Morgunblaðið - 16.08.1986, Page 4

Morgunblaðið - 16.08.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Reykjavík 200 ára Morgunblaðið/Börkur Lengsti garðbekkur landsins kominn upp í HaUargarðinum. Hér er verið að snyrta til í Breiðholti. Morgunblaðið/Einar Falur Víða tekið til hendinni við undirbúning afmælisins Sviðið á hátiðarsvæðinu við Arnarhói. VJNDANFARNA daga hafa staðið yfir miklar framkvæmd- ir á vegum borgarinnar, sem flestar h verjar miða að því að f>úa hana í hátíðarbúning fyrir 200 ára afmælið 18. ágúst. Fjölmargir sjáif- Iboðaliðar vegna hátíðarhaldanna „Við erum ekki með neinar stórkostlegar framkvæmdir úti við, vegna afmælisins,“ sagði Stefán Hermannsson aðstoðar- borgarverkfræðingur. „Mest ber á sviði við Amarhól, sem sérstak- lega er smíðað fyrir hátíðina." Umgjörð sviðsins er 13 x 20 metr- ar og þar hefur verið komið fyrir ijóskösturum og hljómburðar- tækjum að hluta til en þeim er einnig dreift um Amarhól og eiga þau að tryggja góð hlustunarskil- yrði áhorfenda á kvöldskemmtun- um, sem haldnar verða. Gegnt sviðinu er áhorfendastúka sem ætluð er forseta íslands og gest- um borgarinnar. Ofarlega á Amarhól er sérstakt hús sem ætiað er fyrir sýningarstjóra. Rafmagnsveita Reykjavíkur sér um ljósaskreytingar við Amarhól og strengi fyrir fánalínur. Með- fram tjöminni verða settir upp fánar og reist sölutjöld við tjamar- endana og á Lækjartorgi. Sölu- tjöldin, sem eru í rauðum, hvítum og bláum litum, em sérstaklega keypt inn fyrir afmælið. Stefán sagði að mjög mikið væri um sjálf- boðastarf vegna hátíðarhaldsins auk allra borgarstarfsmanna sem lagt hafa hönd á plóginn. í Hijóm- skálagarðinum sjá skátar um skemmtidagskrá og 110 Lions- menn aðstoða við að skera niður afmælistertuna, sem bakarar baka. „Aðrar framkvæmdir á veg- um borgarinnar þessa dagana tengjast ekki beint afmælinu nema hvað við reynum að ná ein- hveijum þokkalegum áfanga fyrir þessa helgi,“ sagði Stefán. Marg-ir lagt hönd á plóginn „Þetta er stig í áframhaldandi þróun að taka garðana í gegn og er ekki mikið bundið afmælinu," sagði Jóhann Pálsson garðyrkju- stjóri Reykjavíkur. Hafist var handa í Fógetagarðinum í vor og skipt um gróður og síðan hafa aðrir garðar fengið andlitslyftingu eins og Mæðragarðurinn við Lækjargötu og garðurinn við gömlu gróðrarstöðina við Hring- braut. I Hallargarðinn er kominn lengsti „garðbekkur" landsins sem jafnframt er stoðveggur og er þar um endumýjun á eldri vegg að ræða. Jóhann sagði að unnið væri í öllum hverfum meira og minna og væri áberandi hvað fyrirtæki og einstaklingar tækju mikinn þátt í að bæta umhverfið. í yngri hverfum er lögð áhersla á að mæta þörfum bama með leikvöll- um og sparkvöllum. „Búið er að lagfæra Ártúnsbrekkuna og um- hverfi Elliðaár, slétta þar og sá í bakkann. Tilraunin með að flytja trén við Miklubrautina virðist líka ætla að takast vel og gerir aðkom- una að borginni miklu skemmti- legri.“ Borgin tekið stakkaskiptum Á vegum gatnamálastjóra hef- ur verið unnið sérstaklega að snyrtingu svæða í miðborginni en erfiðlega hefur gengið að ljúka endanlegum frágangi vegna end- umýjunar á hitaveitulögnum í vesturbænum og við Hverfisgötu. Er það vegna þess hversu tíma- frekar endurbætur er hér um að ræða. „Við höfum reynt að ganga frá í miðbænum fyrir afmælið og þá sérstaklega við Hverfisgötuna neðanverða," sagði Ingi Ú. Magn- ússon gatnamálastjóri. Við Suðurlandsbraut hefur verið gengið frá umferðareyjum, gengið frá gangstígum og tyrft. „Vegna afmælisins munum við reyna að skapa bifreiðastæði í miðborginni en það er þar sem skórinn helst kreppir að,“ sagði Ingi. Kalkofnsvegur verður lokað- ur fyrir umferð við Tryggvagötu og hefur girðing sem lokaði af lóð Eimskipafélagsins við höfnina verið ijarðlæg. Umferðinni verður beint þar inn og á hafnarbakkann sem tekinn verður undir bifreiða- stæði. Gengið hefur verið frá lóðinni umhverfis Borgarleikhúsið fyrir bifreiðastæði og lóð Morgun- blaðsins gegnt leikhúsinu snyrt og fengin að láni undir bifreiða- stæði. „Þá höfum við hvatt fólk til að mála hús sín svo og að slíkt hið sama yrði gert við opinberar stofnanir," sagði Ingi. „Þessu hef- ur verið vel tekið og borgin víða tekið miklum stakkaskiptum." Gengið frá í Aðalstræti. Morgunblaðið/Einar Falur ' Morgunblaðið/Einar Falur ___Ahorfendapailur á hátíðarsvæðinu við Arnarhól. „Minni Ingólfs“ Nýtt hátíðarverk eftir Jón Þórarins- son frumflutt í HÁTÍÐARDAGSKRÁ í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar hefur slæðst sú villa, að hátiðar- verk eftir Jón Þórarinsson er þar nefnt „Minni íslands", en það rétta er, að verkið nefnist „Minni Ing- ólfs“. Hátíðamefnd Reykjavíkurafmælis- ins fór þess á leit við Jón Þórarinsson í ársbyrjun, að hann tæki að sér að semja hátíðarverk og skyldi það vera byggt á lagi Jónasar Helgasonar „Minni Ingólfs", sem .Jónas samdi í tilefni þjóðhátíðarinnar 1874 við ljóð eftir Matthías Jochumsson. Jón Þórarinsson sagði hátíðarverk- ið vera tilbrigði við þetta lag. Það er 13-14 mínútur að iengd og endar með því að kvæðið er sungið. Jón samdi verkið að mestu leyti í Kaup- mannahöfn í vor og lauk því í Reykjavík i sumar. Sinfóníuhljómsveit íslands frum- flytur verkið á hátíðardagskránni við Amarhól að kvöldi 18. ágúst ásamt söngmönnum úr kirkjukór.Langholts- kirkju, kór Söngskólans í Reykjavík og Karlakór Reykjavíkur. Stjómandi verður Páll P. Pálsson og vonaðist tónskáldið til þess að verkið hljómaði vel í góðu veðri. Jón Þórarinsson tónskáld. Sjónvarpað beint frá Amarhóli BEIN útsending verður í sjón- varpinu frá hátíðarhöldum á Arnarhóli í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar mánudags- kvöldið 18. ágúst. I útvarpi verða rás 1, rás 2 og svæðisútvarp tengt saman frá kl. 14:00 iil 18:00. í beinni útsendingu frá Amarhóli sem hefst í sjónvarpinu kl. 20:35 verður fylgst með skrúðgöngum þeg- ar þær koma inn á hátíðarsvæðið. Jón Sigurbjömsson leikari kynnir dagskrána af hálfu borgarinnar, sem hefst með ávarpi Magnúsar L. Sveins- sonar forseta borgarstjómar kl. 21:00. Sinfóníuhljómsveit íslands flytur ásamt 80 manna kór frumsam- ið verk eftir Jón Þórarinsson tón- skáld. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands flytur ávarp, en að því loknu verður sýnt nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson um Skúla fógeta og upp- haf Reykjavíkur. Gunnar Þórðarson og hljómsveit ieika fyrir dansi og Karl Agúst Úlfsson og Þórhallur Sig- urðsson sjá um stutta grínþætti. Dagskránni lýkur með ávarpi Davíðs Oddssonar borgarstjóra og flugelda- sýningu á miðnætti. Svæðisútvarp Reykjavíkur útvarp- ar hátíðarfundi í borgarstjóm Reykjavíkur kl. 10:10 en eftir hádegi kl. 14:00 tengjast rás 1, rás 2 og svæðisútvarp saman og útvarpa til kl. 18:00. Leikin verða lög sem tengj- ast borginni og útvarpað verður frá fjölskylduhátið í miðbænum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.