Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Þæft um kjarnorku- vopnaleysi Umræðum á nýafstöðnum fundi utanríkisráðherra Norðurlanda um kjarnorku- vopnalaust svæði lyktaði á þann veg, að forstöðumönnum stjóm- máladeilda utanríkisráðuneyt- anna var falið að kanna, hvort ástæða sé til að skipa nefnd embættismanna til að ræða efn- islega um hugmyndina um kjamorkuvopnaleysi. Að frá þessu sé skýrt í fréttatilkynn- ingu eftir fundinn sýnir, að ráðherrarnir eru meira að hugsa um ímyndað almenningsálit en málefnið sjálft, þegar tilkynn- ingin er samin. Það er hlutverk fyrrgreindra forstöðumanna að undirbúa utanríkisráðherrafund- ina og semja drög að dagskrá þeirra. A fundi ráðherranna hér í Reykjavík í mars verður tillaga danska þingsins um skipan sér- stakrar embættismannanefndar í þriðja sinn til umræðu. Þá á sem sé að liggja fyrir álit ann- arra embættismanna á því, hvort ástæða sé að skipa starfsbræður þeirra eða jafnvel þá sjálfa í sér- staka nefnd til að ræða málið frekar. Til marks um fmmskóg og flækjur þessa máls á hinum nor- ræna samstarfsvettvangi má nefna, að Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, taldi eftir fund með norrænum starfsbræðrum sínum skömmu fyrir fund utanríkisráðherranna, að margrædd embættismanna- nefnd væri kominn á laggimar. Var þessu fagnað sérstaklega í forystugrein Þjóðviljans um Berlínarmúrinn! Hér var um mis- skilning Þjóðviljans og forsætis- ráðherra að ræða eins og niðurstaða utanríkisráðherranna sýnir. Meðal þess sem flækir þetta mál er afstaða Alþingis, en þar var samþykkt fyrir rúmu ári, að kjamorkuvopnaleysið skyldi ná til svæðis í Norður- Evrópu frá Grænlandi til Úral- fjalja. Áke Sparring, fyrrverandi for- stöðumaður sænsku utanríkis- stofnunarinnar, vakti athygli á því í Morgunblaðsgrein fyrir skömmu, að kjamorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndunum þjóni hagsmunum Sovétmanna jafnt á stjómmála- sem hernað- arsviðinu. Þeir hafi ótvíræða yfirburði í venjulegum herafla í Norður-Evrópu. Samkomulag um að Norðurlönd yrðu ekki varin með kjamorkuvopnum hefði óhjákvæmilega í för með sér, ætti hemaðarlegt jafnvægi að haldast, að Norðurlönd yrðu að efla hefðbundinn herafla sinn „eða, það sem betra væri, að Sovétmenn skæru niður þann herafla, sem beint er gegn Skandinavíu". Vekur Sparring sérstaka athygli á þeirri áherslu, sem Sovétmenn hafa lagt á það undanfarið, að ráða yfir venju- legum herafla, sem nota má til skyndiárása. Telur hann brýnna fyrir Norðurlönd, að huga að því, hvemig útiloka megi hætt- una á skyndiárás frá Sovétríkj- unum, en þæfa áfram um kjamorkuvopnalaust svæði í löndum, þar sem engin kjam- orkuvopn em. Norrænir stjómmálamenn hafa vissulega talað nógu lengi um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum án þess að komast að niðurstöðu. Sé hugað að efnislegri hlið málsins eru þær umræður sigldar í strand. Þá grípa stjómmálamennimir til þess gamalkunna úrræðis að setja nefnd í málið. Hreinlegast væri, að þeir lýstu yfir því, að umræðumar síðustu misseri sýndu, að skynsamlegast væri að taka málið af dagskrá en þess í stað yrði sameiginlega hugað að þeim hættum, sem að Norðurlöndum steðja, ef kæmi til átaka með venjulegum vopn- um. Höfðingleg • •• t* gjof Frú Jacqueline Picasso ekkja hins heimskunna lista- manns, Pablos Picasso, hefur gefið frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands það listaverk, sem vakti hvað mesta athygli á Picasso-sýningu Listahátíðar á Kjarvalsstöðum í sumar. Verkið heitir Jacqueline í höfuðið á gef- anda þess. Að það skuli nú afhent forseta Islands að gjöf af fyrirsætunni sjálfri sýnir ein- staka höfðingslund og vinarhug. Forseti Islands hefur tekið við listaverkinu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Ástæða er til að taka undir það með frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta Islands, að þessi gjöf er einstakur at- burður fyrir íslensku þjóðina. Það eitt að ekkja Picassos varð við þeim tilmælum fram- kvæmdanefndar Listahátíðar fyrir milligöngu Eirós að senda verk manns síns til íslands, sýndi góðan hug í garð Islendinga. Að kynnin hafí orðið með þeim hætti, sem hin mikla gjöf stað- festir, er ekki síður fagnaðarefni en að fá að sýna og sjá verk Picassos á Kjarvalsstöðum. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 350. þáttur Ég hafði áður vitnað til bréfs Magnúsar Jónssonar í Hafnar- fírði, varðandi rímnabragar- hætti, en læt nú verða af því að birta meginefni þess: „Gísli Jónsson. I aprílmánuði síðastliðnum skrifaði ég þér lítilsháttar til, m.a. um orðið kannske og um morguns-ár og hrognkelsi, svo að eitthvað sé tínt til, og þú varst sammála mér um flest atriðin. Ég er svifaseinn að öllu og ætlaði ekki að vetja meiri tíma til bréfaskrifta um íslenskt mál að sinni. En nú er mér gerður sá „óleikur“ laugardaginn 28. júní í þættinum, að farið er út í rímnabragfræði. Það er fyrir mér að ýmsu leyti svo heillandi efni, að ég get bókstaflega ekki látið vera að setjast við ritvél- ina. Þú talar um þijár meginættir rímnabragarhátta og nefnir ein- kenni þeirra. Ég veit ekki hvort rétt er að tala um meira en tvær meginættir, þ.e. að fer- skeytluætt og stafhenduætt væru sameinaðar. Þú talar um að fyrsta ættin einkennist með- al annars af víxlrími, en önnur ættin af runurími. En mér fínnst að bragarhættimir gag- araljóð og gagaravilla sameini báðar þessar ættir. í þeim hátt- um eru, eins og í stafhendu, allar línur jafn langar, en enda- rímið er á víxl, eins og í fer- skeytluætt. Fjórða ríma Alþingisrímnanna er t.d. gag- araljóð. Þar getum við tekið sem sýnishom: Heyrast ópin æðihá, upp í rót er þingið fer; stjómar sópa strompinn þá, strýkur sótið hver af sér. Gagaravilla er að því leyti frábrugðin gagaraljóði að allar línur enda á sama staf, þótt um víxlrím sé að ræða. Þetta skýr- ist vitanlega best með dæmi, og er þar úr sæg vísna að moða, sem margar eru gamlir hús- gangar. Hérna er ein: Rýkur enn á Rauðalæk, rýkur hjá 'enni Steinku spík, reykjarsvæian römm og stæk rýkur út í Sigluvík. Sem sagt: víxlrím, en þó enda allar línur á stafnum k. Það sem þú nefnir braglínur, hef ég venjulega nefnt ljóðlínur, því að fyrir mínu brageyra mynda l-in þar hálfgerða stuðla, en stundum læt ég aðeins orðið lína eða línur nægja. Mér finnst athugandi líka að halda sig við þijár meginættir, en þá að línufjöldi vísu skilji þar á milli, en ekki endarím. Til er orðið ferhenda, sem ég held að spanni yfir miklu meira en orðið ferskeytla, þ.e. yfír alla rímnabragarhætti sem hafa fjórar ljóðlínur. Umfangs- mesta ættin yrði því ferhendu- ætt, en svo mætti gjama nefna þá næstu braghenduætt, eins og þú gerir. Þá væri hún kennd við algengasta þriggja línu bragarháttinn, braghendu, en næst henni að „algengleik“ kemur stuðlafallið. Svo minnist þú á tveggja línu afbrigði, en mér fínnst einmitt athugandi hvort ekki mætti telja það sér- staka ætt. Væri hún nefnd eftir algengasta bragarhættinum, yrði það að sjálfsögðu afhend- ingarætt: Afhendingin er mér kærst af öllum brogurn, þegar yrki óð af sögum. Annars er ég eiginlega að skipta um skoðun, rétt á meðan ég er að skrifa þetta. Nú er ég kominn á það, að bezt sé að heiti ættanna fari eftir línu- fjölda vísna. Yrði það þá ferhenduætt, með sæg bragar- hátta innan hennar, þríhendu- ætt, með braghendu, stuðlafalli o.fl., eins og áður er sagt, og svo tvíhenduætt, með afhend- ingu o.fl. smávegis. Ég bið nú raunar afsökunar á að ég læt hér í ljósi skoðanir sem fara að nokkru leyti þvert á þínar, og auðvitað heldur þú þínu striki í þessu, þrátt fyrir mínar vanga- veltur. Þú nefnir marga bargar- hætti. Fjórum þeirra kem ég ekki fyrir mig, hvernig em, en vera má að ég hafí þá í huga undir öðrum nöfnum. Þessir hættir, sem ég hlakka til að fá sýnishorn af, mér til fróðleiks og glöggvunar, eru draghenda, valhenda, vikhenda og stúf- henda.“ ★ Lýkur þá tilvitnun í hið langa bréf Magnúsar Jónssonar. Ég hef áður þakkað honum bréf hans, sjá einkum þætti 331 og 332, og um þetta efni sérstak- lega 343. þátt. Dæmi um draghendu eru komin, og hin koma síðar. Og þá er bara að drífa sig í bragarhátt vikunnar. Hann er langhenda (fer- skeytluætt VIII): Fatasnauðan hreggið hræðir, þá hofmenn pijála skartið sitt; kulið dauðans gegnum gnæðir gisið sálartjaldið mitt. (Hjálmar Jónsson) Hárin mér á höfði risa, er hugsa ég um vænleik þinn. Þetta er annars ágæt vísa, einkum seinni parturinn. (Isleifur Gíslason) ★ Og svo er það maðurinn „sem dró björgin í bú“ (ekki björg- ina). Hvernig sjáið þið hann fyrir ykkur? Átti hann dráttar- vél eða dró hann á sjálfum sér? Notaði hann kannski hest og sleða? írar bjóða 2700 kr. fyrir loðnutonnið: Ovænlegur kostur í bili vegna fjarlægðarinnar — segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ Fiskimjölsverksmiðjan Fish Protein Rosaveel á Irlandi er reiðubúin að greiða um 2700 krónur fyrir tonnið af loðnu, en það er um 800 krónum meira en fæst fyrir það hjá loðnubræðsl- um hér á landi. Er þetta verð miðað við 14-15% feita loðnu og hærra verð er í boði fyrir feitari loðnu. Þórleifur Ólafsson, framkvæmda- stjóri umboðsfyrirtækisins Stafnes í Grimsby, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta væri örugglega langhæsta verðið sem byðist um þessar mundir fyrir loðnu, auk þess sem olíuverð á jrlandi væri talsvert lægra en hér á íslandi. Verksmiðjan á Irlandi, sem talin er vera mjög fullkomin og framleiðir mjöl í köggl- um fyrir fiskeldi og loðdýrarækt, setti þau skilyrði að loðna sú er tií þeirra bærist yrði ekki sett í form- alín eins og venja er til hérlendis því hjá þeim er um að ræða fram- leiðslu á hágæðamjöli. Þórleifur íét hins vegar þá skoð- un sína í ljós að ólíklegt væri að áhuga fyrir loðnusölu til írlands væri að finna hér á þessum árstíma því siglingin er löng og loðnan þol- ir illa geymslu yfír sumarið. Kvað hann þetta kunna að breytast þegar tæki að hausta. í samtali sem Morgunblaðið átti við_ Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, sagði hann þetta ekki vænleg- an kost í bili vegna fjarlægðarinnar, og taldi aðalerfiðleikana þá að koma loðnunni óskemmdri á milli alla þessa leið, en kvað þetta ef til vill koma sér vel í haust. „Þetta sýnir þó að möguleikar eru víða fyrir hendi ef ekki fæst viðunandi verð hérlendis," sagði Kristján. „Þessi írska verksmiðja býður mjög gott verð og erfitt að skilja hvemig þeir geta boðið þetta í ljósi þess að verksmiðjurnar hér kvarta yfir að þurfa að greiða 1900 krónur fyrir tonnið. Þá held ég einn- ig að þetta sýni að það er margt sem bæta þarf hjá verksmiðjunum okkar, en þær eru mun óhag- kvæmari en í nágrannalöndunum og nota miklu meiri orku,“ sagði Kristján að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.