Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Isafjörður: Leiklist í stórt hundrað ára * Kafli úr sögu Isafjarðar eftirJón Þ. Þór 26. janúar 1866, fyrir rúmum 120 árum, gaf Kristján konungur 9. út tilskipun rum að gjöra verzl- unarstaðinn Isafjörð að kaup- stað, og um stjórn bæjarmála þar“. Þennan sama dag gaf kon- ungur einnig út auglýsingu um bygginganefnd á Isafirði. Kaup- staðarréttindi höfuðstaðar Vestfjarða eru þó í raun enn eldri, eða 200 ára, þar eð konung- leg auglýsing um kaupstaðar- réttindi ísafjarðar var fyrst gefin út 18. ágúst 1786, þó bæjar- stjórn kæmi ekki til sögunnar fyrr en 80 árum síðar. Nýlega er komið út annað bindið i Sögu Isafjarðar eftir Jón Þ. Þór, sagnfræðing, sem fjallar um byggingu og vöxt ísafjarðar- kaupstaðar á timabilinu 1867- 1920, mannafla og atvinnuskipt- ingu, helztu stéttir og hagsmuna- samtök, s.s. stéttarfélög. í næsta bindi verður greint frá atvinnu- og hagsögu ísafjarðar. I tilefni af 120 ára kaupstaðar- afmæli Isafjarðar fyrr á árinu og nýútkomnu 2. bindi af Sögu ísafjarðar, birtir Morgunblaðið, með leyfi höfundar, þann kafla ritsins sem fjallar um leiklist á Isafirði, sem rætur á aftur til ársins 1858. ísafjörður býr að langri og fjölþættri menningar- hefð, sem máske reis hæst í leiklist, söng- og tónlistarlifi. „Fyrstu leiksýningar á ísafírði, sem vitað er um með fullri vissu, voru haldnar vetuma 1857-58 og 1858-1859. Ekki eru tiltækar heim- ildir, er greini nákvæmlega frá leiklistariðkun í bænum næstu tvo áratugina, en þó mun eitthvað hafa verið leikið á þeim árum. Það var þó allt í smáum stíl og ekki ósenni- legt, að leiksýningar hafi verið á meðal skemmtiatriða á samkomum í klúbbum borgara. Fyrsta leiksýning á Isafirði, sem tímasett verður af nákvæmni, eftir að leikið var í Eyrarkirkju veturinn 1858-1859, var veturinn 1879. Þá voru Útilegumennirnir eftir sr. Matthías Jochumsson sýndir, og virðist svo sem þar hafi verið á ferð einhver milligerð af leikritinu, breytt frá hinum uppmnalegu Úti- legumönnum, en ekki orðin alveg samhljóða þeirri gerð Skugga-Sveins, sem síðar varð al- geng. Má ráða þetta af því, að kotungarnir Geir og Grani vom ekki í hópi leikpersónanna á ísafirði, en hins vegar var Galdra-Héðinn með. Þeim sleppti sr. Matthías öll- um, er hann gerði breytingar á Útilegumönnunum 1872. Útilegumennirnir vom leiknir í pakkhúsi Asgeirsverslunar í Mið- kaupstað. Það stendur enn, mikið breytt, og er nú Aðalstræti 13. Éins og vænta mátti, var enginn búnað- ur til leiksýninga í húsinu, en húsrými var nóg, og það nýttu leik- endur sér á skemmtilegan hátt. Svið var gert í öðmm enda húss- ins, þannig að borð vom negld á tunnur, ojg fékkst með því upp- hækkaður pallur við gaflinn. Fyrir hann var tjaldað með tautjöldum. Sæti fyrir áhorfendur vom gerð með því, að borð vom negld á búkka. Þau þóttu góð, en einnig gátu áhorfendur staðið. Sýningam- ar líkuðu vel og vom vel sóttar, en aðgangseyrir var 25 aurar í sæti og 15 aurar í stæði. Skjaldarmerki ísafjarðar. Svo skemmtilega vill til, að varð- veist hefur vitneskja um hlutverka- skipan í þessari sýningu á Útilegumönnunum. Hún er mnnin frá Þórami A. Þorsteinssyni, sem var einn leikenda og meðal forystu- manna í ísfirsku leiklistarlífi á þessum ámm. Hlutverkaskipanin var þessi: Lárenzíus sýslumaður Stúdentar frá Hólum Grasa-Gudda Haraldur Ásta Margrét Skugga-Sveinn Ketill Ögmundur Gvendursmali Galdra-Héðinn SigurðuríDal Jón sterki Sölvi Thorsteinsson Þórarinn A. Þorstcinsson Jochum Magnússon Gudmundur Páls., beykir Jens Egill Sandholt Hclga Jónsdóttir Hólmfríður Jónsdóttir ÓIi Hanncsson, sjómaður Teitur Ingimundarson Jón Steinhólm Gíslason Guðmundur Guðbjarts. Guðmundur Páls., beykir Halldór Halldórsson Magnús Þorsteinsson 1879. í síðara skiptið var leikið Árni Sveinsson í pakkhúsi Þorsteins Þorsteinssonar bakara (Th. Thorsteinsson) við Silf- urtorg, og þar munu einnig hafa verið leikin sama vetur leikritin Brúðarhvarfið eftir Magnús Joch- umsson kaupmann (bróður sr. Matthíasar) og Arabíska púlverið, eftir Holberg. Að sögn annaðist Þorsteinn bakari veitingar milli þátta, og dmkku áhorfendur og leikendur þar saman allstíft. Ekki er þess þó getið, að drykkjan hafi bitnað á leiknum. Svo sem sjá má af hlutverkaskip- aninni í Útilegumönnunum hér að framan, hefur Guðmundur Pálsson beykir farið þar með tvö hlutverk, Grasa-Guddu og Galdra-Héðins. Leikur hans mun hafa þótt af- bragðsgóður, og hermir ein heimild, að eitt sinn, er sr. Matthías var á ferð á ísafirði, hafi hann vikið sér að Guðmundi og þakkað honum sérstaklega fyrir, hve vel hann hafi leikið Guddu. Um svipað leyti og Útilegumenn- irnir vom fyrst sýndir á ísafirði, var sýnt þar annað leikrit, og var hvort tveggja, textinn og tilefnið, heimafengið. Á þessum ámm var algengt, að bæjarbúar væm upp- nefndir. Sumir þóttu duglegri og hugkvæmari við uppnefningarnar en aðrir, en enginn gekk jafn hart fram við þær og Jón Jónsson snikk- ari frá Geitareyjum, sem uppnefndi flest, bæði lifandi og dautt. Flestum bæjarbúum þótti þessi árátta hvim- leið, og því tóku þeir Sigurður Andrésson smiður og Sölvi Thor- steinsson hafnsögumaður sig saman og sömdu leikrit, þar sem hæðst var að þessari áráttu. Leik- ritið nefndist Getion eða Getjón, og er ekki erfitt að sjá tengsl þess við söguhetjuna, Jón Geiteying. Honum var sérstaklega boðið á fmmsýning- una og þess sérstaklega gætt, að hann kæmist ekki út fyrr en að sýningu lokinni. Var hann þá leidd- ur út með stefi, þar sem skorað var á hann að hætta uppnefningunum. Getion var revía, líkast til hin fyrsta, sem samin var hér á landi. Sýningar munu hafa verið tvær, en leikurinn er athyglisverður fyrir þá sök, að þetta var í fyrsta, og jafn- vel eina skiptið, sem leikrit var samið og sýnt til þess að kveða niður leiðan ósið í íslensku bæjarfé- lagi. Höfundamir náðu tilgangi sínum að því leyti, að a.m.k. mun nokkuð hafa dregið úr uppnefn- ingaáráttunni. Hermir sagan, að þeir Sigurður Andrésson og Sölvi Thorsteinsson hafí samið fleiri leik- rit um íslensk efni, en ekkert er Björn Pálsson nú kunnugt um þau að öðru leyti. Á 9. áratug 19. aldar stóð leik- starfsemi með blóma á ísafirði, og kunnu bæjarbúar vel að meta þá skemmtun, sem leiksýningarnar buðu upp á. Veturinn 1881-1882 var leikið í „Kmgershúsi", sem stóð þar sem timburverslunin Björk stendur nú. Ekki em ömggar heim- ildir um, hve mörg leikrit vom sýnd þar né heldur hve oft, en sennilega hafa bæði Ævintýri á gönguför og Skugga-Sveinn verið sýnd í „Kmg- ershúsi". Áttu þau tvö leikrit eftir að njóta meiri vinsælda með ís- fírðingum en flest önnur á því tímabili, sem hér um ræðir. Næstu tvo vetur, 1882-1884, var leikið í salnum á neðstu hæð í húsi Sölva Thorsteinsson, Hotel Nord- polen. Ovíst er, hvaða leikrit vom leikin þar, en þó hefur þess verið Fjórar ísfirzkar leikkonur af aldamótakynslóð: Arnfríður Ingvars- dóttir og Ólína Þorstcinsdóttir (sitjandi), Sigriður Ólafsdóttir og Málfriður Björnsdóttir (krjúpa fyrir aftan). getið til, að Skugga-Sveinn (Úti- legumennimir) hafí verið á fjölun- um í Nordpolen. Gróska hefur auðsjáanlega verið í leiklistarstarf- inu á þessum ámm, og ein heimild, að vísu óljós, bendir til þess, að árið 1883 hafí leikfélag verið starf- andi á Isafírði. Það hefur þá verið fyrsta leikfélag í bænum, en mun ekki hafa orðið langlíft. Samtíma heimild getur hins vegar um gleði- leiki í bænum í janúar 1883. Haustið 1885 varð mikil breyting til batnaðar á aðstöðu ísfirskra leik- listamnnenda. Eins og síðar verður nánar skýrt frá, voru fyrstu tvær góðtemplarastúkumar í bænum, Aurora og Dagstjarnan, stofnaðar á ámnum 1884 og 1885. Þær reistu sér hús, og var það tekið í notkun haustið 1885. Þó stóð það á kamb- inum sunnan Hafnarstrætis, en var síðar flutt í Mjallargötuna, þar sem Helgi Sveinsson það stendur enn (Skátaheimilið). Stúkurnar tvær höfðu aðsetur í húsinu, uns þær hættu starfsemi árið 1888. Þá eignuðust þeir Skúli Thoroddsen ogGuðmundur Jónsson frá Kleppustöðum það, en árið 1891 keypti bæjarstjóm húsið til funda- halda. Var það síðan bæjarþinghús út það tímabil, sem hér er til um- fjöllunar. Margir hinna fyrstu ísfírsku góð- templara vom áhugamenn um leiklist, og með byggingu góð- templarahússins vannst tvennt: leikáhugamenn fengu fastan sama- stað fyrir sýningar sínar, og góðtemplarar tóku forystu í allri leikstarfsemi í bænum. Onnur sam- tök en þeirra færðu að sönnu upp leikrit, einkum ungmennafólögin eftir að þau komu til sögunnar, og svo leikfélagið sem starfaði á síðasta tug 19. aldar, en ávallt var leikið í templarahúsinu, og oftast vom templarar fjölmennir í hópi leikara. Fyrsta templarahúsið hent- aði að ýmsu leyti vel til leiksýninga. í því var allstór salur, og var leik- sviðið í öðmm enda hans, afgirt með grindverki. í salnum vom einn- ig bekkir fyrir áhorfendur, og þótti það mikil framför frá því, sem ver- ið hafði í pakkhúsunum. Nu er ekki ljóst, hvort Ieikið var í templarahúsinu veturinn 1885- 1886, en í desember 1885 vom fímm leiksýningar í svokölluðu Bullspakkhúsi. Víst er að leikstarf- semin hófst af krafti í ársbyijun 1887. Hinn 17. janúar 1887 birtist eftirfarandi frétt í Þjóðviljanum: „Gleðileikir. Einn af hinum mörgu „klúbbum“, sem þrífast svo vel hér á ísafírði, skemmti bæjar- búum með gleðileikjum nokkra daga eptir nýjárið. Leikið var á dönsku „De Forlovede" eptir Carl Möller. Af leikendum þóttu þeir Guðmundur Þórðarson bakari (Bek), C. Fensmark (Dahl) og eink- um Einar Finnbogason beikir (Jappe) leika bezt, enda virtist málið gera hinum öðmm leikendum meiri og minni fyrirstöðu. Kaup- maður H.O. Fischer gladdi menn að söng og gítarspili. Eitt kvöld var leikið fyrir peninga. — Yfír höfuð þótti þetta góð skemmtun, og eiga leikendur miklar þakkir fyrir, en betur hefðum vér Isfirðingar kunn- að við að heyra leikið á móðurmáli vom, eins og uppmnalega mun hafa verið tilgangurinn, þar eð vér yfír höfuð ekki emm svo sterkir í dönskunni, og það þótt sé í sjálfum kaupstaðnum Isafírði." Ekki er vitað, hvaða „klúbbur" stóð fyrir þessum sýningum, og ekki er fullvíst, að þær hafí verið í templarahúsinu, þótt líklegt sé, að svo hafi verið. Sýningarnar hafa auðsjáanlega verið eins konar skemmtikvöld, sem áhugamenn efndu til, og því fé, sem fékkst með sölu aðgöngumiða á eina sýningu, hefur trúlega verið varið til að greiða húsaleigu eða til styrktar einhveiju góðu málefni. Undirbún- ingur að sýningunum hefur sjálf- sagt tekið skamman tíma, og af fréttinni í Þjóðviljanum má ráða, að tími hafí ekki unnist til að þýða leikinn á íslensku. Flutningur hans á dönsku hefur hins vegar vafalítið valdið því, að áhorfendur hafi notið skemmtunarinnar misvel. Atvinnuhættir á ísafirði ollu því, að best tóm gafst til leiklistariðkun- ar í svartasta skammdeginu, og þá var þörfin fyrir hvers kyns skemmt- anir einnig mest. Þegar leið að jólum og haustannir voru úti, tóku leikáhugamenn að undirbúa sýning- ar. Þær hófust svo nærri áramótum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.