Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 68
 Hátt í 30 þÚ8und manns fylgdust með afmælishátíðinni á Arnarhóli í gærkvöldi að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Bergur Gíslason Bros og ánægja ein- kenndu hátíðarhöldin - segir Óskar Ólason yfirlögregluþjónn Morgunblaðið/Börkur Gleðigöngur ungra Reykvíkinga koma að Arnarhóli við upphaf afmælishátíðarinnar í gærkvöldi. Hátíðardagskráin við Amarhól hófst klukkan 21 með ávarpi Magn- úsar L. Sveinssonar, forseta borgarstjómar, eftir að svonefndar „Gleðigöngur" höfðu komið að Am- arhóli, syngjandi Reykjavíkurlagið, úr samkeppni Reykjavíkurborgar - og sjónvarpsins. Skömmu áður hafði forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, gengið til sætis í gestastúkunni ásamt borgarstjóra- hjónunum og öðrum heiðursgestum. Mikil hátíðarstemmning var ríkjandi enda lék veðrið við afmælis- gesti, þótt nokkuð kólnaði í veðri er líða tók á kvöldið. Að loknu ávarpi forseta borgar- stjómar flutti Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt blönduðum kór verk- ið „Minni íslands", hátíðarverk eftir Jón Þórarinsson, undir stjóm Páls P. Pálssonar. Borgarstjóri bauð for- "•■■seta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur, velkomna á hátíðina og forsetinn flutti ávarp. Að loknu ávarpi for- seta íslands fluttu leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur kafla úr leikverki eftir Kjartan Ragnarsson, „Skúli fógeti og upphaf Reylqavík- ur“ við tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. HÁTÍÐARHÖLDIN í Reykjavík vegna 200 ára afmælis borgar- innar fóru mjög vel fram. Aætlað er að um 70 þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest „Reykjavíkurflugur“ var næst á dagskránni, en þar flutti hljóm- sveit, undir stjórn Gunnars Þórðar- sonar gömul og ný lög tengd höfuðstaðnum og lék hljómsveitin síðan fyrir dansi fram undir mið- nætti. Karl Ágúst Úlfsson og Þórhallur „Laddi“ Sigurðsson bmgðu á leik á milli atriða. Davíð Oddsson, borgarstjóri, ávarpaði hátíðargesti rétt fyrir mið- nætti og síðan lauk afmælishátíð- inni með glæsilegri flugeldsýningu, sem lýsti upp himinhvolfíð. „OKKUR fannst þetta bara hafa gengið vonum framar, þetta var óskaplegur fjöldi af fólki sem við fluttum,** sagði Karl Gunnarsson hjá Strætisvögnum Reykjavíkur í samtali við Morgunblaðið > gær- kvöld. SVR flutti farþega í allan gærdag án endurgjalds í tilefni af tveggja alda afmæli borgarinnar og sagðist var um miðjan dag í gær og hátt í 30 þúsund manns sóttu hátíð- ardagskrána á Arnarhóli í gærkvöldi, að sögn lögreglu. Hátíðin var að mestu siysalaus, lítil ölvun og voru lögreglumenn sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi ánægðir með daginn. „Eg held að við getum með góðri samvisku slegið því föstu að aldrei fyrr í sögu borgarinnar hafi fleira fólk komið saman í miðbænum. Ég er nú búinn að starfa við þetta í nokkra áratugi og ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Óskar Ólason yfírlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, er hann var spurður um fjölda þeirra sem komu saman í miðborginni í gær til að fagna 200 ára afmælinu. Óskar sagði að erfítt væri að segja nákvæmlega til um fjöldann en kvaðst álíta að nú hefðu að minnsta kosti tvölfalt fleiri verið í mið- bænum en var á 17. júní síðastliðn- um, en þá var áætlað að um 30 þúsund manns hefðu verið í bænum. „Mér þykir ekki ólíklegt að hátt í þriðjungur þjóðarinnar hafí verið hér saman kominn þegar mest var,“ Karl ekki muna slíkan mannfjölda í bænum eða annað eins annríki hjá fyrirtækinu í þau 36 ár sem hann hefur unnið hjá SVR. „Það er alveg útilokað að segja til um hve margir fóru með strætis- vögnunum okkar,“ sagði hann. Karl sagði að kvöldið hefði verið rólegra og umferð mikið minni eftir klukkan sjö í gærkvöldi. sagði Óskar ennfremur. „Hér er mikið af utanbæjarfólki, sem hefur samfagnað með borgarbúum og allt hefur þetta farið ákaflega vel fram. Um tíma, á milli klukkan 14 og 15 var umferðin svo mikil að hún lá frá Melatorgi, samfellt aust- ur fyrir Skeiðarvog, en allt gekk þetta stórslysalaust." Óskar sagði að vegna mikillar umferðar á Miklubraut laust eftir hádegi hefði orðið að breyta leið forsetans niður í miðbæ og var grip- ið til þess ráðs að aka niður Suðurlandsbraut og þaðan niður Laugaveg. Þó hafí svo mikil umferð gangandi fólks verið á Laugavegi að ekið var með hraða gangandi manns þar í gegn, að sögn Óskars. „En allir voru ánægðir. Það viku allir, brostu og voru kátir og það er það sem hefur einkennt þessa hátið", sagði Óskar Ólason yfirlög- regluþjónn. Varp misfórst hjá 27 arnapörum 18 ungar verða fleygir úr 13 óðulum ÁTJÁN ARNARUNGAR eru að verða fleygir þessa dagana úr 13 hreiðrum og er það heldur minna en í fyrra þegar 24-25 ungar komust upp. Vitað er um að á 27 stöðum hafa arnarpör helgað sér óðal en varpið misfarist. Ein ástæðan fyrir því er talin geta verið sú, að kynþroska fugl pari sig við ókynþroska fugl eins og algengt er þar sem stofninn er svona Iítill, en einnig er hugsan- legt að truflun af manna völdum hafí raskað varpinu sem er mjög viðkvæmt. Sem dæmi um það síðarnefnda má nefna að við rann- sókn á ljósmyndum sem teknar voru af tveimur Bretum í vor kom í ljós að tvær myndanna voru af arnarhreiðrum en þeir munu hafa haldið því fram að þeir hafí aðeins tekið myndir af valshreiðrum. Annað þessara arnarhreiðra mis- fórst sem gæti hafa orsakast af truflun Bretanna enda má sjá á myndunum að þeir fóru alveg upp að hreiðrinu sem í voru tvö egg. Mjög þungar refsingar liggja fyrir því að eyðileggja amarhreiður og er Fuglavemdunarfélag íslands að athuga möguleika á að kæra þessa menn. Arnarstofninn er ennþá í út- rýmingarhættu og því mikilvægt að vinna að því í framtíðinni að minna misfarist af amarhreiðrum, segir í frétt frá Fuglaverndunarfé- lagi Islands. Algengt hafi verið í gegnum árin að varp sé truflað og það þannig misfarist en á þeim stöðum þar sem fólk býr nálægt og gætir þess að varpið sé virt og örninn fái að vera í friði hafi það aftur á móti gengið vel. Ungir ernir hafa sést á þessu ári í Reykjvík, á Suðurnesjum og í Eyjafírði, auk þess á venjulegum amarslóðum. ~Þúsundir afmælis- gesta á Arnarhóli ÞÚSUNDIR Reykvíkinga og gestir þeirra söfnuðust saman á Amar- hóli í gærkvöldi til að fagna 200 ára afmæli höfuðborgarinnar. Reyndar hafði miðbærinn verið fullur af fólki allan daginn. Annríki hjá SVR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.