Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 r veðnð og vinnuna PÉTUR Konráðsson er án efa einn þeirra Grundfirðinga sem man tímana tvenna. Hann er fæddur árið 1909 og mestan hluta starfsævi sinnar hefur hann verið til sjós. Faðir hans var Konráð Jónsson, er bjó á Hallbjarnareyri á árunum 1908-15, og móðir hans var Elísabet Hjaltalín Stefánsdóttir, bróðurdóttir sr. Jens Hjaltalíns sem þjónaði þar 1882- „Þegar ég man fyrst eftir mér var fátækt hér í sveit," er það fyrsta sem Pétur segir þegar hann er beðinn að rifja upp þær breyting- ar sem átt hafa sér stað í sveitinni. „Ég ólst upp í torfbæ, bæði á Hall- bjamareyri og á Tröð, þar sem faðir minn lést fjórum árum eftir að við fluttum. Þegar hann dó vomm við sjö systkynin ásamt móður okkar, og var yngsta barnið ekki orðið ársgamalt. Þá hjáipuðu sveitungamir þar sem það dugði. Og eins og maður hefur lesið um að var gert annarsstaðar þá var heimilinu skipt upp um vorið og við systkinin fluttum til vandamanna." „Samgöngiirnar vóru ekki eins og- þær eru í dag“ Pétur rifjar síðan upp hvernig dauða föður hans bar að, en hann lést eftir að hafa legið úti heila nótt undir Búlandshöfða, þegar hann var á leið eftir meðulum. „Hann var ákaflega léttur á fæti og viljugur að fara í svona ferðir, og hjálpsamur. Hann flæddi milli forvaða á leið sinni út í Ólafsvík og komst því á hvorugan veginn. Samgöngumar vóm ekki eins og þær em í dag, það er nú líkast til. Einu sinni var ég vakinn um nótt, þá bjó ég á Mýrarhúsum hér í sveit, og var beðinn að fara inn að Gröf til að síma í lækni í Stykkis- hólmi. Guðmundur Jónsson, frá Narfeyri á Skagaströnd, ætlaði að flytja lækninn á milli, að Búðum, þar sem ég átti að taka á móti honum og fara með hann út að Lárkoti þar sem kona var í barns- nauð. Ég var kominn að Búðum klukkan hálf eitt og þar beið ég til klukkan að verða hálf fimm. Þá var farið að falla að á vaðinu fyrir vest- an Kirkjufellið, þar sem heitir 1919. Hálsvaðall, kenndur við bæinn Háls. Þá fór ég til að missa ekki fjörunn- ar að Lárkoti. Þegar þangað kom var mér sagt að í millitíðinni hefði maður verið sendur frá Gröf og var hann nú kominn til baka til að segja að læknirinn kæmi ekki. Þá var sent út að Búlandshöfða, þar sem bræður tveir bjuggu, frískir menn, og þeir beðnir að ná í lækni úr Ólafsvík. Þeir fóru í þessa ferð, en ég var sendur út að Búlandshöfða til að fylgja lækninum þegar þeir kæmu aftur með hann. Þar beið ég til hálf þrjú um nóttina, og þá komu þeir með lækninn. Að Lárkoti kom- um við klukkan fjögur um nóttina og eftir tvo tíma var barnið fætt, og allt gekk vel. Ég fór svo heim til að sofa en var þá vakinn klukk- an níu um morguninn og beðinn að fara aftur með lækninn, en þá neitaði ég bóninni og bað um að óþreyttur maður yrði sendur." Greinilegt er að Pétur kann frá mörgu að segja og hefur gaman af sögum. Hann rifjar upp eina söguna enn af erfiðleikum þeim sem við var að etja þegar einhver veik- indi urðu og ekki auðhlaupið að því að ná í læknishjálp. Og ekki enda sögumar allar jafn vel: „Það var árið 1914 að sjö karlmenn voru sendir á fjögurra manna fari til Stykkishólms að ná í lækni fyrir konu sem var í barnsnauð. Þeir komu aftur seint um kvöldið en þá var konan dáin. Dó frá fimm böm- um.“ Búlandshöfðinn ekkert lamb að leika sér við Pétur lýsir samgöngunum milli byggðarlaga í þá daga sem hann var að alast upp en þá var ekki viðlit að fara neitt nema fótgang- andi, ef menn áttu ekki hesta. Búlandshöfðinn var ekkert lamb að Pétur Konráðsson hefur alla sína starfsævi verið meira og minna til sjós eða verið við netavinnu, og á Grundarfirði ætlar hann að búa þar til hann snýr tánum upp í loft, eins og hann orðaði það. Ieika sér við þegar færð var slæm. Það kom fyrir að alvanir menn þurftu að snúa við á leið sinni eftir lækni eða meðulum. „Halldór Steinsson, læknir, var eitt sinn að koma hingað inn úr í vitjun og teymdi hestinn á eftir sér. Vildi þá þannig til að hesturinn fór fram af og rann niður fyrir miðjar skriður og stöðvaðist á klettasnös. Læknir- inn brá skjótt við og fór heim að Höfðakoti til að sækja mannskap. Einn fór niður að hestinum til að koma honum í bönd svo hægt væri að draga hann upp. Og hesturinn var svo hygginn að hann lá graf- kjur meðan á öllu þessu stóð, og þegar búið var að festa hann í bönd- in reis hann á fætur og auðveldaði að hægt væri að ná honum upp. Tókst að bjarga hestinum." Þaö var aldrei talað um að vinna fyrir fötum, það var talað um að vinna fyrir mat sínum Fimmtán ára gamall var Pétur Ljósmyndir/Ámi Sæberg Kirkjufellið hefur verið stolt Grundfirðinga, enda tignarlegt eins og á myndinni sést, og nú geta Grundfirðingar einnig verið stoltir af kirkjunni sinni því búið er að stækka hana og breyta að innan, og kaupa nýtt pípuorgel. Hér hefur mér liðið vel Rætt við Pétur Konráðsson á Grundarfirði um Talsverðar byggingaframkvæmdir eiga sér stað, meðal annars er verið að byggja dvalarheimili fyrir aldraða, eins og sést fremst á myndinni, og einnig er verið að reisa íþróttahús við grunnskólann. sendur til að vinna fyrir mat sínum og var settur til sjós á kútter Krist- jáni, sem gerður var út frá Flatey. „Þetta hefur verið árið 1924 og hafði ég 480 krónur yfir sumarið, og þótti það barasta gott hjá strák sem var að byrja. Árið eftir var ég á vertíð á Patreksfirði og hafði þá 900 krónur sem þótti dágott. Fólk var ekki nema rétt bjargálna og það þurfti að hjálpast að. Það þurfti að sýna af sér dugnað og einnig þurfti fólk að vera heilsuhraust. Það var aldrei talað um að vinna fyrir fötum, það var einungis talað um að vinna fyrir mat sínum, annað var aukatriði. Pétur starfaði til sjós mestan hluta starfsævi sinnar og var þá á vertíðum annars staðar en á Grund- arfirði fyrstu árin, meðal annars í Grindavík, Hafnarfirði og Reykjavík. Árið 1948 hóf hann að vinna hjá Guðmundi Runólfssyni og starfaði hjá honum til 1967, þegar hann hætti sjósókn og hóf störf á netaverkstæði. Fólk fengið í fiskverk un úr Helgafellssveit „Um 1945, eða skömmu áður en ég hætti að sækja sjóinn fyrir sunn- an, þá voru ekki nema fimm fjöl- skyldur búandi hér á Grundarfirði, fyrir utan það fólk sem bjó í sveit- inni. Það gæti þó verið að fjölskyld- urnar hafi verið sjö, ég man það ekki alveg nákvæmlega, en þetta var um það leyti sem fólkið sem bjó á Kvíabryggju var að flytjast þaðan, hingað eða til Reykjavíkur. Árið 1948 var orðið fleira fólk hérna í bænum og var fólk þá farið að flytjast úr sveitunum hér í kring. Þá var ekkert nema útgerð hérna og þegar mest var að gera í verkun- inni var fólk fengið úr Helgafells- sveitinni til að hjálpa til. Guðmundur Runólfsson var með 39 tonna bát, sem hét Runólfur, og Soffanías Cecilsson var með bát svipaðan að stærð sem Grundfírð- ingur hét. Og fleiri bátar vorii gerðir út héðan á þessum fyrstu árum á vegum Hrannarfélagsins og Páls Þorleifssonar." Húsnæðisekla eftir að togarinn kom „Á þessum árum fluttu bændurn- ir mjólkina hingað og sóttu vinnu hérna á vetrum. Þeir sem gátu komið því við voru með kýr, en þegar mjólkurstöðin var reist hér um miðjan 6. áratuginn lagðist það af að hafa kýr hér í bænum. Mikill uppgangur var hér í bænum frá því seint á 5. áratugnum og í fram- haldi af því varð atvinnustarfsemi mun fjölbreyttari og fólk dreif að úr öllum áttum. Hingað kom meiri afli á Iand en áður og það dró að, og eftir að fyrri togarinn kom hing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.