Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 13 Stubbar Þórður Pétursson veiðikló á Húsavík var að renna fyrir neðan Æðarfossa síðastliðið haust. Kastaði hann devon á dálítinn lygnublett þar sem hann vissi að iaxar lágu undir. Um hríð gerðist ekkert, en Doddi gafst ekki upp. Athyglin hvarfl- aði hins vegar, þannig að honum krossbrá, er stór sporðbiaðka jós miklum vatnselg yfir hann allan er devoninn var kominn á grunnt vatn fyrir neðan hann og skammt frá honum. Áður en hann gat deplað auga, varð hann þess áskynja að fiskurinn var í beinu sambandi við stöng hans, línu og gervisíli, hann þaut niður alla á svo það söng og hvein í hjólinu. Eftir mikinn eltingarleik náði Doddi laxinum, sem var 13 punda hængur og var þríkrækj- an á devoninum föst í sporði laxins. Laxinn féll því á eigin bragði, hann hafði elt gerivsílið bókstaflega upp í landsteina og hvort heldur hann hafi ætlað að slá það með sporðinum að skiln- aði eða hann hafi rekið sporðinn í það er hann hugðist leita til árinnar aftur, þá féll hann á bragðinu, festi öngulinn í sporð- inum og varð þannig undir í baráttunni. OOO Þá er hér að lokum saga af ónefndum veiðimanni sem var fyrir því óhappi í Stórafossi í Laxá, að festa öngul sinn í bakinu á stórum laxi. Slíkt vill henda þarna, því laxinn á það til að liggja þétt á litlu svæði. Eftir harða glímu var laxinum landað og sjá, við hlið öngulsins sem kræktist fyrir slysni í bak laxins, sat risavaxin þríkrækja sem ólíklegt er að hafí fests þar fyrir slysni. Auðvitað átti þessi lax skilið að vera sleppt aftur í ána, svo fremi sem sár hans hafi ekki verið þeim mun alvar- legri, en það fylgdi ekki sögunni hvemig þau mál voru ... Lag eftir Jóhann G. í úrslit í alþióðakeppni NYTT lag eftir Jóhann G. Jó- hannsson hefur komist í tíu laga úrslit í alþjóðlegu söngva- keppninni í Castlebar á írlandi, sem haldin verður í byijun október næstkomandi. Björg- vin Halldórsson söngvari og tónlistarmaður mun syngja lag- ið í keppninni en þetta verður í þriðja sinn, sem hann tekur þátt i keppninni í Castlebar. Björgvin tók fyrst þátt í írsku keppninni árið 1980, þegar hann söng eigið lag, „Skýið", og hafn- aði í þriðja sæti. Tveimur árum síðar tóku þeir Björgvin og Jóhann Helgason þátt í keppninni með lag eftir Jóhann, „Sail On“, og höfn- uðu í öðru sæti. Það sama lag komst einnig í annað sæti í al- þjóðlegri keppni í Bratislava í Tékkóslóvakíu vorið 1984. Sungið af Björgvin Halldórssyni í Castlebar- söngvakeppninni í október Lag Jóhanns G. Jóhannssonar, sem komst í tíu laga úrslit í Castlebar Intemational Song Contest, heitir „I Write a Lonely Song“ og hefur ekki heyrst hér- lendis. Þetta verður í 21. skipti, sem alþjóðleg söngvakeppni er haldin í Castlebar og nema verð- launin alls 20 þúsund írskum pundum, eða sem svarar til rúm- lega einnar milljónar íslenskra króna. Dómnefnd keppninnar valdi úrslitalögin tíu úr tugum laga frá nærri þtjátíu þjóðlöndum en í úr- slitakeppninni taka þátt söngvar- ar frá Bandaríkjunum, Englandi, Hollandi, írlandi, íslandi, Ítalíu, Svíþjóð og Tékkóslóvakíu. Úr- slitakeppninni, sem fer fram laugardagskvöldið 4. október, verður sjónvarpað um írland og hluta Skotlands og Englands. Björgvin Halldórsson hefur þegar hljóðritað keppnislag Jó- hanns G. Jóhannssonar fyrir fjórðu sólóplötu sína, hina fyrstu í fjögur ár. Hann hefur unnið að gerð þeirrar plötu undanfamar vikur ásamt Eyþóri Gunnarssyni, hljómborðsleikara og lagasmið úr Mezzoforte, og er ætlunin að plat- an komi á markað skömmu fyrir jól. Björgvin sagði að upptaka plöt- unnar væri tvöföld - þ.e. að hann syngi bæði á íslensku og ensku, því hugmyndin væri að bjóða plöt- una til sölu „á erlendum markað- storgum", eins og hann orðaði það. „Þama eru lög eftir mig sjálf- an og marga okkar bestu höfunda, svo sem Jóhann Helgason, Jóhann G. Jóhannsson, Gunnar Þórðarson og fleiri,“ sagði hann. Það er Skífan sem gefur plötu Björgvins Halldórssonar út. NORÐURLANDAFR UMS ÝNING Á GRÍNMYNDINNI FYNDIÐ FÓLK í BÍÓ (YOU ARE IN THE MOVIES) ,V Hér kemur stórgrín- myndin „Fyndið fólk í bíó“. Fyndið fólk 1 og2vorugóð- ar, en nú kemur sú þriðjaogbætirum beturenda sú besta. Falda mynda vélin kemurmörgumí opna skjöldu. Aðalhlutverk: Fólkáfömumvegi. Sýnd kl. 5, 7,9og11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.