Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 67

Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 67 Hátíðargestir í sólskinsskapi — framhald „Ætlum að horfa á dagskrána ísjónvarpi“ Hjónin Magnús Einarsson og Fanney Magnúsdóttir voru á ferð um miðbæinn í gær og þegar Morg- unblaðsmenn tóku þau tali, voru þau einmitt á leið til að fá sér að smakka á afmæliskökunni. „Það var erfitt að komast hingað niðureftir,“ sagði Magnús, en þau hjónin búa í Fossvoginum og var umferð mikil um Miklubraut í gær- dag. „Þetta er reglulega hátíðlegt og eiginlega meiri dagskrá heldur en á 17. júní. Ég held nú samt að við horfum bara á útsendingu sjón- varpsins frá hátíðarhöldunum í kvöld," sagði Fanney. Magnús Einarsson og Fanney Magnúsdóttir. Herdis HaU og Stella Björg „Mjög ánægð með hátíðahöldin “ í Hljómskálagarðinum sátu þær Herdís Hall og Stella Björg, þriggja ára. Þeim leist báðum mjög vel á afmælishátíðahöldin. „Mér fínnst alveg rétt að halda svona veglega upp á þessi tímamót og ekki spillir fyrir hvemig veðrið hefur leikið við okkur. Fólk hefur verið mjög dug- legt við að fegra og snyrta borgina og þetta er allt til fyrirmyndar," sagði Herdís. „Gottaðvera Reykvíkingvr“ Benedikt Olgeirsson, 25 ára gamall aðfluttur Reykvíkingur, var á gangi í Hljómskálagarðinum. „Mér líst bara vel á þessa af- mælishátíð. Þetta er svo mikið fjölmenni að skemmtiatriðin hverfa í mannhafið. Ég er nú ekki búinn að smakka á afmælistertunni, það vom það miklar biðraðir." Benedikt sagði að sér fyndist gott að vera Reykvík- ingur og hann vildi gjaman búa í Reykjavík áfram. Benedikt Olgeirsson ♦f ' W JÍ Hörður Bjartmarsson „Erfitt að rata “ Þær mæðgumar, Soffía Guð- mundsdóttir og Guðrún Jónsdóttir voru á leiðinni niður í Lækjargötu þar sem þær ætluðu að freista þess að krækja sér í bita af afmælistert- unni stóru. „Mér fínnst þetta nú ekkert sérstakt" sagði Soffía „en sú litla virðist skemmta sér prýði--* lega. Okkur gengur bara svolítið illa að fínna skemmtiatriðin og leik- svæðin í mannfjöldanum." Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson og Börkur Amarson „Gamaní skrúðgöngunni“ Vinkonurnar Guðrún Kolbeins- dóttir og Erla Andrea Pétursdóttir voru nýkomnar niður í Lækjargötu þegar útsendarar Morgunblaðsins gómuðu þær í stutta stund. „Við vomm í skrúðgöngu, sem gekk frá Hallgrímskirkju niður Laugaveginn og niður á torg. Það var ofsalega gaman,“ sögðu þær stöllur. Þær vom á ferð með fjöl- skyldum sínum og sögðust ætla að fá sér bita af kökunni, ef þær kæm- ust að. Erla Andrea Pétursdóttir og Guðrún Kolbeinsdóttir „Kakan ljúffeng“ Sýslumannshjónin á ísafírði, Pét- ur Kr. og Inga Ásta Hafstein vom stödd í Reykjavík í boði borgar- stjómar og stöldmðu þau við kökuborðið í Lækjargötu. „Kakan bragðast ofsalega vel,“ sagði Inga Ásta og tók Pétur í sama streng. Þau vom sammála um að hátíðarhöldin væm til fyrirmyndar og mikið gaman að vera á ferð um miðborgina á þessum degi. Inga Ásta og Pétur em bæði úr Reykjavík, en fluttust til ísaijarðar fyrir um fjórum ámm. Haldið var upp á 200 ára afmæli ísafjarðar- kaupstaðar á sunnudag og tókust hátíðarhöldin vel. Inga Ásta og Pétur Kr. Hafstein Soffía Guðmundsdóttir og Guðrún Jónsdóttir „Þori ekkiað prófa hástökkið“ í Hljómskálagarðinum hittum við strák, sem horfði spenntur á há- stökkskeppnina, sem þar fór fram. Hörður Bjartmarsson heitir sá og er hann 8 ára. Hörður kvaðst vera nýkominn á hátíðina og leist honum vel á það sem þar var um að vera. „Ég ætla að fá mér tertu á eftir, en ég þori ekki að taka þátt í há- stökkinu.“ Hörður á heima í Árbænum og fínnst honum gott að eiga heima þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.