Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 29 Kartöflusölumenn á ferð um Snæfellsnes: Seldu hundruð kílóa af óætum kartöflum Borg, Miklaholtshreppi. FYRIR skömmu voru hér á ferð Buðu þeir til sölu kartöflur, sem Hollandi. Kartöflurnar voru i 25 850 krónur. Þegar átti að fara að matreiða söluvöruna kom annað í ljós: kart- öflurnar voru alls ekki mannamatur og allir þeir, sem glæptust á að versla við þessa svindlara, urðu að henda vörunni. Það er leitt til þess að vita, að reynt sé að svindla óætri vöru inn á saklaust fólk. i sölumenn úr Rangárvallasýslu. þeir sögðust liafa flutt inn frá kg. pokum og kostaði hver poki Þá er frá því að segja, að ein- hverjir, sem haldnir eru skemmdar- fýsn, hafa lagt sig svo lágt að stórskemma íbúðarhúsið í Akurholti í Eyjahreppi en sú jörð er í eyði. Þar hafa verið brotnar rúður, hurð- ir í húsinu stórskemmdar og húsgögn brotin. Þessi skemmdar- verk hafa vei’ið kærð til lögreglu- yfirvalda í sýslunni. Undanfarna daga hefur verið hér einstaklega gott veður, sólskin, logn og mikill hiti. Góða veðrið ætlar að endast okkur óvenju lengi nú. Þetta sumar ætlar að verða með veðra- bestu sumrum, sem hér hafa komið um nokkurt ái-abil. - Páll Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum: Mikið er af óskilamunum Vestmannaeyjum. HJÁ lögreglunni í Vestmanna- eyjum liggur mikið af óskilamun- um sem fundust i Herjólfsdal eftir þjóðhátíðina um verslunar- mannahelgina. Lögreglan hefur sent alla muni sem voru á ein- hvern hátt merktir til eigenda en samt eru enn haugar af alls- konar óskilamunum á lögreglu- stöðinni og kennir þar ýmissa Þröstur með sex vinninga ÞRÖSTUR Þórhallsson tapaði fyrir Rechlis frá ísrael í elleftu umferð skákmótsins i Gausdal i Noregi í gær. Hann hefur nú hlotið sex vinninga af ellefu. Eftir ellefu umferðir eru tveir skákmenn efstir og jafnir, Bareev frá Sovétríkjunum og Klinger frá Austurríki, með átta og hálfan vinn- ing. I þríðja sæti situr Simen Agdestein frá Noregi með átta vinn- inga. grasa. Að sögn lögreglumanna ei-u í þeirra vörslu mörg tjöld og bak- pokar með ýmsu innihaldi, svo og úr, gleraugu, húsiyklar ofl. Vill lög- reglan gjaman losna við þessa muni í hendur réttra eigenda og óskar eftir því að þeir sem sakna eigna sinna eftir þjóðhátíðina hafi samband við lögregluna. Mikið var um að fólk týndi pen- ingaveskjum sínum á þjóðhátíðinni og í flestum tilfellum komust þau aftur í hendur eigenda en þá oft án peninganna. Ljóst er að margur hefur tapað umtalsverðum íjár- hæðum þessa helgi og gleðin því verið keypt dýrara verði en til stóð. En heiðarleiki þekkist enn meðal manna. Fréttaritari veit um nokkur tilfelli þar sem böm og unglingar fundu peningaveski með stómm upphæðum og komu þeim með öllu innihaldi í hendur gæslumanna á svæðinu. Gæslumenn tjáðu frétta- ritara að í einu slíku tilfelli hefðu böm komið með veski sem þau höfðu fundið og reyndist það inni- halda 70 þús. kr. og hefði því þegar verið komið í hendur þakkláts eig- anda. En það var ekki bara það að fólk hafí verið hirðulaust um eigur sínar, sumum var raunar alveg sama. Þar um er dæmið af manninum sem í lok þjóðhátíðar gerði sér lítið fyrir og kveikti í tjaldinu sínu og öðmm útilegubúnaði svo hann þyrfti ekki að burðast með búnaðinn aftur til Reykjavíkur. — hkj. Loðnan um 100 mílum nær landi LOÐNUNA er nú að finna um hundrað mílur nær landi en fram til þessa. Telja útgerðarmenn og sjómenn aflahorfur góðar. Tvö loðnuskip höfðu í gær til- kynnt afla síðasta sólarhring, vom það Jón Kjartansson með 900 tonn og Svanur með 700 tonn. Svanur landar á Raufahöfn en Jón Kjart- ansson landar ásamt loðnuskipinu Guðrúnu Þorkelsdóttur, sem til- kynnti um 700 tonna afla á fimmtudag, á Eskifirði. Bjarni Magnússon, fram- kvæmdastjóri loðnubræðslunnar þar, var að því spurður hvort stæði til að greiða loðnuskipum sem hjá þeim lönduðu olíuuppbót, eins og dæmi em til um að áður hafi verið gert, og sagði hann að slíkt hefði ekki komið til tals enn sem komið væri. Suöur- og Austurland: Berkofsky- hjónin á tónleikaferð Selfossi. HJÓNIN Anna Málfríður Sigurð- ardóttir og Martin Berkofsky munu á næstunni halda tónleika á Suður- og Austurlandi. Fyrstu tónleikarnir verða í Hvoli á Hvolsvelli sunnudaginn 17. ágúst kl. 14.00 og á Selfossi sama dag í Selfosskirkju kl 17.30. Á efnisskrá þeirra hjóna verða verk eftir Schubert og Lizst. Þau munu leika fjórhent og Martin leik- ur einleik, verk eftir Lizt. Martin Berkofsky fékk Fullbright-styrk sem gestaprófesor við tónlistarháskólann í Títógrad í Júgóslavíu og em þau hjón á leið þangað til sex mánaða dvalar. Tón- leikamir falla inn í ferð þeirra til Seyðisfjarðar; um borð í Nörrönu. Eftir tónleikana á Selfossi halda þau tónleika 19. ágúst í kirkjunni á Höfn í Hornafirði. Þeir tónleikar hefjast kl. 21. Daginn eftir, 20. ágúst, halda þau tónleika í Vala- skjálf á Egilsstöðum og heíjast þeir tónleikar einnig kl. 21. — Sig. Jóns. Akstursleiðir einkabíla kl. 13:00—19:00. Akstursleiðir einkabíla kl. 19:00—01:00- Kort víxluðust í bæklingi um afmælishátíð borgarínnar víxluðust kort af akst- ursleiðum einkabíla um miðbæinn á mánudag. Þessi kort eru þvl birt hér. Akstursleiðir einkabila kl. 13—19 eru fyrir ofan og akstursleiðir að kvöldi afmælisdagsins fyrir neðan. „Merkilega margir myndlistarmenn héðan“ - rætt við Grétu Mjöll Bjarnadóttur í til- efni myndlistarsýningar Hvergerðinga Á MYNDLISTARSÝNINGU Hvergerðinga i tengslum við 40 ára afmæli Hveragerðishrepps eru verk bæði yngri og eldri mynd- listarmanna. Morgunblaðið hafði tal af Grétu MjöII Bjamadóttur, 27 ára ínyndlistarkonu, sem aðstoðaði við uppsetningu sýningar- innar og sýnir þar þrjú verk. „Fyrir þessa sýningu var leitað til allra þeirra Hvergerðinga sem hafa komið nálægt myndlist og varð úr að um þrjátíu manns ákváðu að sýna,“ sagði Gréta. „Hveragerði var mikill lista- mannabær um tíma og störfuðu hér til dæmis málaramir Ríkharð- ur Jónsson, Gunnlaugur Scheving, Kristinn Pétursson og Höskuldur Björnsson og eru verk eftir þá alla á sýningunni. Verkin, sem ég er með á sýn- ingu, em tvær silkiþrykksmyndir og ein steinþrykksmynd. Við- fangsefnið? — Ætli það sé ekki manneskjan. Eg leik mér með flöt-' inn en hef yfirleitt alltaf fólk í myndunum. Eg útskrifaðist úr kennardeild Myndlista- og hand- íðaskólans 1984 og er nú á þriðja ári í grafíkdeild. I fyrravor tók ég þátt i tveimur samsýningum, sú fyn-i var á vegum Amnesty Intemational og tengdist mynd- efnið þeirra starfi en sú seinni var sýning nemenda Myndlista- og handíðaskólans í Gerðubergi. Hvort uppeldið í Hveragerði hafi þau áhrif á mig að ég ákvað að fara út í myndlist veit ég ekki en það em merkilega margir myndlistarmenn héðan úr þessu litla byggðarlagi. Ogþað var gam- an að því hvað fólk tók vel undir það að vera með í þessari sýningu - og uppgötvaðist um leið margur, sem cnginn vissi að hafði komið nálægt pensli.“ Myndlistarsýningin er í fþrótta- húsinu í Hveragerði og stendur fram á sunnudag kl. 19.00 en það kvöld lýkur afmælishátíðinni. Morgunblaðið/Þorkell Gréta Mjöll Bjarnadóttir, ein þeirra sem sýna í Hveragerði þessa dagana. Morgunblaðið/Þorkell Finnsku listmálaramir Elina Sandström og Juhani Taivajárvi sýna nú í Listamannaskálanum í Eden í Hveragerði. Hér sést Elína ásamt einu málverka sinna. Finnskir listmál- arar í Hveragerði FINNSKU listmálararnir Elína Sandström og Juhani Taivajárvi opnuðu í gær málverkasýningu í Listamannaskálanum í Hveragerði og stendur hún til 24. ágúst. Þau hafa haldið sýningar árlega hér á landi um langt skeið. Á sýningunni hefur Elína 20 vatns- litamyndir og nokkrar smámyndir málaðar með olíu- og akryllitum. Margar þeirra eru af íslensku lands- lagi. 4 Juhani hefui' einnig íslenskt stef fyrir sínar myndir í þetta sinn og sýnir hann 12 olíumálverk. Þá eru einnig á sýningunni nokkrar myndir eftir Paula Sychold og Arto Aalto. Hefur Paula sýnt hér áður, en Arto sýnir í fyrsta sinn hér á landi. (Fréttatilkynning) 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.