Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 vagn, Porscheinn er meðalstór og þróaður upp úr sportbíl. Porsche 959 Bfllinn sem getur allt? Hann er Qórhjóladrifinn og sá búnaður þarfnast nánari skýringa. Þegar flögurhundruðogfimmtíu hestöflin leggjast með þunga sínum á sveif- ina og skjóta bflnum áfram fer aflið að mestu leyti á afturhjólin. Þegar vélin heldur við, gerist það sama. Þegar annarhvor öxullinn missir grip, jafnast átakið á báða og til að halda stefnu á miklum hraða er betra að framhjólin dragi bílinn áfram, til þess eru framdekkin einu prósenti stærri en afturdekkin. Öll þessi aflfærsla milli öxla og einnig milli afturhjólanna gerist sjálfvirkt og er stjómað af tölvubúnaði sem fær boð frá m.a. ABS-kerfinu um snúningshraða hjólanna. Margra diska vökvaknúnar kúplingar eru f hlutverki mismunadrifa á afturöxli og á milli öxlanna og með þær aðí vopni er tölvunni leikur einn að færa átakið þangað sem það á að vera. Vandamál flestra hraðskreiðra bfla er að loftstraumurinn um þá hefur svipuð áhrif og á flugvéla- væng, bflamir lyftast upp og veggrip minnkar. Porsche leysir þetta vandamál og notar til þess annars vegar lögun bílsins og hins vegar breytilega hæð hans frá jörðu. Hægt er að velja eina af þremur stillingum, 12, 15 og 18 sm hæð, en þegar komið er yfir 120 km hraða lækkar bfllinn sjálfur í neðstu stillingu og þá þrýstir loft- straumurinn honum lítið eitt niður! Boddýið er þróað upp úr gamla 911 Turbo-bflnum og má sjá svip með þeim. Þó er 959 að mestu sam- settur úr nýjungum, aðeins álhurð- imar og húddlokið em óbreytt. Burðargrindin er galvanhúðuð, flestir boddyhlutar úr plastefnum (polyureþan, Kevlar, Aramid og’ trefjaefnum), rúðumar hafa innra lag úr 5 mm skotheldu plastefni! Öll þæginmdi em í Porsche 959: lúxusinnrétting, loftkæling, hljóm- tæki, sérstök hljóðeinangrun o.fl. Ef menn hins vegar vilja, þá er hægt að fá hann í hrárri útgáfu þar sem mestu þægindunum er sleppt og bfllinn verður fyrir vikið 100 kg léttari og þar af leiðandi sprækari. Vélin er sex strokka boxari með tveimur túrbínum og vart þarf að taka fram að fjórir ventlar em á hvem strokk og knastásar em yfir- liggjandi. Sex gíra kassi er notaður til að deila öllu þessu afli niður á hæfíleg hraðastig, frá kyrrstöðunni upp í þessa 320 sem hann á að komast á einum klukkutíma! Aðeins 250 stk. verða framleidd af þessum merkilega bfl (í bili amk.) og hann kostar u.þ.b. 8 milljónir (mælt í ísl. kr.) í Þýskalandi, sem trúlega kæmi út sem 12—14 millj- ónir á íslandi! Fá þó færri en vilja! Ekki er aðeins að menn verði að vera sæmilega í álnum til að geta keypt 959, þeir verða líka að hafa átt Porsche áður og enginn kaup- andi fær sinn bfl afhentan fyrr en að afloknu akstursnámskeiði á Nur- burgring-kappakstursbrautinni! Öllum þeim sem ekið hafa þessu ótrúlega tryllitæki ber saman um að það sé lífsreynsla engu lík, Bret- inn John Miles, fyrmrn F-l-kappi, segir t.d. um reynslu sína að þegar 959 sé ekið verði þýsku hraðbraut- imar að hreinustu sveitavegum! Benz 560 4MATIC Annar bíll sem getur allt! Nema e.t.v. náð 320 km hraða. Þessi er toppurinn hjá Benz, beint framhald af 500-bflnum og þó mun fullkomn- ari og sprækari. Hann er sannar- Iega einn með öllu og þá er ekkert skilið undan. Þægindi: sæti með óteljandi stillingum og hægt að setja þær inn á minni bílatölvunn- ar, aftursætið er líka stillanlegt og rafknúið, hitastig að eigin vali, ná- lega algjör hljóðeinangmn. Afl: 7,5 sek. í hundraðið. Aksturseiginleik- ar lækkar sig sjálfur þegar 130 km hraða er náð, sjálflæsandi mis- munadrif, ABS-hemlar og innan skamms verður hann boðinn með Aðalbornir fram- verðir nýrrar tækni Heil öld að baki og stolt Daimler Benz ættarinnar er í senn fulltrúi aldagamallar reynslu og virðuleika, nútíma glæsileika og fram- vörður nýrrar tækni. Bllar Þórhallur Jósepsson Allt frá árdögum bílasmíði í heim- inum hafa verið gerðir eðalvagnar, framúrskarandi á sínum tíma og hlaðnir þægindum og dýmm mun- aði, enda margir dýrari en lýst verður af meiri nákvæmni en dýr- leika Konungsbókar eða Guð- brandsbiblíu. Nöfn sumra em enn þekkt, þótt áratugir séu frá uppgjöf framleiðenda og endalokum fram- leiðslunnar. Bugatti Royale er trúlega eitt mesta djásn bflasmíð- innar, Hispanio Suiza, Minerva, Packard, Napier, Duesenberg, allt nöfn á safngripum nútíðarinnar, sem áður fyrr vom tákn auðsældar og jafnvel konungdóms. Enn lifa Cadillac, Rolls Royce og Mercedes Benz af þeim gömlu sannkölluðu glæsivögnum og halda á lofti merki kynstofsins. Ekki var einungis leitað eftir þægindum samfara fullkomnun, saga tryllitækjanna er nær jafngömul bflnum sjálfum. Vart vom menn famir að aka þessum frumstæðu furðuverkum sínum eft- ir strætum þegar upp kom spum- ingin um hver væri fljótastur að komast einhveija tiltekna vega- lengd eða upp einhverja brekkuna. Ótal bflasmiðir spreyttu sig í kapp- akstri og reyndin varð sú að þeir sem best spjömðu sig á þeim vett- vangi stóðu með pálmann í höndun- um á markaðnum. Á þessu sviði var, og er reyndar enn, fjölbreytnin meiri en í framleiðslu glæsivagna og sviptingar miklar hafa um geng- ið, hafa sumir hinna fyrstu snúið sér að mestu eða öllu leyti að smíði óbreyttra brúksbfla, aðrir hafa gef- ið upp öndina og enn aðrir hafa bæst við. Meðal framkvöðla vom Renault, Fiat, Peugeot og Mercedes sem síðan em frægari fyrir annars- konar framleiðslu en keppnisbíla, Ford, Sunbeam, Talbot, Bentley komu síðar. Fáir hafa bæst við eft- ir kreppuárin og lifa enn, BMW, Ferrari og Porsche svo að frægustu nöfnin séu nefnd. í leit að fullkomnun Snemma fór að bera á því hjá bflasmiðum að þeir leituðu margir hveijir fullkomnunar f framleiðslu Porsche 959. Loftinntökin á hliðunum eru fyrir kæliloft á risastóra hemladiskana, að framan fyrir olíukæli, allt þetta loftstreymi innanum bilinn hjálpar til að ná mótstöðustuðlinum niður i 0,31. sinni. Þeir vildu búa til bfl sem væri allt í senn, glæsilegur, þægi- legur, traustur og aflmikill hrað- akstursbfll. Sjaldan hefur tekist að sameina alla þessa kosti svo vel fari og ævinlega hefur það verið dýrt. Varla hafa menn talið sig vera búna að skapa hinn fullkomna bfl þegar kröfur tímans gera hann úreltan. Og þótt fyrrgreind atriði hafi e.t.v. verið í þokkalegu lagi, vantaði yfírleitt eitt veigamikið at- riði: öryggi. Því var og er oft enn, vemlega ábótavant þegar hraðinn fór að nálgast annað hundraðið. T.d. er haft eftir þeim mikla lista- smið Bugatti um öiyggi bfla hans að hann smíðaði bfla til að aka þeim, ekki til að stoppa þá! Heldur þótti ótryggt hemlakerfíð í þeim annars frábæm bflum. Ekki linnir þessari viðleitni bfla- framleiðenda enn og nú skulum við skoða lítillega tvo vagna úr fremstu röð, er jafnvel óhætt að kalla þá bestu bfla í heimi í dag, hvom á sínu sviði. Báðir em þeir af æðstu aðalsættum bílanna, annar af hinni elstu og rekur ættir sínar í beinan legg til fyrsta frartækisins sem hlaut nafngiftina „bfll“. Sá heitir Benz og er af ætt glæsivagna. Hinn er af síðari tíma aðalshættum og heitir Porsche. Hann er af kyni tryllitækja. Báðir em þessir vagnar dæmi- gerðir fyrir leitina að fullkomnun, nýjustu hátækni er beitt til hins ýtrasta til að ná fram hinum bestu eiginleikum á öllum sviðum og við allar aðstæður. Báðir em framúr- skarandi vönduð smíði, feikna öflugir, búnir öllum hugsanlegum öryggisbúnaði, óhugnanlega hrað- skreiðir, hlaðnir þægindum og rándýrir. Þeir em báðir afkvæmi þrautreyndrar framleiðslu og einn helsti munurinn sem á þeim er ligg- ur í því að Benzinn er stór glæsi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.