Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 48
■ !%.
yf
Kvóti á úthafsrækjuveiðar
til umræðu á samráðsfundi
„Kemur ekki til greina nema fiskifræðilegar ástæður krefjist,“ segir Kristján Ragnarsson
„ÉG VIL ekki ganga svo langt að segja að stofninn sé í
hættu en þeir sem lifa af þessum veiðum hafa áhyggjur
af stóraukinni sókn í úthafsrækjuna og telja fulla ástæðu
til að veiðiþol hennar verði metið. Ef þörf er á takmörkun
veiðanna væri eðlilegast að gera það með því að takmarka
sókn skipa sem aðallega stunda aðrar veiðar, eins og til
dæmis loðnubátanna,“ sagði Theodór Norðkvist fram-
kvæmdastjóri Rækjuvinnslu O.N. Olsen hf. á ísafirði í
samtali við Morgunblaðið.
SH og Trygginga-
miðstöðin:
Kaupa lóðina
við Aðalstræti
8 á 14 milljónir
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti-
húsanna og Tryggingamiðstöðin
hf. hafa fest kaup á lóð Þorkels
Valdimarssonar við Aðalstræti
8, þar sem Fjalakötturinn stóð
áður. Umsamið kaupverð lóðar-
innar er 14 milljónir króna.
Friðrik Pálsson, forstjóri SH,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að fyrirhugað væri að reisa hús á
lóðinni fyrir starfsemi fyrirtækj-
anna og yrði húsið samkvæmt
skipulagi Reykjavíkurborgar á
Kvosinni. Gert væri ráð fyrir að
húsið yrði að hluta sambyggt við
Aðalstræti 6 þar sem SH og Trygg-
ingamiðstöðin eru nú til húsa.
Hugmyndin væri að nýta þá stækk-
unarmöguleika sem viðbyggingin
hefði í för með sér fyrir þá starf-
semi sem fram fer í Aðalstræti 6,
en samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur Sölusamband
íslenskra fískframleiðenda hug á
að fá aðstöðu í fyrirhugaðri bygg-
ingu við Aðalstræti 8.
Rokk með
Sinfóníunni
FYRIR jólin kemur út hljóm-
plata þar sem Sinfóníuhljóm-
sveit íslands leikur íslensk
rokk- og dægurlög. Meðal laga
á plötunni verða „Stórir strák-
ar fá raflost" eftir Bubba
Morthens, „Gaggó Vest“ eftir
Gunnar Þórðarson og „Gleði-
bankinn" eftir Magnús Eiríks-
son.
Fleiri af vinsælum tónskáldum
yngri kynslóðarinnar munu og
eiga lög á plötunni, að sögn
Björgvins Halldórssonar tónlist-
armanns, sem er upphafsmaður
þessarar útgáfu og mun stjóma
hljóðritun í byijun næsta mánað-
ar.
„Það verður mikið í þetta lagt,“
sagði Björgvin í samtali við blm.
Morgunblaðsins í gær. „Það var
búið að vinna í þessu af og til frá
jólum þegar ég bar hugmyndina
fyrst undir stjóm Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands."
Hljóðritunin fer fram í Hljóð-
rita í Hafnarfírði og þá stjómar
enski hljómsveitarstjórinn Ed
Wells Sinfóníuhljómsveitinni en
hann hefur einnig útsett lögin.
„Þetta verður væntanlega eitt-
hvað í svipuðum dúrog hljómplat-
an „Classie Rock“, sem notið
hefur mikilla vinsælda hér á
landi," sagði Björgvin Halldórs-
son.
Það er verslunin Skífan, sem
gefur út væntanlega rokkplötu
Sinfóníuhljómsveitar íslands.
Akureyri:
Á samráðsfundi sem sjávarút-
vegsráðherra boðaði sjávarút-
vegsnefndir Alþingis og fulltrúa
samtaka hagsmunaaðila á til að
ræða endurskoðun fiskveiðistefn-
unnar á næsta ári kom til tals
hvort setja ætti úthafsrækjuveið-
arnar inn í kvótakerfið að fullu
eða hluta. Árni Kolbeinsson,
ráðuneytisstjóri, sagði að ráð-
herra hefði lagt fram nokkra
umræðupunkta á fundinum, með-
al annars um þetta atriði. I því
fælist engin stefnumörkun af
þarna, um 40 mílur norður af
Straumnesi og bjóst hann við
því að kasta nokkrum sinnum
áður en hann héldi heim á leið.
hálfu ráðuneytisins í þessu máli.
Kristján Ragnarsson, formað-
ur Landssambands íslenskra
útvegsmanna, sagði í samtali við
Morgunblaðið að það hefði komið
fram á fundinum að Hafrann-
sóknastofnun teldi sig ekki hafa
ástæðu til að takmarka úthafs-
rækjuveiðarnar. Taldi hann ekki
koma til greina að takmarka veið-
arnar nema fiskifræðilegar
ástæður krefðust þess. Benti
hann jafnframt á að veiðamar
hefðu gengið einstaklega vel að
undanförnu þrátt fyrir stóraukna
sókn.
Theodór Norðkvist sagði að
það væri Ijóst að rækjan væri
takmörkuð auðlind og ef hún
yrði ofnýtt væri afkomu þeirra
sem lifðu eingöngu á úthafsrækj-
unni stefnt í voða. Því legðu
menn alla áherslu á að lagt yrði
mat á veiðiþolið, því sóknin væri
sífellt að aukast. Theodór sagðist
ekki sjá að kvótakerfið væri góð
leið til takmörkunar á veiðunum.
Réttast væri að takmarka aðgang
skipa sem stunduðu aðrar veiðar,
svo sem loðnubáta. Þá væri skyn-
samlegra að stjóma veiðunum
með því að úthluta kvóta til
vinnslustöðvanna og hætta að
veita ný rækjuvinnsluleyfi, en að
setja kvóta á einstök skip.
Sjá einnig viðtal við Kristján
Ragnarsson á blaðsíðu 32.
Vestmannaeyjar:
Skipverji
hætt kominn
Vestmannaeyjuin.
SKIPVERJI á loðnuskipinu
ísleifi VE 63 var á fimmtu-
daginn fluttur í sjúkrahús
eftir að hann fannst meðvit-
undarlaus í lest bátsins.
Maðurinn var að vinna að við-
gerð í lestinni þegar freon-rör
fór í sundur svo frystivökvinn
lak út. Freon-vökvinn eyðir
súrefni og féll maðurinn því
í yfirlið og var í hættu að
kafna.
Fyrir snarræði skipverja, sem
komu að manninum í yfirliði,
tókst að koma honum fljótt und-
ir bert loft og lögreglan flutti
hann strax í sjúkrahúsið. Komst
skipvetjinn fljótlega til meðvit-
undar eftir að honum hafði verið
komið upp úr bátnum og átti
hann fljótlega að útskrifast af
sjúkrahúsinu.
— hkj.
Verðmæti úr einni
veiðiferð 30 milljónir
Akureyri.
AKUREYRIN, frystitogari út-
gerðarfélagsins Samherja hf.
á Akureyri, er væntanleg í
höfn í dag með milli 260 og
270 tonn af unnum fiski. Afla-
verðmæti mun vera um 30
milljónir króna.
Akureyrin hefur verið á veið-
um undanfarnar 3 vikur við
Strandagrunn og þar vesturaf,
pg er skipstjóri í túrnum Jón
ívar Halldórsson. Jón sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær
að um 30 skip væru á miðunum