Morgunblaðið - 16.08.1986, Side 20

Morgunblaðið - 16.08.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Suður-Afríka: 601 fangi í hungnr- verkfalli í S-Afríku Jóhannesarborg, Peking, Washington, AP. FORSVARSMENN háskóla þar sem enska er notuð sem aðaltungu- mál, skoruðu í gær á suður-afrísk stjórnvöld að aflétta neyðarástands- lögunum og láta lausa þá sem handteknir hafa verið, án þess að vera ákærðir. Forsvarsmennimir, sem sendu mjög harðorða yfirlýsingu til stjóm- valda, njóta víðtæks stuðnings háskólanema og voru haldnir fjöl- mennir fundir í háskólunum fimm til þess að sýna þennan stuðning. The Weekly Mail, sem er mjög andsnúið aðskilnaðarstefnunni, birti upplýsingar um það að allir fangar í fangelsi skammt fyrir aust- an Jóhannesarborg, 601 að tölu, hefðu farið í hungurverkfall til að mótmæla neyðarástandslögunum og til að kreijast þess að þeim, sem handteknir hefðu verið, yrði sleppt. Yfírmenn fangelsisins neita því að hungurverkfall sé í gangi, en segja að einhveijir fangar hafí neitað að borða. í borginni Mbabane í Swazilandi réðst hópur grímuklæddra manna inn í lögreglustöð á fimmtudag og leysti úr haldi þrjá menn, þ. á m. einn skæmiiða afríska þjóðarráðs- ins, ANC. Komust mennimir undan eftir að hafa lokað lögreglumenn inni í fangaklefum. Stjóm Swazi- lands leyfír ekki ANC, aðalandstöðuhreyfíngunni í ná- grannaríkinu S-Afríku að starfa í landi sínu. Desmond Tutu biskup í Jóhann- esarborg hefur verið á ferðalagi í Kína og ítrekaði þar fyrri ummæli sín um réttmæti efnahagslegra þvingana. Pietie du Plessis, vinnu- málaráðherra Suður-Afríku, hefur brugðist ókvæða við og varað Tutu og aðra Suður-Afríkumenn er láta í ljósi svipaðar skoðanir, við því að slíkt sé hægt að skoða sem landráð. Séra Allan Boesak annar and- stæðingur stjómarinnar í Pretoríu talaði á fímmtudag á fundi Samtaka svartra blaðamanna í Bandaríkjun- um, sem haldinn var í Dallas. Sagði hann að stjómvöld í Suður-Afríku ættu í blóðugri baráttu við svarta menn þar í landi. Hann gagnrýndi bandarísku ríkisstjómina fyrir stuðning við aðskilnaðarstefnuna og skoraði á fundarmenn að segja lesendum sínum sannleikann um Tamílarnir komu frá V-Þýskalandi Hamhnrir. Jnrk ntr Tnrontn. AP. Hamborg, Jork og Toronto, AP. TAMÍLARNIR 155, sem bjargað var undan ströndum Nýfundna- lands fyrr í vikunni, lögðu ekki upp frá Indlandi heldur Vestur- Þýskalandi eftir að hafa gefið upp alla von um að fá hæli þar, að sögn vestur-þýskra lögreglu- yfirvalda. Greiddu þeir 100 þúsund krónur hver fyrir farið til Kanada með skipinu Aurigae, en það er skráð í Honduras. Skipsins og fjögurra manna áhöfn þess er nú leitað, en það fór úr höfn í Brake, sem er 30 kíló- metra í norðvestur frá Bremen, i heimildarleysi 28. júlí síðastliðinn. Talið er að áhöfnin hafí tekið við jafngildi sex milljóna króna í pei. ingum og öðmm verðmætum af flóttamönnunum og að alþjóðlegt samsæri um að flytja flóttamenn til Norður-Ameríku í gróðaskyni liggi að baki. Tveir tamílar og einn Tyrki eru í haldi lögreglunar í Hamborg grun- aðir um að hafa átt þátt í að skipuleggja flutninginn. Hafa tamflamir viðurkennt að hafa átt hlut að máli, að sögn Iögregluyfír- valda. Ljóst er talið að fiutningur á fleiri flóttamönnum var í undir- búningi. Lögregla rannsakar mögulega aðild skipamiðlara Hamborg að málinu. GENGÍ GJALDMIÐLA London, AP. GENGI Bandaríkjadollars hækkaði gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum heims, nema sterlingspundi og franska frankanum á gjald- eyrismörkuðum í gær. Verð á gulli var breytilegt. Síðdegis í gær kostaði sterl- ingspundið 1,4935 dollara (1,4935), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann kúgunina og óréttlætið í Suður- Afríku. Miklar umræður fara nú fram i Bandaríkjunum um aðgerðir gegn suður-afrískum stjórnvöldum og sagði Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, að líkur væru á því að Reagan forseti myndi fram- lengja refsiaðgerðir þær sem samþykktar voru á síðasta ári, en renna út 9. sept. nk. AP/Símamynd Tutu biskup lét sér fátt um finnast á blaðamannafundi í Kína, þeg- ar honum var bent á að stjómvöld í Suður-Afríku segðu ummæli hans um nauðsyn efnahagsþvingana nálgast landráð. Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands: Andvígur stofnun rík- is palestínumanna París AP. JACQUES CHIRAC, forsætisráð- herra Frakklands, sagði í blaða- viðtali að hann væri mótfallinn því að stofnað yrði sjáifstætt ríki palestínumanna. Hann sagði enn- nu fengust: 2,0615 vestur-þýsk mörk (2,0595); 1,6610 svissn- eskir frankar (1,6595); 6,7000 franskir frankar (6,7025); 2,3230 hollensk gyllini (2,3200); 1.419,00 ítalskar lírur (1.417,75) og 1,3890 kanadískir dollarar (1,3865). Verð á gulli var 382,50 dolíarar únsan. í Tókýó fengust 154,30 jen fyrir dollarann. Veður víða um heim Lmgst Haeat Akureyri 11 alskýjað Amsterdam 14 20 skýjað Aþena 23 36 heiðsklrt Barcelona 29 heiðskfrt Berlín 16 25 skýjað Bröeiel 11 26 haiðskfrt Chlcago 20 26 heiðskírt Dublln 10 18 skýjað Feneyjar 28 neiðskírt Frankfurt 16 27 skýjað Qenf 12 26 heiðskírt Helsinki 13 17 skýjað Hong Kong 28 32 heiðskfrt Jerúsalem 17 30 heiðskfrt Kaupmannah. 11 22 skýjað Lse Palmas vantar Ussabon 18 30 helðskfrt London 13 22 heiðskfrt Los Angeles 16 30 skýjað Lúxemborg 23 skúrir Malaga 28 mistur Mallorca 31 léttskýjað Miami 25 31 skýjað Montreal 12 26 skýjað Moskva 11 18 rigning NewVork 17 29 skýjað Osló 12 21 skýjað Parls 16 29 skýjað Paking 20 28 heiðskfrt Reykjavík 15 téttskýjað RíódeJaneiro 17 29 skýjað Rómaborg 18 34 hefðskírt Stokkhólmur 11 16 skýjeð Sydney 12 18 . heiðskfrt Tókýó vantar Vínarborg 26 Iðttskýjað Þórshöfn 11 súld fremur að skilyrði þess að hann færi til arabaríkja væri að hann fengi tryggingu fyrir því að hann hitti ekki Yasser Arafat, ieiðtoga Frelsishreyfingar palestínu- manna, PLO. I viðtalinu, sem birtist í dag- blaðinu Yediot Ahronot, segist Chirac vera einn fárra stjómmála- manna í Frakklandi er viðurkenni ekki PLO, sem samningsaðila pal- estínumanna. Hann kvaðst vera andvígur því að palestínumenn stofnuðu sjálfstætt ríki, þar sem sú hugmynd væri reist á óraunsæju mati á ástandinu fyrir botni Mið- jarðarhafs. Einnig er haft eftir Chirac að það sé engin tilviljun að hann sé einn örfárra leiðtoga stjóm- málaflokka, sem aldrei hafí hitt Yasser Arafat að máli. Hann bætti því þó við að háttsettir franskir stjómmálamenn væm reiðubúnir að ræða við Arafat ef það yrði á alþjóðavettvangi og samrýmdist hagsmunum Frakklands. Geimvopnaáætlun Bandaríkjamanna: Fjarveitmgar valda deilum Washinjfton, AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings hefur hafnað beiðni Reagans Bandaríkjaforseta um 5,3 milljarða dala fjárveitingu til geimvopna- áætlunarinnar á næsta ári. I næsta mánuði mun þingnefnd beggja deilda taka tillögu forsetans til umfjöllunar. Fái fulltrúadeildin vilja sínum framgengt mun 3,1 milljörðum dala verða veitt til geimvopnaáætlunar- innar í fjárlögum næsta árs. Þar með yrði fjárveitingin svipuð þeirri sem veitt var í ár að viðbættri verð- bólgu. Oldungadeildina og Fulltrúa- deildina greinir á um fjárveitingar til vígbúnaðar á næsta ári. Fulltrúa- deildin vill alls heimila fjárveitingar sem nema 292 milljörðum dala. Öldungadeildin hefur lagt til að fjárveitingar þessar nemi samtals 295 milljörðum dala. Reagan for- seti fór fram á að 320 milljörðum dala yrði varið í þessu skjmi. Öldungadeildin samþykkti að veita 3,95 milljörðum dala til geim- vopnaáætlunarinnar. Fulltrúadeild- in hafnaði beiðni Ronalds Reagan um 5,3 milljarða dala fjárveitinu til geimvopnaáætlunarinnar með 324 atkvæðum gegn 94. □ ISUZU BiLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 VÖRUBÍLAGRINDUR MEÐ ÖKUMANNSHÚSI Eigum til nokkur eintök af vörubílagrindum með ökumannshúsi frá ISUZU Tækniatriði: Þrjár stærðir: Heildarþyngd 3500 kg, 5500 kg og 7000 kg. Burðarþol 1500 kg. 2700 kg og 3500 kg. Aflstýri, veltistýri, styllanlegt öku- mannssæti, tímarofi á þurrkum, bakkflauta, „vacum,,-stýrð kúpling, mótorbremsa og velti- hús. Allar nánari upplýsingar fáið þið hjá sölumönn- um okkar. Hagstæð greiðslukjör Stemgervingafundur í Texas: Styrkir kenning- ar um þróun fugla Washington, AP. BANDARÍSKIR vísindamenn hafa fundið steingervinga af fugl- um sem þeir segja þá elstu sem fundist hafa. Steingervingamir fundust í gijótnámu i Texas í Bandaríkjunum og em þeir tald- ir vera af fuglum sem flugu um loftin blá fyrir 225 milljónum ára. Sankar Chatterejee, sem stjómar rannsókninni á steingerv- ingunum, sagði þá vera af tennt- um fuglum, sem minntu á smávaxnar eðlur. Steingervingar þessir eru að minnsta kosti 75 milljónum ára eldri en aðrir þeir steingerðu fugl- ar, sem fundist hafa, og hefur Sankar Chatterejee gefið þeim nafnið „Genus Protoavis“. Steingervingarnir, sem nú fundust, minna meira á fugla eins og menn þekkja þá í dag, en þeir sem áður hafa fundist. Vísinda- menn segja fund þennan renna stoðum undir þá kenningu að fugl- ar hafi þróast af risaeðlum. Af steingervingunum má ráða að fuglarnir hafa haft kröftuga vængi og stórt heilabú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.