Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 183. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 í Prentsmiðja Morgunblaðsins vr,y7^,* Gífurlegur mannfjöldi var í midborginni eins og sést á þessari mynd sem tekin var úr þyrlu yfir Lækjargötu um midjan dag í gær. Morgunblaðid/Ámi Sæberg Tugir þúsunda tóku þátt í afmæli Reykjavíkur TUGIR þúsunda Reykvíkinga fögnuðu 200 ára afmæli Reykja- víkur í fögru veðri í gær. Hefur meira fjölmenni aldrei tekið þar þátt í hátiðahöldum í sögu borg- arinnar. Undir lok afmælishátíð- arinnar á Arnarhóli á miðnætti sagði Davíð Oddsson, borgar- stjóri: „Það hafa aldrei safnast í sögu landsins fleiri íbúar saman hér í miðborginni en í dag, 70 til 80 þúsund manns. Þessar tug- þúsundir manna senda nú með sameinuðum huga veðurguðun- um þakkarskeyti sitt.“ Tendraði borgarstjóri síðan á flugeldi og hófst þar með glæsileg flugelda- sýning. Um miðjan dag í gær var efnt til fjölbreyttrar skemmtunar fyrir Reykvíkinga og gesti þeirra víðsvegar í miðborginni. Afmælis- hátíð á Amarhóli hófst með ávarpi Magnúsar L. Sveinssonar, forseta borgarstjórnar, sem sagði meðal annars, að afmælisárið ætti að verða borgarbúum hvatning til nýrra átaka, þar sem þeir hefðu það að leiðarljósi að fegra og bæta mannlífið, svo að það verði sífellt betra að búa í borginni og landinu öllu Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands var opinber gestur Reykvík- inga við hátíðahöldin. I ávarpi sem forseti flutti á Arnarhóli sagði hún meðal annars: „Engin er þjóð með- al þjóða sem ekki á sér höfuðborg. Samspil þjóðar og höfuðborgar er að gefa af auðlegð og sameigin- legri sómakennd. Höfuðborg er ekki til án samstarfs allra sem landið byggja. Hagur annars er hagur beggja. Höfuðborg er sameiningar- tákn, einatt fulltrúi þeirrar menn- ingar hugar og handai', sem ríkir í landinu, öryggishöfn þegnanna sem þangað eiga að geta sótt einungis það besta." Avarp forseta er birt í heild á blaðsíðu 39. Gengið var til hátíðar í mið- borginni klukkan 13.30 og varð þá strax meira fjölmenni þar en menn eiga að venjast. Óskar Ólason, yfir- lögregluþjónn, sagðist ekki muna annað eins fjölmenni, taldi hann, að þriðjungur þjóðarinnar hefði ver- ið þar á einum stað, þegar mest var í sólskininu síðdegis. Sagði hann allt hafa farið fram með miklum ágætum. Myndaðist mikil þröng í kringum 200 metra langa afmælis- tertuna í Lækjargötu. Þegar hiti var mestur var hann 13 stig. Klukk- an 21 hófst hátíðin á Amarhóli. Var fjölmenni þar saman komið og hlýddi á dagskráratriði i nýjum hljómflutningstækjum, sem keypt voru í tilefni afmælisins. Davíð Oddson, borgarsljóri, undir lok afmælisdagsins: Imynd borgarinnar breyttist „ÉG HEF þá trú að afmælið sé ekki aðeins mikill fögnuður, held- ur hafi þessi hátíð, öll umræðan og undirbúningurinn breytt ímynd Reykjavíkur í hugum fólks. Það er í raun stórkostlegur árangur,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, í samtali við Morgun- blaðið laust fyrir miðnætti í gærkvöldi, skömmu áður en hátíðar- dagskrá á Arnarhóli var formlega slitið. „Þetta eru stórkostleg hátíðar- fremur. „Það var ánægjulegt að höld og stemmningin hefur verið ganga um miðbæinn í góða veðr- einstök," sagði borgarstjóri enn- inu í dag og sjá ánægjuna skína úr hveiju andliti, eins og þar væri afmælisbarnið sjálft á ferð, sem það í rauninni var.“ Davíð Oddsson sagði að þar hefði mátt sjá árangur af tveggja ára vinnu við skipulagningu hátíð- arhaldanna. „Það blundaði auðvit- að alltaf með mér viss ótti um að eitthvað færi úr skorðum, en sem betur fer hefur það ekki orð- ið. Þátttaka fólksins, meiri fjölda en nokkru sinni í sögunni, sannar fyrir mér að afmælið hefur hitt Reykvíkinga og aðra góða íslend- inga í hjartastað," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.