Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 39 Höfuðborg er ekki til án samstarfs allra sem landið byggja — Ávarp forseta Islands á afmælis hátíð Reykjavíkur á Arnarhóli Reykvíkingar og góðir íslending- ar um land allt. Ég óska ykkur öllum hjartanlega til hamingju á merkum afmælisdegi þegar þess er minnst að 200 ár eru liðin síðan Reykjavík fékk þau rétt- indi sem gerðu hana að höfuðstað íslands. Öllum er okkur ljóst að það er hverri þjóð afar mikils virði að eiga sameiginlegar minningar og muna vel sögu sína. Og til þess eru af- mælin góð að rifja þá sögu upp enn og aftur, með ýmsum blæbrigðum sínum, svo nýjar kynslóðir eignist hana með sér eldra fólki og geti komið henni áfram þegar stundir líða til enn nýrra kynslóða. Saga Reykjavíkur, afmælis- bamsins hér á Amarhóli á þessum hátíðardegi er samofin þeirri sér- stöðu íslendinga meðal Evrópu- þjóða að við munum hvenær við hófum göngu okkar í mannkyns- sögunni. Þeir vom engir aukvisar forfeður okkar, sem gengu fram fyrir skjöldu og tóku að rita sögu okkar á íslensku, eins og hún væri heimsmál, sem allir skildu, meðan aðrar þjóðir treystu sér ekki til að skrifa niður neinar upplýsingar um sjálfar sig öðru vfsi en á latínu sem var að sjálfsögðu aðeins fyrir lærða menn og sérfræðinga, en ekki fólk- ið sjálft sem þó átti söguna og hafði skapað hana. Það væri líkt og allar bókmenntir þyrfti nú að skrifa á ensku eða kínversku eða rússnesku til þess að þær eignuðust hljóm- grunn en það er einmitt það sem við með þjóðarstolt og eigin tungu viljum varðveita okkur fyrir. Með þessum sérstæðu sagnarit- um um uppruna okkar og skáldskap á íslensku eignuðumst við gersemar sem til þessa dags hafa verið mik- ilsvirt framlag okkar til alþjóða- menningar og skapað okkur íslendingum aðdáun annarra þjóða. Ari nefndur fróði Þorgilsson tók af skarið vestur á Stað á Snæfells- nesi fyrir 900 árum, eða um 1100, og sendi út gagnmerkt rit, íslend- ingabók til að tilkynna veröldinni að ný þjóð væri orðin til á eyju norður í Atlantshafí, sjálfstæð í ágætu lagi, með fullvalda kirkju og menntastofnanir. Hann varð fyrstur okkar manna til að skrásetja ár- setningar og afmæli, sem æ síðan hefur verið í hávegum haft á ís- landi á þeirri sömu tungu og hann notaði, íslensku. Ari er að sjálf- sögðu sú upplýsingalind sem segir okkur að Ingólfur Amarson hafi sest að í Reykjavík. En af hveiju Reykjavík, sem fyr- ir einkennilega fléttu sögunnar verður 9 öldum síðar höfuðstaður Islands. Sú góða bók Landnáma skýrir frá því að Ingólfur hafi valið Reykjavík vegna þess að öndvegis- súlur hans hafi rekið í þeirri vík og þær séu enn rúmum 200 árum síðar í eldaskála í gamla bæ Ing- ólfs í Vík. Það er falleg og táknræn saga sem hefur enst okkur til þessa dags enda emm við hér með önd- vegissúlur á báða bóga, tákn Reykjavíkurborgar. Það má vera ljóst af langri sögu um Ingólf Amarson, að Reykjavík er hinn útvaldi staður þess sem fyrst sest að á íslandi, hvort sem það er fyrir ráðstöfun guðanna að stýra hingað upp í fjörur öndvegis- súlum eða hagræðingu sögumanns. En einmitt þess vegna er freistandi að gera sér í hugarlund hver land- gæði voru hér á nesinu þar sem nú stendur á Reykjavík, þegar Ing- ólfur leit það fyrst augum. Á fyrirmyndarlíkani á afar merkilegri Reykjavíkursýningu á Kjarvalsstöð- um um þessar mundir er hægt að sjá hvemig hér var umhorfs áður en víðfeðm borg og byggð lagðist ofaná landið — og ímyndum okkur Ingólf Amarson skynsaman mann þar sem haftn stendur og horfir út yfír nesið. Hann hefur komið ríðandi niður Ártúnshöfðann og horfir út yfir Breiðholtið og við honum hefur þá blasað langur og grösugur skagi með öllum þeim hlunnindum sem á íslandi hafa ver- ið taldar dásemdir um aldir. Um það bera fjöldi ömefni vitni sem vísast er að Ingólfur hafi í skjótu bragði áttað sig á að hér gæti hann nýtt ómældar náttúruauðlindir og snúið þeim til lífsgæða fyrir sig og sitt fólk. Sjórinn umhverfis nesið hefur verið fullur af fiski, laxinn stökkvandi í Elliðaánum, selir við Seltjöm og í Kópavogi. Viðey og Eskihlíð með gnægð brennis, gras fyrir grasbíta á völlum vestur af Tjörninni, grösugar Engey, Akurey og Þemey iðandi af fugli og mjúkir gufustrókar upp af laugunum — en heitt hveravatn hefur í þá daga mýkt líkamann og vöðvabólgur eins og nú. Ströndin þakin rekaviði. Hver myndi hika við að setjast að á slikum stað? Kryddlausar eru þó allar sögur nema í þeim birtist and- stæða í einhverri mynd enda segir Karli, annar þrælanna er fundu öndvegissúlumar reknar á land: „Til ills fóram vér um góð hérað, er vér skulum byggja útnes þetta" og hélt snúðugur á brott. Aldrei síðan fyrr en á dögum okkar, sem nú lifum 200 ára af- mæli í blómlegri höfuðborg, hefur verið svo gott undir bú í Reykjavík, en með öðram hætti nú en á land- námstíð. Á löngum öldum eymdar og fátæktar eftir sjálfstæðismissi nýttust ekki dásemdir landsins því þeir áttu ekki tæki né kunnáttu til að beijast gegn óáran og færa sér í nyt góðærin. Nú höfum við snúið landinu til vina á ný með þekkingu og tækni. Þá sögu rekjum við til Morgunblaðið/Börkur Á afmælishátíðinni á Arnarhóii í gærkvöldi, frá vinstri Davíð Oddsson, borgarstjóri, frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, Ástríður Thorarensen, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Edda Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Þorkcll Vigdís Finnbogadóttir flytur ávarp sitt á Amarhóli í gærkvöld. annars sögufrægs Reykvíkings sem við minnumst öll hér á afmælis- hátíð, sem átti sinn dijúga þátt í að Reykjavík varð höfuðborg ís- lands, Skúla Magnússonar. Þar sem Reykjavík lá í eymd, klemmd milli konungsvalds á Bessastöðum á Álftanesi og kirkju í Viðey, reisti Skúli Magnússon af hugsjón og eld- móði staðinn úr kör. Hann er fyrstur manna til að gera tilraun til að miðla þekkingu og tækni frá Reykjavík, sem síðar hefur orðið svo ríkt hlutskipti höfuðstaðarins þar sem rannsóknir á landi, lífríki og iðnaðarframleiðslu fara fram í svo ríkum mæli. Með innréttingun- um er hann í raun og vera að koma upp fyrsta tækniskólanum í þjóðar- sögunni fyrir landsmenn. Hann vil gefa og miðla frá Reykjavík til hagsældar og það er fyrsta skref djörfungar sem íslendingur stígur eftir 150 ára verslunareinokun og niðurlægingu sem dregið hefur all- an mátt úr þjóðinni. — Og með eldmóði sínum og metnaði fyrir samtíðarmenn varð hann forvígis- maður þess að Reykjavík varð varanlegur höfuðstaður íslands. Engin er þjóð meðal þjóða sem t ekki á sér höfuðborg. Samspil þjóð- ar og höfuðborgar er að gefa af auðlegð og sameiginlegri sóma- kennd. Höfuðborg er ekki til án samstarfs allra sem landið byggja. Hagur annars er hagur beggja. Höfuðborg er sameiningartákn, ein- att fulltrúi þeirrar menningar hugar og handar, sem rikir í landinu, ör- yggishöfn þegnanna sem þangað eiga að geta sótt einungis það besta. Hún er talsmaður og mynd af okkur sjálfum eins og við eram hveiju sinni. Traust sjálfsmynd þjóðar táknar stöðugleika í tíma og rúmi. Sú sjálfsmynd notast í samskiptum við aðrar þjóðir og getur aldrei orðið annað en sómarík. Ég þakka Reykjavíkurborg ógleymanlegt boð til höfuðstaðarins f dag á 200 ára afmæli. í sólskini með Reykvíkingum, brosmildum og hlýjum, hefur verið hátíð í höfuð- staðnum. Ég óska Reykjavíkurborg allra heilla, landsmönnum öllum til ánægju og gagns. Gleðilegt afmæli! Fjöldi óskilamuna hjá lögreg'lunni Lítil hnáta týndi eftirlætisbrúðunni TÖLUVERT af óskilamunum hafði borist til lögreglunnar í Reykjavik í gærkvöld þegar fór að síga á seinni hluta afmælis- hátíðar borgarinnar. Þeir sem hafa týnt hlutum geta leitað til lögreglustöðvanna í dag en undir kvöld eða á morgun verða þeir hlutir væntanlega komnir í vörslu óskilamunadeildar lög- reglunnar. Meðal þeirra, sem týndu hjart- fólgnum gripum, var átta mánaða gömul stúlka úr Kópavogi, sem fór í kerraferð með móður sinni niður Laugaveginn laust eftir há- degið í gær. Sú litla hélt á hvítri tuskubrúðu, sem hún getur ekki verið án þegar hún á að fara að sofa. Einhvers staðar frá Snorra- braut niður miðjan Laugaveg hrökk brúðan úr kerranni og mun hafa gengið illa að koma hnát- unni litlu í ró í gærkvöld vegna þessa. Brúðan er nýleg. Hún er með hvíta blúndu saumaða um höfuð- ið, fótalaus en méð hendur. Skila má brúðunni til lögreglunnar í Reykjavík eða hafa samband í síma 46368.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.