Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986
Hinn „stóri“ dómur
— eftir Þór Saari
Loksins, loksins er hann kominn
dómurinn sem beðið hefur verið
eftir. Dómurinn sem ákveða átti
kaup og kjör háseta og skipstjóra
á farskipum. Dómurinn sem hæsti-
réttur landsins tilnefndi þijá menn
í að skipan ríkisstjórnarinnar, sem
að skipan kaupskipaútgerða afnam
verkfallsréttinn á farskipum þann
9. maí síðastliðinn. Dómurinn sem
taka átti mið af þeim kaup- og
kjarabreytingum sem átt hafa sér
stað í landinu.
Já dómurinn er kominn og inni-
heldur nákvæmlega ekki neitt og
sýnir það enn einu sinni vanhæfni
kjara- og gerðardóma til að úr-
skurða um launamál og það að þrír
gerðardómara skuli þurfa þijá mán-
uði fyrir slíkan blaðsíðuQölda af
kjaftæði og bulli, er með eindæmum
og vekur óneitanlega spurningar
um vinnutíma og afköst því niður-
staðan er nákvæmlega sú, að
sultarsamningur ASÍ og VSÍ frá í
vor skuli einnig gilda til sjós og sú
staðreynd að farmenn hafa stórlega
dregist aftur úr öðrum í launamál-
um er höfð að engu.
Aldrei hafa jafnmargir unnið
jafnlítið verk á 3 mánuðum og áður-
nefndir gerðardómarar og aldrei
hefur þurft jafnmargar blaðsíður
til að útskýra ekki neitt. Það hefur
sýnt sig nú sem endranær að laun-
þegar bíða ætíð lægri hlut í málum
sem þessum og þegar svo er komið
eru lagaboð ríkisstjórnarinnar ekki
marktækari en óskrifað blað.
Ef ráðamenn þjóðarinnar halda
áfram þeirri óhæfu að skikka fólk
til vinnu með lögum hlýtur endirinn
einfaldlega að verða sá að þau lög
verði hundsuð, því þegar hagsmun-
ir fjöldans era einskis virtir og
hagsmunir örfárra aðila eru látnir
ganga fyrir í hlutfalli við greiðslur
í flokkssjóði, þá er ríkisstjórnin ein-
faldlega að traðka niður verkfalls-
réttinn og við slíkt verður ekki unað.
Sjómannafélag Reykjavíkur hef-
ur boðað verkfall þann 5. janúar
næstkomandi hafi ekki tekist að
ná samkomulagi fyrir þann tíma.
Þá er viðbúið að róðurinn verði erf-
iður því ekki er einungis við at-
vinnurekendur að eiga heldur einnig
„Ef ráðamenn þjóðar-
innar halda áfram
þeirri óhæfu að skikka
fólk til vinnu með lög-
um hlýtur endirinn
einfaldlega að verða sá
að þau lög verði hunds-
uð, því þegar hagsmun-
ir fjöldans eru einskis
virtir og hag'smunir ör-
fárra aðila eru látnir
ganga fyrir í hiutfalli
við greiðsiur í flokks-
sjóði, þá er ríkisstjórnin
einf aldlega að traðka
niður verkfallsréttinn
og við slíkt verður ekki
unað.“
ríkisstjórn sem er þeim að baki.
Og eftir síðustu útreið sem sjómenn
fengu hjá gerðardómi, sem boraði
Þór Saari
í nef sér í þijá mánuði og skilaði
engri lausn, sést að nú þarf jafnvel
meira til en bara verkfall. Hvað það
verður kemur væntanlega í ljós, en
þangað til verðum við að sætta
okkur við niðurstöðu þriggja gerð-
ardómara með hreint nef og starfa
eftir úrskurði sem er frekar ómerki-
legur pappír. Því miður.
Höfundur er farmaður.
lenna-
Ivinir
Sautján ára piltur frá Ghana, hefur
gaman af íþróttum, kvikmyndum
og að eiga pennavini sem víðast.
Emmanuel Obir
c/o Mr. J. Obir
G. W $ SC P.O.box 77,
Saltpond,
Ghana West Africa
Tuttugu og þriggja ára sænsk
stúlka vill skrifast á við jafnaldra
af báðum kynjum. Hún hefur áhuga
á hestum og er hinn mesti dýravin-
ur.
Eva Udd
Riset Murum
S-52015 Hökerum
Sverige
Þijátíu og átta ára Breti, hefur
gaman af póstkortasöfnun.
Martin Rees
185 Pearl Street
Roath
Cardiff CF2 IRD
South Wales UK
Pening’amarkadurinn
GENGIS-
SKRANING
Nr. 151 - 14.ágúst 1986
Kr. Kr. Toll-
Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 40,600 40,720 41,660
Sf.pund 60,738 60,917 60,522
Kan.dollari 29,203 29,290 29,314
Dönskkr. 5,2177 5,2331 5,2643
Norsk kr. 5,5167 5,5330 5,5331
Sænskkr. 5,8594 5,8768 5,8744
Fi.mark 8,2420 8,2663 8,2642
Fr. franki 6,0417 6,0595 6,0700
Belg. franki 0,9485 0,9513 0,9638
Sv. franki 24,3815 24,4535 23,5235
Holl. gyllini 17,4286 17,4801 17,5232
V-þ. mark 19,6420 19,7000 19,7475
ít. lira 0,02852 0,02861 0,02868
Austurr. sch. 2,7933 2,8015 2,8066
Port. escudo 0,2771 0,2780 0,2795
Sp. peseti 0,3032 0,3041 0,3043
Jap. yen 0,26338 0,26416 0,26454
írsktpund 54,443 54,603 57,702
SDR(Sérst. 49,0502 49,1954 48,2294
ECU.Evrópum. 41,4546 41,5772 40,6155
INNLÁN S VEXTIR:
^ Sparisjóðsbækur
Landsbankinn....... ........ 9,00%
Útvegsbankinn................ 8,00%
Búnaðarbankinn............... 8,50%
Iðnaðarbankinn............... 8,00%
Verzlunarbankinn............. 8,50%
Samvinnubankinn.............. 8,00%
Alþýðubankinn................ 8,50%
Sparisjóðir.................. 8,00%
Sparisjóðsreikningar
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn............... 10,00%
Búnaðarbankinn...... ........ 9,00%
Iðnaðarbankinn...... ........ 8,50%
Landsbankinn ............... 10,00%
Samvinnubankinn........'.... 8,50%
Sparisjóðir.................. 9,00%
Útvegsbankinn................ 9,00%
v. Verzlunarbankinn................ 10,00%
með 6 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn............... 12,50%
.ij Búnaðarbankinn............... 9,50%
Iðnaðarbankinn.............. 11,00%
Samvinnubankinn............. 10,00%
Sparisjóðir................. 10,00%
Útvegsbankinn............... 10,00%
Verzlunarbankinn............ 12,50%
með 12 mánaða uppsögn
1 Alþýðubankinn............... 14,00%
Landsbankinn................ 11,00%
Útvegsbankinn............... 13,60%
með 18 mánaða uppsögn
Búnaðarbanki................ 15,50%
Iðnaðarbankinn............. 14,50%
Verðtryggðir reikningar
miðað við lánskjaravísitölu
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn................ 1,00%
■vj Búnaðarbankinn............... 1,00%
Iðnaðarbankinn............... 1,00%
Landsbankinn................. 1,00%
Samvinnubankinn.............. 1,00%
Sparisjóðir.................. 1,00%
Útvegsbankinn................ 1,00%
Verzlunarbankinn........... 1,00%
með 6 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn................ 3,00%
Búnaðarbankinn............... 2,50%
Iðnaðarbankinn............... 2,50%
Landsbankinn................. 3,50%
Samvinnubankinn.............. 2,50%
Sparisjóðir............... 3,00%
Útvegsbankinn................ 3,00%
Verzlunarbankinn............. 3,00%
með 18 mánaða uppsögn:
Samvinnubankinn...... ....... 7,50%
með 24 mánaða uppsögn:
Samvinnubankinn.............. 8,00%
Að loknum binditíma 18 mánaða og
24 mánaða verðtryggðra reikninga
Samvinnubankans er innstæða laus
tvisvar á ári eins og á 6 mánaða reikn-
ingum.
Ávísana- og hlaupareikningar:
Alþýðubankinn
- ávisanareikningar.......... 7,00%
- hlaupareikningar............ 3,00%
Búnaðarbankinn............. 3, 00%
Iðnaðarbankinn................ 3,00%
Landsbankinn....... .......... 4,00%
Samvinnubankinn............... 4,00%
Sparisjóðir................ 3,00%
Útvegsbankinn.............. 3,00%
Verzlunarbankinn ’)........ 3,00%
Eigendur ávisanareikninga i Verzlun-
arbankanum geta samið um ákveðna
lágmarksinnstæðu á reikningi sinum og
af henni eru reiknaðir almennir spari-
sjóðsvextir auk uppbótar.
Stjörnureikningar:
Alþýðubankinn 1)............ 8-9,00%
Alþýðubankinn býður þrjár tegundir
Stjörnureikninga og eru allir verð-
tryggðir. i fyrsta lagi eru reikningar fyrir
ungmenni yngri en 16 ára, með 8%
vöxtum. Reikningurinn er bundinn þar
til eigandinn hefur náð 16 ára aldri. I
öðru lagi eru reikningar fyrir aldraða -
lífeyrisþega — með 8% vöxtum. Upp-
sagnarfrestur er mismunandi eftir aldri
eiganda, 3 til 9 mánuðir. Vextir og verð-
bætur eru lausar til útborgunar i eitt
ár. Þá eru þriggja Stjörnureikningar
með 9% vöxtum. Hver innborgun er
bundin í tvö ár. Vextir og verðbætur
eru lausar til útborgunar í eitt ár.
Afmælisreikningur
Landsbankinn 7,25%
Afmælisreikningur Landsbankans er
bundinn í 15 mánuði og ber 7,25%
vexti og er verðtryggður. Innstæða er
laus í tvo mánuði eftir að binditíma lýk-
ur. Heimilt er að leggja inn á reikninginn
til 31. desember 1986.
Safnlán - heimilislán - IB-lán - plúslán
með 3ja til 5 mánaða bindingu
Alþýðubankinn................ 10-13%
Iðnaðarbankinn...... ......... 8,50%
Landsbankinn................. 10,00%
Sparisjóðir................... 9,00%
Samvinnubankinn............... 8,00%
Útvegsbankinn................. 9,00%
Verzlunarbankinn............. 10,00%
6 mánaða bindingu eða lengur
Alþýðubankinn................ 13,00%
Iðnaðarbankinn................ 9,00%
Landsbankinn................. 11,00%
Sparisjóðir.................. 10,00%
Útvegsbankinn................ 10,00%
Innlendir gjaldeyrisreikningar:
Bandaríkjadollar
Alþýðubankinn................. 7,50%
Búnaðarbankinn................ 6,00%
Iðnaöarbankinn................ 6,00%
Landsbankinn........ ...... 6,00%
Samvinnubankinn............... 6,50%
Sparisjóðir................... 6,00%
Útvegsbankinn................. 6,00%
Verzlunarbankinn...... ....... 6,50%
Sterlingspund
Alþýðubankinn................ 11,50%
Búnaðarbankinn................ 9,00%
Iðnaðarbankinn................ 9,00%
Landsbankinn................. 9,00%
Samvinnubankinn............. 10,00%
Sparisjóðir.................. 9,00%
Útvegsbankinn................ 9,00%
Verzlunarbankinn............ 10,50%
Vestur-þýsk mörk
Alþýðubankinn................ 4,00%
Búnaöarbankinn............... 3,50%
Iðnaðarbankinn............... 3,50%
Landsbankinn................ 3,50%
Samvinnubankinn.............. 3,50%
Sparisjóðir.................. 3,50%
Útvegsbankinn................ 3,50%
Verzlunarbankinn............. 3,50%
Danskar krónur
Alþýðubankinn................ 8,00%
Búnaðarbankinn............... 6,50%
Iðnaðarbankinn............... 7,00%
Landsbankinn....... ......... 7,50%
Samvinnubankinn.............. 7,50%
Sparisjóðir................ 7,00%
Útvegsbankinn................ 7,00%
Verzlunarbankinn............. 7,00%
ÚTLÁNSVEXTIR:
Almennirvíxlar(forvextir).. 15,25%
Skuldabréf, almenn............... 15,50%
Afurða- og rekstrarlán
í íslenskum krónum.......... 15,00%
i bandaríkjadollurum......... 8,25%
í sterlingspundum........... 11,25%
í vestur-þýskum mörkum..... 6,00%
ÍSDR......................... 8,00%
Verðtryggð lán miðað við
lánskjaravísitölu
Íalltað2'/zár................... 4%
Ienguren2'/2ár.................. 5%
Vanskilavextir................. 27%
Óverðtryggð skuldabréf
útgefin fyrir 11.08. '84.... 15,50%
Skýringar við sérboð
innlánsstofnana
Landsbankinn: Ársvextir af Kjörbók eru
14,0% — ávöxtun hækkar eftir því sem inn-
stæða er lengur óhreyfð. Á þriggja mánaða
fresti er ávöxtun Kjörbókar borin saman við
ávöxtun á sex mánaða verðtryggðum reikning-
um og sú ávöxtun valin sem reynist hærri.
Vextir eru reiknaðir tvisvar á ári á höfuðstól.
Kjörbók er óbundinn reikningur, en frá út-
borgaöri fjárhæð dregst 0,7% gjald en þó
ekki af vöxtum liðins árs.
Útvegsbankinn: Ábót er óbundinn reikning-
ur. Borin er saman ávöxtun á óverðtryggðum
reikningum og þriggja mánaða verðtryggðum
reikningum og hærri ávöxtunin valin. Ef inn-
stæða hefur verið hreyfð, reiknast almennir
sparisjóðsvextir á reikninginn. Vextir eru færð-
ir einu sinni á ári á höfuðstól, en verðbætur
bætast við höfuðstól ef ávöxtun þriggja mán-
aða reikninga er valin.
Búnaðarbankinn: Gullbók ber 14,0% vexti
á ári — ávöxtun fer hækkandi eftir því sem
innstæða er lengur óhreyfð. Gerður er saman-
burður við ávöxtun þriggja mánaða verð-
tryggðra reikninga og ef hún er betri er hún
valin. Vextir eru færðir tvisvar á ári á höfuð-
stól. Ef tekið er út af reikningnum er reiknað
0,75% úttektargjald og er það dregið frá áunn-
um vöxtum.
Metbók Búnaðarbankans er bundinn reikning-
ur til 18 mánaða. Hverju Innleggi er hægt að
segja upp með 18 mánaða fyrirvara. Vextir
eru lausir til útborgunar í 6 mánuði. Nafn-
vextir eru 14.50% og höfuðstólsfærslur vaxta
tvisvar á ári. Gerður er samanburður á ávöxt-
un 6 mánaða verðtryggðra reikninga og
Metbókar. Ávöxtun Metbókar er aldrei lakari
en ávöxtun 6 mánaða reikninga.
Verzlunarbankinn: Kaskóreikningur. Meg-
inreglan er að innistæða sem er óhreyfð i
heilan ársfjórðung nýtur kjara 6 mánaða bund-
ins óverðtryggðs reiknings eöa 6 mánaöa
verðtryggð reiknings, eftir því hvor gefur
hærri ávöxtun fyrir þann ársfjórðung. Vextir
og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers
ársfjórðungs, hafi reikningur notið þessara
„kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör þótt
teknir séu út vextir og veröbætur, sem færðar
hafa veríð á undangengnu og líðandi ári. Út-
tektir umfram það breyta kjörum sem hér
segir: Viö eina úttekt i fjórðungi reiknast al-
mennir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð,
en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttekt-
ir fær öll innistæða reikningssins sparisjóðs-
bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða
annan virkan dag ársfjórðungs fær innistæðan
hlutfallslegar verðbætur m.v. dagafjölda í inn-
leggsmánuði, en ber síðan kaskókjör út
fjórðunginn. Reikningur sem stofnaður er
síðar fær til bráðabirgða almenna sparísjóðs-
vexti en getur áunnið sér kaskókjör frá
stofndegi að uppfylltum skilyrðum.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur. Eftir
því sem innstæða er lengur óhreyfð reiknast
hærri vextir. Fyrstu tvo mánuði 8% vextir,
eftir tvö mánuði 8,25%, eftir þrjá mánuði 8,5%
o.s.frv. uns innstæða hefur verið óhreyfð í 6
mánuði þá reiknast 12% vextir. Frá og með
12 mánuðum eru vextir 12,5% og frá og með
18 mánuöum 13%. Aunnar vaxtahækkanir
reiknast alltaf frá því að lagt var inn. Vaxta-
færsla á höfuðstól er einu sinni á árí.
Alþýðubankinn: Sérbók ber ailt að 16%
vexti en vextir hækka eftir þvi sem innstæða
er lengur. Hver innstæða er meðhöndluð sér-
staklega. Höfuðstólsfærslur vaxta eru fjórum
sinnum á ári. Þá er einnig gerður saman-
burður á ávöxtun Sérbókar og þriggja mánaða
verðtryggðra reikninga og sú hagstæðari val-
in.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og ber auk þess grunvexti 6 mánaða
verötryggs reiknings. Vextir eru færðir á höf-
uðstól tvisvar á ári. Hreyfingar innan mánaðar
bera sérstaka Trompvexti 12,5% ef innistæða
hefur verið án útborgunar í þrjá mánuði eða
lengur, en annars almenna sparisjóðsbókar-
vexti. Ársfjórðungslega er ávöxtun lægstu
innistæðu á liðnum þremur mánuðum borín
saman við sérstaka Tropmvexti og ef þeir
gefa hærri ávöxtun er mismun bætt við vaxta-
stöðu Tropmreiknings.
Sparisjóður Vélstjóra ert með Sparibók,
sem er bundin í 12 mánuði og eru vextir 15,
5%, eru þeir færðir á höfuðstól einu sinni á
ári. Þegar útborgun hefur staðið i stað i 12
mánuði er hún laus til útborgunar næstu 30
daga, eftir það binst hún á ný næstu 11 mán-
uði. Eiganda sparibókar er tryggt að bókin
gefi aldrei lægri ávöxtun á ári en sex mánaða
bundinn verðtryggður reikningur.
Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis,
Sparísjóður Kópavogs, Sparisjóður Hafnar-
fjarðar, Sparisjóðurinn í Keflavik, Sparisjóður
Mýrarsýslu og Sparisjóður Akureyrar eru með
Topp-bók, sem er bundin i 18 mánuði og eru
vextir 14,5%, eru þeir færðir á höfuðstól tvi-
svar á ári. Þegar innborgun hefur staðið i 18
mánuði er hún laus til útborgunar næstu 30
daga, eftir það binst hún á ný og er laus til
útborgunar i 30 daga á sex mánaða fresti.
Eiganda Topp-bókar er tryggt að bókin gefi
aldrei lægri ávöxtun á ári en sex mánaða
bundinn verðtryggður reikningur.
Iðnaðarbankinn Bónusreikningur er óverð-
tryggður reikningur og ber 11% vexti. Óverð
tryggð Bónuskjör eru 2,5%. Á sex mánaða
fresti eru borin saman verðtryggð og óverð-
tiyggð bónuskjör og ávöxtun miöuð við þau
kjör sem eru hærri á hverjum tima. Vextir eru
færðir á höfuðstól tvisvar á ári.
Samanburðartí-
mabil eru þau sömu og vaxtatímabil. Heimilt
er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tíma-
bili.
Sparisjóðsreikningur með 18 mánaða upp-
sögn. Hægt er að velja um bókarlausan
reikning eða reikning tengdan sparisjóðsbók.
Reikningurínn er bundinn til 18 mánaða og
er laus einn mánuð i senn eftir 18 mánuði eða
siðar, eftir vali reikningseigenda. Innstæða
er laus til útborgunar eftir það einn mánuð i
senn á 12 mánaða fresti. Vextir eru reiknaðir
eftir á og eru lagðir við innstæðu 31. desemb-
er ár hvert og eru lausir til útborgunar næstu
12 mánuði eftir það.
Lí féy rissj óðslán:
Ltfeyrissjóður starfsmanna ríkisins:
Lánsupphæð er nú 500 þúsund krónur og er
lánið vísitölubundið með lánskjaravísitölu, en
ársvextir eru 5%. Lánstími er allt að 25 ár,
en getur veríð skemmrí, óski lántakandi þess,
og eins ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg,
þá getur sjóöurinn stytt lánstimann.
Greiðandi sjóðsfélagar geta sótt um lán úr
lifeyrissjóðnum ef þeir hafa greitt iðgjöld til
sjóðsins i tvö ár og tvo mánuði, miðað við
fullt starf. Biðtimi eftir láni er fjórir mánuðir
frá því umsókn berst sjóðnum.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú, eftir a.m.k. 3ja ára aðild
að lifeyrissjóðnum og fimm árum eftir síðustu
lántöku, 150.000 krónur.
Höfuðstóll lánsins er tryggður með láns-
kjaravisitölu, en lánsupphaeðin ber nú 5%
ársvexti. Lánstíminn er 3 til 5 ár að vali lántak-
anda.
Lánskjaravísitala fyrir ágúst 1986 er 1472
stig en var 1463 stig fyrir júlí 1986. Hækkun
milli mánaðanna er 0,62%. Miðað er við visi-
töluna 100 í júni 1979.
Byggingavísitala fyrir júlí til september
1986 er 270 stig og er þá miðað við 100 í
janúar 1983.
Handhafaskuldabréf i fasteignaviðskipt-
um. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%.
Sérboð Nafnvextir m.v. óverðtr. verðtr. Verðtrygg. Höfuðstóls færsl.
Óbundið fó kjör kjör tímabil vaxta á ári
Landsbanki, Kjörbók: 1) Útvegsbanki, Abót: ?—14,0 3.5 3mán. 2
8-14,1 1,0 1 mán. 1
Búnaðarb., Gullbók 1) ?-14,0 1,0 3mán. 2
Verzlunarb., Kaskóreikn: 8,5-12,5 3,0 3mán. 4
Samvinnub., Hávaxtareikn: 8-13,0 1-2,5 3mán. 1
Alþýðub., Sérvaxtabók: 10-16,0 1,0 4
Iðnaðarbanki, Bónus: 11,0 2,5 6mán. 2
Sparisjóðir, Trompreikn: Bundið fé: 12,5 3,0 1 mán. 2
Búnaðarb., Metbók: 15,50 3,5 6mán. 2
Sparisj. vélstj: 15,5 3,0 6mán. 1
Iðnaðarb. 18mán: 14,5 1
1) Vaxtaleiðrétting (úttektargjald) er 0,75% í Búnaðaörbanka og 0,7% i Landsbanka.