Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBIAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 > Ron Reagan yngri reynir að sannfæra sjónvarpsáhorfendur um ágæti kortsins sem hann heldur á. fclk í fréttum Forsetasonurinn auglýsir krítarkort Tónlist þessara kappa glymur oft um ganga og sali Buckingham-hallar. Dire Straits kalla þeir sig og eru í miklu uppá- haldi hjá Díönu prinsessu. Forsetasonurinn, Ronald Reagan yngri, hefur marglýst því yfir á opinberum vettvangi að sér virðist forseta- starfið vera hundleiðinlegt og líflaust og lofað því að í fótspor föður síns muni hann aldrei feta. Upphaf starfsferilsins virðist þó vera æði svipað hjá þeim feðgum — leiklistin á nefnilega hug og hjarta drengsins um þessar mundir og gerir hann sér vonir um að ná langt á því sviði. Eins og nærri má geta er Ron líka sérlega eftirsóttur í alls kyns auglýsingar og hefur hann leikið í þó nokkrum. Myndin sem þessu fylgir var tekin um borð í þotu einni, þegar verið var að vinna að auglýsingu fyrir vel þekkt krítarkortafyrirtæki vestan hafs. Stund milli stríða. Patti LaBelle og Cyndi Lauper slappa af í upptökuverinu, en þær syngja saman lag á væntanlegri hjóm- plötu Lauper, sem ber það frumlega heitir „Iko, Iko“. Cyndi Lauper lætur til skarar skríða á ný Hún sló rækilega í gegn fyrir réttum þremur árum síðan, söng- konan Cyndi Lauper, og átti heiðurinn af þó nokkrum lagasmíð- um á vinsældalistum víða um heim. Ber þar fyrst að nefna hið eldQöruga lag „Girls Just Want To Have Fun“, sem glumdi í við- tækjum veraldar mörgum sinnum á dag í fleiri vikur. Þá söng hún einnig ágætar ballöður á borð við „AU Through the Night“, að ógleymdu hinu gullfallega „Time After Time“. En ekki var það söng- urinn einn og sér sem alla þessa athygli vakti, heldur ekki síður sviðsframkoma og klæðaburður stúlkunnar, sem hvort tveggja þótti með eindæmum skrautlegt. Nú hefur hinsvegar farið heldur lítið fyrir Cyndi Lauper um nokkurt skeið og hennar verið sárt saknað úr sviðsljósinu af hinum fjiilmiirgu aðdáendum hennar. En lognmolla er Lauper lítt að skapi og hefur hún því ákveðið að láta til skarar skríða nú í haust, senda frá sér aðra plötu. Meðal tónsmíða á þeirri skífu er lagið „Iko, Iko“, sem hún syngur með hinni ágætu Patti LaBelle. Meðfylgjandi mynd var tekin af þessum kjarnorkukonum er þær unnu að upptöku lagsins í hljóðveri einu á Manhattan. Díana kýs Dire Straits frekar en Duran Duran Boð og bönn eru hugtök, sem . meðlimum hinnar bresku kon- ungsfjiilskyldu, eru vel kunn. Skyldustörf þeirra eru æði mörg — að sitja í langdregnum og leið- inlegum veislum, brosa að brönd- urum háttsettra manna, vera vingjarnleg í viðmóti og gæta virðingar sinnar í hvívetna eru aðeins brot af öllum þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Á bann- iistanum er einnig að finna ótal hélt hlutleysi sínu allt þar til stríðið niilli aðdáenda Duran Duran og Whani! var úr sög- unhi. En þá kom hún líka öllum á óvart. atriði, sem ekki er ætlast til að hið eðalboma fólk taki sér fyrir hendur. Að blanda sér í deilur eða láta í ljósi skoðanir sínar á ein- hvetjum ágreiningsmálum er eitt af því, sem stranglega er bannað. Hallarbúamir eiga að halda hlut- leysi sínu og er þá sama á hveiju gengur. Það kom því mörgum á óvart þegar þær sögur gengu um heimsbyggðina, fyrir réttu ári síðan, að uppáhaldshljómsveit Díönu prinsessu væri ijturan Dur- an. Þá stóð nefmlega yfír hatrömm barátta milli áhangenda þeirra og hinna, sem helst vildu hlusta á dúéttinn Whaml. Ekki fengust sögúsagnir þessar stað- festar hjá blaðafulltrúa Bucking- ham-hallar og Díana brosti bara dulúðlega í hvert sinn, sem hún var innt eftir þessu. Þeir, sem studdu Duran Duran töldu sig hafa himinn höndum gripið og í þeirra augum varð Díana hálf- gerður dýrlingur, æðsti dómarinn í deilunni. Hinir furðuðu sig á framhleypni prinsessunar og dóm- greindarleysi og hugleiddu jafnvel að kæra hana fyrir brot á hlutleys- isreglunni. Meðan á öllu þessu stóð þagði frúin þunnu hljóði og lét almenning um að velkjast í vafanum. Nú hefur stn'ð þetta hinsvegar verið til lykta leitt, — Whaml-dúettinn hefur leyst upp í frumeindir sínar og hljótt hefur verið um hina sveitina um nokk- urt skeið. Þess vegna svaraði Díana tónlistarspurningum blaða- manna óhrædd, ekki alls fyrir löngu og kom svar hennar al- menningi í opna skjiildu. „Uppá- haldshljómsveitin mín er Dire Straits," sagði hún. „Eg hef hlust- að á þá í mörg ár og finnst þeir bera af í vönduðum vinnubrögð- um. Hvað Duran Duran snertir, þá er ég hreinlega ekki dómbær á það — ég hef svo sjaldan heyrt í þeim. En það, sem ég hef heyrt er allt í lagi,“ bætti hún við og brosti sínu blíðasta. Svo virðist sem Díana sé ekki ein um álit þetta á Dire Straits — hún á sér að minnsta kosti 14 milljónir skoð- anasystkina um allan heim, því síðasta plata þeirra félaga „Broth ers In Arms“ hefur nú þegar selst í því upplagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.