Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 5 Hátíðarmessur á sunnudag: Borgarstjóri pré- dikar í Neskirkju Borgarfulltrúar aðstoða við messur víða um borgina DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, prédikar við messu í Neskirkju á morgun, sunnudagf. Þá munu borgarfulltrúar prédika og flytja ávörp við guðsþjónustur viða um borgina, þar sem minnst verður 200 ára afmælis Reykjavikur. Hátíðarmessur verða í flestum kirlq'um og safnaðarheimilum borg- arinnar. í Dómkirkjunni verða hátíðarmessur klukkan 11.00 og klukkan 14.00. í fyrri messunni mun Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi prédika og borgarfulltrúar lesa ritn- ingartexta, en Dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. I seinni messunni mun biskup íslands, hr. Pétur Sig- urgeirsson, prédika og Dómkirkju- prestar og dómprófastur, sr. Olafur Skúlason vígslubiskup, þjóna fyrir altari ásamt biskupi. I safnaðarheimili Árbæjarsóknar mun Ingólfur S. Sveinsson vara- borgarfulltrúi flytja stólræðuna og Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi flytja ávarp í lok messunnar. í Ás- trúi og aðrir borgarfulltrúar taka þátt í messunni. Við hátíðarmessu í Hallgríms- kirkju annast Egill Skúli Ingibergs- son fyrrverandi borgarstjóri ritningarlestur og Birgir Isleifur Gunnarsson fyrrverandi borgar- stjóri flytur ávarp og í Háteigs- kirkju flytur Guðrún Zoéga varaborgarfulltrúi ritningarorð. INNLENT Davið Oddsson borgarstjóri prédikar i messu í sóknarkirkju sinni, Neskirkju, á morgun sunnudag. kirkju prédikar Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi og Elín Olafsdóttir varaborgarfulltnii les ritningarorð. Hátíðarguðsþjónusta verður í Bústaðakirkju með þátt- töku borgarfulltrúanna Jónu Gróu Sigurðardóttur, Júlíusar Hafstein og Páls Gíslasonar, sem flytur stól- ræðuna. í Fella- og Hólakirkju munu borgarfulltrúar aðstoða við messuna. I Grensáskirkju prédikar Haraldur Blöndal varaborgarfull- Ellilífeyrisþeg- um ekið á tækni- sýninguna VEGNA tæknisýningar i Borgar- leikhúsinu í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar býður Reykjavíkurborg ellilífeyris- þegum í Reykjavik og nágranna- sveitarfélögum aðstoð við að komast á sýninguna. Farið verður frá Alþingishúsinu miðvikudaginn 20. ágúst kl. 13:00 og frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13:00 mánudaginn 25. ágúst. Seinni rútan mun einnig taka fólk við Fannborg 2 í Kópavogi. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á eftir. Tæknisýningin er fyrsta sýning sem sett er upp í þessu nýja leik- húsi og eru sýnd tæki, talandi vélmenni, líkan af Suðurlandi og stærsti foss á íslandi innanhúss. Þeim sem þiggja vilja þessa aðstoð er bent á að tilkynna þátttöku í síma 3-67-15. Feröaskrifstofan UTSÝN Morgunblaðiö/Einar Falur Kort af Reykjavík sett upp í borginni Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar afhenti Sæmundi Guðvinssyni blaðafulltrúa Flugleiða fyrsta gatnakort- ið (1 X 2m), sem sett verður upp í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Kortið verður sett upp í afgreiðslusal Flugleiða fyrir innanlandsflug og annað í afgreiðslusal fyrir utanlands- fíug. Sex önnur kort verða á Lækjartorgi, við Hlemm, í Mjóddinni, við Sundahöfn og Umferðarmiðstöðina og á tjald- stæðinu við Sundlaugaveg. Borgarbú- um boðið í siglingu BORGARBÚUM er í dag boðið í skoðunarferð um Sundin með togaranum Ásgeiri RE, sem er í eigu Granda hf. Farið verður frá Grófarbryggju klukkan 13, 14.30 og 16 og ef að- sókn verður mikil verður trúlega bætt við ferð. Skipið tekur nokkur hundruð manns í hverri ferð, en böm verða að vera í fylgd með full- orðnum. Það er félagið í Grófinni sem stendur fyrir þessu í samvinnu við Granda. Morgunblaðid/Þorkoll Þráinn Guðmundsson með borg- arbikarinn. Eldri Austurstræti 17, sími 26611. borgarar Costa del Sol Farnar verða kynnisferðir undir leið- sögn sérfróðra fararstjóra Útsýnar. Teflt um Borgarbikar- inn á afmælisskákmóti Verð kr. 48.500 SKÁKSAMBAND íslands og Taflfélag Reykjavíkur gangast fyrir miklu skákmóti, sem verður liður í afmælishátíðarhöldum Reykjavík- ur 18. ágúst. Mótið fer fram á Hótel íslandslóðinni og hefst kl. 14. Teflt verður um veglegan bikar, fyrir hin ýmsu fyrirtæki og stofnan- sem Reykjavíkurborg hefir gefið og ir. Til að auka óvissuna um hver hlotið hefir nafnið Borgarbikar- fær hinn veglega grip til varðveislu inn. Bikarinn verður farandgripur, næsta ár hefir verið ákveðið að þar sem áætlað er að gera Af- draga um það hveijir tefla fyrir hin mælisskákmót Reykjavíkur að einstöku fyrirtæki. föstum árlegum viðburði í borgarlíf- inu 18. ágúst ár hvert, Mikill áhugi er á þátttöku í mót- inu og hafa milli 40 og 50 aðilar þegar skráð sig til keppni, en okkar þekktustu skákmenn munu tefla - 3ja vikna skemmtiferð 2. október Gisting og hálft fæði á Hótel ALAY**** íslenzkur hjúkrunarfræðingur Reynir Jónasson, harmonikkuleik- ari helduruppi' fjörinu á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.