Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 37 ítttóáur á morgun Afmælis höfuðborgarinnar minnst í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis DÓMKIRKJAN: Hátíðarmessa kl. 11. Frú Katrín Fjeldsted lækn- ir og borgarfulltrúi prédikar. Borgarfulltrúar lesa ritningar- texta en Dómkirkjuprestarnir þjóna fyrir altari. Sr. Þórir Steph- ensen. Hátíðarmessa kl. 14. Biskup ís- lands hr. Pétur Sigurgeirsson prédikar. Dómkirkjuprestarnir og dómprófastur sr. Ólafur Skúla- son vígslubiskup þjóna fyrir altari ásamt biskupi. Sr. Þórir Steph- ensen. LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10. Messa á Landakotsspítala. Org- anisti Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös- þjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árdegis. Ingólfur S. Sveinsson læknir varaborgarfulltrúi flytur stólræð- una. Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi flytur ávarp í lok messunnar. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sigrún Magnúsdóttir borg- arfulltrúi prédikar og Elin Ólafs- dóttir varaborgarfulltrúi les ritningarorð. Kristín Sigtryggs- dóttir syngur einsöng. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11 með þátttöku borgarfulltrúanna Jónu Gróu Sig- urðardóttur, Júlíusar Hafstein og Páls Gíslasonar sem flytur stól- ræðuna. Einsöngvari Ingibjörg Marteinsdóttir. Söngstjóri Guðni Þ. Guðmundsson organleikari. Sr. Ólafur Skúlason. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnusdóttir. Borgar- stjórnarfulltrúar aðstoða við messuna. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 14. Skírn og altarisganga. Ræðuefni: „Undrið að heyra og sjá“. Stólvers, Lof- söng eftir Beethoven syngur Ágústa Ágústsdóttir sópran- söngkona. Fríkirkjukórinn syng- ur. Söngstjóri og organisti Kjartan Sigurjónsson í fjarveru Pavels Smid. Sr. Gunnar Björns- son. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Haraldur Blöndal prédikar og aðrir borgarfulltrúar taka þátt í messunni. Einsöngur: Gunnar Guðbjörnsson og organisti Árni Arinbjarnarson. Sóknarnefndin. HALLGRÍMSKIRKJA: Hátíðar- messa kl. 11. Ritningarlestur annast Egill Skúli Ingibergsson fyrrv. borgarstjóri og Birgir ísleif- ur Gunnarsson fyrrv. borgarstjóri flytur ávarp. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Guðrún Zoéga varaborgarfulltrúi flytur ritningarorð. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Arni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Ræöuefni: Borgin mín. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardag 16. ágúst. Guðs- þjónusta í Hátúni 10 b 9. hæð kl. 11. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Orgel- og.kórstjórn Öm Falkner. Davíð Oddsson borgarstjóri prédikar. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Sam Daniel Glad. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Almenn samkoma kl. 20.30. Upphafsorð og bæn Búi Krist- jánsson. Kristniboðsfréttir. Ræðumaður sr. Jónas Gíslason dósent. Tekiö á móti gjöfum til kristniboðsins. HJÁLPRÆÐISHERINN: Lofgerð- arsamkoma í Neskirkju. NSB annast um söng. Kapt. Daniel Óskarsson stjórnar og talar. Tón- leikar í Austurbæjarbíói kl. 14.30. NSB-hljómsveitin frá Noregi. Tónleikastjóri Kapt. Daníel Óskarsson. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 11. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson messar. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta í Hrafnistu kl. 11. Fermd veröur Alma Hannesdóttir, Breiðvangi 21, Hafnarf. Sr. Sig- urður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLAN St. Jósefsspftala: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa k| 3 KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 10 í umsjá Gunnþórs Ingasonar. Organisti og kór Hafnarfjarðarkirkju annast söng. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Guðmundur Guð- mundsson á Útskálum messar. Sóknarnefndin. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Irma Sjöfn Óskarsdóttir guðfræðinemi prédikar. Sr. Tóm- as Guðmundsson. HEILSUHÆLI NLFÍ Hverag.: Messa kl. 11. Irma Sjöfn Óskars- dóttir guðfræöinemi prédikar. Sr. Tómas Guðmundsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Snorri Öm Snorrason leikur á lútu í messunni. Sóknar- prestur. < Kappakstur við Kölska Þjálfarinn Goldie Hawn ásamt einum sinna ábúðarmiklu leikmanna i Villiköttum. Fantasía á fótboltavelli Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson HÁSKÓLABÍÓ: MARTRÖÐ Á ÞJÓÐVEGINUM - The Hitc- her ☆ ☆ '/2 Leikstjóri Robert Harmon. Handrit Eric Red. Klipping Frank J. Urioste. Kvikmynda- taka John Seale. Aðalhlutverk Rutger Hauer, C. Thomas Howell, Jennifer Jason Leigh, Billy Greenbush. Bandarísk, 1986, 95 mín. Vesalings C. Thomas Howell. Hann er orðinn þreyttur, slæptur og grútsyfjaður eftir langan akstur. Það er hánótt og sudda- veður. Skyndilega birtist putta- ferðalangur utan úr myrkrinu og hálfsofandi unglingurinn grípur félagsskapinn fegins hendi. En um leið kemur Howell sér heldur betur í klípu, farþeginn, Hauer, er til allrar ólukku morðóður bijálæðingur úti að leika. Og nú er sem allir árar vítis leiki lausum hala. Howell tekst að losa sig við Hauer sem byrjar að drepa á báða bóga en tekst á kænlegan hátt að láta gruninn falla á Howell sem nú lendir í þeirri svartnættismartröð að vera hundeltur af lögreglu og morð- vargi. I Martröð á þjóðveginum. Eltingaleikir eru sígilt yrkis- efni kvikmyndagerðarmanna og hér bætist enn ein í hópinn, göll- uð, hráslagaleg en hörkuspenn- andi. Martröð á þjóðveginum er í flesta staði ágætlega gerð og leikin. Kvikmyndatakan hrífandi, (þó svo að zoomlinsan sé orðið ofnotað apparat í þjóðvegatöku), klippingin hröð og espandi og leikstjómin hressileg hjá nýliðan- um Harmon. Megin gallinn liggur hinsvegar f rótlausri persónu- sköpun Hauers. Hvaðan kemur hann, hver er hann, hver er ástæðan fyrir þessu ómennska drápsasði? Það veikir annars ágætan þrillerar að eiga að taka óhugnanlega bijálsemi hans sem sjálfsagðan hlut. Eða fer þama sjálfur myrkrahöfðinginn á skemmtireisu um Texas? Djöful- leg kænska, mannvonska og óútskýrð tilvera renna stoðum undir þá tilgátu. Annars kom kunningi með þá ágætu tilgátu að hér væri hann kominn, sá óséði vágestur, vörubílstjórinn f Duel. Hann skyldi þó ekki hafa hitt naglann á höfuðið? Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson STJÖRNUBÍÓ BRÆÐRALAGIÐ - BAND OF THE HAND ☆ '/2 Leikstjóri Paul Michael Glaser. Handrit Leo Garen og Jack Baren. Kvikmyndatökustjóri Reynaldo Villalobos. Tónlist Gaylon Horton. Aðalhlutverk Stephen Lang, Michael Carm- ine, Laureen Holly, John Cameron Mitchell, Daniel Qu- inn og James Remar (Cotton Club). Bandarísk, 1986. Bræðralagið er ekki óspenn- andi en ákaflega ólíklegur og útjaskaður samsetningur. Fimm pörupiltar, óalandi og ófeijandi í fangelsum Florida er komið í end- urhæfingu hjá indíána, fyrrver- andi stríðshetju með meiru. Kennir hann kauðum að lifa í sátt og samlyndi og lifa af lands- KvBkmyndir Sæbjörn Valdimarsson WILDCATS - VILLIKETTIR TÍf l/p BÍÓHÖLLIN ins gæðum í fenjaskógum fylkis- ins. Ekki er að sökum að spyija, þessir áður ógnvaldar slömmanna umturnast fyrr en varir í harð- soðna engla. Er þá komið að öðrum þætti endurreisnarinnar, hann felst í tiltekt í sorahverfúm Miami-borgar. Hefur nú indíáninn kennslu í meðferð drápsvopna og öðrum fögrum íþróttum sem heyra undir skæruhemað og eftir stórstyijöld blasir sigurinn við. Eins og við er að búast í mynd- um sem þessum er raunveruleik- anum varpað á glæ, átök og spenna í fyrirrúmi. Skynsemin send útí hafsauga fyrir skotgleð- ina. Eftir langvarandi stríðsátök á miðri Miami Beach, með til- heyrandi sprengingum, íkveikjum, skothríð og fjöldadrápi heyrist, jú, óverulegt sírenuvæl í Qarska, eft- ir allan djöfúlganginn. En þetta flokkast kannski undir smámuni suður þar. Leikstjóri Michael Ritchie. Framleiðandi Goldie Hawn. Aðalhlutverk Goldie Hawn, James Keach, Swooshi Kurtz, Brandy Gold. Warner Bros. 1985. i nokkrum sfðustu mynda sinna, eins og Protocol, Private Benjamin og Swing Shift, hefur glókollurinn, Goldie Hawn, ráðist á ýmsa þætti í bandarísku þjóðlífi sem löngum hefur verið stjómað af körlum. Og nú ræðst þessi kjamorkukvenmaður á garðinn þar sem hann þykir einna óyfir- stíganlegastur að þessu leyti — á þjóðaríþrótt Kana, fótboltann, sem hefur ekki haft mikið pláss fyrir pilsvarga ef undan er skilinn sá íturvaxni, fagurtennti og frán- eygi kvennablómi sem á vorri tungu nefnist klappstýrur og hef- ur reyndar verið kynsystmm sínum oftar þymir í augum en hitt. Hafa myndir þessar verið heldur þunnur þrettándi en aðal- leikarinn þó oftast bjargað þeim fyrir horn með röggsemi og góðum en yfirdrifnum gaman- leik. I Villiköttum leikur Hawn dóttur fótboltaþjálfara og á þann draum heitastan að feta í fótspor karls enda er henni fþróttin í blóð borin. Þessar þreifíngar valda mikilli kátínu og er fraukan loks ráðin — sem brandari — þjálfari liðs sem skipað er rustaralýð úr illræmdasta skóla Chicagoborgar. Og framhaldið rennur ömgglega flestum í gmn. En Hawn blessunin finnur sig löngum knúða til að predika yfir oss kvikmyndahúsagestum og pistill dagsins er barátta fráskil- innar konu við að halda bömum sínum eftir að hún tekur sér fyrir hendur „óæskilega" vinnu (að áliti makans fyrrverandi). Því er ekki að neita að boðskap- ur leikkonunnar lyktar sem fym af stækustu kvenrembu og ristir því miður ekki djúpt. Enda hefúr framleiðandinn Hawn valið James Keach í hlutverk hins fyrrverandi ektamanns og barnsföður, er hann maður einkar fráhrindandi og hryssingslegur. Er allur þessi kapítuli frekar ljóður á myndinni. En ævintýrið, brandarinn sem rætist á fótboltavellinum, er prýðilega skemmtilegt á köflum undir öraggri handleiðslu Micha- els Ritchie. Og þrátt fyrir tilhneig- inguna til að ofgera viðfangsefn- um er Hawn ekki aðeins gamanleikari með ágætum, (og »getur komið hjartanu á hreyf- ingu), heldur alvarlegur listamað- ur undir niðri sem lætur ekkert tækifæri ónotað til að koma jafn- réttisskoðunum sínum á framfæri. (Lesendur ath: í myndinni/grein- inni er að sjálfsögðu átt við fótbolta — football, en ekki knatt- spymu — soccer.) Hvar er löggan?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.