Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 14
MPBCUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST1986 *X4 Glímuskjálfti í amer- ískum stjórnmálum — Fleiri konur í framboði — en þær róa ekki einar saman á báti — eftir ívar Guðmundsson Washington DC. Það er greinilega kominn glímu- skjálfti í bandarísk stjómmál. Því veldur, að óðum dregur að almennum kosningum, sem fram eiga að fara í nóvember í haust. Auk þess er kom- inn fiðringur í allmarga stjómmála- menn og stuðningsmenn þeirra, sem em með hugann við forsetakosning- arnar 1988, er Ronald Reagan hefir mnnið sitt skeið. í haust verður kosið, að hluta, í 34 sæti, til öldungadeildar þjóðþings- ins og til fulltrúadeildarinnar. Auk þess fara fram kosningar í einstökum ríkjum, bæði til þinga og til ríkis- stjóra og annarra embætta. En allra augu mæna fyrst og fremst til Old- ungadeildarinnar því úrslitin þar ákveða, hvort Reagan forseti heldur aðstöðu sinni til að halda áfram ótrauður með stefnumál sín í þau tvö ár, sem hann á eftir af kjörtímabil- inu, eða hvort hann verður að stjóma sem „hölt hæna“ - lame duck - eins og það er kallað hér vestra, þegar forystumaður í stjómmálum er á far- aldsfæti úr embætti sem hann á ekki afturkvæmt í og er rúinn af fylgis- mönnum og stuðningi. Það er gamla sagan, að fleiri dýrka hina upprenn- andi sól, en þá sem er að setjast. Öldungadeildin í brennidepli Úrslitin í kosningunum verða af- drifarík fyrir báða stjómmálaflokka og um leið fyrir forsetann sjálfan og þær forsetaspírur, sem eru að reyna að komast í gróðursæla jörð stjóm- málanna fyrir forsetakosningamar 1988. Staðan í Öldungadeildinni er nú, að repúblikanar hafa þar 53 sæti á móti 47 demókrötum. I haust verð- ur kosið í 34 sæti. Af þeim eru 22 í höndum repúblikana. Úrslitin í öldungadeildarkosning- unum eru að sjálfsögðu tvísýn eins og ávallt í kosningum í lýðræðis- landi. Og spádómum er varasamt að trúa, þar sem þar veldur hver á held- ur og óskhyggja. Demókratar virðast borubrattir, enda hafa þeir lengi mænt vonaraugum til kosninganna 1986 sem sárabót eftir afhroðið, sem flokkurinn galt í kosningunum 1980. Þeir gera sér vonir um að geta rétt úr kútnum því þeir hafa unað hag sínum illa. Ekki bætir það úr skák að Reagan forseti er vinsælasti for- seti Bandaríkjanna meðal almennings og gerir það demókrötum því erfiðara að sækja á brattann. Repúblikanar bera sig hinsvegar borginmannlega og segja, að þeir þurfí ekkert að ótt- ast á meðan efnahagurinn blómstrar, verðbólga er svo að segja engin, for- vextir lækkandi og atvinnuleysi heldur minnkandi. En það eru samt blikur á lofti. Erfiðleikar bænda og tilfinningar í alþjóðamálum, sem oft ráða ákvörðun kjósenda í atkvæða- klefanum, jafnvel meira en innan- landsmálefnin. Framkoma frambjóð- enda í sjónvarpi ræður oft ákvörðunum kjósenda fremur en flokkshyggjan. Eitt eru menn okkum veginn sam- mála um í spám sínum um kosning- amar, en það er að ekki verði hróflað við meiri hluta demókrata í fulltrúa- deildinni, hvað sem tautar og raular. Demókratar þurfa að vinna 4 sæti til sigfurs Haldi demókratar þeim öldunga- deildarsætum, sem þeir hafa nú og vinni þeir 4 sæti frá repúblikönum hafa þeir meirihluta í deildinni. Þeir myndu þá fá kosinn formann meiri- hlutans í deildinni og formenn í öllum nefndum. Kæmi þá annað hljóð í strokkinn en verið hefir gagnvart áhugamálum forsetans svo sem fóstureyðingum, bænahaldi í skólum og afstöðu til ýmissa félagsmála. I því sambandi má heldur ekki geyma utanríkismálunum, en þar hefir Reagan forseti átt í brösum, ekki aðeins við andstæðingana heldur og suma af sínum eigin flokksmönnum. Vinni demókratar aðeins 3 sæti eru flokkamir komnir í jafnteflisað- stöðu og möguleikar á, að fella mál með jöfnum atkvæðum. En þar standa repúblikamir betur að vígi þar sem varaforseti Bandaríkjanna hefir úrstlitaatkvæði í deildinni er atkvæði standa á jöfnu. Þetta yrði til þess að George Bush yrði að vera til taks í Washington alla daga, eða yrði að hraða sér heim til Washington ef hann væri víðs fjarri þegar á honum þyrfti að halda í Öldungadeildinni. En það myndi koma sér illa fyrir varaforsetann því það myndi hindra undirbúning hans undir forsetakosningamar 1988. Bush er þegar farinn að ferðast víða um landið til að tryggja sér fylgi í forsetakosningunum og það er ekkert leyndarmál, að Reagan hefir í hyggju að þakka honum dygga þjónustu með því að styðja hann til framboðs. Kapp- hlaupið um forsetaembættið er löngu Ronald Reagan hafíð meðal demókrata og það líður ekki á löngu áður en það kemur líf í tuskumar. Þeir sem helst eru nefnd- ir, sem væntanleg forsetaefni repú- blikana eru Bob Dole, sem nú er formaður meirihlutans í Öldunga- deildinni, John Kemp fulltrúadeildar- þingmaður, gamall íþróttakappi frá norðvestur héraði New York ríkis. Hann hefir frá upphafi stutt efna- hagsstefnu Reagans. Það er of snemmt að spá í hver verði valinn til að leysa Reagan af hólmi. Kannski þarf engan til þess, ef satt reynist að komin sé af stað sterk hreyfíng að fá Reagan til að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. I þessu sambandi er óhætt að full- yrða, að Mario Cuomo, ríkisstjóri í New York er í fremstu röð hjá dem- ókrötum, sem forsetaefni. Bifreiða- framleiðslujöfurinn Iacocca, formaður og viðreisandi Chrysler bif- reiðaverksmiðjanna er að heltast úr lestinni, eftir að ljóskastaramir hættu að skína á hann eftir Frelsisstyttu hátíðahöldin á þjóðhátíðardaginn um síðustu mánaðamót. Amerískar konur róa ekki einar á báti í stj órnmálalí f inu Amerískar konur gerast nú djarf- tækari með hvetju ári í stjómmálun- um. Það verða fleiri konur í framboði í einstökum ríkjakosningum í haust en nokkru sinni fyrr. Þegar síðast fréttist vom 10 konur komnar í fram- boð til ríkisstjóraembætta og prófkjör þá ekki öll búin. í kosningum til alríkisþingsins er á þessu stigi vitað um sex konur í framboði til Öldungadeildarinnar og ein þeirra býður sig fram til endur- George Bush Lee Iacocca kjörs. 70 konur eru þegar komnar í framboð til fulltrúadeildarinnar. Þeg- ar síðast var kosið til fulltrúadeildar fyrir tveimur árum vom 12 konur í framboði til öldungadeildarinnar og 81 til fulltrúadeildarinnar. Aðeins ein kona komst þá í öldungadeildina og 23 í fulltrúadeild. Það er of snemmt að spá í fram- boð kvenna til einstakra ríkisþinga þar eð svo mörg prófkjör em eftir. Kvenfulltrúum hefir fjölgað ört í ríkisþingum frá 1971 er samtals 344 konur vom kosnar. Kvenfulltrúar em nú um 1100 í öllum 50 ríkjaþingum og gert ráð fyrir, að þeim fjölgi nokk- uð í haust. Amerískar konur, sem gefa sig að stjómmálum hafa kosið að leita frama og áhrifa innan hefð- bundu stjórnmálaflokkanna beggja í jafnrétti við karla og á þeim gmnd- velli að sú eða sá, sem þykir hæfastur verði fýrir valinu í prófkjöri. Þessu veldur m.a. hið sterka tveggja flokka fyrirkomulag í Bandaríkjunum, þar sem fámennir sérhagsmunaflokkar eiga erfitt uppdráttar og hafa lítil áhrif sem slíkir. Amerískar konur telja þvi, og það vafalaust með réttu að þær hafi meiri áhrif til að koma áhugamálum sínum fram innan sterks flokks heldur en ef þær rém Silunaur. smiör & kaitöf lur lax. smiör & kartöf lur heilaqfiski smiör & kartöflur Allt sem þarf. My VI:Hm w- Fjögurra marmafiölskylda borgaraðeins 14 krónurfyrir60grömm ajsmjöri. 15grömm á mann. Mario Cuomo Robert Dole einar saman á báti í stórviðmm stjómmálanna. Forsetinn sjálfur í kosning’aham Það má fastlega gera ráð fyrir að Reagan forseti gerist stórtækari í kosningabaráttunni eftir því sem líður nær nóvember. Þar er á ferð- inni foringi sem nýtur meiri vinsælda meðal almennings en nokkur annar forseti Bandaríkjanna hefur nokkm sinni átt að fagna í jafnlangan tíma. Það er og mikið í húfi fyrir forsetann í þessum kosningum. Ekki eingöngu vald hans í forsetastóli heldur og eft- irmæli sögunnar um forsetaferil hans. Vinsældir stjómmálamanna em oft fallvaltar og er líða fer á valdafer- il þeirra fara þeir að hugsa um hvemig sagan muni dæma þá. Það er t.d. föst regla, að eftir hvem for- seta er sett á stofn safn, venjulega í fæðingarbæ viðkomandi, þar sem öllum hugsanlegum gögnum úr sögu hans er safnað saman. I kosningunum í haust eru eftir- mæli Reagans að veði. Hann telur því ekki eftir sér að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttunni. Hann er þeg- ar farirm að ferðast um landið þvert og endilangt til að hvetja kjósendur til fylgis við sína menn og konur. Kosningasjóðir eflast þar sem forset- inn fer um, en ekkert er frambjóðend- um eins mikils virði og digrir kosningasjóðir því vinsælda-vélar sjónvarpsins em gráðugar á fé, og án stuðnings þeirra em frambjóðend- ur einangraðir og óþekktir. I upphafi kosningabaráttunnar hefir forsetinn beint geiri sínum að „fijálslyndum", sem á íslandi myndu kallaðir „vinstri rnenn". í ræðu sem forsetinn hélt í Dallas á dögunum lýsti hann þeirri manntegund á þessa leið: „Leyfið mér, sem náunga, sem á sífellt í viðureign við þá fijálslyndu í Washington, að gefa eftirfarandi ráð: Þegar röðin kemur að sköttum og sköttum, bmðli og bruðli, þá efast ég ekki um að þeir em trúir sinni stefnu. En þeir em eins og hann Oscar Wilde. Þeir standast allt nema freistinguna." NÝTTSÍMANÚMER 69-11-00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.