Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 6
6 MÖRGUNBLAÐIÐ, UAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 í afdal Fimmtudagsleikritið hófst að þessu sinni hálftíma seinna en venjulega. Þessi seinkun kom máski ekki til af góðu en verkið spannaði rétt hálftíma. Hvað um það þá er ég persónulega hlynntur því að útvarpsleikrit hefjist ekki fyrr en klukkan hálf níú en ég held að sá tími sé sæmilega hentugur fjölskyIdufólki er þarf að koma börnum í svefn. En víkjum nú að téðu leikverki. Verkið nefnist í þýð- ingu Einars Ólafs Sveinssonar: I forsæludal og er eftir hinn fræga írskættaða leikritahöfund John Millington Synge sem uppi var frá 1871-1909 en Synge var einn af þeim mönnum er bar uppi öfluga leiklistarhreyfingu á írlandi í tíð skáldsins Yeats og Lady Gregory en þau voru stofnendur Abbey- leikhússins ásamt Miss Horniman Arthur Sindair, Söru Allgood og fleirum. Og það var einmitt á vegum Abbey-leikhússins að frægasta verk Synge fyrr og síðar: The Playboy of the Western World var frumsýnt 26. janúar 1907 en sú frumsýning vakti slíkan óróa hjá leikhúsgestum að kalla þurfti til fjölmcnnt lög- reglulið og einnig þegar verkið var frumsýnt í Bandaríkjunum 1911. 1 dag vekur aðeins fótboltaspark slíkar kenndir í bijósti áhorfenda. Verkiö Fimmtudagsleikrit Synge í for- sæludal er ekki jafn þekkt og verkið The Playboy of the Western World en í því ágæta verki er lýst á skemmtilegan hátt hvemig óþekkt- ur sveitapiltur blómstrar er hann kemur á nýjar slóðir þar sem hann er um stund laus undan klafa fortí- ðar. Verkinu í forsæludal er hins veg- ar lýst svo í leikskrá leiklistardeild- arinnar: Leikritið gerist á afskekktum bæ í litlum dal á ír- landi þar sem þjóðtrúin lifír enn góðu lífi. Nótt eina beiðist förumað- ur gistingar á bænum og fagnar húsfreyjan komu hans enda bóndi hennar nýlátinn. Fljótlega kemur þó í ljós að ekki er allt sem sýnist þama á bænum og einkennilegir atburðir taka að gerast. Ég veit að þessi efnisþráður segir ykkur ekki mikið um inntak verksins en eins og ég sagði hér áðan rétt lafði sýn- ingin í hálfa klukkustund og satt að segja fannst mér sem ég hlýddi hér á ófullburða leikverk eða nán- ast á einn þátt úr stærra verki. Kjamyrtur texti Einars Ólafs Sveinssonar færði hlustandann að vísu ögn nær hin sérkennilega and- rúmi írska afdaisins en svo var bara verkið búið þegar heimur þessa fólks var rétt að ljúkast upp. Ég vil nú samt ekki láta hjá líða að þakka leiklistardeildinni fyrir að kynna þetta verk Synge og dettur mér í hug hvort ekki væri upplagt að kynna ögn nánar siík leikskáld til dæmis í sjónvarpinu áður en sýningar á sviði Útvarpsleikhússins hefjast. Væri ekki við hæfi að hafa slíka kynningarþætti til dæmis á miðvikudögum og bregða þar upp myndum úr lífi leikskáldanna og jafnvel brotum úr verkum þeirra? Er ekki næsta eðlilegt að slík sam- vinna milli ríkissjónvarpsins og ríkisútvarpsins eflist nú á tímum frjáls útvarps? Leikstjórnin Þrír þaulvanir leikarar fóm hér létt með aðalhlutverkin, þau Arnar Jónsson, Þóra Friðriksdóttiroghinn síungi Valur Gíslason. Ég þarf ekki að kynna þetta fólk fyrir ykkur ágætu lesendur en leikstjórínn Guð- mundur Ólafsson er nýr af nálinni. Guðmundi fórst leikstjórnin vel úr hendi og er hann hér með boðinn velkominn í hóp úrvalsleikstjóra en þar er um að gera að kveðja sem flesta til leiks; úr röðum menntaðra leikara og leikstjóra._ Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Hafmeyjan frá Mississipi ■■■■ Frangois Truff- 0015 aut leikstýrði " síðari mynd sjónvarpsins í kvöld. Hún er frönsk, frá árinu 1969, og nefnist Hafmeyjan frá Mississipi, La Sirene du Mississipi. Louis Durand, sem leik- inn er af Jean-Paul Belmondo, er auðugur en einmana tóbaksbóndi á eyj- unni Reunion í Indlands- hafi. Hann ákveður að aug- lýsa eftir lífsfömnaut í einkamáladálki dagblaðs. Honum til mikillar ánægju svarar kona auglýsingunni og virðist því raunum hans lokið. En ekki er kálið sopið þó að í ausuna sé komið. Konan sem kemur til Reun- ion og er leikin af Cat- herine Deneuve er alls ekki sama konan og hafði svar- að auglýsingu tóbaksbónd- ans. Þau gifta sig nú samt en fyrr en varir stingur brúðurin af með auðæfi fjölskyldunnar. Þýðandi er Ólöf Péturs- dóttir. Islandsför Johns Cole ■■■ í kvöld ætlar O "I 00 Tómas Árnason að halda áfram að segja frá íslandsför Johns Cole sumarið 1881. Tómas byggir þætti sína á bókinni Islandsferð eftir John Cole, sem kom út á íslensku í þýðingu Gísla Ólafssonar. í þessum þætti, sem er annar í röðinni, verður sagt frá gönguferð Johns Cole og félaga hans á Heklu og fyrri hluta ferðasögunnar norður yfir Sprengisand. Lesari með Tómasi er Baldur Sveinsson. Catherine Deneuve leik- ur annað aðalhlutverkið í síðari mynd sjónvarps- ins í kvöld, Hafmeyjan frá Mississipi. Heiðvirðir menn láta ekki blekkjast Fyrri mynd Q"l 00 sjónvarpsins í A “■ kvöld er bandarísk og frá árinu 1939. Hún íjallar um stjórn- anda farandleikhúss, Larson E. Whipsnade, sem leikinn er af W. C. Fields. Hann á í sífelldum vand- ræðum með að afla nægs fjár til að halda leikhúsinu sínu gangandi. Auk þess er lögreglustjóra einum mjög í nöp við Whipsnade og leggur hann í einelti. Til að bæta gráu ofan á svart á hann síðan í eijum við einn starfsmannanna. Málin gerast þó fyrst verulega flókin þegar dóttir Whipsnades kemur á stað- inn. Hún verður í fyrstu ástfangin af einum starfs- manna farandleikhússins. Þegar hún fréttir af fjár- hagserfiðleikum föður síns ákveður hún hins vegar að giftast moldríkum manni, Roger Bel-Goodie, til að reyna að bjarga farandleik- húsinu. Bel-Goodie verður him- inlifandi og fer að vinna að undirbúningi brúð- kaupsins. Með aðalhlutverk fara auk W. C. Fields þau Edg- ar Bergen og Constance Moore. Leikstjóri er George Marshall. Þýðandi er Ólafur Bjarni Guðnason. Kvikmyndahandbókin okkar er alveg þokkalega ánægð með þessa mynd og gefur henni tvær stjörnur. UTVARP LAUGARDAGUR 16. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.30 Morgunglettur Létt tónlist. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Fréttir á ensku 8.35 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 8.45 Nú er sumar Hildur Flermóðsdóttir hefur ofan af fyrir ungum hlust- endum. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Morguntónleikar a. Kvartett í G-dúrfyrirflautu og strengi K. 285a eftir Wolfgang Amadeus Moz- art. William Bennet leikur með Grumiaux-tríóinu. b. Sönglög eftir Henry Dup- arc. Jessye Norman syngur; Dalton Baldwin leikur með . á píanó. 11.00 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni í umsjá Páls Heiöars Jóns- sonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Af stað Björn M. Björgvinsson sér um umferöarþátt. 13.50 Sinna Listir og menningarmál líðandi stundar. Umsjón: Ragnheiöur Gyða Jónsdóttir og Þorgeir Ólafsson. 15.00 Miðdegistónleikar a. „Summer Music" eftir Samuel Barber. Blásara- kvintettinn i Björgvin leikur. b. Fiðlukonsert í d-moll eftir Aram Katsjatúrian. Itzhak Perlman leikur með Fílharm- oníusveitinni í ísrael; Zubin Metha stjórnar. c. „Dans frá Chile" eftir Augustin Barrios og „Fimm lög frá Venezuela" eftir Vincente Sojo. Eliot Fisk leikur á gitar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 18.15 Veðurfregnir. 16.20 „Ingólfur", smásaga eft- ir Ólaf Friðriksson úr safninu „Upphaf Aradætra". Guð- mundur Sæmundsson les og flytur formálsorð. 17.00 (þróttafréttir. 17.03 Barnaútvarpið Stjórnandi: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.40 Einsöngur í útvarpssal. Kristinn Sigmundsson syng- ur lög eftir Sigvalda Kalda- lóns, Markús Kristjánsson, Karl O. Runólfsson, Þórarin Guðmundsson, Árna Thor- steinsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson; Jónas Ingi- mundarson leikur á píanó. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Hljóð úr horni Umsjón: Stefán Jökulsson. 20.00 Sagan: „Sonur elds og ísa" eftir Johannes Hegg- land. Gréta Sigfúsdóttir þýddi. Baldvin Halldórsson byrjar lesturinn. 20.30 Harmonikkuþáttur Umsjón: Höggni Jónsson. 21.00 Frá (slandsferð John Coles sumarið 1881 Annar þáttur. Tómas Ein- arsson tók saman. Lesari með honum: Baldur Sveins- son. 21.40 frá tónlistarhátíðinni í Björgvin i vor. Anne Gje- vang, messósópran, syngur lög eftir Franz Schubert og Benjamin Britten. Einar Ste- en-Nökleberg leikurá píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veðudregnir. 22.20 Laugardagsvaka Þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar. 23.30 Danslög 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. LAUGARDAGUR 16. ágúst 10.00 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjóns- sonar. 12.00 Hlé. SJÓNVARP 17.30 (þróttir. Umsjónarmað- ur: Bjarni Felixson. 19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum. (Storybook Inter- national) 5. Hin lata dóttir ekkjunnar. Myndaflokkur fyrir börn. Þýöandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður: Edda Þórinsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Fyrirmyndadaðir (The Cosby Show) Þrettándi þáttur. Bandariskur gaman- myndaflokkur í 24 þáttum. Aðalhlutverk: Bill Cosby og Phylicia Ayers-Allen. Þýð- andi: Guðni Kolbeinsson. 21.00 Heiöviröir menn láta ekki blekkjast (You can't LAUGARDAGUR 16. ágúst Cheat an Honest Man) Bandarísk bíómynd frá árinu 1939. Leikstjóri George Marshall. Aðalhlutverk: W.C. Fields, Edgar Bergen og Constance Moore. Stjórnandi farandleikhúss á i ýmiss konar þrengingum og gengur honum allt í óhag. Ekki bætir úr skák að ægifögur dóttir hans rennir hýru auga til eins leikarans úr hópnum en ákveður siðan að giftast rikum manni til þess að bjarga föður sínum frá gjaldþroti. Þýð- andi: Ólafur Bjarni Guðna- son. 22.15 Hafmeyjan frá Miss- issipi (La Sirene du Miss- issipi) Frönsk bíómynd frá árinu 1969. Leikstjóri: Francois Truffaut. Aðalhlutverk: Cat- herine Deneve og Jean Paul Belmondo. Auðugur en ein- mana tóbaksbóndi á eyju í Indlandshafi auglýsir eftir lífsförunaut. Honum berst svar við auglýsingunni og skrifast hann á við konuefni sitt. Hún heldur á fund hans en brátt kemur í Ijós að um allt aðra konu er að ræöa. Engu að síður ganga þau í hjónaband en brátt stingur brúðurin af með auðæfi bónda síns. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. 00.05 Dagskrárlok 14.00 Við Rásmarkið. Þáttur um tónlist, iþróttir og sitt- hvað fleira. Umsjón: Sigurð- ur Sverrisson ásamt iþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúeli Erni Erlingssyni. 16.00 Listapopp i umsjá Gunnars Salvarsson ar. 17.00 Iþróttafréttir 17.03 Nýræktin Skúli Helgason stjórnar þætti um nýja rokktónlist, innlenda og eríenda. 18.00 Hlé 20.00 Bylgjur Ásmundur Jónsson og Árni Daníel Júlíusson kynna fram sækna rokktónlist. 21.00 Djassspjall Vernharöur Linnet sér um þáttinn. 22.00 Framhaldsleikrit: „Eyja hafinu" eftir Jóhannes Helga Leikstjóri: Þorsteinn Gunnars son. Fyrsti þáttur. „Skip kemur af hafi". (Endurtekið frá sunnudegi, þá á rás eitt.) 22.49 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigurjóns- son 24.00 Á næturvakt með Jóni Axel Ólafssyni 03.00 Dagskrárlok. SVÆÐISUTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.