Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 REYKJAVÍK 200 ÁRA Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og Ástríður Thorarensen, eiginkona Davíðs Oddssonar borgarstjóra, virða fyrir sér líkan af suður- hluta landsins við opnun tæknisýningarinnar. Tæknisýning opnuð í Borgarleikhúsinu: Yfirgripsmikil kynniug- á starfsemi borgarinnar DAVÍÐ ODDSSON borgarstjóri opnaði á sunnudag viðamikla tækni- sýningu í Borgarleikhúsinu í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur °g gafst almenningi þar í fyrsta sinn tækifæri til að skoða innviði hússins. Við opnunina, þar sem fjöldi manns var saman kominn, þ.á m. forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var afhjúpað líkan af Suðurlandi. Sýningin veitir yfirlit yfir starfsemi borgarinnar og fyrirtækja hennar og auk þess kynna Landsvirkjun, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR) og Skógræktarfélag Reykjavíkur starfsemi sína. Borgarstjóri hvatti almenning í opnunarræðu sinni til að skoða sýn- inguna, því að þar gæfist kostur á að kynnast hinni margháttuðu starfsemi borgarinnar og þjónustu hennar við borgarbúa. Davíð kvaðst vonast til þess að jafnt ungir sem aldnir hefðu bæði gaman og gagn af Suðurlandslíkaninu. Hann lagði ríka áherslu á að næstu áratugi yrði líkanið skólabörnum fróðleiks- náma. Skyggnusýning fer fram fyrir ofan líkanið og ljósgeisla er beint að líkaninu á þá staði, sem skyggnumar eiga við. A sýningunni kennir ýmissa grasa: fímm kílówatta foss, líkön af stjómstöð á vegum hitaveitunn- Davíð Oddsson borgarstjóri opnar tæknisýninguna. ar, Reykjavíkurhöfn og Sundahöfn, gamlir togarar, borhola, gijótmulrFj ingsvél o.fl. Þegar komið er inn á sýninguna; liggur leiðin gegnum eftirlíkingu af neðanjarðargöngum og veggir þeirra eru prýddir litskyggnum af starfsemi Landsvirkjunar. Göngin eiga að minna á þau neðanjarðar- mannvirki, sem allajafna eru við, virkjanir. Á fyrstu hæðinni eru sýn-! ingarbásar Rafmagnsveitú i Reykjavíkur og Hitaveitu j Reykjavíkur. Þar má m.a. skoða; dreifistöð Rafmagnsveitunnar í j fullri stærð. Kvikmyndasýning er í| litla leiksal Borgarleikhússins með-j an tæknisýningin stendur yfír og; em þar sýndar myndir úr Reykjavíki á stóru tjaldi. Mikið er lagt upp úr: sjónrænni kynningu og eru myndir; og skyggnur bæði frá Reykjavíkj og stofnunum borgarinnar sýndar víða um sýningarsvæðið. Einnig gefst sýningargestum kostur á að skoða stóra leiksalinn í húsinu þótt þar sé margt ógert og má sjá bæði verkstæði og bak- og hliðarsvið, sem verða almenningi hulin þegar starfsemi leikhússins hefst í september 1988. í kjallaranum, þar sem koma skal bílageymsla, má kynna sér Is- lendingasögur á tölvuskjá og heilsa upp á vélmenni og talandi tölvu á bás SKÝRR. Skammt frá er leik- svæði fyrir yngstu kynslóðina og þar verður bamagæsla. Einnig gef- ur að líta furðudýragarð þar sem unnt er að kippa í þræði til að láta brúður leika alls kyns listir innan um gervigróður. Á líkani af Reykjavíkurhöfn eru sex íjarstýrðir bátar, sem sýningargestum, einkum þeim yngri, gefst kostur á að sigla. Líkanið af Sundahöfn er mjög nákvæmt og stórt og er öllum smá- atriðum fylgt í hvívetna. Á sýningunni er veitingasala þar sem ætlað er að búningsherbergi og önnur aðstaða leikara verði í framtíðinni. Undirbúningur að tæknisýning- unni hófst í desembcr 1984. I sýningarskrá segir Þórður P. Þor-; bjarnarson, borgarverkfræðingur, að haft hafi verið að leiðarljósi að; sem flest það efni, sem unnið var fyrir sýninguna, hafí varanlegt gildi að henni lokinni. Framkvæmdastjóri sýningarinn- ar er Baldur Hermannsson eðlis- fræðingur, en tæknisýningamefnd skipa: Ingibjörg Rafnar, borgarfull- í trúi, Jóhann Már Maríusson,; aðstoðarframkvæmdastjóri Lands-; virkjunar, Jóhannes Zoéga, hita-; veitustjóri og Þórður P. Þorbjarnar- son, sem er formaður hennar. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin frá kl. 10 til 22 alla daga. Borgarleikhúsið opnað almenningi í fyrsta sinn: „Fjarlægur draumur nú knýjandi nálægð“ Rætt við Þorstein Gunnarsson, arkitekt og leikhússtjóra „í þessu húsi er enginn iburð- ur. Hér er allt slétt og fellt. Enda er þetta leikhús og tilgangur hússins ekki að draga athygli áhorfandans frá því, sem leiklist- in hefur upp á að bjóða,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, einn arki- tekta Borgarleikhússins og leikhússtjóri, í viðtali við Morg- unblaðið við opnun tæknisýning- ar á sunnudag. Þá gafst almenningi fyrsta sinni kostur á að skoða Borgarleikhúsið, þótt ófullgert sé. í Borgarleikhúsinu er gert ráð fyrir að sinna megi öllum þáttum leiksýninga: þar em tveir leiksalir, tré- og jámsmíðaverkstæði, sauma- stofa, aðstaða fyrir leikmyndagerð og leikmuna- og búningageymsia, svo að eitthvað sé nefnt. Arkitektar leikhússins em auk Þorsteins Guð- mundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson. Að sögn Þor- steins lágu teikningar að leikhúsinu fyrir árið 1975 og fyrsta skóflu- stungan var tekin ári síðar. Framkvæmdir sigldu þegar í kjöl- farið. „Margt er enn ógert í stóra leik- salnum, en litla sviðið, sem tekur 170-270 manns í sæti, er nánast tilbúið," sagði Þorsteinn þegar hann fór með blaðamenn í skoðunarferð um salarkynm hússins. „Fjöldi sæta veltur á því hvemig sviðinu, sem hægt er að færa til, verður hagað. Við getum teygt sviðið fram í sal- inn, leikið í miðju salarins, eða haft sviðið umhverfis áhorfendur. Og vitaskuld er einnig hægt að setja leiksýningar upp á hefðbundinn hátt. Hugmyndin er að leika megi í báðum sölum samtímis, þótt við gemm ráð fyrir að sýningar hefjist hálftíma seinna í litla salnum.“ — Er hætta á því að þetta fyrir- komulag tmfli bæði leikara og áhorfendur í upphafí sýningar eða þegar gert er hlé í öðmm salnum? „Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Salimir em rækilega einangr- aðir, enda teljum við nauðsynlegt að sýningar geti farið fram í þeim báðum samtímis án nokkurrar rösk- unar. Þó er gert ráð fyrir þeim möguleika að hlé verði á sýningum bæði á litla og stóra sviðinu á sama tíma og gæti þá einhver samgangur orðið milli áhorfenda." Anddyri hússins er nánast til- búið. Sama má segja um forsalinn, sem er sýnu stærri en hann kemur gestum tæknisýningarinnar fyrir sjónir. Vegna sýningarinnar hafa verið gerð göng og hellar úr plasti undir svölum í forsalnum. Það fyrsta, sem vekur athygii þegar komið er inn í stóra salinn, er hvað sviðið virðist stórt, en aðstaða fyrir áhorfendur að sama skapi lítil. Sal- urinn er reyndar að miklu leyti ófrágenginn, þótt allar útlinur hans séu skýrar. Sviðið sjálft, sem er um 300 fermetrar, er enn ekki komið á sinn stað og hæðin milli gólfs og lofts 28 metrar. Þá taka við stór bak- og hliðarsvið og inn af þeim blasir við aðstaða leiktjaldamálara, trésmiða og geymsla fyrir leiktjöld. Sama hvar setið er í salnum „Það hafa margir haft orð á því við okkur að áhorfendarými virðist lítið, en ég .svara því til salurinn taki 540 manns í sæti og er það ívið meira en kvað á um í uppruna- legri verklýsingu. Ég vil líka benda 1 á að í raun skiptir engu máli hvar , setið er í salnum, þar sem alls stað- ar sést jafn vel hvað fram fer á sviðinu. Sætaraðir hækka stig af stigi og eykst hallinn eftir því sem aftar dregur í salnum. Líkja má þessu við nokkurs konar kúrfu og er ti.Igangurinn sá að áhorfendur, sem sitja aftarlega, fái betri yfírsýn ; en ella. Aftasti bekkur er þó ekki fjær sviðinu en í gamla Iðnó og það segir sína sögu. Að vísu hverfa fyrstu tvær sætaraðirnar þegar færðar eru upp sýningar með stórri hljómsveit þar sem hljómsveitar- gi-yfjan nær fram í salinn. Áttundi bekkur er einnig færanlegur og ! verður þar aðstaða fyrir kvik- myndatökuvélar. Ég óttast þó ekki að þröngt verði um áhorfendur.“ Stóra sviðið býður upp á ýmsa möguleika Þorsteinn kvað stóra sviðið bjóða upp á ýmsa möguleika: „Hér má færa upp óperur, söngleiki, ballett og hefðþundnar leiksýningar. Um 60 hljóðfæraleikarar geta setið í hljómsveitargryfjunni og er því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.