Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986
15
og var haldið áfram, á meðan að-
sókn var næg og fólk hafði tíma til.
Sýningamar í ársbyijun 1887
mæltust vel fyrir, og næsta vetur
blossaði leikáhuginn upp á ný. Um
miðjan desember 1887 skýrði Þjóð-
viljinn frá því, að „nokkrir borgar-
ar“ í bænum hefðu tekið
góðtemplarahúsið á leigu og hygð-
ust sýna þar leikrit um eða eftir
áramót: Ævintýri á gvngvför, eftir
Hostrup, Brúðarhvarfið eftir Magn-
ús Jochumsson kaupmann, Pernillu
eftir Holberg, „ogef til vill fleiri".
Og fleiri urðu leikritin, sem sýnd
voru á ísafírði þennan vetur.
j „Leiktímabilið" stóð frain um mán-
aðamótin febrúar — mars a.m.k.,
og voru auk áðurnefndra leikrita
leikin tvö ný íslensk verk: Biðlarn-
ir, gamanleikur í einum þætti eftir
Magnús Jochumsson, og Fóstbræð-
urnir, sorgarleikur eftir Árna
Sveinsson. Hafa þessi tvö leikrit
vafalaust verið fmmsýnd þennan
vetur, og ekki eru heimildir fyrir
því, að þau hafí verið sýnd á leik-
sviði síðar. Allar voru sýningamar
á íslensku, og mun flutningur De
Forlovede 1887 vera eina dæmið
um, að ísfírðingar hafí leikið á
i dönsku.
Árni Sveinsson mun hafa átt
. mikinn þátt í leikstarfseminni vet-
„ urinn 1887-1888, en hann var þá
nýfluttur til Ísaíjarðar. Veturinn
eftir, 1888-1889, var hann á versl-
unarskóla í Danmörku, og þann
i, vetur og hinn næsta munu leiksýn-
j: ingar hafa fallið niður á ísafírði,
it a.m.k. er þeirra ekki getið í heimild-
um. Þegar kom fram í nóvember
.i 1890, var ýmsum tekið að leiðast
biðin eftir því að komast í leikhús,
og birtist þá í Þjóðviljanum bréf frá
„ónefndri stúlku", þar sem Árni var
hvattur til að taka þráðinn upp að
nýju og gangast fyrir leiksýningum.
Enn urðu áhugasamir leiklistamnn-
n endur þó að bíða í rúmt ár, en þá
tók Ámi Sveinsson til hendinni svo
ir um munaði.
ii Veturinn 1891 skýrði Þjóðviljinn
. ungi frá því, að fyrir dymm stæði
n stofnun tveggja leikfélaga í bænum.
]; Að öðm stóðu þeir Árni Sveinsson,
Björn Pálsson og Helgi Sveinsson,
n en tveir hinir síðastnefndu vom þá
o nýfluttir til ísaQarðar. Um forystu-
■ menn hins félagsins var ekki getið,
íí' og líkast til hefur það aldrei komist
b á fót, a.m.k. greina heimildir ekki
frá starfsemi þess.
Með komu þeirra Helga Sveins-
sonar og Björns Pálssonar til
bæjarins fengu ísfírskir leiklistar-
unnendur góðan Iiðstyrk, en þeir
félagar vom, ásamt Áma Sveins-
syni, í forystusveit Ieikhúsmanna á
ísafírði næsta aldarfjórðunginn.
Einnig létu þeir önnur menningar-
mál til sín taka, voru til að mynda
liðsoddar í Menntafélagi ísfírðinga,
og kvöldskólanum, sem þegar er
skýrt frá, og allir vom þeir þre-
menningarnir í hópi helstu bindind-
isfrömuða á ísafírði. Er því ekki
úr vegi að kynna þessa þijá menn
lítið eitt nánar, áður en lengra er
haldið.
Árni Sveinsson var Snæfellingur
að uppmna, fæddur árið 1858.
Hann nam snikkaraiðn og lauk
námi árið 1882. Þá fluttist hann
til Onundarfjarðar og bjó þar, uns
hann fór til ísafjarðar árið 1887.
Árið eftir, 1888, fór hann til versl-
unamáms í Danmörku, en sneri
síðan aftur til ísafjarðar og hóf
verslunarrekstur í bænum 1890.
Árið 1892 keypti hann verslun
Magnúsar Jochumssonar kaup-
manns og stundaði síðan verslun
og útgerð, uns hann fluttist til
Reykjavíkur árið 1915. Hann lést
árið 1939.
Bjöm Pálsson var Eyfirðingur,
fæddur á Kjarna árið 1862. Hann
fluttist til ísafjarðar árið 1891 og
átti þá að baki óvenju viðburðaríkan
æviferil. Ungur var hann við versl-
unarstörf á Akureyri, en fluttist
síðan vestur um haf til Ameríku,
þar sem hann lærði m.a. vélfræði.
Frá Ameríku kom hann aftur heim
til íslands, en hélt síðan til Skot-
lands. Þar var hann við verslunar-
störf, en lagði jafnframt stund á
Ijósmyndun. Til ísafjarðar fluttist
hann svo 1891, eins og áður var
getið, og átti þar heima til æviloka,
1916. A ísafírði opnaði Bjöm ljós-
myndastofu, en stundaði jafnframt
verslunarstörf, bæði á eigin vegum
og hjá öðmm. Hann tók margar
myndir af bæjarbúum og af húsum
og mannvirkjum í bænum. Mikill
hluti myndasafns hans er glataður,
en þær myndir, sem varðveist hafa,
hafa ótvírætt heimildagildi. Bjöm
var mikill félagsmálamaður, en
sennilega verður hans lengst minnst
í þjóðarsögunni fyrir það, að hann
stofnaði stórstúku Islands árið
1885.
Helgi Sveinsson var Húnvetning-
ur, fæddur á Staðarbakka í Miðfírði
árið 1868. Hann gekk í latínuskól-
ann, en lauk ekki stúdentsprófí.
Árið 1890 fluttist hann til ísafjarð-
ar og stundaði þar kennslu til 1894,
er hann gerðist verslunarmaður við
Tangsverslun í Hæstakaupstað.
Helgi var við verslunarstörf til
1903, en fékkst einnig við ýmis
önnur störf, var m.a. umboðsmaður
Kaupfélags Þingeyinga og seldi ís-
fírðingum þingeyskt smjör. Enn-
fremur var hann umboðsmaður
danskra vélbátaframleiðenda, og
árið 1903 varð hann formaður
kaupfélagsins, sem stofnað var í
bænum það ár. Verslun söludeildar
félagsins var á heimili Helga, en
tekjur hans af starfínu vom ekki
meiri en svo, að hann varð að stunda
tímakennslu við barnaskólann til
að sjá sér og sínum farborða. Þegar
útibú Ísíandsbanka var stofnað á
ísafírði 1904, varð Helgi banka-
stjóri við það og gegndi því starfí,
uns hann fluttist til Reykjavíkur
árið 1922. Hann lést árið 1955.
I leiklistinni létu þeir félagamir
hendur standa fram úr ermum, og
eftir stofnun leikfélagsins rak hver
sýningin aðra. Hin fyrsta var 28.
desember 1891. Þá var leikrit Hol-
bergs, Jeppi á Fjalli, sýnt og lék
Helgi Sveinsson Jeppa. Stuttu síðar
vom sýnd tvö önnur leikrit, Hús-
bændur og hjú eftir P.A. Heiberg
og Testamentið eftir Rénan. Öll
munu þessi leikrit hafa verið sýnd
í aðeins örfá skipti, jafnvel einungis
einu sinni hvert, og skömmu eftir
áramótin var hlé gert á sýningum,
á meðan æfð vom ný verk. Að
hléinu loknu var tekið til við sýning-
ar á Ævintýri á gönguför, og var
það sýnt oft þá um veturinn við
miklar vinsældir. Um hlutverka-
skipan í Ævintýrinu þennan vetur
er ekki vitað með vissu, en þess
hefur verið getið til, að Einar Finn-
bogason hafí leikið Skrifta-Hans.
Síðasta leiksýningin veturinn
1891-1892 var 23. mars, og var
allt það fé, sem á henni safnaðist,
gefið til styrktarsjóðs verslunar-
manna.
Næstu tvo vetur, 1892-1893 og
1893-1894, virðist leikstarfsemin
hafa legið nokkuð í láginni, en vet-
urinn 1894-1895 var hún með
fjörugasta móti. Þá hófst leikárið á
Þorláksmessu, og vom a.m.k. fjög-
ur leikrit leikin fyrir áramót, öll við
góða aðsókn. Eftir áramótin var
aftur tekið til við leikinn, og var
síðasta sýning vetrarins 23. mars
1895. Vom leiksýningar í bænum
þá alls orðnar 26 frá því á Þorláks-
messu. Þennan vetur var m.a. leikið
til ágóða fyrir styrktarsjóð verslun-
armanna og til styrktar sjúkrahús-
inu, sem reist var 1896. Varð góður
hagnaður af þeim sýningum báðum.
Sumarið 1895 fengu ísfirskir
leiklistamnnendur góða heimsókn,
en þá kom til bæjarins danskur leik-
flokkur undir stjóm Edw. Jensen.
í leikflokknum vom fimm leikarar,
og léku þeir Qögur kvöld í röð, þijú
smáleikrit á kvöldi, og aldrei sama
leikritið tvisvar. Bæjarbúar
skemmtu sér vel við sýningarnar,
og að sögn Þjóðviljans unga vom
leikritin ágætlega leikin, en efnislít-
il.
Leikfélagið, sem stofnað var í
desember 1891, stóð fyrir öllum
leiksýningum í bænum á ámnum
1891-1895, og virðist svo sem starf-
semi þess hafí náð hámarki veturinn
1895. Það sama ár var stofnað bind-
indisfélagið Dagsbrún, og leysti það
leikfélagið af hólmi, ef svo má að
orði kveða. Leið þó nokkur tími,
uns Dagsbrúnarmenn hófu merki
Þalíu jafn hátt og leikfélagið hafði
haldið því. Veturinn 1896 hófust
sýningar t.d. ekki fyrr en á 2.
páskadag, og þótti þá mörgum að
þær tækjust illa.
Hinn 6. desember 1896 vígðu
félagar í Dagsbrún nýtt félagshús
sitt við hátíðlega athöfn. Húsið stóð,
þar sem nú er Hrannargata 1, og
var aðstaða til leiksýninga þar mun
betri en í gamla bæjarþinghúsinu,
salur og leiksvið hvorttveggja
stærra og sæti fyrir áhorfendur
mun betri.
í forystuliði Dagsbrúnar vom
ýmsir áhugasamir leikarar. Auk
þremenninganna, sem áður vom
nefndir, má nefna þá Stefán Run-
ólfsson prentara, sem að vísu hafði
skamma viðdvöl á ísafirði, og bræð-
urna Halldór og Magnús Ólafssyni.
Þeir munu báðir hafa bytjað að
leika fyrir alvöm í Dagsbrúnar-
húsinu og áttu eftir að verða meðal
kunnustu leikara á ísafírði og stuðla
meira að framgangi leiklistarinnar
í bænum á næstu ámm og áratug-
um en flestir aðrir.
Fyrsta leiksýning í templarahús-
inu nýja fór fram 27. febrúar 1897.
Þá var Jeppi á Fjalli sýndur, og var
Stefán Runólfsson leiðbeinandi eða
leikstjóri. Helgi Sveinsson lék
Jeppa, Árni Sveinsson baróninn og
Magnús Ólafsson Nillu, konu Jeppa.
Var það fyrsta hlutverk hans á leik-
sviði.
Næstu árin, eða allt fram til
1905, áttu leiklistamnnendur
samastað í templarahúsinu við
Templaragötu, eins og Hrannargat-
an var þá nefnd. Leikið var meira
og minna öll árin, og vom við-
fangsefnin flest erlend, en þó ávallt
leikin á íslensku. Nokkur íslensk
verk vom þó á dagskrá, og má þar
nefna Skugga-Svein og Vesturfar-
ana, eftir sr. Matthías Jochumsson.
Ebenes og annríkið eður Tímaleys-
ingjann eftir Tómas Jónasson, föður
Jónasar Tómassonar, og Prestkosn-
ingin eftir Þorstein Egilsson
kaupmann í Hafnarfírði.
Árið 1905 byggðu templarar nýtt
samkomu- og fundahús, og stóð það
á milli Templaragötu og Steypuhús-
götu. Það var vel búið til leiksýn-
inga, og batnaði því hagur ísfírskra
leikara enn með tilkomu þess.
Brynjólfur Jóhannesson leikari, sem
síðar varð tengdasonur Helga
Sveinssonar, steig sín fyrstu spor á
leiksviði á fjölum þess húss. Hann
lýsti því með eftirfarandi orðum:
„Templarar komu sér upp ágætu
leikhúsi, líklega einhveiju því bezta
á landinu þá; þetta var hús á stærð
við Iðnaðarmannahúsið í Reykjavík,
nema með stærra sviði, og þar vom
ágæt búningsherbergi fyrir leikar-
ana. Mér þótti viðbrigði síðar meir
að koma þaðan í moldarkjallarann
í Iðnó.“
Með tilkomu nýja, eða stóra
templarahússins, færðist nýtt líf í
leikstarfsemina. Auk þess að öll
aðstaða, bæði fyrir leikendur og
áhorfendur, varð miklu betri, mun-
aði einnig mikið um, hve miklu
stærri áhorfendasalurinn var. Hann
tók hátt á þriðja hundrað manns í
sæti, og þar eð sýningar vom yfír-
leitt mjög vel sóttar, jukust tekjur
af þeim að mun. Engu að síður
hélt leikstarfsemin áfram að vera
viðfangsefni áhugamanna, og þess
munu engin dæmi, að leikarar hafi
fengið annað en ánægjuna í sinn
hlut.
Á ámnum frá því nýja templara-
húsið komst í gagnið, 1906, og fram
til 1920, var mikið leikið á ísafírði.
Sýningar vom fleiri og færri á vetri
hveijum, og var þar ýmist um al-
mennar sýningar að ræða, eða þá,
sem oft var, að leikið var til ágóða
fyrir ýmiss konar félagsstarfsemi
og til styrktar góðum málefnum.
Templarar léku meira en aðrir, en
einnig var leiklistin í hávegum höfð
innan ungmennafélaganna, eftir að
þau komu til sögunnar, og önnur
félög og samtök settu upp smásýn-
ingar af og til. Á hinn bóginn
starfaði ekkert eiginlegt leikfélag í
bænum, frá því leikfélag Árna
Sveinssonar og félaga hætti um
1895 og fram til þess, að Leikfélag
ísafjarðar var stofnað 1922. Árið
1907 var þó gerð tilraun til stofnun-
ar leikfélags, en hún fór út um
þúfur.
Árið 1916 var enn reynt að
stofna leikfélag í bænum, en án
árangurs. Magnús Ólafsson var
fmmkvöðull þeirrar tilraunar, og lét
hann ganga orðsendingu, undirrit-
aða af 40-50 manns, og vom þeir,
sem ritað höfðu nöfn sín á iistann,
beðnir að mæta á ákveðnum stað
og stundu til að ræða stofnun leik-
félags. Á fundinn mættu um 50
manns. Lauk fundinum svo, að kos-
in var 5 manna undirbúningsnefnd,
og átti hún að boða til framhalds-
fundar. Af því varð ekki, og rann
tilraunin þannig út í sandinn.
Það myndi æra óstöðugan að
telja upp öll þau leikrit, sem leikin
vom á þessum ámm, en verk-
efnavalið breyttist lítið með tilkomu
nýja hússins. Vinsæl íslensk leikrit
á borð við Skugga-Svein vom sýnd
aftur og aftur, en flest þeirra er-
lendu leikrita, sem tekin vom til
sýninga, vom norræn gamanleikrit,
eins og verið hafði. Sýningar vora
mjög mismunandi margar á hveiju
leikriti, en dæmi vom þess, að sýn-
ing gengi vikum saman. Skugga-
Sveinn var til að mynda leikinn 17
sinnum veturinn og vorið 1916.
Mörgum kann að þykja það lýsa
litlum metnaði, að ekki var ráðist
í sýningar á stærri og erfiðari verk-
efnum, er aðstæður bötnuðu svo
mjög sem raun bar vitni með til- -
komu nýja templarahússins. Fors-
endur leikstarfsins buðu hins vegar
ekki upp á sýningar á stórverkum.
Megintilgangur leikenda var að
skemmta bæjarbúum, og til þess
að það mætti takast, varð að sýna
leikrit, sem fólk hafði gaman af.
Þegar leikið var til ágóða fyrir félög
og málefni, var eðlilegt, að þau
verk væm leikin, sem reynsla var
fyrir, að vel væm sótt. Síðast en
ekki síst vom leikendur undantekn-
ingarlaust áhugamenn. Þeir vörðu
stopulum tómstundum í þágu listar-
innar, en höfðu hvorki tíma né
leikménntun til að takast á við mjög
erfið verkefni.
En hvernig var staðið að leiksýn-
ingum? Oftast var fyrirvarinn, sem
leikendur fengu fyrir sýningar,
skammur. Ákveðinn hópur áhuga-
manna, úr stúku, ungmennafélagi
eða öðmm félagsskap, kom saman
og afréð að setja upp tiltekið leik-
rit á ákveðnum degi. Síðan var
hlutverkum skipt, og lærði viðkom-
andi sitt hlutverk heima hjá sér.
Að því búnu kom hópurinn aftur
saman og æfði nokkram sinnum,
og var æfingatíminn sjaldnast
meira en 2-3 vikur. Æfingar fóm
jafnan fram heima hjá einhveijum
úr hópnum, og reyndu þeir, sem
nokkra reynslu höfðu, að segja ný-
liðum til, en engir menntaðir leið-
beinendur vom tiltækir.
Þegar leið að sýningu, var tekið
að huga að leikmunum og búning-
um. Hver leikari lagði sér til búning,
og leikmunir vom oftast húsgögn,
sem fengin vom að láni hjá áhuga-
mönnum. Var þá oftast leitað til
þeirra bræðra Halldórs og Magnús-
ar Ólafssona, og fyrir kom, að
stofur þeirra væm hartnær tæmdar
fyrir sýningar.
Hér að framan hefur verið getið
nokkurra fremstu leikara á ísafírði
fyrir 1920, og em þó aðeins fáir
taldir. Eldri Isfírðingar muna enn
bræðurna Halldór og Magnús Ól-
afssyni á leiksviðinu, Árna Sveins-
son, Bjöm Pálsson, Helga
Sveinsson, Jóhann Þorsteinsson,
Sigurð D. Jónsson, Guðmund Geir-
dal, Fríðu Torfadóttur, Bergþóm
Ámadóttur, Helgu Tómasdóttur,
Guðbjörgu Bjamadóttur, Guðrúnu
Brynjólfsdóttur, og þannig mætti
lengi telja. Sumir þeirra, sem stigu
sín fyrstu spor á leiklistarbrautinni
á ísafírði, urðu síðar landskunnir
leikarar, þ. á m. Brynjólfur Jó-
hannesson og Sigrún Magnúsdóttir.
Flestir fengu hins vegar ekki tæki-
færi til að láta reyna til fulls á
leikhæfileika sína. Þeim var leiklist-
in ávallt tómstundagaman, sem lyfti
huganum upp úr amstri hvers-
dagslífsins, en gladdi um leið hug
og hjörtu samborgaranna.“
Skugga-Sveinn 1916: Brynjólfur Jóhannesson og Jón G. Maríasson í hlutverkum stúdenta, Guðmundur
E. Geirdal sem Skugga-Sveinn og Halldór Ólafsson sem Ketill.