Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Moka á maðkinn í Kjósinni Flugan hefur sungið sitt síðasta í Laxá í Kjós í bili, finnskir veiði- menn hafa verið að renna maðki í þtjá daga og munu halda áfram uppteknum hætti næstu þrjá daga til viðbótar. Höfðu þeir dregið 155 laxa fyrstu dagana þtjá eftir því sem Vigdís Ólafsdóttir í veiðihús- inu við ána sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Þar með voru rúmlega 900 laxar komnir á land og fjögurra stafa talan í sjón- máli. Hafði Vigdís eftir veiðimönnum og leiðsögumönnum, að laxinn væri dreifður um alla á og megn- ið af aflanum væri lax sem hefði verið í ánni um hríð, göngur væru engar þó eitthvað reyttist upp af nýrunnum fiski. Þá er laxinn yftr- leitt í smærra lagi þótt vænir laxar slæðist með og Laxá er ein af fáum í hópi hinna kunnari lax- veiðiáa sem ekki hefur „rofið 20-punda múrinn" í sumar. Stærsti laxinn til þessa vó 19,5 pund. Metholl í Selá „Hann Þorsteinn Þorgeirsson á Ytri-Nýpum sagði að þetta væri metveiði hjá einu holli í Selá,“ sagði Hörður Óskarsson prentari í samtali við Morgunblaðið í gær- dag, en þá var rætt um 4 daga veiði í Selá. Raunar höfðu veiði- menn aðeins verið þtjá daga að veiðum, en veiði þeirra þegar orð- in ærin, rúmir 90 laxar í valnum og allar horfur á þriggja stafa tölu. „Áin er full af laxi og hann hefur verið að ganga síðustu daga. Vífill Oddsson er í hópnum og hann fór beint af efra svæðinu þar sem hann var tvo dagana á undan við annan mann og fengu þeir 22 laxa, Vífill mun því seint gleyma þessari ferð,“ bætti Hörð- ur við. Samkvæmt upplýsingum Harð- ar, sem sjálfur var nýlega kominn úr ánni, höfðu rétt tæpir 700 lax- ar komið á land, en allt síðasta sumar veiddust 627 laxar, 123 stykki 1984. Það gæti því hæg- lega farið svo, að Selá nái fjögurra stafa tölu í fyrsta skipti síðan 1978. Stærsti laxinn enn sem komið er, vó 20 pund og veiddist á flugu í Vaðhyl. Glæðist í Flóku Samkvæmt góðum heimildum eru komnir um 220 laxar úr Flóku í Borgarfírði og hefur veiðin þar glæðst að undanförnu, eða eftir rigningarnar um og fyrir síðustu helgi. Hafði veiðin fram að því verið í daufara lagi, laxinn verið tregur í agnið. Góð bytjun gefur ánni nú góða tölu og stefnir allt í mjög svo gott sumar þegar á heildina er litið. Laxinn er að sögn dreifður um ána og yfirleitt í smærra lagi, 3-6 pund. Maðkurinn er nú notaður í vaxandi mæli, enda margir innlendir veiðimenn hrifnir af honum. Þessi vænu systkin stóðust ekki maðkinn_ 27 Slysaskýrsla Umferðarráðs: Slysum hefur fækk- að frá síðasta ári SLYSUM hefur fækkað mikið frá síðasta ári. I júlímánuði í fyrra urðu 76 slys á landinu öllu, en í júlí í ár voru þau 51. Það kemur fram í slysaskýrslu Umferðarráðs að slösuðum hefur einnig fækkað, því í júlímánuði urðu 121 fyrir meiðslum, en í ár voru, það 76. Slysum í Reykjavík fækk- aði verulega, voru 19 í júlí í fyrra, en 8 í ár. Minna má á að átak lögreglunnar og Umferðarráðs gegn of hröðum akstri og ölvunarakstri stendur enn yfir. imii^uuuiauiu/ Liiimt i <iiur Olga og Margrét við nýju vélina. Þær stöllur munu sjá uin Djús- og Djassgarð á afniælisdag Reykjavíkur og hafa fengið til liðs við sig kunna tónlistarmenn. Djúsbarinn tæknivæðist ,, DJÚSBARINN, sem verslað hefur með nýkreistan appelsínusafa á Lækjartorgi í tvö sumur og í Hlaðvarpanum síðastliðinn vetur, hef- ur nú tæknivæðst. Margrét Ponsi og Olga Sigrún Olgeirsdóttir, sem að fyrirtækinu standa, höfðu ekki lengur undan að handkreista saf- ann ofaní gangandi vegfarandur og hafa því fengið til liðs við sig nýtisku vel sem kreistir fyrir Ekki var laust við að vélin vekti forvitni og undrun þeitra sem áttu leið um Austurstrætið á föstudag er blaðamaður Morgunblaðsins staldr- aði við á Djúsbarnum. Þtjár til fjórar appelsínur þarf til að fylla hvert glas af safa og kostar það 70 krónur. „Vítamínsprauta í æð!“ fullyrtu þær. stöllur. Þá er þess að geta að þær Mar- grét og Olga verða með hluta afmælisdagskrár Reykjavíkurborgar 23 appelsinur a minutu. í sínum höndum, skipuleggja og hafa umsjón með Djús- og Djassgarði sem verður staðsettur við Miðbæjarmark- aðinn á afmælisdag Reykjavíkur. Þar ætla þær að vera með borð og stóla og „stemmningu". Boðið verður upp á ferskan appelsínusafa og súkkul- * aðihúðaða ávexti og hafa þær fengið kunna tónlistarmenn til að troða upp svo sem Kvartett Tómasar Einars- sonar, Tríó Guðmundar Ingólfssonar, Friðrik Karlsson og fleiri. Audi BÍLASÝNING 1987 j ÁRGERÐIRNAR 1 FRÁ Auói VOLSKSWAGEN - AUDI Á lcaigardag kl. ÍO - 5 og sunnudag kl. 1 - 5 sýnum viö 1987 árgerðimar írá VOLKSWAGEN AUDI - betri en nokkru sinni fyrr - í Heklubílasalnum, Laugavegi 170. NOTAÐIR BÍLAJR. BHasalan BJALLAN verður opin á sama tima TÖLVUVÆDD BÍLAVIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.