæmi fjárhagslega. En eigj bryggjan ekki að detta fram yfir sig verður að gera eitthvað strax, annars þýðir það aðcins mun kostnað- arsamari aðgerðir. Þá er áframhald- andi vinna við holræsagerð. Einnig stefnum við að því að bjóða út við- byggingu við dagheimilið í haust og til stendur að rífa húsið Dröfn og gamla netaverkstæðisbraggann. I Dröfn hafa verið fjórar íbúðir, en húsnæðið er nú talið heilsuspillandi. Fyrir dyrum stendur að breyta fyrir- komulagi á sölu heits vatns frá M'M'Æí Kristján Þór Júlíusson hitaveitunni, selja það eftir mæli, en áður var það selt á föstu gjaldi eftir hemli. Með því móti er búizt við tals- verðum vatnsspamaði. Hitaveitan byggir vatnsöflun sína nú á einni borholu í Hamarslandi og fljótlega þarf að taka afstöðu til þess hvort boruð verði önnur hola til að tryggja nægilegt vatn og öryggi vatnsöflunar. Þá þarf að huga að öflun neyzlu- vatns á nýjum stað, en bæjarbúar eru löngu búnir að fá sig fullsadda á því vatni, sem nú stendur til Ixjða og menn hafa orðið að sætta sig við undanfarin ár. Við höfum verið með mann í athugun á mögulegri vatns- öflun á nýjum stað, en það hefur ekki skilað árangri enn sem komið er. Hann hefur nú tekið saman loka- skýrslu um athuganir sínar og ræðir þær við okkur á næstunni. Hver sem niðurstaða þessara vatnsmála verður er ljóst að þær framkvæmdir verða kostnaðarsamar og menn verða að fara að búa sig undir það. Það er töluverður uppgangur á Dalvík og ekki ástáeða til að búast við neinum afturkipp í því. Framtíð- armöguleikar staðarins byggjast fyrst og fremst í þvi, að menn fylgist vel með því, sem er að gerast í kringum okkur í stað þess að einblína á það, sem fyrir er. Við hugsum okkur enn- freinur að nýta höfnina betur og erum opnir fyrir allri nýbreytni. Við erum aðilar að Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar og það hefur skilað okkur miklu eins og Sæplasti og Pólstjörnunni. Ilér eiga allir að geta haft það gott, en auðvitað verða menn að hafa eitthvað fyrir því sjálfir og mega ekki búast við því að fá allt upp í hendurnar,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.