Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 REYKJAVÍK 200 ÁRA Fjölmargir áhorfendur fylgdust með útiskákmótinu í gaerdag. Útiskákmótið á Hótel tslandslóðinni: Helgi vann og ÍSAL fær Borgarbikarinn HELGI Ólafsson stórmeistari gaerdag á Hótel íslandslóðinni í Hann tefldi fyrir íslenska álfé- sigraði í útiskákmótinu um Borg- miðbæ Reykjavíkur. Helgi hlaut lagið, sem mun þvi varðveita arbikarinn, sem fram fór í 6V2 vinning af 7 mögulegum. bikarinn næsta árið að minnsta Lagt af stað úr Reykjavíkurhöfn áleiðis til Akraness. Morgunblaðið/Þorkeii Fjarstýrt póstflug frá Reykjavík til Akraness FLUGLÍKANI var í gærmorgun flogið frá Reykjavík til Akraness með 500 sérstimpluð umslög með frimerkjum, sem gefin voru út á afmælisdegi Reykjavíkur. Flugmódelið, sem er líkan af sjó- flugvél, lagði af stað úr mynni Reykjavíkurhafnar í fylgd með tveimur hraðbátum, en í bátunum voru menn, sem stýrðu flugvélinni. Fluglíkanið er með 20 rúmsenti- metra mótor og 2,6 metra vænghaf og getur náð 34 sjómílna hraða. Flugið til Akraness tók um 20 mínútur. Póstinum var komið fyrir í séhönnuðum póstkössum í „far- angursrými" flugmódelsins undir vængjunum, en pósturinn var sam- tals 2,5 kg að þyngd. Það var Flugmódelfélagið Þytur, sem stóð fyrir þessu sérstæða póst- flugi og fer það fram undir eftirliti Alþjóða flugmálafélagsins. Tilefnið er 50 ára afmæli Flugmálafélags Islands og 200 ára afmæli Reykjavíkur. Tilgangur flugsins er að vekja athygli á starfsemi félags- ins og afla flár til þess að koma upp „flugaðstöðu" fyrir félagið, sem nú er nánast engin. Er það gert með því að selja fyrstadagsumslög- in 500 til safnara og fleiri aðila. Flugmódelfélagið Þytur, sem stofnað var árið 1970 telur nú um 80 félagsmenn og um þessar mund- ir stendur það fyrir sýningu á flugmódelum á Reykjavíkurflug- velli. M.a. mun heimsmeistarinn í módelflugi, Hanno Prettner, sýna þar listir sínar. Póstinum komið fyrir í flugvélinni. Morgunblaðið/Þorkcll Morgunblaðið/Börkur Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambands Islands, afhendir Helga Ólafssyni, stórmeistara Borgarbikarinn. Helgi vann sex skákir og gerði eitt jafntefli við Guðmund Halldórsson. kosti. Borgarbikarinn er gjöf Reykjavíkur til skákmanna og hefur verið ákveðið að tefla um hann á sérstöku Afmælismóti Reykjavíkur 18. ágúst ár hvert. Alls tóku 58 skákmenn þátt í mótinu. Teflst var samkvæmt svo- kölluðu Monrad-kerfi, en þá er reynt að hafa því svo til að keppend- ur með sama vinningafjölda tefli saman í hverri umferð. Gerir það mót jöfn og spennandi. Tefldar voru sjö umferðir af sjö mínútna skákum, svo hraðinn var mikill. Áhorfendum virtist líka það vel, en þeir voru fjöl- margir þótt tertubitar, djasstónlist og fleira freistaði á næstu götu- hornum. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Guðmundur Siguijóns- son stórmeistari varð í öðru sæti með 6 vinninga, en hann tefldi fyr- ir Jón Loftsson hf. Jafnir í 3.-4. sæti urðu Gylfi Þórhallsson og Dan Hanson. Þeir tefldu fyrir Akur- eyrarkaupstað og Samvinnubanka Islands. Síðan komu flmm skák- menn með 5 vinninga, Guðmundur Halldórsson (Smíðajám Guðmund- ar Arasonar), Ágúst Karlsson (Útsýn), Hannes Hlífar Stefánsson (Kassagerð Reykjavíkur), Bragi Kristjánsson (Morgunblaðið) og Sævar Bjamason (Ölgerð Egils Skallagrímssonar). Rétt er taka fram að keppendur drógu um hvaða fyrirtæki þeir kepptu fyrir. Á meðfylgjandi mynd afhendir Ragnar Birgisson forstjóri Sani- tas hf. Davíð Oddssyni afmælisdrykk Reykjavíkurborgar, en Sanitas hf. gaf Reykjavíkurborg 50.000 flöskur af afmælis- drykknum í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Afmælisdrykkur frá Sanitas SANITAS hf. hefur framleitt sérstakan afmælisdrykk í til- efni 200 ára afmælis Reykjavík- urborgar. Afmælisdrykkurinn er eini íslenski gosdrykkurinn sem inni- heldur 10% hreinan appelsínusafa, náttúruleg bragðefni og náttúm- leg litarefni, segir í frétt frá fyrirtækinu. Á afmælisdaginn gaf Sanitas hf. borgarbúum að smakka á þessum einstæða drykk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.